Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 13
Bandaríki ■
hvað nú?
Þjóðhátíðardagur Bandaríkja-
manna var í gær. Þeir búa sig
sem óðast undir að minnast
500 ára afmælis landtöku Kól-
umbusar á næsta ári. En
hverju skal fagna og hvert
stefnir? Meðan horfið er frá
miðstýringu og opinberum
rekstri annars staðar þenst
ríkisgeiri Bandaríkjanna út.
Eru lögfræðingar hinn ósýni-
legi fótur hnignunarinnar?
Sokknir í margs konar þjóðfé-
lagsmein héldu Bandaríkja-
menn samt galsvaskir dýrustu
og mestu sigurhátíð allra tíma,
til að fagna sigri í Flóabar-
daga.
Skruðningar og skriðdreka-
sveitir á breiðgötunni Madison
Drive, í hjarta Washingtonborgar,
fimmtudaginn 6. júní 1991: Þetta
minnir helst á innrásina í Tékkó-
slóvakíu eða hersýningar á Rauða
torginu í Moskvu á byltingaraf-
mæli. Halarófa okkurlitaðra bryn-
vagna öslar drynjandi fram hjá
Sögusafninu og beygir inn á gras-
flötina við Náttúrugripasafnið.
Það er verið að undirbúa „sigur-
göngu allra tíma“, hér og í öðrum
stórborgum Bandaríkjanna, í til-
efni Persaflóastríðs. Margmenni
safnast strax kringum hertólin,
skriðdreki er kaffærður í bömum.
Víðáttumiklir vellimir milli þing-
hússins og George Washington-
minnismerkisins í miðborginni
fýllast ört af þyrlum, þotum, eld-
flaugaskotpöllum, jeppum og
öðrum vígvélum úr Persaflóa-
stríðinu.
Ég spyr þyrlustjóra sem
stendur við farartæki sitt hvort
svona hersýningar séu algengar
hér í miðbænum. „Alltaf þegar
við vinnum stríð,“ hlær hann dá-
lítið sposkur og visar til þess hve
langt er síðan Bandaríkjamenn
hafa komið galvaskir af vígvöll-
um. Og nú á ekki að gleyma þeim.
A öllum brautarpöllum og flug-
stöðvum em gular slaufúr og
borðar í fánalitunum þar sem
heimkomu liðsveitanna úr eyði-
merkurrykinu er fagnað með
áletruninni „Welcome Home Tro-
ops“.
Annað austur-evrópskt minni
læðist fram í hugann af þessu til-
efni. Við brottför frá Austur-Berl-
ín fyrir margt löngu var ég stöðv-
aður snarlega í almennum forsal
flugstöðvarinnar af starfsfólki
Interflug, grunaður um að hafa á
prjónunum ljósmyndatöku á
staðnum. A Baltimore/Washing-
ton-flugvelli endurtók sambæri-
legt atvik sig við brottfor frá
Bandaríkjunum að þessu sinni, en
nú var ég handsamaður af starfs-
liði Intercontinental, þegar ég
reyndi að ljósmynda „Welcome“-
borðana, sakaður ranglega um
ljósmyndatökur af vopnaleitar-
tækjum. I hvorugu þessara flug-
vallatilfella var ég samt búinn að
hleypa af einu einasta skoti þegar
árvökult Inter-fólk yfirbugaði
mig.
En í gær var hér friðsamlegra
umhorfs á Washington-velli (the
Mall). Einu skotfærin voru homa-
boltar og fólk undi sér að venju í
sólbreiskjunni í spekt við alþýð-
legan fognuð, teygði flugdreka á
loft eða sleikti sólina. Sumir vom
þá komnir langt að til að borða
nestið sitt: Fullorðin bændahjón
frá Texas sátu og biðu eftir því að
lúðrasveit landgönguliða flotans
héldi kvöldtónleikana, mætt fyrst
á staðinn til að missa ekki af
neinu. Upplýsingar mínar um
þjóðemi urðu til þess að bóndi
ráðlagði mér eindregið að drekka
„mikinn vökva“ og éta salttöflur
til að þola betur lofthitann. Þau
reyndust einlægir aðdáendur
hersins.
