Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 18
Reshevsky spillti afmælis gleði Smyslovs Langt er um liðið frá því börð- ust um heimsmeistaratitilinn Mik- hael Botvinnik og Vasilij Smyslov. Og sú kynslóð stórmeistara fyrir löngu tekin að að fella laufin; fyrir tuttugu árum lagði Botvinnik „loppuna á hilluna", Kotov og Ker- es eru dánir, Petrosjan líka og var þó einn hinna ungu og efnilegu í þá tíð. En Smyslov er eilífur. 24. mars sl. varð hann sjötugur og sovéska skáksambandinu efhdi til afmælis- móts. Eins og oft við slík tækifæri var boðið til leiks ýmsum sam- ferðamönnum meistarans en af ástæðum sem að ffaman greinir var ekki létt verk að finna marga slíka. Þó tókst að ná í 10 þekkta stór- meistara en því miður sáu Brons- tein og Tal sér ekki fært að taka þátt í mótinu. Hætt er við að nöfh sumra sovésku stórmeistaranna komi ókunnuglega fyrir: Bagirov, Gipsl- is, Kholmov, Krogius . Aðrir eru meira þekktir: Geller og Vasjukov. Frá Bandarikjunum tókst að ná í Samuel Reshevsky sem er á 80. aldursári, Júgóslavann Knezevic og Þjóðvetjann Unzicker. Smyslov var i essinu sínu og var efstur fyrir síð- ustu umferð en þá gat sá gamli re- fur Samuel Reshevsky ekki verið til friðs og spillti „boðinu“ með að leggja afmælisbamið. Efsta sætið kom i hlut Geller og Vasjukov: 1.- 2. Geller og Vajsukov 5 1/2 v. ( af 9 ) 3.- 5. Smyslov, Bagirov og SKAK Gipslis 5 v. 6. Reshevsky 4 1/2 v. 7. - 8. Krogius og Kholmov 4 v. 9. Unzicker 3 1/2 v. 10. Knezevic 3 v. Það er hægt að hafa mörg og fogur um Vasily Smyslov. Kristals- tær stíll hans hefur verið mörgum hugleikinn, strax um 17 ára þegar hann varð Moaskvumeistari voru að koma ffam þeir þættir í stíl hans sem mörgum árum síðar bmtu nið- ur allar hindranir á leið til heims- meistaratignar, sem Smyslov öðl- aðist 1957. Hann sat i hásæti í eitt ár. Mikhael var útsmoginn og kom upp reglum sem gerðu honum kleift að tefla strax ári síðar við Smyslov og værukær Vasilij tók ekki við sér fyrr en of seint og Mikjáll endur- heimti titilinn. Smyslovs kom fyrst til íslands 1974 og síðan sem aðstoðarmaður Spassklij í einviginu við Hort 1977. Þátttaka hans á Reykjavíkurmótinu 1974 var afar minnisstæð. Hann sigraði með yfirburðum, hlaut 12 vinninga af 14 mögulegum. Vissu- lega var allmikill styrkleikamunur á keppendum en Smyslov var í al- gjörum sérflokki. Leikir hans voru áreynslulausir; komu eins og að sjálfú sér, þegar andstæðingiuinn hugsaði svar sitt settist Smyslov gengt sýningarborðinu og íhugaði stöðuna sallarólegur. Hann tefldi ffekar hratt og virtist ekki reikna marga leiki ffam í tímann, byggði ákvarðanir sínar að því er virtist á innsæi og fágætum skilningi á stöðubarattu. Sigur hans yfir Friðrik Ólafssyni var besta skák Helgí Ólafsson Vassily Smyslov lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir árin 70. Hann tekur reglulega þátt ( stórmótum mótsins. Friðrik varð að vinna