Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 3
r Listasafn Islands íslensk list íKöln 7. júlí næstkomandi verður opnuð sýning á íslenskri samtíma- list í Kölnischer Kunstverein í Köln. Sýningin er hluti stærra verk- efhis á vegum 63 þýskra sýningar- sala (Kunstvereine), þar sem ætlun- in er að sýna samtímalist frá 20 Evrópulöndum. Yfirskrift þessa verkeíhis er: Kunst. Europa. Það er mikill heiður fýrir ísland, að ein- mitt hinn virti sýningarsalur Kölni- scher Kunstverein hafi valið ís- lenska myndlist, en sá staður hefur á undanfomum árum verið í farar- broddi þýskra sýningarsala. Undan- farin ár hefur borgin Köln einnig verið í forystuhlutverki og um leið miðpunktur samtímalistar í Evrópu. Val listamaima er í höndum for- stöðumanns Kölnischers Kunstve- rein, dr. Marianne Stockebrand. A sýningunni verða verk eftir: Krist- ján Guðmundsson, HreinFriðfmns- son, Ingólf Amarsson, Önnu Guð- jónsdóttur, Tuma Magnússon, Finnboga Pétursson og Rögnu Ró- bertsdóttur. Hér er því um afar spennandi verkefni að ræða og gæti þessi sýn- ing haft afgerandi áhrif á kynningu íslenskrar myndlistar í Þýskalandi. Fyrir utan gluggann Reykjavík 03.07.1991 Vegna skrifa K.J. í Nýtt Helgar- blað 28.06 1991 um ljóðabókina Fyrir utan gluggann vil ég koma eftirfarandi athugasemdum á ffam- færi. Orðrétt skrifar K.J.: „Hún er tæplega 40 bls. að lengd og fallega ffá gengin ef litið er ffamhjá nokkr- um leiðum stafsetningarvillum." Halda mætti að stafsemingar- villur settu áberandi svip á bókina þar eð K.J. telur ástæðu til að koma þessari athugasemd sinni á ffam- færi í þeim fáu línum sem hann annars skrifar um bókarkomið. Víst em tvær ritvillur í bókinni og er það tveimur of mikið. Önnur er á bls. 27 „og rauða varir“, - þar vantar r og er það greinileg prent- villa. Hin villan er á bls. 12 og er reyndar öllu verri: „grætur tómann kofa“, þama ætti að sjálfsögðu að standa tóman kofa, sbr. reglu um an endingu lýsingarorða og er miður að mér hafi þama yfirsést í prófark- arlestri. Heyrt hef ég að varla fyrir- finnist það rit sem ekki geymi a.m.k. eina prentvillu og þrátt fýrir þessar tvær í ljóðabók minni finnst mér ómaklega að mér vegið í skrif- um blaðsins. Auðvitað em bækur misgóðar og verður lítið að gert, en rétt skal vera rétt, einkum þar eð bók min fær aðeins nokkurra línu umfjöllun í blaðinu ásamt birtingu af bókar- kápunniskakkri. Með kærri kveðju og þökk fýrir birtinguna. Unnur Sólrún Bragadóttir Kyn, vald, og fegurö Laura Valentino heldur málverkasýningu með nafninu „Kyn, vald, fegurð“ í Hlað- varpanum, Vesturgötu 3, frá 5. til 21. júlf nk. Laura lauk M.A. námi í list- málun ffá Kalifomíu háskólanum í Berkeley árið 1980, og hefur sýnt verk sín víða í Bandaríkjun- um. Hún hefur dvalið á íslandi í þijú ár, og stundar nám í íslensku við Háskóla íslands. Sýningin verður opnuð föstudagskvöld, 5. júlí milli kl. 8.00 - 10.00. Allir velkomnir. Galleríið er opið þri,- fóst. kl. 12.00 - 18.00, laug. kl. 10.00 - 16.00 og sun. kl. 14.00 - 16.00. SYNINGAR: Árbæjarsafn: 7. júlí, Jasshátíð. Jasssveit Tómasar R. Einars- sonar. Fyrirlestur Eggerts Þórs Bemharðssonar um