Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 7
Slóvenía hafnar úrslita-
kostum forsætisráös
Júgóslavíuher hefur í hótunum við Slóvena. Vaxandi hætta á íriðslitum í Króatíu
Konur f Ljubljana, höfuöborg Slóvenfu f loftvarnabyrgi, er júgóslavneski flugherinn kastaði sprengjum að fjar-
skiptastöðvum þar. Þesskonar vistarverur hafa Evrópumenn yfirleitt ekki þurft að nota frá þvf að heimsstyrjöld-
inni síðari lauk.
Horfur í Júgóslavíu urðu enn á
ný ófriðlegri í gær eftir að
forsætisráð sambandslýðveldis-
ins hafði sett Slóvenum úrslita-
kosti og þeir vísað þeim á bug.
Óttast nú margir að bardagar
hefjist á ný og í Króatíu verður
ástandið sífeilt ófriðvænlegra.
Forsætisráðið, þar sem full-
trúar allra lýðvelda og sjálfstjóm-
arsvæða Júgóslavíu eiga fulltrúa
kom saman á fúnd í gær (fulltrúi
Slóvena mætti ekki) og krafðist
þess í fúndarlok af stjóm Slóven-
íu að hún kveddi heimavamarlið
lýðveldisins til stöðva þess og af-
henti yfirvöldum sambandslýð-
veldisins allar landamærastöðvar
sínar við landamæri Austurríkis,
Italíu og Ungveijalands. Skyldi
þessu hafa verið lokið um hádegi
á sunnudag. Ekki tók forsætisráð
fram hvað það hyggðist taka til
bragðs ef Slóvenar yrðu ekki við
kröfúm þessum.
Slóvenska stjómin hafnaði
fljótlega úrslitakostum þessum á
þeim forsendum að með þeim
væri sjálfstæðisyfirlýsing Sló-
vena frá 25. júní sniðgengin. Og
Jelko Kacin, upplýsingamálaráð-
herra Slóveníu, sagði er honum
vom sagðir kostir sambands-
stjómar: „Júgóslavía á ekki leng-
ur landamæri að Austuríki og Ital-
íu.“
Júgóslavneska yfirherstjóm-
in, serbnesk að mestu, sakaði í
gær Slóvena um að virða ekki
vopnahléið og hótaði umfangs-
meiri hemaðaraðgerðum en áður.
Frá Króatíu fréttist að þar-
lendir þjóðvarðarliðar og menn af
serbneska þjóðemisminnihlutan-
um þar hefðu skotið hvorir á aðra
í austurhluta lýðveldisins og
heíðu nokkrir fallið og særst. Þá
halda króatísk stjómvöld því fram
að vopnaðir sétníkar (serbneskir
þjóðemissinnar sem kalla sig eftir
serbneskum skæmliðum í heims-
styrjöldinni síðari, sem börðust
bæði gegn Þjóðveijum og með
þeim gegn Tito) hafi farið inn í
Króatíu í skjóli sambandshersins.
Slóvenski Rauði krossinn til-
kynnti í gær að 49 menn hefðu
verið drepnir í bardögunum í lýð-
veldinu í s.l. viku, þar af 35 af
Júgóslavíuher. í gær var allt með
friði og spekt í Slóveníu. Á einum
stað sáust þarlendir heimavamar-
liðar og liðsmenn sambandshers
hjálpast að við að taka til eftir bar-
daga og gefa hvorir öðrum vín að
drekka.
Af hálfú Evrópu- og vestur-
landaríkja er nú mikill erindrekst-
ur til að koma í veg fyrir ffekari
hemað í Júgóslavíu og er mest
gengið fram í þvi á vettvöngum
Evrópubandalags og Ráðstefn-
unnar um öiyggi og samvinnu í
Evrópu (ROSE). EB-riki og
Bandaríkin hóta að stöðva alla
efnahagsaðstoð við Júgóslavíu ef
her sambandsstjómar byiji bar-
daga á ný og gefa sum ennffemur
í skyn, yfirleitt þó með tvíræðu
orðalagi, að viðurkenning á sjálf-
stæði Rróatíu og Slóveníu komi
til greina. Er óljóst hvort það er
alvarlega meint eða fyrst og
fremst sem þrýstingur á sam-
bandsstjóm Júgóslavíu og her
hennar, sem nú er vitað með vissu
að ekki hlýðir stjóminni nema
annað veifið.
