Þjóðviljinn - 05.07.1991, Page 4

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Page 4
Á beininu Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra: Vil samkeppni í lyfsölunni Vilborg Davíðsdóttir spvr Það hefur gustað um Sighvat Björgvinsson frá því að hann tók við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hvert málið hefur rekið annað: Nátt- úrulækningahælið, sjúklinga- skatturinn, sumarlokanir sjúkrahúsa, Hallgrímsmálið og nú síðast deilur um hvemig hann hefur staðið að stofnun réttargeðdeildar í Sogni. Sig- hvatur er á tekinn á beinið í dag. - Þú sagðir í gœr að frum- vörpum Jyrrverandi heilbrigðis- ráðherra til laga um lyfjaverð og lyjjadreijingu yrði breytt í grund- vallaratriðum. I hverju eru þœr breytingar fólgnar? „Eitt af meginatriðunum í frumvarpi fyrrum ráðherra var að hann gerði ráð fyrir því að það næðist umtalsverður árangur til lækkunar á lyfjakostnaði með því að ríkisvaldið yrði aðili, með öðr- um, að einu fyrirtæki, sem hefði það hlutverk að bjóða út lyf, flytja þau inn og dreifa þeim á milli apóteka. Ég hef hins vegar ekki trú á því að það sé líklegt til árangurs að rikisvaldið taki að sér innflutn- inginn í þeim mæli. Ég hef miklu meiri trú á að það sé liklegt til ár- angurs að hvetja til meiri sam- keppni en á sér stað á íslenska lyfjamarkaðinum, bæði í heild- sölu og smásölu. Það hefur sýnt sig annars staðar á markaðinum, t.d. í matvöru, að ef menn koma á fót verðskyni hjá neytandanum og aukinni samkeppni þá lækkar vöruverðið.“ - Slik samkeppni myndi þýða að það þyrfti að afnema fast verð- lag á lyfjum, sem er varið er á þeim forsendum að lyf eigi að kosta það sama alls staðar á landinu og sé það lagt af þá fari minni apótekin á landsbyggðinni á hausinn. )rJá, en það sem við þurfum fyrst og ffemst að gera er að tryggja að landsmenn fái lyfm sem ódýrust. Nú er búið að byggja upp mjög öflugar heilsu- gæslustöðvar úti á landi og menn geta vel hugsað sér að þær, a.m.k. í minni umdæmunum, tækju að sér lyfsöluna. Þá þyrftu menn ekki að verðleggja lyfin þannig að apótekin á allra minnstu svæðun- um yrðu að hafa það háa álagn- ingu á lyfjunum að þau gætu stað- ið undir sér. Ég er ekki að segja að þetta sé eina rétta leiðin en þetta vil ég láta skoða. Sum litlu apótekin rétt hjara. En þau stærri hafa það góða af- komu að þau geta boðið heil- brigðisstéttunum alls konar að- stöðu fyrir lítið verð sem aðrir geta ekki og komið á fót nokkurs konar vítahring í þessum málum.“ — Lœknar og lyjjafrœðingar hafa gagnrýnt Jjölmörg atriði í nýrri reglugerð um kostnaðar- hlutdeild Tryggingastofnunar í lyjjaverði og þú hefur tekið undir að á henni séu margir gallar. Flýttu menn sér um of við vinnsl- una til að geta sýnt spamað strax? „Við urðum að sýna spamað strax vegna þess að það er gert ráð fyrir því í fjárlögum að á árinu 1991 sé dregið úr lyfjakostnaði um 500 miljónir.“ - En flýttu menn sér of mikið? „Nei. Það sem menn eru ekki sáttir við í þessari reglugerð em atriði sem byggjast á gildandi lög- um. Það sem allir em sammála um er að það væri miklu eðlilegra að taka upp sams konar kerfi og er á Norðurlöndum. Þar taka sjúk- lingar hlutfallslega þátt í lyfja- kostnaði upp að ákveðnu þaki. Því var ekki hægt að ná fram nema með lagabreytingu.