Kostnaður hersins við „sigur-
göngumar“ var áætlaður 5-7 milj-
ónir dollara (rúmar 800 miljónir
ísl. króna). Éinkaaðilar greiddu
annað eins á móti. En hvað er það
svosem? Þegar vélaherfýlkin rúll-
uðu inn í miðborgina var ég að
koma af blaðamannafúndi suðrí
Pentagon þar sem ljóstrað var upp
um nýja tegund torséðra flug-
skeyta, (AGM-137 og MGM-
137). Kostnaður við þróun og
ffamleiðslu 8650 stykkja reyndist
15,1 miljarður dollara, eða um
950 miljarðar ísl. króna, sem er
tæplega tífold íslensku fjárlögin
1991.
Og svo aftur sé spurt, hvað er
það á amerískan mælikvarða?
Kostnaður hersins við hátíðahöld-
in í Washington og New York var
heldur minni en þóknun lögfræð-
ingsins Roberts Strauss (nýskip-
aðs ambassadors Bandaríkjanna í
Texti og myndir:
Ólafur
H. Torfason
Moskvu) fyrir að sjá um yfirtöku
Matsushita-fyrirtækisins japanska
á MCA-kvikmyndafyrirtækinu í
Hollywood í fýrra, en launin fýrir
það viðvik voru 7,5 miljónir doll-
ara.
Hinn ósýnilegi fótur
En lögmenn mega fara að
vara sig. Vegna geysilegrar fjölg-
unar i lögffæðingastóðinu á sam-
dráttar- og hningunarskeiði
Bandaríkjanna er nú komin fram
ný hagfræðikenning, um „hinn
ósýnilega fót“, til samanburðar
við „hina ósýnilegu hönd“ Adams
Smiths. „Hinn ósýnilegi fótur“ -
og þar með dragbítur þjóðfélag-
anna - er starfsemi og eiginhags-
munahyggja Iögfræðinganna,
segir hagfræðiprófessorinn
Stephen Magee, prófessor í hag-
fræði við Texas-háskólann í Aust-
in og fyrrverandi ráðgjafi Nixons
forseta i Hvíta húsinu. Öfugt við
afleiðingar „hinnar ósýnilegu
handar“ þá leiði „hinn ósýnilegi
fótur“, áherslan á eigin hag lög-
ffæðinganna, til hrömunar í hag-
kerfinu.
Bandarískir lögmenn eru um
770 þúsund talsins núna og fjölg-
ar ört, (1970 vom þeir 280 þús-
und). Stephen Magee fullyrðir að
hver lögfræðingur kosti banda-
rísku þjóðina að meðaltali 1 milj-
ón dollara á ári og að þeir dragi úr
þjóðartekjum sem svarar hundr-
uðum þúsunda milljarða dollara
árlega. Oft geri þeir gagn, en séu
fýrst og ffemst að endurdreifa
fjármagni, ekki skapa það.
Ein af röksemdum Magees
byggir á athugunum á hlutfalli
lögfræðinga hjá 34 þjóðum miðað
við verga þjóðarframleiðslu ár-
anna 1960-1985. í Ijós kemur að
því fleiri sem lögfræðingamir era
hlutfallslega, þeim mun minni er
styrkur hagkerfisins. Þar sem lög-
menn era fáir miðað við fólks-
fjölda, eins og í Japan, Suður-
Kóreu og Singapore, er þjóðar-
framleiðsla mikil og vaxandi, en
þar sem lögmenn era á hveiju
strái, eins á Indlandi, í Chile,
Nepal og Bandaríkjunum, var
hagvöxtur og þjóðarffamleiðsla
minni á sama tímabili. Magee
segir að 3% líkur séu á að fýlgnin
í þessum tölfræðilega samanburði
sé tilviljun. En þjóðin bregst
kannski rétt við og kaupir sér bara
tölvuforritið „The Desktop Lawy-
er“ á 139 dollara, en á síðasta ári
seldist 1,2 miljón ffumeintaka af
sex gerðum slíkra forrita fýrir ein-
staklinga sem era leiðir á gjald-
skrám lögmanna og taka að
minnsta kosti minni háttar mál í
eigin hendur.
