Þjóðviljinn - 10.08.1991, Side 6
d§
Hvernig líst þér
á nýja útvarps-
stjórann?
Guðgeir Ólafsson
ellilífeyrisþegi:
Bara mjög vel. Hann er
hlutlaus og á vonandi eftir
að losa okkur við amerísku
velluna sem heyrist allan
daginn.
Björn Sigurjónsson
verkamaður:
Ágætlega. Ég vona að
hann eigi eftir að standa
sig í starfinu.
Oddný Óskarsdóttir
kíropraktor:
Mér líst ekki vel á hann,
því hann er ógurlega forn-
aldarlegur.
Þorbjörg Halldórsdóttir
atvinnulaus:
Ég er ekki kunnug mannin-
um og hef enga skoðun á
þessu.
Jóhannes Guðfinnsson
lifir á sólskininu:
Mér líst allvel á hann, og
ég hef allar ástæður til að
ætla að hann standi sig í
starfinu.
S
Ibyrjun ágúst náöist sá áfangi
hjá Þjóðháttadeild Þjóðminja-
safns íslands að heimildasafn
deildarinnar fytlti tíu þúsund
númer. Þessi söfnun, sem gengur
út á það að senda öldruðu fólki
spurningalista um ýmsa hætti og
siði sem tíðkuðust í gamla daga,
hófst fyrir þremur áratugum.
Á þeim tima hafa fengist svör ffá
hundruðum manna af öllu landinu en
spumingaskrár hafa verið um 80
talsins.
Spumingaskrár þær, sem deildin
hefur sent út, hafa að langmestu leyti
verið um þjóðhætti í sveitum og hef-
ur Þórður Tómasson, safnvörður í
Skógum, haft veg og vanda af gerð
þeirra, með aðstoð sérffóðra manna
um ýmis atriði.
Alls hafa heimildarmenn deildar-
innar verið um 2.000 og hinir elstu
þeirra vom fæddirum 1870.
Blaðamaður heimsótti Hallgerði
Gísladóttur,_ sagnffæðing hjá Þjóð-
minjasafni Islands. Hallgerður sagði
að það hefði verið Kristján Eldjám,
fyirverandi forseti íslands, sem byrj-
aði fyrst að safna þessum heimild-
um. „Fólk hefúr tekið mjög vel í
þetta og við ætlum auðvitað að halda
söfhuninni áffam.“
Hallgerður sagði að í byijun árs
hefði verið farin herferð til að afla
heimildarmanna fyrir Þjóðháttadeild
Þjóðminjasafnsins, sem mjög vom
famir að týna tölunni. Bréf vom
send til kvenfélaga víða um land og
átthagafélaga á höfuðborgarsvæðinu,
með beiðni um að bent yrði á fólk
sem þætti líklegt til að leggja eitt-
hvað af mörkum til söfnunarstarfs-
ins. Eirrnig var haft samband við
sóknamefhdir í Reykjavík og ná-
grenni vegna þessa. Skemmst er frá
því að segja að undirtektir urðu harla
góðar og hafa verið send bréf og
spumingaskrár til fjölda nýrra heim-
ildarmanna á undanfómum mánuð-
um. Sumir sendu jafnvel myndir og
ýmsa hluti fyrir safnið með svarlist-
anum sínum.
Síðustu tvær skrámar, sem send-
ar vom til fólks, fjölluðu annarsveg-
ar um sjávar- og strandnytjar en hins
vegar um fatnað og saumaskap á
heimilum.
Hefur t.d. safnast töluvert af
gömlum fatnaði í tengslum við hana.
Til að gefa betri mynd af heim-
ildaskrám þeim sem um er að ræða,
em hér teknar fyrir nokkrar spum-
ingar sem gamla fólkið er beðið um
Hallgerður Gísladóttir,
sagnfræðingur, segir
að gamalt fólk vilji
gjarnan segja frá
gamla tímanum.
Hér er taurúlla en hún var notuö til að slétta þvott. Þvottinum var vafið upp á
keflin, sem em undir kassanum, og kassinn slðan dreginn fram og aftur yfir
keflin.
Þessa fallegu súpuskál gefur að Ifta á Þjóöminjasafni (slands.
Gamalt fólk
segir frá sinni tíð
að svara. Spumingamar em teknar
úr skrá sem fjallar um atvinnuhætti.
„Hvenær vaknaði heimildarmað-
ur að morgni til vinnu? Hvemig, áð-
ur en vekjaraklukka kom? Hvenær
kom hún inn á heimilið? Var reynt
að snúa á nýja starfsmenn og gert
grín að þeim, meðan þeir vom óvan-
ir? Vom til starfsmenn sem öðmm
fremur urðu fyrir striðni? Hvað ein-
kenndi þá?“
Heimildarmenn eiga síðan að
svara spumingunum sem best þeir
geta og þannig verða heimildarskrár
til.
í haust verða send-
ar út þrjár skrá og
munu þær fjalla um
nytjun æðafugls, út-
saum og meindýr.
Allir sem þekkja
eða vita af eldra fólki
sem gæti verið viljugt
til að láta i té upplýs-
ingar um daglega lífs-
hætti á heimaslóðum
sínum, em beðnir um
að koma þeim ábend-
ingum til Þjóðhátta-
deildar Þjóðminja-
saihsins.
Ljósmyndari
blaðsins tók nokkrar
myndir í Þjóðminja-
safhinu þar sem gefúr
að lita foma hluti sem
notaðir vom í gamla
daga. Þetta em hinir
merkilegustu hlutir í
alla staði eins og sjá
má. -KMH
Svona fiskispaði var notaður til að lyfta fiski upp úr potti. Myndir: Jim Smart.
%
m.
Síða 6
ÞJÖÐVVjtWÍ ÉaugaráaguFlÖ^gúst'199V