“ — Nýja reglugerðin veldur því að ýmis lyf t.d. svefnlyf róandi lyf og hægðalyf sem gamalt fólk og aðrir sem lítið geta hreyft sig þurfa að nota dags daglega, hækka verulega í verði. Er þetta ekki grundvallarbreyting á hugs- uninni á bak við velferðarkerfið? „Nei. Svefhlyf og róandi lyf em t.d. yfirleitt ekki greidd af sjúkratryggingum í nágranna- löndunum. Það em auðvitað ýmis hægðalyf á markaðinum í ýmsum verðflokkum. Það verður þá að skoða það sérstaklega hvað varð- ar gamla fólkið og verður gert. En ætli eitt virkasta hægðalyfið, sem flestir nota, sé ekki bara gömlu hörfræin sem fást fyrir nokkrar krónur í apótekunum. Og það er ekki eðlilegt að sjúkratrygging- amar greiði róandi lyf fýrir ein- staklinga sem em ekki í læknis- meðferð.“ - Lára Halla Maack, réttar- geðlœknir, hefur gagnrýnt þig mjög harkalega fýrir hvemig þú hefur staðið að undirbúningi rétt- argeðdeildar og sagt að fagleg sjónarmið séu að engu höfð. Hverju svarar þú þeirri gagn- rýni? „Lára Halla segir að engum manni sé treystandi til að gera neitt í þessu máli nema henni sjálfri. Hún hefur gagnrýnt mig fýrir að hafa falið stjómendum Ríkisspítalanna að annast rekstr- arleg málefni þessarar stofnunnar og segir að enginn geti það nema hún. Hún hefur gagnrýnt mig fyr- ir að við hér í ráðuneytinu og stjómendur Rikisspítalanna skul- um hafa leyft okkur að leita að húsnæði því enginn geti fundið slíkt húsnæði né eigi að hafa rétt til þess nema hún. Ég veit ekki hvar við værum á vegi stödd í sjúkrahúsmálum ef við hefðum ekki mátt kaupa neitt né byggja byggingar, ráða fólk og svo framvegis fyrr en búið hefði verið að ráða yfirlækni að við- komandi stofnun og hann búinn að hugsa sig um í níu mánuði. Þá er ég hræddur um að það væm ansi fá sjúkrahús starffækt í dag á Islandi. Yfirleitt er sá háttur hafður á að fyrst er ákveðið af Alþingi og fjárveitingavaldi hvar eigi að byggja eða kaupa. Siðan em fengnir menn sem hafa reynslu í rekstri slíkra stofnana, eins og stjómendur spítala, til að ráða fólk. Þá fyrst hefst reksturinn. Lára Halla vildi snúa þessu al- veg við. Hún vildi að hún væri fyrst ráðin. Síðan fengi hún um- þóttunartíma til að taka ákvarðan- ir um hvemig fólk yrði ráðið, þ.á.m. til að annast rekstrarstjóm, bókhald og annað eftir því. Hún vildi ráða því hvemig húsnæði yrði byggt og hvar. Mér skilst að hún hafi lýst Akureyri, sem fyrrverandi ráðherra hafði áhuga á, eins og Norðurpólnum. Hún spurði hvað væm margir geðhjúkrunarfræðingar og sjúkra- þjálfarar atvinnulausir í Olfusinu. Eg veit ekki um neinn atvinnu- lausan í þeim stéttum, ekki einu sinni í Reykjavík. Þannig að sam- kvæmt þessu ætti þessi stofnun hvergi að vera. Ég verð bara að segja eins og er að ég skil ekki svona fram- komu. Eg sneri mér til fagfólks- um alla þætti. Ég hef ekki hugmynd um hvað er á bak við þessa gagnrýni Lám Höllu en satt að segja þá sýnist mér helst að hún treysti sér ef til vill ekki til að vinna verkið.“ - Mikill skortur er á hjúkrun- arrýmum fýrir aldraða og fjöldi gamals fólks liggur á sjúkrahús- um sem eru œtlaðir sem bráða- spitalar. Væri ekki einfaldlega sparnaður í þvi þegar upp er staðið að Jjölga hjúkrunarrým- um? „Jú, það væri mikill spamaður í því. Það em um það bil 20 pró- sent af sjúkrarýmum í bráða- sjúkrahúsunum teppt undir hjúkr- unarrými af þessu tagi. Það væri ömgglega ódýrasta úrlausnin og sú sem myndi skila bestum ár- angri að byggja hjúkrunarrými fyrir gamla fólkið. En það er nú einu sinni svo að þó svo að þetta sé skynsamlegast að allra mati, þá er beinist áhug- inn hjá mörgum í aðra átt og þá ekkert siður hjá stjómendum spít- alanna en annarra. Þeir hafa áhuga á því að nota það takmark- aða fé sem til ráðstöfunar er til kaupa á annars konar búnaði og byggingar á annars konar hús- næði en hjúkmnarheimilum fyrir aldraða.