Félagsnraálapakki
Bandaríkjanna
Þótt nú sé spáð hægfara bata í
bandarísku hagkerfi, þá hefúr
efnahagskreppan, samdráttur at-
vinnulífs, halli á fjárlögum, er-
lendar skuldir og samdráttur beint
augum manna að ýmsum skað-
semdum bandaríska þjóðfélags-
ins, ófullkomnu velferðar- og
skólakerfi, kynþáttaerjum, auk-
inni glæpatíðni og eiturlyfja-
vanda. En það sem verst er: Ríkis-
geirinn þenst út.
Samanlögð opinber útgjöld
Bandaríkjamanna nema fýrir fjár-
lagaárið 1991 um 42% af vergri
þjóðarframleiðslu (25% era alrík-
isútgjöld og 18% annað á vegum
ríkis og sveitarfélaganna). Þetta
hlutfall er minna en í Bretlandi og
Svíþjóð, en ekki mikið lægra. Op-
inber útgjöld Bandaríkjanna 1950
námu aðeins 24% af VÞF. Sömu
þróun sýna tölur um innbyrðis
hlutfallabreytingar á fjárlögun-
um. Rétt fýrir upphaf síðari
heimsstyrjaldar vora útgjöld til
velferðarmála (heilsugæslu,
menntunar, tekjutryggingar ofl.)
um 30,5% af alríkisútjöldum, en
þessi liður var kominn í 49,5%
1990 og er áætlaður 51,7% árið
1992.
Þótt það standi hvergi í stjóm-
arskrá Bandaríkjanna að þau eigi
að vera valddreift auðvaldsríki
(ekkert í stjómarskránni meinar
þeim að taka upp kommúnisma)
þá hljómar þetta allt eins og mesta
þversögn í eyrum margra. I fyrsta
lagi er vitað að Bandaríkjamenn
eru minna sinnaðir fýrir ríkis-
rekstur en aðrar þjóðir. Alþjóðleg
skoðanakönnun leiddi það í ljós
1987 að aðeins 21% Bandaríkja-
manna álitu að „ríkisvaldið ætti
að tryggja að allir fengju ákveðn-
ar granntekjur“, en 56% Vestur-
Þjóðverja svöraðu slíkri spum-
ingu játandi og 61% Breta. í sömu
könnun (Intemational Social Sur-
vey Program) kom ffam að 82%
Itala og 75% Hollendinga finnst
ríkið skuldbundið til að „útvega
störf öllum sem þess óskuðu", en
ekki nema 45% Bandaríkjamanna
voru sama sinnis.
Skýringin er náttúrlega sú,
eins og annars staðar, að þótt
Bandaríkjamenn séu í orði
kveðnu á móti miklum ríkisaf-
skiptum, þá vilja þeir öflugan op-
inberan geira. Með aukinni vel-
sæld og tækniframforum hafa all-
ar kröfúr um félagslega þjónustu
aukist. Fólk vill, hvað sem það
kostar (jafnvel aukinn fjárlag-
halla) beijast gegn fíknilyfja-
Bændahjónin frá Texas ætluðu ekki að missa af tónleikum lúðrasveitar landgönguliða flotans um kvöldið og voru mætt á undan öllum öðrum með nestið sitt á flötinni
framan við þinghúsið á Kapítólhæð (hjarta Washington-borgar.
Washington-völlur í miðbænum
troðfullur af vígvélum Persaflóa-
stríðsins. Sjónvarpsfréttamaöur
útmálar dýrðina sem I vændum
er I „sigurgöngunni" daginn eftir.
Dreifimiði andstæðinga hersýn-
ingarinnar, sem stóðu fyrir „friðar-
göngu" að þinghúsinu klukkan
hálfátta að kvöldi daginn fyrir
„sigurgönguna"
vandanum, bæta umhverfið og
skólakerfið. Bæði Demókratar og
Repúblikanar beijast fýrir slíkum
opinberam afskiptum.
En þetta þykir sérstaklega
mótsagnakennt núna, meðan þær
þjóðir sem hafa búið við flokk-
seinræði og ríkishugmyndafræði
kasta slíku og vilja minnka ríkis-
afskipti, draga úr forræði, mið-
stýringu og skriffinnsku, en auka
markaðsbúskap og fela einkaaðil-
um verkefnin. Bandaríkin, sjálf
söguleg fýrirmynd takmarkana á
Join The
Peace Parade
Wahington's OiNLY Non Military Parade
Friday June 7th 7:30pm
From Freedom Plaza (on Pennslvania Ave bet.
