Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 8
Utgefandi: Útgáfufélagíð BjarKi h.f. A 681310 - 6813 31 Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Simfax: 68 19 35 Ritsfjórar: Ami Bergmann, Helgi Guðmundsson, Veró: 150 krtnur f lausasölu Umsjónam dfs Eilertsdóttir Setnin irofc Prentsmiðja Pjóðviljans hf. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófeson Prentun: Oddl hf. Augiýslngastjóri: Stelnar Harðarson Aðsetur: Síðumúla 37, 108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Liöast Júgóslavía í sundur? Með umskiptunum í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu hafa losnað úr læðingi þjóðfélagskraftar sem lítið eða ekkert hafði borið á í áratugi áður. í Sovétríkjun- um sjálfum hafa þjóðernisróstur og sjálf- stæðiskröfur einstakra lýðvelda sett svip sinn á stjórnmálalífið til viðbótar við óhemjulegan vanda af efnahagslegum toga, þar sem tekjur og framleiðsluverð- mæti hafa farið minnkandi. Til stendur að halda fund leiðtoga sjö auðugustu iðnríkjanna en hingað til hefur leiðtogi Sovétríkjanna af skiljanlegum ástæðum ekki setið við það borð. Það er eitt dæmið af mörgum um þá miklu breyt- ingu sem orðin er í alþjóðasamskiptum að nú stendur til að Gorbatchjov, forseti Sov- étríkjanna, ræði við leiðtogana. Erindi hans er að leita eftir fjárhagslegum stuðn- ingi. Hann hefur í sínu farteski tillögur um breytingar á hagkerfi Sovétríkjanna sem eru unnar af sovéskum hagfræðingum í samvinnu við starfsbræður hjá Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Fyrir fáum misserum hefðu flestir talið að slíkur at- burður væri ein af mestu fjarstæðum al- þjóðastjórnmála. I Júgóslavíu er nú harkalega tekist á um sjálfa tilvist hins rúmlega 70 ára gamla ríkis, spurninguna um sjálfstæði hverrar þjóðar eða eitt ríki annað tveggja með sterkri miðstjórn eða laustengdu sam- bandi fullvalda ríkja. Hér blasir við að tvær eða fleiri þjóðir ríkisins vilja gera breyting- ar á skipan mála eða sækjast eftir fullu sjálfstæði. Af þessum sökum er stjórn- skipan ríkisins, sem byggði á tiltekinni dreifingu valda á milli þjóðanna, í upp- lausn. Um leið og einveldi kommúnista- flokksins leið undir lok og fjölflokkakosn- ingar tóku við hlaut að fara svo að sjálf- stæðiskröfur einstakra þjóða kæmu upp á yfirborðið. Þetta er bein afleiðing af þróun mála í Sovétríkjunum, því enda þótt oftast hafi verið kalt milli valdamanna í Moskvu og Belgrad, án þess að til vopnaðra átaka kæmi, er afar ólíklegt að uppreisn af þessu tagi hefði verið látin afskiptalaus á tímum Breznev kenningarinnar, þegar Sovétríkin tóku sér rétt til að beita hervaldi í grannlöndunum ef þróun mála fór að þeirra mati úr böndunum. Eins og mál hafa þróast í Júgóslavíu sýnist óhugsandi að halda ríkinu saman í óbreyttri mynd. Með atbeina Evrópu- bandalagsins hefur tekist að koma á vopnahléi sem þó stendur á ákaflega veik- um grunni, enda vafi á hvaða stjórn alrík- isstjórnin hefur í reynd á hernum. Að halda saman ríki ólíkra þjóða í and- stöðu við hluta þeirra getur naumast gengið til langrar frambúðar. Gildir einu þótt til kunni að vera nægilegur herstyrkur til að bæla andstöðu niður, friðsamleg sambúð þeirra verður aldrei tryggð með hervaldi, á einhvern hátt mun sjálfstæðis- hreyfingin að lokum brjótast út. Á hinn bóginn geta þjóðir verið í slíku nábýli að þær sjái sér beinlínis hag í því að halda uppi sameiginlegu ríki. Vilji þjóðir Júgóslavíu ekki vera saman í einu ríki, er ekki um annað að ræða en þær finni samskiptum sínum nýtt form, annað hvort með því að viðurkenna sjálf- stæði þeirra sem losna vilja eða að koma á ríkjasambandi sem þær sætta sig við. Að þessu hljóta alþjóðasamtök að vinna í samvinnu við ráðandi öfl innanlands og á þá sveif hljóta ríkisstjórnir Evrópu að leggjast. hágé. r * 0-ALIT 8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. júlí 1991 8 AO& — áA. Tff 'A KW '..‘>4.3 ygsubtM?*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.