Þjóðviljinn - 25.05.1991, Side 13

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Side 13
VIÐEY AUSTUREY STRAUMEY BORÐEY Færeyjar eru ekki síður paradís ferðamannsins en Island Þ að hefur löngum viljað loða við íslendinga að þeir leiti langt yfir skammt þegar þeir leggjast í ferðlög tíl útlanda. Eftir því sem þeir flengjast lengra frá ísaköldu landi þeim mun frásöguverðara er ferðalagið talið þegar heim er aftur kom- ið. Þegar betur er að hugað þurfum við ekki nema rétt að bregða okkur út fyrir túnfótínn tíl þess að komast í áður ókunnan heim, nefnilega í frændgarð okkar næstu ná- granna Færeyingij. Þrátt fyrir að margt sé líkt með skyldum, er fleira sem kemur Islendingi í Færeyjaferð ókunnuglega fyrir sjónir og bregður nýju Ijósi á færeyska náttúru og menningu. - A síðasta ári komu hingað haldið að íjölga komum ferða- til Færeyja milli 22-25 þúsund manna hingað yfir vetrarmán- ferðamenn, en árið þar áður uðina og sértaklega að vorlagi voru þeir um 30 þúsund. Lung- þegar fuglinn er að setjast í KALSEY mykSes' mæli til Færeyja? — Nei, svo er ekki að sjá. Flestir þeirra sem taka sér far með Norrænu fara með skipinu Kirkjubær, sá margrómaði sögustaður, dregur árlega mikinn fjölda eriendra ferðamanna til sín, enda má segja að sagan sé þar við hvert fótmál. inn af ferðamönnum sem hing- að koma eru Danir, eða um 65 af hundraði. Ætli það láti ekki nærri að fjöldi Islendinga, Norðmanna og Svía sem hing- að koma á ári hverju sé þetta 2000 til 2500 manns frá hverri þjóð og Þjóðverjar eru ein- hveiju færri. Sá sem hér mælir er Jákup Veyhe, framkvæmda- stjóri Ferðamálaráðs Færeyja í samtali við Þjóðviljann. Að sönnu hefur ferða- mannaþjónusta ekki nein úr- slitaáhrif á efnahag Færeyinga enda eru þeir að stíga sín fyrstu spor á þessari braut. Jákup ætlar að ferðaþjónust- an skapi um 200 til 300 ársverk og um þrjú til fjögur prósent- ustig af þjóðartekjum Færey- inga komi af þessum atvinnu- vegi. Jákúp segir að á fáum árum hafi komum ferðamanna til Færeyja fjölgað talsvert. - Við sækjumst þó ekki endilega eftir því að ferðamönnum fjölgi mjög mikið á stuttum tíma. Við viljum helst að þeim fjölgi hægt og sígandi. Öðruvísi erum við ekki í stakk búnir til að mæta auknum ferðamannafjölda, s.s. með fjölda gistiplássa og veit- ingastaða og annarri þeirri þjónustu sem ferðamenn kunna að þarfhast, segir Jákup. Hann segir að stefnt sé að því að fjöldi ferðamanna verði um það bil 40.000 á ári innan fimm ára eða svo. - Þá er ekki óeðlilegt að reikna með að ís- lenskir ferðamenn verði um það bil helmingi fleiri en nú, eða um 4000 manns. - Lang flestir ferðamanna koma hingað að sumarlagi, en það er möguleiki ef vel er á björgin, segir Jákup.Hefúr orð- ið aukning á fjölda íslenskra ferðamanna í Færeyjum á síð- ustu árum? - Nei, fjöldi íslendinga sem hingað koma hefúr verið mjög svipaður ár frá ári. Þannig að siglingar Smyrils og síðar Norrönu milli íslands og Færeyja hefúr ekki hvatt ls- lendinga til að ferðast í auknum yfir til meginlandsins og hafa því ekki aðra viðkomu hér en þessa stuttu stund sem skipið hefur viðdvöl í Þórshöfn áður en það heldur för sinni áfram yfir til meginlandsins, segir Jákup. Hvað er þá með ykkar næstu nágranna, Skota og Eng- lendinga? — Þrátt fyrir að það geti ekki Jákup Veyhe, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Færeyja, seg- ir Færeyinga fara sér í engu óðslega við að draga ferðamenn til eyjanna. -Það er betra að vinna að þessum hlutum með hægðinni, en í stórum stökkum og ráða svo ekki við allt saman þegar á hólminn er komið, segir Jakup. Mynd Jim Smart. KOLTURti HESTU Skopum. talist ýkja . þ langur vegui SKUFEY milli Færeyja og Skotlands kemui hingað ekki mikill fjöldi ferðamanna frá Bretlandi. Astæða þess er trú- lega fyrst og fremst sú að ferjusamgöngur milli landanna eru ekki greiðar. Norræna siglir að vísu milli Færeyja og Hjaltlands, en til þess að koma sér á milli Skotlands og Hjaltlands verða menn að taka aðra ferju, sem gerir það að verkum að það er talsvert örðugra fyrir fólk að ferðast á milli landanna, segir Jákup. Hvað er það öðru fremur sem ferðamenn hafa að sækja til Færeyja? — Fyrst og fremst er það hrein náttúra og saga og menn- ing Færeyja og jafnvel listir sem draga útlendinga hingað, líkt og dregur útlenda ferða- menn til íslands. Eða er það ekki svo? Færeyjar eru ekki síður paradís ferðamannsins en ísland. — Það sem hvetur íslendinga til að leggja leið sína hingað er trúlega hvað menning þjóðanna er lík. íslendingar og Færeying- ar geta gert sig skiljanlega hvorir við aðra á sinni eigin þjóðtungu og það er fjölmargt sem tengir okkur saman. Að sönnu mættu íslendingar sækja okkur heim í meira mæli en þeir nú gera, segir Jákup. Jákup segir Færeyinga ágætlega setta með samgöngur innanlands. Um eyjamar liggja greiðfærir vegir og ferjusigling- ar em tíðar milli eyja, þannig að lítill vandi er að komast leið- ar sinnar hvort heldur menn em á eigin bíl eða ekki. - Ferðaskrifstofur bjóða einnig upp á skoðunar- og kynnisferðir um eyjamar, segir Jákup. — Hins vegar emm við ver settir með flugsamgöngur. Flugleiðir fljúga hingað frá Reykjavík tvisvar í viku árið um kring. Þá halda tvö flugfé- lög uppi daglegu flugi milli Færeyja og Danmerkur. Tilraun hefúr verið gerð með að fljúga reglubundið milli Færeyja og Bergen og Færeyja og Glas- gow, en Ijöldi farþega reyndist ekki nægjanlega mikill svo að flug á þessum leiðum stæði undir sér, segir Jákup. Um nokkurt árabil hafa ver- ið talsverðar umræður .hafðar frammi í Færeyjum að þörf væri á að byggja nýjan milli- landaflugvöll. Núverandi milli- landaflugvöllur, sem upphaf- lega var byggður af breska her- námsliðinu í seinna stríði, er á Vogey. Fyrir ýmissa hluta sakir er þessi staðsetning ekki heppi- V' I 1 IT I jSTÓRA DÍMON J^JTLA DÍMON $UÐUREY Kílómetrar Það er ekki ýkja lariaur veaur fyrir (slendinga ao bregða sér til Færeyja eins og sést af afstöðumyndinni. Ekki spillir fyrir að samgöngur um eyjarnar og milli peirra eru goðar. leg. — Vissir örðugleikar eru því samfara að hafa flugvöllin á Vogey. Flugfarþegar þurfa að taka bíl og ferju til að komast til og ffá flugvelli og Þórshafn- ar, þangað sem flestir eiga er- indi og svo er hitt að oft er ógjömingur að lenda á flugvell- inum sökum þoku og dimm- viðris. - Menn hafa haft uppi hug- myndir um að reisa nýjan milli- landaflugvöll fyrir sunnan Þórs- höfn, syðst á Straumey. Ef af verður, sem ég vonast til, yrði sá flugvöllur meira miðsvæðis og veðurskilyrði til flugs eru mun betri hér á Straumey en á Vogey, segir Jákup, — en þessi draumur verður vart að veru- leika á allra næstu ámm. Hvernig er ferjusiglingum til og frá Færeyjum háttað? — Árið um kring em reglu- legar siglingar ferja milli Fær- eyja og Danmerkur. Að sumar- lagi sigla feijur til og frá Fær- eyjum og Skotlands, og Noregs auk Islands. — Æskilegt væri auðvitað að feijusiglingar til og ffá Færeyj- um væm tíðari, en mér er til efs að slíkt gæti staðið undir sér. - Færeyingar eiga allt sitt komið undir greiðum samgöng- um við umheiminn og okkur er umhugað um að vera í sem bestum tengslum við nágranna- löndin. Ferðamannaþjónustan er þar ekki hvað síst mikilvæg, segir Jákup Veyhe. —rk ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25.mai 1991 Síða13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.