13th + 14th) to the Capitol
"E’ st NW U«NW IjstNW
Pennsyivxnta Ave. | FREEDOM PL.A2.-k |
To help orgsrme meet at Bradshtw s/Roxanne’s 2319 I8th St. NW in Adams
.Vlorgan. Lower level.One block south ot Columbia Rd. Mon. June3. 3:00PM
For more Information call 703-538-6366
ríkisafskiptum og miðstýringu,
hafa ekki gert annað en aukið rik-
isútgjöldin á meðan. Eitt af því
sem mönnum hefúr líka orðið
starsýnt á, er sú staðreynd að þótt
heilbrigðis- og tryggingakerfið sé
að stórum hluta einkavætt i
Bandaríkjunum, kemur nú á dag-
inn, að samanlögð útgjöld til heil-
brigðismála í Bandaríkjunum era
með því hæsta sem þekkist í
heiminum, en uppskeran, heilsu-
far þjóðarinnar, lífslíkur ungbama
og meðalaldur borgaranna, ekki í
neinu samræmi við útgjöldin og f
slakara ástandi en með flestum
öðrum iðnríkjum. Herinn er
dijúgur en þó minnkandi út-
gjaldaþáttur. Samkvæmt upplýs-
ingum skattyfirvalda í Washing-
ton eru meðalárstekjur útvinnandi
bandarískra hjóna með tvö böm
46 þús. dollarar (um 2.898.000
ísl. kr.) og af þessu greiða þau í al-
ríkisskatta í ár 12.984 dollara
(817.992 ísl. kr), sem jafngildir
um 28% af tekjum. Af þessari
skattupphæð era 8.314 dollarar
beinn tekjuskattur. Hins vegar
vilja sumir taka inn í heildar-
skattadæmi einstaklinganna fleiri
gjöld, þar á meðal óbeina skatta
eins og hlutdeild atvinnurekenda í
lífeyrisgreiðslum, tekjuskatta fýr-
irtækja, vörugjöld af eldsneyti og
áfengi osfrv. Sé allt þetta lagt til
grandvallar er niðurstaðan sú að
20 sent af hveijum dollara sem er
með einhveiju móti innheimtur af
skattgreiðanda fara í herinn (1992
er áætlunin 20,4% ).
Flokkun opinberra útgjalda í
Bandaríkjunum 1991
Tekjutryggingar 32%
Herinn 20%
Vextir af ríkisskuldum 14%
Heilbrigðismál 13%
Menntamál 3%
Umhverfismál 3%
Samgöngur 3%
Vísindi og rannsóknir 3%
Dómsmál 3%
Menning, landbún. ofl. 6%
Hér er þess að gæta að alríkis-
útgjöldin sýna ekki öll framlög
opinberra aðila, því einstök ríki
hafa sín fjárlög og greiða líka til
verkefnanna.
A upphafsárunum í stjómartíð
Carters forseta vora útgjöld til
hermála samkvæmt þessum
reikniaðferðum 23,8% af heildar-
útgjöldum alríkissjóðsins, en
22,7% þegar hann hætti. Þau
námu 23,2% fýrsta Reagan-árið,
en 27,3% það síðasta. Hemaðar-
útgjöldin vora svo komin niður í
23,9% af ríkisútgjöldum Banda-
ríkjamanna 1990 og eiga sam-
kvæmt áætlun að vera 20,4% árið
1992. Og fýrir 1995 ætla þeir að
draga úr herkostnaði sínum um
hvorki meira né minna en 25%.
En hvert stefnir þjóðin? Þær
raddir hafa heyrst, að hefðbund-
inn grunnur bandarískra gilda,
mótmælenda-kristni, fari nú mjög
halloka fýrir annars konar sjónar-
miðum, eða hverfi í afskiptaleys-
ið. Og þá spyija sumir: Fer þar
með forgörðum sá andi kapítal-
ismans sem er bakhjarl fijáls-
hyggju-ffamfaranna? Enn
ískyggilegra finnst öðrum, að
stungið hefúr verið upp á því, að
nú sé ekki seinna vænna að lýsa
því formlega yfir, að enska sé op-
inbert tungumál í Bandaríkjun-
um. Jafmargir tala nú spænsku og
ensku að móðurmáli á Flórída og
nota spænskuna til allra viðskipta.
