Þjóðviljinn - 28.06.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Side 7
Stefán og Rafn fyrir utan hús sem hefur verið klætt með steinull. Glögg- lega sést hvernig ullin er fest upp með múrboltum. Á innfelldu myndinni sést hvers vegna verið er að klæða húsið, steypuskemmdimar eru greini- legar. Mynd: Þoríinnur. Húsbyggjendur leiða sjaldnast hugann að því hvort varan sem þeir vinna með er íslensk eða erlend. Fæstir gera sér grein fyrir því að oft er möguleiki að velja á milli vörutegunda. íslenskar byggingavörur eru stöðugt að ryðja sér rúms á markaðnum og eitt það nýjasta í þessum geira er íslenskt múreinangrunarkerfi, sem fyrirtækið íslenskar múrvör- ur hf. (ímúr) hefur nýverið mark- aðssett. Imúr er samsett úr þremur ís- lenskum iðníyrirtækjiun sem hvert um sig starfar á sínu sérstaka sviði, fyrirtæki þessi eru Sandur hf., Sér- steypan sf. og Steinullarverksmiðjan hf. Þjóðviljinn brá sér í heimsókn og kynnti sér þessa íslensku nýjung, sem er að ryðjast inn á markaðinn. Framkvæmdastjóri ímúr, Stefán Sigurðsson og Rafri Gunnarsson, sölustjóri sögðu að tilgangurinn með samstarfi áðumefridra aðila, væri að hafa til sölu á sama stað allt það efrii sem notað er til múrunar, innan húss sem utan. - Þá horfum við á þá aukningu sem orðið hefrir á klæðningu utan- húss sem eykst orðið ár frá ári. Bæði em það klæðningar vegna steypu- ✓ Imúr-klæðning Islenskt múreinangrunarkerfi skemmda, sem eru að verða ákveðið vandamál og einnig færist það i vöxt að menn einangri nýbyggingar að utan, sagði Stefán. Uppbyggingin á klæðningunni er þannig að einangrunin (íslensk steinull) er fest upp með múrtöpp- um. Þá er ryðvarið bendinet úr stáli fest á múrtappana. Eftir þá uppsetn- ingu er trefjabundnum undirmúr, sem framleiddur er af Sérsteypunni sf. sprautað í netið. Undirmúrinn er látinn harðna áður en yfirborðslagið er sett á vegginn. Menn geta síðan valið um ýmsa þá möguleika sem gefast í yfirborðsáferð. Aferðin get- ur verið slétt eða með ýmsum gerð- um af steinsalla, þar má nefna kvars, marmara o.fl. tegundir. Þegar talið berst að því hvort múrkerfið standist íslenskar aðstæð- ur, segja þeir að við alla þróun múr- blöndunar hafi þær verið hafðar í huga. - Markmiðið með kerfmu er að framleiða kiæðningu sem þolir að- stæðumar hérlendis. Þess var gætt að múrhúðin hafi gott veðrunarþol og einnig er áferðin sem hægt er að velja mjög slitsterk, sagði Rafn. - Reynslan kemur líka sífellt betur í ljós, það segir kannski meira en mörg orð, að það liggur við að annað hvert hús á Höfri í Homafirði sé komið með þessa klæðningu, sagði Rafri. íslenskar múrblöndur fyrir íslenskar aðstæður Sérsteypan sf. á Akranesi hefrir unnið að þróun og ffamleiðslu á ís- lenskum múrblöndum og steypuvið- gerðarefrium, sem henta aðstæðum hér á landi. Þessar blöndur eru fram- leiddar undir vörheifinu SEMKLÍS (sement og kísilryk). íslensk steypu- viðgerðarefrii em í stöðugri þróun og niðrstöður nýjustu rannsókna sýna, svo að ekki verður um villst, að þessi efrii standa innfluttum efri- um ekki að baki, hvorki hvað varðar verð né gæði. Að sögn Stefáns em megin kost- imir við notkun á tilbúnum þurr- blöndum tímaspamaður og stöðug gæði. Rafri bætti við að ímúr hafi nú tekið í notkun nýjan tækjabúnað til flutnings á tilbúnum þurrblöndum og til blöndunar efnisins og spraut- unar þess á notkunarstað. Verksmiðjuframleidd þurrblanda (t.d. innimúr, ef verið er að múra innanhúss, eða trefjamúr í utanhús- klæðningu) er þá flutt í stórum síl- óum á byggingarstað. Billinn sem notaður er til þessara flutninga, er búinn sérstökum lyftubúnaði, sagði Rafri. A byggingarstað er sérstakur blásari tengdur sílóinu, sem blæs þurrefninu eftir slöngum að múrdæl- unni. I dælunni er blandað nákvæm- lega réttu vatnsmagni við þurrefnið og efriinu síðan sprautað á vegginn. Þegar allt þetta kerfi er komið í gang er hægt að stjóma blönduninni og sprautuninni með aðeins einu hand- fangi við sprautustútinn. - Þeir sem kaupa þurrefriið af okkur fá leigðar vélar sem tengdar em við sílóin. Kosturinn við að nota múrsprautur er sá,að blandan verður alltaf sú sama og að ekkert ryk myndast við blöndunina eins og er venjan, þegar gamli mátinn er not- aður. Með þessu kerfi er líka allur pokaburður úr sögunni, sagði Rafri að lokum. Múrblöndunni er sprautuð á veggina, siðan er hún pressuð vel inn I múmetið. Sérstakir bllar fiytja þurrefnið á byggingarstað. Sllóið er svo skilið eftir á staðnum þangað til verkinu er lokið. W CERAMICHE UTIFLISAR Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið gegnheilar útiflísar áótrúlegu verði 20x20 sm. verð frá kr. 1.953,00 pr. m2 30x30 sm. verð frá kr. 2.064,00 pr. m2 # ALFABORG í BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4 - SÍMI 686755 __ slða 7 ÞJÓÐVILJINN júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.