Grannar Júgóslavíu áhyggjufullir
Austurríki vill að líkindum að Króatía og Slóvenía verði sjálfstæðar, önnur grannríki óttast að
upplausn Júgóslavíu valdi þeim vandræðum og ókyrrð
að er ekki ofsögum sagt af
því að grannar Júgóslavíu
séu á nálum út af því sem í því
landi er að gerast. Ókyrrð á því
svæði sem nú er Júgóslavía
varð kveikjan að heimsstyrjöld-
inni fyrri, en af henni hlutust
sem kunnugt er miklar landa-
mærabreytingar í álfunni og
stofnun nýrra ríkja, þ.á m.
Júgóslavíu. Nú telja margir að
Júgóslavía sé að leysast upp og
að ólgan þar kunni að breiðast
út til annarra landa með ófyrir-
sjáanlegum afieiðingum. En
viðhorf ráðamanna grannríkja
Júgóslavíu til atburöanna þar
undanfarið eru með ýmsu móti.
AUSTURRÍKI: Almenning-
ur þar hefúr samúð með Króötum
og sérstaklega Slóvenum, sem ná-
komnir eru Austurrikismönnum í
menningarefhum, og undir það
hafa stjómvöld tekið. Með dip-
lómatísku orðalagi segja þarlend-
52 fórust
í umferðar-
slysi
52 menn fómst í Nígeríu í
fyrradag er vömbíll ók á fólksflutn-
ingavagn. Er þetta að sögn versta
slysið af þessu tagi hingað til þar í
landi.
ir embættismenn að koma verði
til móts við kröfúr Króatíu og
Slóveniu, að öðmm kosti megi
vænta þess að þjóðemishreyfing-
ar Júgóslaviu gerist „róttækari".
Sé svarað að upplausn Júgóslavíu
muni leiða til óstöðugleika um
allan Balkanskaga, í Austur-Evr-
ópu og víðar, þá svara Austurrík-
ismenn á móti sem svo: Með því
að ganga að vemlegu leyti að
kröfúm Króata og Slóvena mun
betur takast að koma i veg fyrir
óstöðugleika en með því að þver-
skallast við kröfum þessara þjóða.
ITALIA virðist í bráðina hafa
mestar áhyggjur af þvi að átökin í
Júgóslavíu leiði til flóttamanna-
straums þaðan yfir á ítalskt land.
Gianni de Michelis, utanríkisráð-
herra Ítalíu, hefur boðað til fúndar
utanríkisráðherra allra þeirra
ríkja, sem eiga landamæri að
Júgóslavíu, á morgun.
RÚMENÍA: A ráðamönnum
þar má marka að þeir hafa sárar
áhyggjur af því að stærsti þjóð-
emisminnihlutinn þar, sá ung-
verski í Transsylvaníu sem enn
hefúr ekki sætt sig fyllilega við
innlimun þess landshluta í Rúm-
eníu í lok heimsstyijaldarinnar
fyrri (Transsylvanía hafði þá
heyrt undir Ungveijaland frá því á
víkingaöld), muni láta hvetjast af
atburðunum í Júgóslavíu til þess
að krefjast endursameiningar við
Ungverjaland. Ungveijar í Trans-
sylvaníu em um 2,3 miljónir. Á
Niculae Spiroiu, vamarmálaráð-
herra Rúmeníu, mátti skilja í gær
að hann væri ekki gmnlaus um að
Ungverjar i Ungverjalandi myndu
reyna að nota þetta tækifæri til að
ná Transsylvaníu aftur. Leiðtogi
helsta stjómmálaflokks Transsyl-
vaníu-Ungverja þvertekur fyrir að
þeir hafi neinn áhuga á að skilja
við Rúmeníu, verði réttindi þeirra
sem minnihluta tjyggð.
TÉKKÓSLÓVAKÍA: í SIó-
vakíu gætir nú þjóðemishyggju
mjög og sumir fomstumanna í
stjómmálum þar hafa látið í ljós
ánægju með „slóvenska fordæm-
ið“.
BÚLGARÍA: Þarlendir ráða-
menn þvertaka fyrir að þeir hafi
nokkrar áhyggjur af því að
ókyrrðin í Júgóslavíu breiðist út
til þeirra, þrátt fyrir áhyggjur út af
tyrkneska þjóðemisminnihlutan-
um þar, sem telur um miljón. En
Makedónar em náskyldir Búlgör-
um og Búlgarar og Serbar börðust
um Makedóníu í Balkanstríðun-
um 1912-13 og í heimsstyijöldun-
um báðum. Leysist Júgóslavía
upp, er ekki ólíklegt að í Búlgaríu
hæfust upp kröfur um að júgó-
slavneska Makedónía yrði inn-
limuð í Búlgaríu.