Sífellt meiri fjöldi Bandaríkja-
manna talar bara sína kínversku,
víetnömsku eða kóresku og kemst
upp með að kunna hartnær enga
ensku.
Aðrir benda á að einn mikil-
vægasti eðlisþáttur Bandaríkj-
anna sé hreyfanleikinn, aðlögun-
arhæfnin og þessi síkvika og fijóa
þjóðemablanda. Innflytjendafjöl-
skyldum ffá Asíu gengur til dæm-
is svo vel þessa stundina, að
blökkumenn geta ekki lengur vís-
að til þess að kynþáttafordómar
valdi því að hvítir verði ævinlega
ofaná. Og ekki nóg með árangur
þeirra gulu í viðskiptum, menn-
ingu og skólakerfi: Kóreskir og
víetnamskir innflytjendur hafa í
hópum sest að í „vonlausum“ fá-
tækragötum stórborga, endur-
byggt húsin, málað þau, stillt út
blómapottum á gangstéttir og
friðað hverfin fýrir ofbeldi og eit-
urlyfjum.
A heimleiðinni til íslands
með Flugleiðum yfir Atlantshafið
sat ég hugsandi um allt þetta við
hliðina á breskum hjónum frá Do-
ver, með tvö böm. Þau höfðu um
þriggja ára skeið undirbúið bú-
ferlaflutninga til Bandaríkjanna,
og ætluðu að sigla þannig í kjöifar
nokkurra breskra vina og ættingja
undanfarin ár. í þessari síðustu
júní-heimsókn höfðu þau endan-
lega hætt við allt saman. „Við
viljum ekki taka áhættuna sem
fýlgir því að bömin okkar alist
upp í þessu bandaríska þjóðfélagi,
eins og það hefúr verið að þró-
ast,“ sagði ffúin mér.Efst í huga
hennar vora glæpir og eiturlyf.
„Auk þess era atvinnuhorfur og
Iaunakjör eiginmannsins í skipa-
smíðastöðinni heima í Englandi
skárri en honum býðst vestra.“
Þeir borga
ekki lengur
Verða íslendingar innan
skamms látnir borga rekstrar- og
mannvirkjakostnað vamarliðs-
ins? Bandaríkin herða nú að sam-
starfs- og bandalagsaðilum að
taka þátt í rekstri herstöðva og
borga síðan fúllt markaðsverð
fýrir mannvirkin við lokun
þeirra. Embættismenn í Wash-
ington era ekki á einu máli um
„sérstöðu“ íslendinga
Bandaríkin era að Ioka budd-
unni: Fyrir 1995 á að draga um
25% úr hemaðarútgjöldum.
Hundruðum herstöðva verður
lokað. Bandarísk stjómvöld hafa
ákveðið, að stefnt skuli að því að
bandalags- og samstarfsþjóðir,
sem hýsa herstöðvar þeirra,
greiði raffnagn, hita, mat, elds-
neyti og almennan launa- og
rekstrarkostnað vegna herliðsins.
Bandaríkin leggja aðeins ffam
mannskap og tæki. Við brottför
bandarískra heija verður síðan
rakkað fúllt markaðsverð fýrir
fasteignir og framkvæmdir sem
þeir hafa tekið að sér á „sam-
starfstímanum".
Nýlega skilaði bandaríski
herinn í Þýskalandi nokkram
landskikum sem hann hafði hafði
haft til umráða og breytt í homa-
boltavelli, en lagði um leið ffam
reikning í Bonn vegna útlagðs
kostnaðar við endurbætur á
svæðunum. Þjóðveijamir höfn-
uðu með öllu að borga og sögðu:
„Þetta er okkur einskis virði, við
eram ekkert í homabolta.“
Þessi níska Þjóðveija mælist
illa fýrir í Washington. Banda-
riska þingið samþykkti árið 1990
lög sem kveða skýrt á um það, að
í öllum herstöðvum Bandaríkj-
anna sem þeir yfirgefa erlendis,
skuli krafist fulls markaðsverðs
fýrir þær framkvæmdir og fjár-
festingar sem bætt hafi aðstöðu í
landinu. Flest bendir til að þetta
verði Bandaríkjamönnum harð-
sótt víðar en í Þýskalandi, en þar
hafa þeir eytt um fimm miljörð-
um dollara í herstöðvar.