“ - En er það ekki stjómvalda að taka af skarið? „Jú, en þó stjómvöld ráði miklu þá fara þau ekkert lengra með þjóðina en hún vill sjálf. I þessu þjóðfélagi em ýmsir þrýsti- hópar en gamla fólkið er sá þrýstihópur sem minnst fer fyrir.“ - En muntþú sem heilbrigðis- ráðherra beita þér Jýrir að eitt- hvað verði gert? ,Já, ég vil gjaman gera það. Astandið í hjúkmnarmálum, sér- staklega hér á Reykjavíkursvæð- inu er svo skelfilegt að það em engin orð sem geta lýst þvi við hvaða aðstæður margt af þessu gamla fólki býr.“ — Lög kveða á um vistunar- mat um þörf aldraðra Jýrir hjúkr- unarrými. Er þeim lögum Jýlgt eftir? „Það em ákvæði um vistunar- mat aldraðra í lögum. En þau hafa ekki komist í gang eins og til hef- ur staðið. Þó hefur farið ffam tak- markað vistunarmat. Út af fyrir sig er vistunarmatið sjálft þó ekki það allra versta því að það fólk sem hefur verið metið í algjörum forgangshópi þarf engu að síður að bíða ámm saman eftir plássi.“ - Ef sjálfseignarstofnanir þurfa ekki að fara eftir vistunar- mati er þeim þá ekíci í sjálfsvald sett að taka „þægilegustu “ sjúk- lingana inn, þ.e. þá sem eru hressari og þurfa minni umönn- un? „Mér er vel kunnugt um að margar þessara sjálfseignarstofn- ana, ekkert síður en opinberar stofnanir, hafa lagt sig fram um að taka við því fólki sem á við erf- iðastar aðstæður að stríða. Þannig að það er ekki málið heldur það sem ég nefndi áðan. Þetta ástand er til skammar fyrir þá kynslóð sem nú nýtur affakstursins af vinnu gamla fólksins." — Ertu sáttur við hvemig búið er að öðrum lífeyrisþegum í land- inu, t.d. öryrkjum eða telur þú sérstakra úrbóta þörf á þvi sviði? „Já, sjálfsagt en annars þekki ég það ekki eins vel og mál aldr- aðra. Þó held ég að vandamál aldraðra, sé litið bara á íjöldann, séu miklu meiri en annarra samfé- lagshópa.“ - Það hefur borið á því að undanfömu að samstarf milli þín og landlæknis sé heldur stirt, samanber Hallgrímsmál og skoð- anir landlœknis í lyfjaverðlags- málum. Hvað veldur? „Samstarf mitt við landlækni gengur mjög vel, ég kannast ekki við annað. Hvað varðar Hallgrím Magnússon þá héldu íjölmiðlar því ffam að landlæknir hefði lok- að stofu hans. Hann hefur ekki heimild til þess þannig að ég bað um greinargerð frá Iandlækni. Ég fékk hana á þriðjudag og hef ekk- ert við hana að athuga. Varðandi lyfjamálin þá er rétt að geta þess að landlæknir er í nefndinni sem íjallar um þau og átti m.a. hlut að samningu reglu- gerðarinnar sem siðar var gefin út.“ - Var honum ekki bætt síðar í nefndina? , Jú, en hann átti hlut að reglu- gerðinni og hefur lýst þvi yfir að hann sé samþykkur henni. Hins vegar hefur það komið ffam að hann vill taka á álagningarmálun- um og ég er sammála því en get ekki gert nema með lagabreyt- ingu og það er landlækni mætavel ljóst.“ - Þú hefur lagt höfuðáherslu á að spamaður sé nauðsynlegur en hefur nú fest kaup á bíl Jýrir ráðherraembættið sem kostar margar miljónir. Er þetta ekki tvi- skinnungur, Sighvatur? „Ég keypti þennan bíl sam- kvæmt sérstöku útboði. Ég býst nú við að þegar ráðuneytið endur- nýjar hann innan eðlilegs tíma þá fái það mun hærra söluverð en hann var keyptur á. Ég held að þetta sé mjög góð fjárfesting fyrir ríkissjóð. En það hefur alltaf ver- ið svo, og mun sjálfsagt alltaf verða þannig, að það er nokkum veginn sama hvað ráðherrar gera í bílamálum sinna ráðuneyta þá eru þeir alltaf gagnrýndir. Islending- um finnst talsvert til stjómmála- manna sinna koma á meðan þeir em í framboði en um leið og þeir em búnir að kjósa þá hafa þeir allt sem þeir gera á homum sér.“ 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.