til þess að eiga möguleika á að veija sigur sinn frá mótinu 1972. Þegar gengið var til leiks voru menn þó hóflega bjartsýnir; Friðrik hafði yf- irleitt ekki riðið feitum hesti ffá viðureignum sínum við Smyslov. Reykjavíkurmótið 1974: Vasilij Smysiov - Friðrik Óiafsson Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. RJ3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 c5 5. e3 0-0 (Skarpara er 5. .. cxd4 6. exd5 d5 en sennilega hefði Smyslov leiið 6. Rxd4.) 6. dxc5 Ra6 7. Be2 Rxc5 8. 0-0 b6 9. Rd4 Bb7 10. b4 Rce4 11. Rxe4 Rxe4 12. Bb2 d5 13. f3 Rd6 14. cxd5 Bxd5 15. e4 Bb7 (Ekki 15. .. Bc4 16. Rc6! Dc7 17. Bxg7 Kxg7 18. Bxc4 Dxc6 19. Bd5 og vinnur skiptamun eða 15... Rc4 16. Bxc4 Bxc4 17. Rc6! Dxdl 18. Rxe7+ Kh8 19. Bxg7+ með peðsvinningi.) 16. Dd2 Hc8 17. Hfdl De8 (Enn mátti svartur vara sig, 17. .. Rc4 strandar á 18. Bxc4 Hxc4 19. Rf5! o.s.frv.) 18. a4 Rc4 19. Bxc4 Hxc4 20. Rb5 Bxb2 21.Dxb2Db8 22. Hd7 a6 23. Ra3 Hc7 24. Hd2 Hd8 25. Hadl Hxd2 26. Hxd2! (Minnisstæðasti leikurinn í skákinni. Ég var áhorfandi að þess- ari stórmeistaraskák að Kjarvals- stöðum og ffam að þessu þóttist ég geta lesið hugsun Smyslovs, hallaði mér aftur og lét mig dreyma:“ Ég er Smyslov og leik 26. Dxd2. NB. til að halda tökum á d - línunni." Þeg- ar upprunalega eintakið lék 26. Hxd2 svo að segja um leið, skynj- aði maður að einfoldu leikimir hans Smylsovs væru kannski ekki svo einfaldir. Eitthvað meira bjó að baki, ofvaxið skilningi mínum. Fáir leikir ullu mér meiri heilbrotum þetta árið þó núna finnist manni það dálítið heimskulegt því eftir 26. Dxd2 rofhar „augljóslega" ákveðið samræmi.) 26... Hc8 27. Rc2 Bc6? (Svartur leggur út i vafasamar aðgerðir, betra er tvímælalaust 27. .. Hd8 þó hvítur stendi betur eftir 28. Rd4 því 28... De5 strandar á 29. Re6! og vinnur. 28. Re3 kemur einnig til greina. Riddari og drottn- ing vinna allajafna betur saman en drottning og biskup í stöðum sem þessum og Friðrik sneiðir hjá svo tæknilegri stöðu hjá Smyslov þó ekki verði annað séð en jafnteflis- möguleikar hans séu all þokkaleg- ir.) 28. b5 axb5 29. axb5 Df4 30. Rd4! (Það virðist dálítið glannalegt að hleypa drottningimni til e3 en ís- köld skynsemi Smyslovs mat dæm- ið svo að ein og óstudd áorkaði ekki miklu.) 30. ..De3+ 31. Kfl Be8 32. Rc6! a b c d e f g h (Þetta vakti fyrir Smyslov. Vegna máthættu i borðinu fær svartur nú að glíma við ffípeð á c6.) 32.. . Bxc6 33. bxc6 Dc5 34. Hc2 Dd6 35. e5 Dc7 36. Db5 Ha8 37. Hcl Kg7 (37. .. Ha5 er best svarað með 38. Dd3 t.d. 38. .. Hxe5 39. Dd7 og vinnur.) 38. f4 h5 39. h3 h4 (Ónákvæmur leikur en svörtu stöðunni verður ekki bjargað.) 