Repúblikaninn Earl Hutto frá
Flórída, formaður einnar undir-
nefndar þingsins varðandi her-
mál, benti hneykslaður á að Þjóð-
verjar greiði Sovétmönnum fús-
lega 15 miljarða dollara fýrir að
færa her sinn úr því sem hét
Austur-Þýskaland, en þegar að
Bandaríkjamönnum komi sé ann-
að uppi á teningnum, þeir þurfi
að semja sig burt og líklegast sé
að brottflutningur herliðsins frá
Þýskalandi muni kosta banda-
riska skattgreiðendur álitlegar
summur.
Aronskan
afturábak?
Hvað gerist á íslandi? Verður
fækkað verulega í herstöðinni i
Keflavík eða henni kannski lok-
að? Og verði hún starfrækt
áfram, munu Bandaríkjamenn þá
fara hvað úr hverju að rakka Is-
lendinga um rekstrarkostnaðinn,
eins og núna er reyndar gert á
Kyrrahafssvæðinu? Er „aronskan
affurábak" það sem bíður ís-
lenskra áhugamanna um vest-
ræna samvinnu? Verður Kefla-
víkurstöðin sett á íslensk fjárlög í
framtíðinni, ætli íslendingar sér
að halda áfram í öryggissamstarfi
innan NATO?
Stöðu Islands að þessu leyti
bar á góma í samtölum við marga
embættismenn í Washington í
júní sl., þar á meðal tvo ráðgjafa
utanrikismálanefhdar fúlltrúa-
deildar bandaríska þingsins. Þeir
bentu á, að víða hefði þetta fýrir-
komulag um skiptan kostnað ver-
ið í gildi um langa hríð. Sam-
drátturinn í útgjöldum til vamar-
mála og skipting sameiginlegs
kostnaðar við Persaflóastríðið
hefði svo orðið til að efla skiln-
ing þjóða á því, að Bandaríkja-
menn mundu ekki i framtíðinni
axla þvílíkar byrðar sem hingað
til í öryggis- og vamarmálum
víða um hnöttinn.
Ekki er hægt að segja að
bandarískir embættismenn hafi
verið fýllilega á einu máli um
hvað biði íslands sem NATO-að-
ila í þessu efni. Flestir telja lík-
lega að krafan um veralega þátt-
töku í kostnaði eigi engan veginn
við um ísland, það hafi „sér-
stöðu“, þótt ekki væri nema
vegna fólksfæðarinnar, en lega
landsins og hemaðarlegt mikil-
vægi er líka talið ffarn í hefð-
bundum stíl. Sumir bandarískir
talsmenn telja þó rétt að gera ráð
fýrir að íslendingar taki í ffam-
tiðinni siaukinn þátt í kostnaðin-
um. Greiðslur Islendinga mundu
hins vegar ekki spara Bandaríkja-
mönnum stórar fjárhæðir hlut-
fallslega, en ímynd þeirra hér á
landi eflaust breytast færa þeir
eða setja fram slíkar kröfur núna.
Fulltrúar utanríkismálanefnd-
ar þingsins töldu að þetta hefði
aldrei verið rætt hvað varðaði ís-
land sérstaklega og þeir hefðu
ekki trú á því að nokkum tíma
yrði í alvöra farið ffarn á þetta
við Islendinga. Hins vegar væri
því ekki að leyna að fáir banda-
riskir þingmenn gerðu sér fúlla
grein fýrir mikilvægi Islands og í
þeirra röðum mætti auðveldlega
finna menn sem mundu styðja
hugmyndina.
Embættismaður í Pentagon
var sama sinnis um yfirgnæfandi
mikilvægi íslands og komst
þannig að orði að GlUK-hliðið
væri „verðmætasta fasteign á
jörðinni“. (GIUK: Greenland-
Iceland-United Kingdom, nafn-
gift á hafsvæðunum milli land-
anna.)
íslendingar
óábyrgir?
Einn sérffæðingur utanríkis-
málaráðuneytis Bandaríkjanna
var þó á annarri skoðun: „Það
væri villandi að ímynda sér, að
það verði ekki dregið úr fram-
kvæmd og kostnaði á íslandi
líka, það er verið að vinna að til-
lögum um þau mál núna.“ í Pent-
agon var því hins vegar til svarað
af hálfú talsmanna vamarmála-
ráðneytisins, að sjálfir hefðu þeir
ekki heyrt að neitt slíkt væri í bí-
gerð varðandi ísland.