tónlist á stríðsámnum. Ásmundarsafn við Sigtún: Sýningin „Bókmenntimar í list Ásmundar Sveinssonar". Ný við- bygging hefur verið opnuð. Opið 10.00 -16.00 alla daga. Café Milanó, Faxafeni 12: Alda Ármanna Sveinsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum laugardaginn 6. júlí. Opið virka daga 9.00 -19.00 og sunnudaga 13.00- 18.00. FÍM-salurinn: Sumarupphengi stendur yfir i FlM-salnum til 21. júlí. Hafnarborg, Hafnarfirði: Myndlistarsýning fjölmargra listamanna í tengslum við Lista- hátíð. Hótel Lind, Rauöarárstíg 18: Helga Magnúsdóttir sýnir mál- verk frá kl. 11.00 - 23.00 alla daga vikunnar. Kjarvalsstaðir: Sýningin Ragn- ar I Smára, - myndir úr gjöf Ragnars til ASl. Sýningin stend- urtil 14. júlí. Sýning á verkum eftir Christo í vestursal. Sýningin opnar 8.júní og stendur til 14. júlí. Kjarvals- staðir eru opnir daglega frá kl. 11.00- 18.00. Listamannaskálinn, Hafnar- stræti 4, 2.h: Listamaðurinn Bjömholt sýnir 8 myndir í olíu og acryl. Opið daglega kl. 10.00 - 18.00, laugardaga kl. 9.30 - 14.00 Listasafn ASÍ: Laugardag 29. júní kl. 15.30, opnuð sýningin: Ungir listamenn. Sýning í minn- ingu Ragnars i Smára. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 - 16.00, Höggmynda- garðurinn opinn alla daga 11.00 -16.00. Listasafn Sigurjóns Ólafsson- ar: Yfirlitssýning á andlitsmynd- um Sigurjóns frá árunum 1927 - 1980. Opið um helgar 14.00 - 18.00 og á kvöldin kl. 20.00 - 22.00, virka daga, nema föstu- daga. Menningarstofnun Bandaríkj- anna: Myndlistarsýning Guð- jóns Bjarnasonar. Þar verður op- ið daglega frá 11.30-17.45 Minjasafnið á Akureyri, Aðal- stræti 58 og í Laxdaishúsi, Hafnarstræti 11: Opið daglega kl. 11.00 - 17.00. Sýning á mannamyndum Hallgríms Ein- arssonar, Ijósmyndara. Laxdals- hús, Hafnarstræti 11, er opið daglega kl. 11.00 - 17.00. Þar stendur yfir sýningin: „Öeljord handelssted, brot úr sögu versl- unar á Akureyri." Sunnudag- skaffi. Norræna húsið: Sumarsýning Norræna hússins. Málverk eftir Þorvald Skúlason. Sýning á finnskri gullsmíði stendur yfir. Nýiistasafnið.Vatnsstíg 3b.:Sveinn Þorgeirsson og Daníel Magnússon. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 18.00 virka daga og helgar frá kl. 12.00 -18.00. Henni lýkur 14. júlí. Póst og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Hafnarfirði: Op- ið á sunnud. og þriðjud. 15.00 - 18.00. Sjóminjasafn fslands, Vestur- götu 8 Hafnarfirði: Opið alla daga nema mánudaga kl. 14.00 -18.00. Þar stendur yfir sýning- in: „Skipstjórnarfræðsla á fs- landi, Stýrimannaskólinn í Reykjavík 100 ára“ Slunkaríki: Frans Jakobi frá Danmörku og Anders Kruger frá Svíþjóð sýna skúlptúr. Sýningin opnar laugardaginn 22. júní og stendurtil 7. júlí. Stofnun Árna Magnússonar: Handritasýning i Árnagarði við Suðurgötu alla virka daga i sum- ar fram til 1. september, kl. 14.00-16.00 Torfan, Amtmannsstíg 1: Gígja Baldursdóttir hengir upp myndir 6. júlí. Myndirnar eru til sölu. Veitingahúsið í Munaðarnesi: Þorlákur Kristinsson, Tolli, sýnir myndverk i allt sumar frá kl. 18.00 á fimmtud., föstud., laug- ard., og sunnud. Þjóðminjasafnið: Sýningin Stóraborg Fornleifarannsókn 1978 - 1990, opnuð laugardag- inn 6. júlí kl. 14.00. Sýningin verður opin fram í nóvember. Menntamálaráðuneytið: Sýn- ing á myndasögum 30.5 - 30.7., opið á virkum dögum kl. 8.00 - 16.00 Mokka: Sýning á litlum vatns- litamyndum eftir Helga Jónsson. Stendur í tvær vikur. Gallerí Kot, í Borgarkringl- unni: Leifur Breiðfjörð sýnir steinda glugga, olíumálverk og pastelmyndir laugardaginn 22. júní. Sýningunni lýkur 13. júlí. Gallerí Borg Pósthússtræti: Sumarsýning á verkum gömlu meistaranna. Öll verkin eru til sölu. Opiö frá kl. 14.00 - 18.00, lokað um helgar. TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafsson- ar: Signý Sæmundsdóttir og Björk Jónsdóttir flytja fjölbreytta efnisskrá við undirleik David Tutt, píanóleikara þriðjudaginn, 9.júlí kl.20.30 Laxdalshús, Akureyri: Helgi og hljóðfæraleikaramir halda tónleika í bakgarði Laxdalshúss. Þjóðdansahópur frá Dalvik sýnir þjóðdansa. Skálholtskirkja: Laugardagur 6. júlí: kl. 13.00 J. Wentz flautu- leikari fjallar um lífssýn barokk- tónskálda. Kl. 15.00: Einleiks- verk mm.a. eftir Biber, Quantz og Telemann. Kl. 17.00 Verk eft- ir Graf og Mozart. Sunnudagur 7. júlí: Kl. 15.00 Úrval úr tón- ieikaskrám laugardagsins. Kl. 17.00: Messa. HITT OG ÞETTA Útivist: Helgarferðir 5-7. júlí. Básar á Goðalandi. Út frá Bás- um eru skipulagðar gönguferðir. Fimmvörðuháls - Básar: Farið inn á Bása á föstudgagskvöldi og gist þar. Hindisvík - Hvítserkur - Borgar- virki. Farið kringum Vatnsnes með viðkomu á Breiðabólsstað og Borgarvirki. Sumarieyfisferðir 15 - 31. júlí: 19.- 24: Eyðifirðir Austfjarða 28.- 1/8: Sóleyjahöfðavað - Þjórsárdalur. Laugardagur, 6. júlí: Kl. 08.00. Bláfell á Kili. Gengið verður frá Bláfellshálsi. Sunnudagur, 7. júlí, kl.09.00: Heklugangan. Gullfoss - Brúar- hlöð - Haukholt. Kl. 13.00: Draugahlíðar - Jósefsdalur. Gengið frá Litlu Kaffistofunni. Tjaldsvæðið í Básum: Vegna mikillar aðsóknar núna um helg- ina verða allir sem ætla sér að tjalda í Básum og á Goðalandi að fá leyfi á skrifstofu Útivistar. Félag eldri borgara: Göngu- Hrólfar! brottför kl. 10.00 laugar- dag frá Risinu, Hverfisgötu 105. Skoðunarferð í Skorradal 20. júlí. Upplýsingar á skrifstofunni í síma: 28812 Norræna húsið: Laugardag 6. júlí: Einar Benediktsson skáld. Málþing um verk hans. Umsjón: Félag áhugamanna um bók- menntir. Hananú: Vikuleg laugardags- ganga á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10.00 Ferðafélag islands: Föstudag- ur 5.júlí, kl.20.00: Farið í Þórs- mörk, Landmannalaugar, að Hagavatni, um Hlöðuvelli að Geysi. Sunnudagsferðir 7. júlí, kl: 8.00 í Þórsmörk. Sunnudag kl. 9.00: Ganga um Brúárskörð. Sunnu- dag kl. 13.00: Skemmtiganga um Hrauntúsgötu á Þingvöllum. Brottför í ferðimar er frá BSÍ, austanmegin. Miðvikudagskvöld 10.júlí kl. 20.00: Kvöldferð í En- gey. FLJUGÐU A VIT ÆVINTYRANNA FLJÓTT, FLJÓTT FERÐASKRIFSTOFA Sími 652266 TIL AMSTERDAM EÐA LUXEMBURGAR verðdæmi: Amsterdam 1 vika pr. mann 18.550* Luxemburg 19.250* * miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára i bíl í D-flokki. hbiNGDU oG fj "l 1 'A JA'-, < /‘ 'a'J*í'j. á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.