Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 17
Afskekktir Rotþróin - Haltu kjafti éttu skít boraðu gat á Reykjavík, Erða- númúsik 1991 Frá Húsavik kemur hljóm- sveitin Rotþróin, hljómsveit sem er ekki beint á allra vörum um þessar mundir, dapurleg stað- reynd sem endurspeglar smekk- þurrð íslenskra rokkáhugamanna. Rotþróin hefur alið manninn norðan heiða 1 þó nokkuð mörg ár og hrundið af stað bylgju yngri banda á staðnum sem bera nöfn eins og Ræsið og Bra. Það er ekki fjölbreytt líf fyrir hljómsveitir sem spila ekki „það sem fólkið vill heyra“ í Reykjavik, og hvað þá á Húsavík. Rotþróin treður upp einu sinni, tvisvar, í heimabæn- um, spilar örsjaldan i nágranna- bæjum og hefur einu sinni komið og spilað í Reykjavík þar sem þeir gerðu það gott. Það er því kominn tími á að efni í föstu formi kæmi frá sveit- inni og nú er hægt að versla, ef maður leitar vel, fyrstu spólu sveitarinnar. Hún ber nafnið „Haltu kjafti éttu skít boraðu gat á Reykjavík", sem liklega tengist hatri meðlima á núverandi byggðaþróun. 12 lög eru á spól- unni, öll frumsamin, nema tvö gömul „grenj-lög“, Seasons in the sim og E1 Condor pasa, sem Hús- víkingamir misþyrma illilega í æstum rokkham. Frumsömdu lögin gera þessa spólu að kjörgrip, straumar og stefnur öfgafullrar rokktónlistar síðustu þijátiu ára hrærast og öfuguggar rokka blandast í Rotþrónni og spýtast út í spennandi skömmtum. Nokkuð ber á þungu og hröðu þungarokki, HAM- áhrifm eru augljós, popp- aðar melódíur skjóta upp kollin- um og sýrupönk í anda Butthole Surfers sker hlustimar. - Og oft- ast er þetta allt í gangi í sama lag- inu. Það er eitthvað pervisið og öfuguggalegt í tónlistinni sem erf- itt er að henda reiður á. Og svo lima þeir líka slátur og sviða- kjamma á hljóðfærin sín til að kalla ffam áhrif hins afskekkta. Spólan var hljóðrituð í eigin hljóðveri hljómsveitarinnar á Húsavik og em hljómgæðin góð, en einnig mátulega hrá. Rotþróin er ein á báti í ís- lensku rokklífi. Þeir róa á óþekkt mið í heimatilbúnum björgunar- báti. Spólan er mjög góð og þegar landsfjórðungi ættirðu að sjá þá. drengimir spila næst í þínum Þeir eiga það skilið... Odauðleg ást á Rock & roll Bubbi og Rúnar - GCD. Steinar 1991. Það var ekki við öðm að búast en að útkoman yrði góð, þegar tveir hæst mjálmandi rokkkettir landsins, Bubbi og Rúnar Júl, leiddu saman gítara sína. En að útkoman yrði svona rosalega góð bjuggust fæstir við. GCD-platan er með því besta sem þeir hafa gert lengi: Bubbi hef- ur sent frá sér ágætis plötur síðustu ár en samt aldrei náð upp þeirri geggjuðu moldvörpu/gúanó/töffara rokkstemmningu sem síðast grass- eraði á plötu hans og Das kapital og þar á undan með Utangarðsmönn- um. Slípunin hefur verið of mikil, hljóðgerflasjór drekkt fiumkraftin- um. Rúnar hefur allt of lengi flutt hálfgert grin-rokk og ekki verið svipur hjá són, síðan hann rokkaði sem stífast með Hljómum '66 og Trúbrot '71. Á GCD nýtur hann sín GCD I öllu slnu veldi. Mynd: Bragi Þ. Jósefsson. til fulls; hann er ffábær rokksöngv- ari og bassaspilið er sólid. Fyrir einhvem undarlegan en góðkynja heilahristing æxluðust málin þannig að um miðjan april settust tvímenningamir niður og glömruðu, þar til 13 lög vom tilbúin. 