Hitt kom skýrt fram, að ýms-
ir Bandaríkjamenn bera mis-
mikla virðingu fyrir afstöðu og
ffamlagi Islendinga í hermálun-
um. Sú rödd heyrðist í utanrikis-
ráðuneytinu, að íslendingar hlytu
bráðum að draga úr takmörkun-
um á ferðaffelsi bandarískra her-
manna á Islandi. íslendingar
mættu líka vara sig á því að spilla
áliti sínu á alþjóðavettvangi með
vanhugsuðum afvopnunartilllög-
um: „OIl lönd hafa sínu hlutverki
að gegna, en varðandi málflutn-
ing íslands um afvopnun á höf-
unum er það að segja að ísland
þokaði engu,“ („Iceland didn’t
advance anything"), „en tókst að
móðga marga og sumum fannst
þetta óábyrgt. Fyrir bragðið era
þeir ófúsari til að nenna að hlusta
á ykkur eða taka mark á í öðrum
efnum. Þetta var hugsað sem um-
hverfisvemdartillaga, vegna fisk-
stofna og líffíkis sjávar og hefði
því átt að bera ffam á slikum við-
eigandi vettvangi.“
Sparnaðarhugmyndirnar
varðandi herinn glymja hvar-
vetna og endurómuðu i orðum
bandaríska vikuritsins Newswe-
ek 10. júní, þar sem sagt var að
með ákvörðunum vamarmála-
ráðherra NATO í Brassel í júni sl.
um stórkostlegan samdrátt í her-
afla hefði einkum tekist að
„...sefa bandaríska þingmenn
sem berjast fýrir því að Banda-
ríkin dragi herlið sitt snarlega og
einhliða frá Evrópu“.
Óvinur óskast
í Pentagon hafa menn ákveð-
ið að loka 200 herstöðvum í Evr-
ópu og fækka í liðsstyrk sínum
þar úr 320 þúsund manns í um
100 þúsund, sumir vilja fara nið-
ur i 75 þúsund. Áköfústu spam-
aðarsinnar á Bandaríkjaþingi
vilja reyndar kippa öllum herafl-
anum burt strax og láta Evrópu-
menn sjá um sig sjálfa. Leyfa
þeim að eiga sitt Vestur-Evrópu-
bandalag (WEU) í ffiði.
Vandinn með NATO i:r sá að
það vantar óvin, eftir Iok kalda
stríðsins, fall Berlínarmúrsins og
upplausn Varsjárbandalagsins. A
ráðherrafundum NATO í júni var
lagt á ráðin um róttækustu breyt-
ingamar á stefnu og starfsháttum
bandalagsins ffá stofnun 1949.
Dregið verður veralega úr her-
styrk NATO og hann gerður
sveigjanlegri. Mörgum þótti
fréttnæmast að heyra ákvarðan-
imar um nýjar „hraðfara sveitir"
(rapid reaction forces / Rapid Re-
action Corps), en i þeim eiga að
vera 70-100 þúsund hermenn
undir breskri herstjóm. Þessar úr-
valssveitir eiga að geta komið til
skjalanna hvar sem er innan
NATO-sambandssvæðisins á
innan við 72 klst., eða þrem sól-
arhringum.
Frakkar, sem hafa ekki starf-
að í herstjóm NATO frá 1966,
hafa svo lýst því yfir að þetta sé
kænskubragð Bandaríkjamannaa
til að draga þrótt úr WEU, Vest-
ur-Evrópubandalaginu endur-
vakta.
En hvað er NATO í raun og
veru? Mesta herffæðilega til-
raunastofa veraldar, eins og sum-
ir segja? Risavaxin vígvél sem
miðar ekki á neitt? Eftir Persa-
flóastríðið hafa heyrst þær raddir,
að nú séu Bandaríkjamenn ekki
lengur sama hugsjóna-heimslög-
regla og áður var, heldur mála-
liðalögregla heimsins. Þeir vilji
einfaldlega komast i vinnu við
öryggisgæslu. í því ljósi beri að
skoða allar tillögur þeirra um
greiðslur og kostnaðarskiptingu.
Ólafur H. Torfason
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júlí 1991
Föstudagur 5. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA13