Þjóðviljinn - 25.05.1991, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Qupperneq 19
TEYGT & TOGAÐ SkráIr Stuttbuxnadeildin yfirtekur ísafjörð Vestfirska fréttablaðið varaði bæjar- búa við innrás ungra sjálfstæðis- manna nýlega. Var sér i lagi minnst þar á kvenfólkiö I bænum sem „muni þykja þröngt fyrir dyrum sln- um' ágústnæturnar þegar fimm hundnjð SUS menn þinga á (safirði. Vestfirska fréttablaðið hefur því ekki mikla trú á því að í hópi ungra sjálf- stæðismanna sé mikið um ung fljóð fremur en I fullorðinsflokknum. Vest- firðingar hafa þegar fundið ráð til að bregöast við þessari innrás guttanna því að nú er undirbúningur hafinn að stofnun sálarrannsóknarfélags I bænum. Líkamssjoppa í stað blóma Nú er ekki lengur blómahafið að gleðja fólk sem skreppa þarf ( Ríkið [ Kringlunni. ( stað blómabúðar er komin verslun sem selur umhverfis- vænar snyrtivörur: „Body Shop“. Það er unglingatiskufatakóngurinn Oddur ( Kjallaranum sem keypti plássið af Blómavali og ku hafa greitt um 26 miljónir fyrir stæðið. Blómin hverfa þó ekki alveg þvf að stjóm Kringlunnar þykir nauðsyn að angan fylli salarkynni verslunarhúss- ins og krefst þess að ekki verði al- veg aflögð sala á afskomum blóm- um. Því mun Sigurður Sigurðsson blómasali á Eiðistorgi og (safirði selja nokkra vendi í horni krembúð- arinnar svo allir megi vel við una í Kringlustjórninni. Smekkur grænkandi fer Oddur fatasali er naskur sölumaður og hefur nú veðjað á nýjasta æði landans: umhverflsvemd, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofn- unar. „Body Shop" er að feikivinsæl snyrtivörukeðja um alian heim þv( ekki eru litlu dýrin kvalin við fram- leiðsluna og (látin skaöa ekki móður Jörð. Athyglisvert er hins vegar að þessar vöair eru slður en svo nýjar af nálinni. Reykvfkingar muna ef- laust eftir „Body Shop“ vörunum á Laugaveginum fyrir áratug eða svo, en þá vildu menn ekki umhverfis- vænar vömr I Ijótum pakkningum og ekkert var umhverfisráðurtneytið. Nú selst ekkert betur en það sem selt er undir heitinu: umhverfisvænt - hvað sem það svo aftur þýðir. Hver ertu? Guðbrandur Sigurðsson, aðstoð- arvarðstjóri í Umferðardeild lög- reglunnar. / hvaða stjömumerki ertu? Ég er fiskur. Hvað ertu að gera núna? Ég sinni varðstjóm inni í dag og stjóma deildinni með öðrum yfir- mönnum. Hata mest: Það er ekkert sem ég hata, hatur er ljótt orð. En það sem mér þykir einna leiðiiílegast em heimilisstörfm. Elska mest: Bömin, fjölskylduna og konuna. Mér þykir einnig gaman að vinnunni. Hvað er fólk jlest? Mannlegar verur með mannlega galla, en allir eiga þó eitthvað gott til. Hvað er verst/best i fari karla? Verst í fari karla er leti og sjálf- hælni. Best er hins vegar dugur og heiðarleiki. En ífari kvenna? Það sama gildir um þær og karla. Óttastu um ástkœra ylhvra mál- ið? Við verðum að vera vakandi fyrir því annars hallar undan fæti. Ég er ekki frá því að krakkar og ung- lingar sletti meira nú en áður, meira að segja smáböm sletta ensku. Þá heyrir maður krakka vera með sóðalegar slettur sem unglingar hefðu skammast sín fyrir fynr nokkmm ámm. Értu myrkfœlinn? Ég var það sem bam. Hefurðu séð draug? Nei, aldrei. En ég virði spíritista og þá sem trúa á líf eftir dauðann, þótt ég hafi aldrei sjálfur orðið áþreifanlega var við nokkuð yfir- náttúmlegt. Værirðu ekki þú, hver vildirðu vera? Ég er ánægður með lífið og til- veruna og reyni að sætta mig við mína galla. Ég horfi ekki öfund- araugum til nokkurs manns. Hefurðu hugleitt að breyta lifi þinu algjörlega? Nei, ég er ánægður með það. Þótt alltaf megi reyna að verða betri maður. Hvað er það versta sem fyrir þig gæti komið? Það væri að missa fjölskylduna. Hvað er skemmtilegasta leikrit sem þú hefurséð? Fló á skinni. Áhrifamesta bók sem þú hefur lesið? Þar komstu að tómum kofanum, ég les lítið af dægursögum. Þegar ég les er það helst eitthvað fag- legt sem tengist vinnunni. Leiðinlegasta kvikmynd sem þú hefur horft á? Það vantar í mig þennan dægur- þátt. Ég horfi á það sem býðst í sjónvarpinu og fer sjaldan í bíó. Éinna helst leiðast mér sænskar og rússneskar kvikmyndir. Attu bam eða gæludýr? Ég á tvö böm og einn kött. Ertu með einhverja dellu? Já, ég er með líkamsræktar- og íþróttadellu. En einhverja komplexa? Hafa ekki allir einhverja komp- lexa. Það er þó ekkert sérstakt sem hijáir mig. Kanntu að reka nagla í vegg? Ég er lærður húsasmiður. Hvað er kynœsandi? Konan mín. Attu þér uppáhaldsflik? Úlpuna mína, hún er með nóg af vösum fyrir lykla og annað dót sem ég ber á mér. Ertu dagdreyminn? Nei, ég er ekki draumóramaður. Ertu feiminn? Ekki mjög, ég held að flestir séu feimnir undir niðri. Ég er helst feiminn þegar ég reyni eitthvað nýtt eins og þetta viðtal. Skipta peningar máli? Lífið gengur fyrir peningum þótt þeir séu ekki allt, en það skiptir máli hvað maður ber úr býtum mánaðarlega. Hvað skiptir mestu máli í lífinu? Fjölskyldan og að standa sig vel í virinunni. Vera sáttur og lifa og starfa í sátt og samlyndí við sem flesta menn. BE 25. maí er laugardagur. Úrbanusmessa. 145. dagur ársins. Skerpla byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.43 - sólarlag kl. 23.08. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Argentínu og Jórdaníu. Björn Gunn- laugsson stærðfræðingur fæddur 1788. Sjálfstæðis- flokkurinn stofnaður 1929. |JJ co m Þjóðviljinn fyrir 50 árum Þjóðviljinn bannaður. fyrir 25 árum Mistök í gær við geimskot Evrópuríkja frá Woomera. Andstaðan gegn herforingja- klíkunni í Suður- Víetnam heldur áfram I Hue. Flytja á aðalstöðvar Nato frá Frakk- landi til Belgíu. Sá spaki Að stjórna stóru ríki er líkt og að sjóöa litla fiska. (Lao Tse) Síða 19 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.