Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 19
Með
pabba í
vinnunni
Konan á HÆNSNAPRIKINU þarf
stundum að hafa viðskipti við litla
prentstofu í Þingholtunum. Venjulega
er bara prentarinn að afgreiða, en um
daginn var hjá honum 5 ára strákur.
Strákurinn var niðursokkinn í að
Bart Simpsson og fjölskylda. - Friðrik
Már 5 ára teiknaði.
teikna. Og konan á Hænsnaprikinu
varð svo hrifin af myndunum hans,
að hún bað um að fá að birta þær í
blaðinu.
Strákurinn heitir FRIÐRIK MÁR
ÆVARSSON og segist stundum fara
með pabba sínum í vinnuna.
Friðrik Már: Ég er í tveimur vinn-
um. Ein vinnan heitirSunnuborg. Það
er leikskólinn minn. Og ein heitir
Prentstofan.
Hænsnaprikið: Og hvað gerirðu í
vinnunum þínum?
Friðrik: Ég leik mér í leikskólan-
um. En ég teikna og Ijósrita í prent-
vinnunni.
Friðrik Már sýnir mér langan mjó-
an renning, sem hann byrjar að
teikna á. Og hann tekur upp þykkt
búnt af enn mjórri renningum, sem
pabbi hans hefur skorið utan af
blaðabúnka. Pabbi hans var á leið-
inni að henda búntinu, en Friðrik vildi
geyma það. Hann ætlar að nota
renningana. Og á örskammri stuna er
hann búinn að lita fínt ennisband.
Það er margt hægt að gera við all-
an þann pappír, sem fellur til á prent-
stofu. Hann heftar og límir, klippir og
Ijósritar. Og svo leikur hann sér með
skjaldbökukallana. Hann er með hatt.
Af því þegar skjaldbökurnar dulbúast,
þá fara þær í frakka og setja upp hatt.
Góði riddarinn Friðþjófur berst við vonda riddarann Arraband um prins-
essuna Arabara Nöru. Arabara Nara hellir vatni yfir Arraband. - Teikn-
inguna gerði Friðrik Már Ævarsson 5 ára.
Kveðja
Festist í lyftu
Friðrik: Ég hef fest í lyftu.
Hp: Var það í Periunni?
Friðrik: Nei. Það var í rauða hús-
inu í Síðumúlanum. Ég var með
mömmu minni í vinnunni. Hún vinnur
á þremur stöðum.
Hp: En hvernig stóð á því, að þú
festist í lyftunni?
Friðrik: Það var eitthvert ókunnugt
fólk, sem ýtti á takkann.
Hp: Varstu ekki hræddur?
Friðrik: Jú, ég fór að hágráta.
Friðrik segir mér, að bráðum eigi
hann að hætta á leikskólanum, af því
hann á að byrja í grunnskóla í haust.
Hann hlakkartil. En kvíðirlíka pínulít-
ið fyrir.
Friðrik: Mig dreymdi, að strákur í
svörtum galla var að stríða mér.
Hann var 7 eða 9 ára.
Sofa riddarar
í náttfötum?
Ég bið Fiðrik Má um að segja mér
söguna, sem hann hugsar sér með
teikningunni. Teikningin er af tveim
Friörik Már Ævarsson dulbúfnn að hætti skjaldbökukarianna. - Mynd: Kristinn
riddurum með langar lensur og þeir
eru að berjast um prinsessuna.
Friðrik: Hvorum heldur þú með?
Konan á Hænsnaprikinu á erfitt
með að gera upp á milli þessara
glæsilegu riddara. Loks bendir hún á
annan.
Friðrik: Þessi heitir Friðþjófur.
Hann er góði riddarinn. Hann er að
berjast til að fá góðu prinsessuna á
svölunum. Góða prinsessan hellir
vatni yfir vonda riddarann.
Hp: Hvað heitir vondi riddarinn?
Friðrik: Hann heitir Arraband. Og
góða prinsessan heitir Arabara Nara.
Hp: Hvað gera riddarar?
Friðrik: Þeir fara í búning og berj-
ast á hestum. Það deyr smávegis af
góðum riddurum, en allir þessir
vondu deyja. Á kvöldin fara þeir úr
búningunum. En ég veit ekki hvernig
náttfötin þeirra eru? Sofa riddarar í
náttfötum?
Konan á Hænsnaprikinu varð al-
veg mát við þessa spurningu. En ef
einhver lesandi veit svarið, sendið
það þá til Hænsnapriksins.
Heimilisfangið er: Þjóðviljinn,
Síðumúla 37,108 Reykjavík.
Föstudagur 5. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19