Þjóðviljinn - 25.05.1991, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Qupperneq 6
m Ræktar þú kartöflur eða eitthvað annað grænmeti? Ema Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur Ég rækta jarðaber í garð- inum mínum. Gylfi Ásmundsson sálfræðingur Ekki eins og er, en ég hef gert það i gegnum tíðina. Ásta Þórarinsdóttir húsmóðir Já, ég hef ræktað kartöflur síðustu tvö árin. Sólveig Hinriksdóttir tækninteiknari Nei, þvi miður á ég engan garð til þess. Álfheiður Kjartansdóttir þýðandi Ekki lengur, ég var með garð á Eyrabakka í mörg ár, en hann hef ég ekki núna. Ftríkttir iKÍí gamla Kennara^ skólann Kennarasambandið hyggst þegar hefja framkvæmdir viö endurbætur á gamla Kennaraskólanum viö Laufásveg og flytja skrifstofur slnar þangaö I siöasta lagi um næstu áramót. - Mynd Jim Smart. Merkum áfanga var náð í starfsemi Stýri- mannaskólans í Reykjavík í gær þegar honum var slitið í 100. sinn að viðstðddu fjölmenni í Háskóla- bíói. Skólastjóri Stýrimanna- skólans er Guðjón Ármann Eyj- ólfsson. Á þessari 100 ára starfssögu skólans hafa um 5000 manns lokið skipstjórnarprófum frá Stýri- mannaskólanum og á námskeiðum úti á landi í tengslum við skólann. Eins og gefur að skilja hafa orðið margháttaðar breytingar á námi skipstjómarmanna á þessum eitt hundrað ámm og á starfsum- hverfi sjómanna. Undanfarin ár hefur verið unnið að tillögum að breytingum á skipstjómamáminu, en sú vinna hefur staðið yfir með hléum frá árinu 1984. Fyrir utan hefðbundið skipstjómamám hefur aðstandendum skólans þótt brýnt að taka upp og efla kennslu í stjómunar- og rekstrarfræðum, líf- ffæði hafsins, auðlindum og meng- un, markaðs- og flutningafræðum, fiskmeðferð og gæðamati sjávaraf- urða, veiðitækni og veiðarfæragerð og viðhaldi skipa. Jafnframt liggur fyrir að gerðar verði breytingar á inntökuskilyrð- •• um nemenda. Mesta breytingin fel- ur í sér að kröfur um lágmarkssigl- ingatíma verða sex mánuðir á skipi yftr sex rúmlestum í stað tuttugu og fjögra mánaða siglingatíma á skipum yfir tólf rúmlestum. Enn- fremur verður skólanum heimilað að starfrækja undirbúningsdeild fyrir þá sem ekki hafa lokið að minnsta kosti 35-40 námseiningum eftir lok grunnskólaprófs. Eitt af markmiðum með þessum breyting- um og öðrum sem í farvatninu eru, Nú hefur Kennarasam- band íslands fengið gamla Kennaraskólann við Laufásveg til eignar. Gengið var frá afsali á síðasta starfsdegi fyrrverandi mennta- málaráðherra, skömmu eftir að HÍK tók þá ákvörðun að þiggja ekki þessa gjöf ríkisstjórnarinn- ar sem gefin var í tilefni aldaraf- mælis fyrsta kennarafélagsins. Um leið og ákvörðun HÍK lá fyrir tilkynnti stjóm KI ráðherra að KI hefði áhuga á að verða eini eig- andi hússins og var það samþykkt. Eggert Lámsson formaður HÍK segir að húsið hafi verið afþakkað vegna þess að menn hafi verið hræddir við hversu dýrt væri að gera það upp. „Það kemur ekki í ljós fyrr en búið er að taka jámið utan af húsinu hversu illa það er farið en við vomm búnir að fá ýmsar áætlanir og þær hljóðuðu upp á 20-50 miljónir króna fyrir heildarverkið,“ sagði hann. Menntamálaráðherra bauð fjárhæð til endurbóta á húsinu en síðan bólaði ekkert á henni í átta mánuði. Að sögn Eggerts var tekin ákvörðun um að afþakka gjöfina þegar borin von var að peningar fengjust. KÍ mun þegar hefja viðgerðir utanhúss á gamla Kennaraskólan- um og einnig verður gengið frá lóð og bílastæðum. Þegar því er lokið verður tekin ákvörðun um firam- kvæmdir innanhúss. Svanhildur Kaaber segir að ef allt gangi eftir megi búast við því að KI flytji skrifstofur sínar á Laufásveginn um næstu áramót í síðasta lagi. Félagsmenn í HÍK em um 1200 en í KÍ em um 4000 manns. TiJ stóð í upphafi að bæði HÍK og KÍ yrðu með skrifstofúr í Kennara- skólanum en þar sem ekkert verður af því leitar HÍK nú, ásamt öðrum félagasamtökum sem em til húsa í Lágmúla 7, að nýju skrifstofuhús- næði. Lágmúlinn er í eigu sam- eignarfélagsins Ásbrú og samþykkt hefúr verið að setja það húsnæði á sölu. -vd. Fimm þúsund skipstjómar- menn á hundrað ámm miða að því að undirbúningsnám geti hafist strax að loknu gmnn- skólanámi og unglingum verði gert auðveldara að halda beint áfram frá gmnnskóla í skipstjómamám. Stýrimannaskólinn í Reykjavík tók til starfa haustið 1891 í svo- nefndu Doktorshúsi þar sem nú er Ránargata 13. Fyrsti skólastjórinn var Markús F. Bjamason og hélt hann skólann heima hjá sér. Auk þess lét hann reisa viðbyggingu fyrir skólann vestan við húsið sitt á Guöjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans f Reykjavik I góðum hópi velunnara skólans i Háskólabiói (gær þegar skólanum var slitiö i 100. sinn. Mynd: Kristinn eigin kostnað. Ohætt er að fullyTða að biýn þörf hafi verið fyrir stofn- un skólans á þeim tíma þegar þil- skipaútgerðin var í ömm vexti sem kallaði á meiri menntun skipstjóm- armanna en hin hefðbundnu ára- skip. En eins og kunnugt er þá var þilskipaútgerðin upphafið að þeirri tæknibyltingu í sjávarútvegi sem velmegun þjóðarinnar hefur byggst á enn þann dag í dag. -grh ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. maí1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.