UNGVERJALAND: Ráða-
menn þar segjast engar áhyggjur
hafa af þjóðemisminnihlutum þar,
Þjóðverjum, Serbum, Króötum,
Slóvenum, Slóvökum og Rúmen-
um, þar eð þeir búi dreifðir víðs-
vegar um Iand. En í Vojvódínu,
sjálfstjómarsvæði sem heyrir
undir Serbíu, er allfjölmennur
ungverskur minnihluti. Það svæði
heyrði í aldaraðir undir Ungveija-
land og með upplausn Júgóslavíu
gæti vaknað áhugi þess fólks fyrir
endursameiningu við „gamla
landið“.
ALBANIA: I serbncska sjálf-
stjómarhéraðinu Kosovo, sem að
mestu er byggt Albönum, er mik-
il óánægja með serbnesku yfirráð-
in. Áhugi fyrir innlimun héraðs-
ins í Albaníu er að öllum líkind-
um fyrir hendi bæði í Albaníu og
Kosovo.
GRIKKLAND: Mikill hluti
utanríkisverslunar þess fer fram
um Júgóslavíu og í bráðina hafa
Grikkir mestar áhyggjur af tmflun
þeirri á henni sem ókyrrðin í
Júgóslavíu veldur. En þar að auki
óttast grískir ráðamenn að ókyrrð-
in breiðist út til múslíma við
landamæri Búlgaríu og Tyrklands
(sem em um 120.000 að tölu) og
að upplausn Júgóslavíu muni
leiða til þess að Albanir taki
Kosovo. Hafa Grikkir frá fomu
fari takmarkaðan þokka á þessum
grönnum sínum og vilja ekki að
þeir eflist. Hluti Makedóníu heyr-
ir og undir Grikkland og óttast
Grikkir nú að fyrri þrætur þeirra,
Búlgara og Serba um það land
kunni að verða teknar upp að
nýju. Grikkjum er því áhugamál
að Júgóslavia verði til áfram.
Kasmíringar
sleppa
ísraela
Kasmlrskir skæmliðar hafa lát-
ið lausan Yitzhak Yair, 23 ára gaml-
an ísraelskan ferðamann sem var
fangi þeirra í tæpa viku. Fjórum
öðrum ísraelum, sem skæmliðar
rændu um leið og Yair, tókst að yf-
irbuga mannræningjana og komast
undan.
írak leyfir
stjórnarand-
stöðu
Þing Iraks samþykkti í gær lög,
sem svo mæla fyrir að stjómarand-
stöðuflokkar skuli fá að starfa í
landinu. Baathflokkurinn, alráður
ríkisflokkur síðan 1968, hefur þó
áfram viss forréttindi lögfest, þann-
ig verða aðrir flokkar „að vera
stoltir af ‘ sögu landsins frá valda-
töku hans 1968 og Baath fær áfram
einn flokka að starfa í her og örygg-
isþjónustu.
Hinu nýju lög koma í framhaldi
af loforðum þarlendra valdhafa um
lýðræði, fram lögðum til að draga
úr óánægju innanlands og frikka
svip Iraks í augum Evrópu- og vest-
urlandaríkja.
PLO hættir
andstöðu við
Líbanonsher
Líbanonsstjóm og Frelsissam-
tök Palestínu (PLO) gerðu með sér
vopnahlé í dag og mun þar með
lokið fjögurra daga bardögum
þeirra í grennd við Sídon i suður-
hluta Libanons. Segir einn ráðherra
í stjóminni að PLO hafi lofað að
hætta að andæfa ferðum Líbanons-
hers um þann hluta landsins og
samþykkt að hann kæmi að nýju á
fullum yfirráðum libanskra stjóm-
valda þar. 60-70 manns féllu í bar-
dögunum.
Shevardnadze - úr kommúnista-
flokki (miðjuhreyfingu.
Shevardn-
adze á leið úr
kommúnista-
flokki
Eduard Shevardnadze, fyrrum
utanrikisráðherra Sovétrikjanna,
hefúr ákveðið að ganga úr sovéska
kommúnistaflokknum. Er þetta
haft eftir Temurazi Stepanov, tals-
manni stofhunar um utanríkismál
sem Shevardnadze veitir forstöðu.
Lengi hefúr verið búist við að
Shevardnadze yfirgæfi flokkinn,
þar sem hann hefur ekki átt sjö dag-
ana sæla vegna harðrar ásóknar
ihaldsmanna. Hann er einn fomstu-
manna nýrrar miðjuhreyfingar í
stjómmálum, sem nú er að komast
á kreik og nefnist Lýðræðislega
umbótahreyfingin.
Föstudagur 5. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 7