40. Db2 e6 41. Df2 (Hér fór skákin í bið.) 41.. . Hh8 42. Kgl b5 43. Dc5 Hb8 44. Kh2 Da5 45. Hdl Da4 46. c7 Dxf4+ 47. Kgl Hc8 48. Hd8! - Drottningin valdar alla mikil- væga reiti og Friðrik gafst upp því 48... Hxc7 má svara með 49. Df8+ Kh7 50. Dh8 mát. Frábær árangur Eins og kunnugt er orðið hafn- aði íslenska karlalandsliðið í 4. sæti á nýafstöðnu Evrópumóti. Aðcins vantaði 1 vinningsstig til að jafna árangurinn frá Brighton '50, er ís- land náði 3. sæti. Liðið spilaði 25 landsleiki. Sigraði í 18 leikjum, jafntefli í 2 leikjum og tapaði 5 leikjum. Sam- tals skoraði liðið 467 stig út úr spil- uðum leikjum, sem gerir 18.68 að meðaltali úr leik. Til gamans má geta að sú skor hefur oftast nægt til að bera sigur úr býtum á Islands- mótinu í svcitakeppni. Með þessum góða árangri á Irlandi, vann liðið sér rétt til þátttöku í næstu heims- meistarakeppni sem spiluð verður í Japan, í lok september í haust. Þar munu 16 lið mæta til leiks, frá öll- um heimsálfum. Liðið skipuðu: Aðalsteinn Jörg- ensen, Jón Baldursson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Öm Amþórsson, Guðmundur Páll Amarson og Þor- lákur Jónsson. Fyrirliði án spila- mennsku var Bjöm Eysteinsson. Bretar sigmðu á mótinu, og var lið þeirra skipað eftirtöldum spilur- um: Forrester, Robson, Armstrong, Kirby, Smolski og Sowter. Að sögn Helga Jóhannssonar, forseta Bridgesambands Islands, er mikilvægt að ísland nýti sér réttinn til þátttöku á HM í Japan í haust; sérstaklega með hliðsjón af því að ísland hefúr sótt um að fá að halda þetta mót 1997. Stjóm Evrópusam- bandsins styður umsókn okkar um HM á Islandi, en það virðist allt velta á góðvilja Alþjóðsambandsins í okkar garð. Stuðningur fyrrver- andi forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar og núverandi for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar er ómetanlegur. Þeir hafa báðir sent Alþjóðasambandinu bréf, þar sem lýst er yfir áhuga á að fá mótið heim 1997. Þcssar athafnir þeirra hafa að vonum vakið athygli innan raða sambandsins og geta haft úrslita- áhrif. Akvörðun um HM 1997 verður tekin í Japan í haust, og undirstrikar það enn á ný mikilvægi þess að ís- land mæti þar til leiks. Umsjónarmaður verður að játa, að ffammistaða þessa liðs kom hon- um talsvert í opna skjöldu. Ekki, að liðið gæti þetta ekki, heldur þær að- ferðir sem notast var við í sambandi við undirbúning og endanlegt val liðsins. Einmitt þess vegna, er ár- angur þessara 6 frábæm spilara enn athyglisverðari. Hvað gætu þeir ef rétt væri að málum staðið, og per- sónulegur tími þeirra leyfði? Til hamingju, strákar. Eftirtaldar sveitir hafa tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum Bikar- keppni Bridgesambandsins: Sveit Eiríks Hjaltasonar Kópa- vogi. Sveit Lúsifers Reykjavík. Sveit Sigmundar Stefánssonar Reykjavík. Sveit Ævars Jónassonar Tálknafirði. Sveit Myndbandalags- ins Reykjavik. Sveit Ásgrims Sig- urbjömssonar Siglufirði og sveit Bemódusar Kristinssonar Reykja- vík. Ólokið er þá 7 leikjum úr I. umferð. Á morgun verður einn leik- ur, í Grundarfirði, milli heima- manna undir forystu Ragnars Har- aldssonar gegn Samtex Reykjavík. sæti, ef heppnin verður