Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 11
Þessi skýringarmynd sýnir vel hvar silikonpokanum er komið fyr- ir (brjóstinu. Athugið að hann ligg- ur á bak við vöðvann (brjóstinu en það gefur eðlilegra og fallegra út- lit. gerðinar sem Sigurður framkvæm- ir. Hann býr einnig til ný brjóst fyr- ir konur sem hafa misst bijóstin af einhveijum völdum. Einnig eru til dæmi um mis- þroskuð bijóst á konum. Þá gæti annað bijóstið verið eðlilegt að stærð en hitt'alveg óþroskað.“ Slikt ástand getur orðið það alvarlegt, að það verði sálarlegt hjá viðkomandi konum,“ sagði Sigurður. „I slíkum tilvikum kemur silikonefhið vel að notum.“ Blaðamaður ræddi við konu á fimmtugsaldri sem Sigurður setti nýtt bijóst á fyrir einu ári. Konan missti annað bijóstið af völdum krabbameins fyrir fjórum árum og tók það mjög nærri sér að hafa aðeins eitt bijóst. Hún sagði að það væri alveg með ólíkindum að hægt væri að búa til svona nýtt bijóst. „Þetta hefur hjálpað mér al- veg ofsalega mikið og gefíð mér meira sjálfstraust. Eg ráðlegg hvaða konu, sem misst hefur bijóstið, að fara í aðgerð.“ Aðgerðir ekki endurgreiddar Tryggingastofnun greiddi bijóstastækkunaraðgerðir fram að 1. mars s.l., en þá tók við ný reglu- gerð sem hafði það í for með sér að þátttaka Tryggingastofhunar féll niður í öllu sem heitir fegrunar- lækningar, en í því felast brjósta- stækkanir, augnlokaaðgerðir og andlitslyffingar, svo eitthvað sé nefnt. Sigurður sagði að ísland hefði, í fjöldamörg ár, verið eina landið í heiminum þar sem almannafé var notað til þessara aðgerða. Nú fá konur þessar aðgerðir aðeins greiddar að um slys hafi verið að ræða, fæðingargalla á bijóstum eða þá bijóstamissi vegna krabbameins. Þær konur sem vilja fá bijósta- stækkun þurfa að borga kr. 40.000 fyrir Silikonið og á það bætist síð- an verðið fyrir skurðaðgerðina sjálfa. kmh. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Hluti fundarmanna; meðal þess sem menn spurðu var: Er nokkur leið til baka út úr samtökum eins og EES? Nauðhyggjan og frelsið í Evrópuumræðunni Á fundinum I Norræna húsinu var ákveðið að stofna formleg samtök sem beindu sér gegn aðild að EES og þá EB. Frá vinstri: Hannes Jónsson, Markús Einarsson, Bjarni Einarsson, Jóhann Þórðarson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Bergmann. Unfanfarin misseri hafa verið timi mikillar og einhliða hrifningar af sararunaþróun Evrópuríkja og þáttöku íslands í þeirri þróun. Þeir sem hafa með einum hætti eða öðr- um andæft þessari gagnrýnislitlu hrifningu hafa ekki beinlínis fengið lof í eyra. Þeir hafa leynt og Ijóst verið kallaðir þröngsýnir, íhalds- samir, futltrúar afdalamennsku, sauðskinnsþverhausar, föðurlands- deildin (og er þá visað til ullar- bróka grófra náttúrlega). Og fyrst og síðast er það fundið okkur til foráttu að við séum á móti frelsinu. Frelsinu i fjórum undirdeildum. Við viljum ekki opna landið og andann, við viljum loka og læsa. Loka fyrir viðskipti, fólk og menn- ingaráhrif og guð má vita hvað. Leiðin okkar allra Mér hefur lengi fúndist mál að snúa þessu dæmi við. Vegna þess að það eru engir menn duglegri við það en einmitt áköfustu Evrópufiklar, að stunda þá nauðhyggju sem eins og útilokar allt frelsi í valkostum. Spum- ingum um aðild að Evrópsku efna- hagssvæði og síðar meir að EB er fyrst og síðast svarað með því, að það sé ekki um neitt annað að ræða. Leið- in til EES og EB er eina leiðin til framfaranna. Samningamir um þá leið era síðasti strætó sem ekur til framtíðarinnar, og hver vill vera svo hallærislegur að missa af síðasta strætó? Við verðum, segja menn, að vera með, hvort sem okkur líkar bemr eða verr. Það munar engu að sagt sé, eins og gamlar og elskulegar konur segja um dauðann: Þetta er nú leiðin okkar allra. Sest til í sálarkirnum. Það er margt fleira varhugavert í umræðunni. í henni er til að mynda að finna mikla óskhyggju, sem gerir ráð íyrir því að Evrópa bíði með önd- ina í hálsinum eftir miklum straumi af stórsnjöllum íslenskum hugvits- mönnum í tækni og viðskiptum sem haldi suður í farsælan víking. Líka er þar að finna þá óskhyggju sem gerir sem allra minnst úr því fúllveldisaf- sali sem fylgir aðild að EES og erfið- um afleiðingum fjórffelsisins svo- nefnda. En sem fyrr segir: Það ber HELGARPIST mest á óffelsinu í umræðunni, nauð- hyggjunni. Og það er þessi nauð- hyggja sem virðist hafa sest rækilega til í sálarkimum þjóðarinnar. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að fleiri íslendingar séu nú andvígir að- ild að EB en áður. En sama skoðana- könnun bendir líka til þess að fólk sé að gefast upp fyrirfram gagnvart uppákomunni evrópsku. Meirihluti fólks telur að ísland verði komið í EB innan tíðar, eins þótt því Iíki það verr en betur. Meövitundar- leysið Það er að mínu viti mikil nauðsyn að reyna að stilla saman strengi gegn þessari nauðhyggju, sem þegar öllu er á botninn hvolft er hinn mesta and- stæða ffelsis, vcgna þess að hún gerir ekki ráð fyrir neinum valkostum. Ekki síst þar sem nauðhyggjan fer saman við annan háska sem ég leyfi mér að kalla meðvitundarleysið. Meðvitundarleysið er fólgið í því, að láta sem EES sé allt annað en Evr- ópubandalagið. EB kemur ekki til greina segja flestir stjómmálamenn, en það er allt í lagi með EES. En eins og menn úr þessum hópi hér hafa margoft tekið fram, þá er þetta höfuð- villa. EES samsvarar 60 - 70 prósent af fúllri aðild að EB. EES er þar að auki bráðabirgðakostur sem stendur á veikum fótum meðan flestöll önnur EFTA-ríki era á hlaupum inn í EB. Því erum við í raun og vcru að tala um EB þegar rætt er um EES, eins þótt allir stjómmálaflokkar segi að aðild að EB sé alls ekki á dagskrá „að svo stöddu". Þetta er einmitt það meðvitundar- leysi sem gæti dregið okkar meira en hálfa leið inn í EB án þess að þjóðin hefði nokkra sinni rætt í alvöra um það, hvort sú væri hennar æskilega ffamtíð. Og þegar þangað er komið tekur við ný nauðhyggja - þá verður sagt: Við verðum að stíga skrefið til fulls eins og aðrir. Það er engin leið til baka. Eða eins og skáldið kvað: Hægt mun að festast, bágt mun úr að víkja. í nafni frelsis Við héma, afdalafólkið þröng- sýna á sauðskinnsskónum, við höfúm hug á því að reisa rönd við þessari nauðung í málflutningi. Og ætlum þá að vera svo ffek að gera það í nafni frelsisins. Frelsis til að velja aðra kosti. Og hverjir era þeir kostir? Eg segi alveg eins og er: Enginn getur staðið upp hér og gert grein fyrir þeim í stuttu máli með fúllnægjandi hætti. Það þarf líka á vegum þeirra samtaka sem vonandi era að verða til að vinna mikið starf á því sviði. Það era líka til einstaklingar og hópar sem þegar hafa skoðað þessi dæmi hver eftir sinni getu og reynslu þeirra og þekkingu þarf að safna í einn sjóð. En fyrst er að hafna nauðhyggjunni. Það er alveg rétt sem stóð í leið- ara Morgunblaðsins á fimmtudaginn var um samninga við EB um EES. „Við íslendingar eigum ekki allt und- ir því að þessir samningar náist. Við getum verið án slíkra samninga ef nauðsyn krefur". Þetta er lykilatriði. Við getum tekið upp tvíhliða samn- inga við EB um viðskipti eins og maigoff hefúr verið lagt til. Við get- um unnið að bættum viðskiptaskil- yrðum á vettvangi alþjóðlegra sam- taka. Við höfúm enga ástæðu til svartsýni umffam aðrar þjóðir. Við eram ekki einangrað, hvorki i menn- ingarlegu tilliti né öðra (það er miklu heldur viss einangran í því frá stóram og þó litlum heimi að ganga inn í „Evrópuvirkið" svonefhda, Festung Europa). Við eigum ágæt tromp á hendi í viðskiptum þar sem eru fiskur, orka og sjaldgæf náttúra. Hvar er háskinn? Ef að stórar og voldugar rikja- samsteypur reyndu að gera okkur erf- itt eða ómögulegt að vinna úr þeim ágætu kostum sem nú síðast vora nefndir einu orði, þá á slík viðleitni ekkert skylt við ffelsi. Hún væri ekki annað en dæmi um nauðung sem hægt er að stunda undir yfirskyni markaðsffelsis. Og hver er kominn til að segja að slík nauðung sé á döfinni í alvarlegum mæli? Sé raunveralegur háski sem á víst eftir að gera okkur að „fátækustu þjóð Evrópu“ innan tíðar eins og nokkrir hagffæðingar hafa skemmt sér við að spá? Ekki aðrir en þeir sem hafa ánetjast rækilega þeirri nauðhyggju að ofan var um fjallað. Nauðhyggju sem er í rauninni sífellt að læða því að okkur að sjálfstæðis- barátta Islendinga á liðinni öld og þessari hafi í rauninni ekki verið ann- að en rómantísk tímaskekkja hjá fólki, sem var svo illa að sér að það ekki vissi hvað tímans klukka sló. (Flutt á fundi samstarfshóps um ísland og EES í Norræna hús- inu á miðvikudag.) Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.