13 gullkom sem glampa bjart á sandbökkum ís- lenskrar sumarpoppvertíðar. Platan er næstum óþægilega gripandi. Það er ekki hægt annað en að sönglá búta af plötunni í tíma og ótíma. Þetta getur haft óþægilegar afleið- ingar, t.d: Sp: Jœja, hvað segirðuþá? Sv: Segðu mér herra ráðherra sefurðu ró-ró-róóótt... -Ha? - Æ sorrí, ég hef bara GCD á heilanum. Öll vinna við hljóm plötunnar hefur heppnast vel. Ekki einn hljóð- gerflatónn, heldur sígilt rokkgítar- sánd, munnhörpublástur til áherslu og þéttur botn. Gulli Briem, sem lít- ið hefur rokkað um dagana, rokkar hér eins og Dýri úr Prúðuleikumn- um og Beggi Morthens hefur greini- lega ekki látið gítarinn ósnertan síð- an hann lék með Egó. Guðmundur Pétursson blúshalur á skemmtileg tilþrif á slide-gítar í þrem lögum og Óttar Felix rokkráðgjafi heldur þétt og ömggt á spöðunum. Það er eiginlega ómögulegt að nefna bestu lög plötunnar, þau em öll ffábær, en samt verður að benda á ,J>ú dregur mig niður“ og „Mýr- dalssandur“ sem er fullkomið rokk- lag og uppáhaldslag pabba míns um þessar mundir. Til að allir gullhamramir valdi mér ekki heilahimnubólgu verð ég að minnast á eitt atriði sem hefði mátt fara betur á plötunni og það em umbúðimar. Það er að vísu gott að geta hnýsts inn í stúdíóið á meðan á upptökunum stóð, og myndir á innra umslagi gefa manni tækifæri til þess, en myndin af Bubba og Rúnari uppstilltum er full grá og líf- laus og ekki í takt við ferskleika plötunnar. En þetta er tæknilegt smáatriði. í lokin: húrra og bravó, og „velkomnir heim“ piltar. Poppað fyrir innréttingum Ýmsir flytjendur - „Húsið“ - Stöðin hf. 1991. Fyrir stuttu kom út safhsnældan og diskurinn „Húsið“. Þessi útgáfa hefur verið all lengi á leiðinni, eða í um rúmt ár. Þama em á ferð 18 lítt þekktar hljómsveitir, hvaðanæva að af landinu sem allar hafa gefið vinnu sína í að styrkja hús Krísuvík- ursamtakanna. Ágóði af útgáfunni rennur til innréttinga og smíði húss- ins, sem oft er nefht Krísuvíkurskól- inn. Víst er þetta gott málefni sem flestir ættu að leggja lið með að kaupa þennan sérstaka happdrættis- miða. Það era engin núll og allir fá átján ágætis popplög fyrir sinn snúð. Á Húsinu ber mikið á utanbæj- arsveitum. Sex sveitir koma ffá Reykjavík en hinar ffá Stykkis- hólmi, Vestmannaeyjum, Akranesi, Hafnarfirði, Keflavík, ísafirði, Hólmavík, Egilsstöðum, Sauðár- króki og Höfh. Sum laganna em orðin nokkuð gömul og þar sem líf- tími íslenskra hljómsveita er yfir- leitt stuttur hafa margar hljómsveit- ir lagt upp laupana eða þá breytt meðlimaskipaninni stórlega.Húsið er gott yfirlit yfir tónsmíðar popp- aðri bílskúrsbanda samtímans. Báð- ar Akranes-sveitimar, Óðfluga og Bróðir Darwins em með því betra á Húsinu. í lögum þeirra glitrar á popp-ffumleika, söngurinn er góður og textamir hafhir yfir dægurlaga- leirburðinn. Frá Vestmannaeyjum koma tvær sveitir, Stertimenni og Mömmustrákar, sem báðar halda merki Eyjastuðsins á lofti. Sérstakt hrós fá litlu strákamir í Mömmu- strákum (allir fæddir 1974) en þó sakna ég þess að Gísli Elíasson trommari skuli ekki radda eins og hann gerði svo skemmtilega á Músiktilraunum um daginn. Af Reykjavíkurböndunum em það Sexmenn og Blautir Dropar sem einna helst heilluðu mig, báðar leika gott popp og em söngvarar beggja hljómsveitanna efnilegir. Eina rokk- ið á Húsinu kemur ffá Hafharfirði, lfá Nabblastrengjum sem unnu Músiktilraunir 1990. Lag þeirra „Engin miskunn" er þó ofhlaðið tæknibrellum til að það skili sér reglulega vel. Jón Símonarson söngvari Nabblastrengja gekk til liðs við Bootlegs þegar Nabbla- strengir leystust upp í fyrra. Munkar ffá Keflavík eiga einnig ágætt instmmental-lag, og Effi deild al- þingis ffá Egilsstöðum spila nokkuð glúrið popp. Húsið er ekki besta íslenska safnplata sem ég hef heyrt, og ekki heldur sú versta. En málstaðurinn er góður og Húsið því skyldueign hjá meðvituðum tónlistaráhugamönn- um. Gunnar L Hjálmarsson Föstudagur 5. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17 wr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.