með okkar mönnum. Norðmenn eiga trúlegast sterkasta liðið í þessum aldurshópi, með undrabamið Geir Helgemo fremstan í flokki. Lið íslands skipa: Hrannar Erlingsson, Matthías Þor- valdsson, Steingrímur Gautur Pét- ursson og Sveinn R. Eiríksson. •Liðsstjóri er Guðmundur Sv. Her- mannsson. Jöfn og góð þátttaka er í Sumar- bridge. Mest er hún á fimmtudög- um, um og yfir 60 - 70 spilarar á kvöldi og svipuð þátttaka er á þriðjudögum. Öllu lakari þátttaka er á mánudögum og dræmust hefúr þátttakan verið á miðvikudögum (bytjendur). Og íslandsmetið í „lágskor" í einum leik, á trúlegast sveit Ólafs Þorsteinssonar gegn ónefndri sveit, á árunum upp úr 1960. í 20 spila leik vora lokatölur 5 impar gegn 3 impum... í dag er ekki óalgengt að tölur séu svona 95 gegn 75 í 20 spilaleik. Því má svo bæta við, að á þessum áram vora iðulega spiluð 40 spil milli sveita á kvöldi, og spila- mennska hófst kl. 20.00. Um mið- nættið hófst svo kapphlaupið í strætó, en síðasti vagn í Kópavog og Hafnarfjörð lagði af stað af Lækjartorgi kl. 24.00. Og það tókst. Laufléttar úrspilsþrautir era sí- fellt vinsælar (og sígildar) á vett- vangi sem þessum. Lítum á eina: Sagnir hafa gengið: Vestur Norður Austur Suður llauf Dobl 2tíglar 2spaðar pass 31auf pass 3spaðar pass 4spaðar pass pass pass Og Vestur spilar út tígulás. í öðram slag spilar Vestur spaða- fjarka, ás og tvisturinn frá Austur. í þriðja slag leggur þú væntanlega niður spaðakóng og Austur hendir tígli. Hvað nú? Freistandi er að leggja niður Iaufaás og trompa lauf heim, taka spaðann og spila hjarta, að kóng. En hvað svo? Til að vinna spilið með þeirri spilaaðferð, verður Vest- ur að eiga ásinn annan í hjarta. En ef Vestur á ásinn þriðja í hjarta? Getum við þá unnið spilið? Hvað með laufadömu í fjórða slag? Vest- ur lendir væntanlega inni á kóng. Hann gerir best að skila meira laufi, sem við trompum heima. Tökum spaðann af Vestur, spilum hjarta upp á kóng (við hentum tígli úr blindum) og trompum okkur heim á síðasta trompið með laufi úr borði og spilum enn hjarta. Vestur lætur væntanlega lágt og þá er einfalt að spila þriðja hjartanu úr borði. Vest- ur á ekkert nema lauf eftir og ásinn BRIDGE Olafur Lárusson íslenska landsliðið í yngri flokki er þessa dagana að jafna um frændur okkar á Norðurlandamóti yngri spilara. Mótið er spilað í Finnlandi. 9 sveitir taka þátt í mót- inu. Eftir 3 fyrstu umferðir mótsins vora okkar menn í 5. sæti. Ég hef trú á að liðið nái einu af þremur efstu sætum mótsins, jafnvel 2. S: ÁK H: KD74 T: 863 L: ÁD76 í borði verður innkoma á fríhjartað. 10 slagir. Einfalt? Látum það liggja á milli hluta, en fallegt er það. Hendur A/V vora: S: DG8763 H: 1065 T: DG4 L: 3 S: 10954 H: Á93 T: Á L: KGH1082 S: 2 H: G82 T: K10752 L: 954 18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. júlí 1991 tíi AGIÖ — i I YH IKtír uu; c

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.