Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 11
í upphafi fundar hjá Alþýðusambandinu igœr. - Standandi frá vinstri: Hansina Stefánsdóttir, formaður Landssam-
bands islenskra verslunarmanna, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir í stjórn VR og Jóna Steinbergsdóttir, formaður Félags
verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Sitjandi frá vinstri: Snœr Karlsson, formaður Fiskvinnsludeildar Verka-
mannasambandsins, Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, Hólmgeir Jónsson hagfrœðingur og Karl
Steinar Guðnason, starfandi formaður Verkamannasambands Islands. -Mynd: Kristinn.
nær allir sem Þjóðviljinn ræddi yið
á einu máli um að þau mál sem As-
mundur nefndi í upphafi verði að
lokum á borði heildarsamtakanna.
Þá er greinilegt að áhuginn á að ná
einhverskonar þjóðarsáttarsamn-
ingi er mikill og útbreiddur og
gildir þetta bæði um forystumenn
félaga og sambanda innan Alþýðu-
sambandsins og almenna félags-
menn. Hins vegar flækir það málið
að sumir forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar eru líka í verkum
fyrir ríkisstjómina, og fengu menn
að sjá anga af því á fundi Verka-
mannasambandsins nýlega í Borg-
amesi. Þannig metur Karl Steinar
Guðnason, starfandi formaður
Verkamannasambandins að tillög-
ur rikisstjómarinnar séu beinlínis
skilyrði íyrir því að hægt sé að ná
þjóðarsáttarsamningi. „Ef við ná-
um ríkisútgjöldunum ekki niður
munu vextir áfram verða háir, ef
ekki hækka. Slíkt ástand tætir þá
upp heimilin og sprengir upp fyrir-
tæki. Við þær aðstæður munum við
ekki ná kjarasamningum. Þetta
kann að koma mörgum spánskt
fyrir sjónir, en er samt efnahags-
legur vemleiki," sagði Karl Steinar
er hann var spurður um ályktun
sem samþykkt var á aðalfundi
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur á mánudaginn var, en
Karl Steinar er formaður félagsins.
I ályktuninni segir að þjóðarsáttar-
samningamir hafi tekist „að öðra
leyti en því, að vextir em of háir,
sem gerst hefúr vegna óráðsíu og
stjórnlausrar eyðslu ríkisins.“ I
þessari ályktun koma ekki fram
mótmæli við tillögum ríkisstjómar-
innar um þjónustugjöld og fleira. A
hinn bógirtn skorar fúndurinn á rík-
isstjórnina og Alþingi að láta
breiðu bökin standa undir spamaðj
og niðurskurði á ríkisútgjöldum. I
ályktun frá stjóm Landssambands
iðnverkafólks kveður hins vegar
við allt annan tón, en þar segir að
fundurinn „mótmæli harðlega
auknum álögum á launafólk og
hækkun þjónustugjalda. Hækkanir
á vöra og þjónustu ásamt boðuðum
niðurskurði á velferðarþjónustu og
hugmyndir um lækkun lána og
hækkun vaxta í félagslega íbúðar-
kerfínu skapar tortryggni í garð
stjómvalda og torveldar samninga,
en minnir verkafólk jafnframt á að
í komandi samningum verður meg-
in verkefnið að veija lífskjörin og
höfuðkrafan kaupmáttartrygging
ásamt auknum kaupmætti.“
Félögin í Alþýðusambandinu
stefna með öðrum orðum að
tvennskonar árangri i samningun-
um, að leysa margvísleg sérmál
einstakra félaga, en um leið að ná
samningum í ætt við margumrædd-
an þjóðarsáttarsamning. Hvort
jetta tekst, er hins vegar óvíst á
tessari stundu, og fáir vildu spá
tví hvort til verkfallsátaka myndi
draga.
hágé.
Enga tilskipanapólitík
Ögmundur Jónasson for-
maður BSRB segist telja að tek-
ist hafi að ná markmiðum þjóð-
arsáttarsamninganna að hluta
til. Verðlags- og kaupmáttarþró-
un hafi gengið upp að stórum
hluta, en tiltektin í þjóðfélaginu,
sem stefnt hafi verið að, hafi
brugðist. Launamunur hafi auk-
ist og stjórnvöld hafi gengið allt-
of langt í árásum á velferðar-
kerfið, m.a. með sjúklingaskatt-
inum og tillögum um ýmsar nýj-
ar gjaldaálögur.
„Peningastofnanir hafa ekki
staðið sig eins og til var ætlast. Nú
benda menn réttilega á að það er
samhengi á milli eftirspumar ríkis-
valdsins eftir fjármagni á fjár-
magnsmarkaði og vaxtastigsins í
landinu. En málið er ekki svona
einfalt. Það snýst um það að fjár-
magnsstofnanir hér taka óhóflega
mikið til sín. Ef fer ffam sem horfir
þá setja þær sífellt fleiri fyrirtæki á
hausinn, þurfa að ná inn meiri pen-
ingum fyrir bragðið og kýla upp
vextina til þess. Þannig heldur
þessi vítahringur áfrarn."
Hann ásakar rikisstjómina um
að hafa sett enn meiri hraða á
vaxtaskrúfuna og segir að rekja
megi verðbólgutölumar að miklu
leyti til þess.
„Það getur vel verið að menn
ætli að reyna að ná einhverri sátt
með tilskipunum, en það verður
engin þjóð með i slíkri sátt. Og ef
fólkið er ekki með þá næst enginn
árangur. Það eina sem búið er að
gerast síðan í vor er að það er búið
að færa upp vaxtastigið um 2% og
hækka lyfjakostnað á sama tima og
verið var að borga út hlutabréfa-
gróðann. Svo hafa menn talað um
möguleika á skólagjöldum og
skólabamaskatti.“
Ögmundur varar við því sem
hann kallar alhæfingarpólitík.
„Menn era til dæmis að tala um að
það verði að ná ríkisútgjöldum nið-
ur. Það er rétt að það þarf að gera -
á sumum sviðum, en öðram ekki.
Á sumum sviðum er hægt að spara
stórkostlega fjármuni, en á öðram
sviðum þarf að eyða miklu meiri
peningum, t.d. til dagvistarmála.
Menn segja að það þurfi að skera
niður til heilbrigðismála. En það
sem þeir gera yfirleitt er að spara
svolítið við gangaþrifnaðinn og
skera niður eftirvinnuna hjá hús-
verðinum. Menn þorðu ekki að
fara beint í lyfsalana, heldur réðust
á sjúklingana.“
Hann segir þó engan uppgjafar-
tón í BSRB. Það verði að halda
áfram í áttina að þeim markmiðum
sem sett vora við upphaf þjóðar-
sáttarinnar, auka kaupmáttinn og
jafna lífskjörin. En sé sanngimis-
hugsjónin ekki með í farteski við-
semjenda verði engin þjóð í næstu
„sátt“.
-vd.
„Nú sækjum vib lei&réttinguna"
„Fyrir okkur var þjóðarsáttin
fyrst og fremst notuð sem
skálkaskjól þáverandi ríkis-
stjórnar til að ná af okkur samn-
ingi sem hafði verið gerður,“
segir Páll Halldórsson formaður
BHMR. Hann óttast að samn-
ingagerðin verði dregin á lang-
inn, en hann boðar harða sókn,
nú sé kominn tími til að gerðir
samningar verði efndir:
„í heildina séð þýddi þjóðar-
sáttin ekki annað en að hægt var á
kaupmáttarhrapinu, en það var
ekkert unnið til baka af því sem
tapast hefur á undanfomum áram
og það er það sem menn líta fyrst
og fremst til þegar þeir horfa
áfram. Þjóðarsáttin átti að skapa
grandvöll til að sækja betri kjör.
Við í BHMR höfðum gert
samning um ákveðna leiðréttingu
og það liggur í augum uppi að við
verðum að ná fram verulegum
kjarabótum. Við gerðum samning
og meginákvæði hans um launa-
leiðréttingu era í gildi. Við hljótum
að krefjast þess að við það verðið
staðið. Við erum búin að búa við
samfellda kaupmáttarskerðingu frá
Álverib eina vonin
Þórarinn V. Þórar-
insson formaður VSl er
að mestu sáttur við ár-
angur þjóðarsáttarinn-
ar, en sér ekkert svig-
rúm til kaupmáttar-
aukningar og tekur
undir orð Ágústs Ein-
arssonar. Samdráttar-
tímabil sé framundan
af völdum kvótaskerð-
ingarinnar og kaup-
máttarrýrnun upp á 1-
2% sé óhjákvæmileg á
næsta ári.
„Einasta leiðin til að
draga úr óhjákvæmilegu
atvinnuleysi og kjara-
skerðingu er að halda
áfram í stöðugu gengi og
afar lágri verðbólgu, ekki
hærri en 4-5% á næsta
ári,“ segir hann.
„Það er rétt að við
höfðum þær væntingar að
geta nú, 15. september,
aukið kaupmáttinn um
einhver prósent á næsta
samningstímabili. Verð-
bólgan hefúr verið mjög
lítil á okkar mælikvarða,
en á móti kemur að kaup-
hækkanir hafa orðið meiri
en við gerðum ráð fyrir.
En mér virðist að
sumir af þessum verka-
lýðsleiðtogum, sem nú
era að tala um að upp-
skera eftir þetta tímabil,
hafi hreinlega ekki tekið
eftir því að það er búið að
taka ákvörðun um að
fiskaflinn verði 13%
minni á næsta ári en
þessu. í þessu felst að út-
flutningstekjur minnka
um 4% og spámar segja
að þjóðartekjumar verði
minni en á þessu ári.
Þessar spár byggja á því
að það verði farið að
virkja á næsta ári og und-
irbúa álbræðslu “
Þórarinn segir at-
vinnurekendur mjög
áhyggjufúlla yfir því að
raunvaxtastigið sé alltof
hátt. Atvinnuvegimir skili
ekki arði á meðan svo sé.
Nafnvextir muni lækka
næstu mánuði, en gera
verði breytingar, m.a. f
húsnæðiskerfinu, til að
lækka munvextina. „Þar
verður að takmarka meira
en talað hefúr verið um
og það verður að vera
meiri samdráttur í láns-
fjáröflun ríkissjóðs,“ seg-
ir hann.
Og Þórarinn, eins og
Ágúst Einarsson, bindur
sfnar vonir við álverið
fyrirhugaða. „Áhrifa þess
gætir lítið á næsta ári, en
þeim mun meira á þar-
næsta ári. Og það er von-
in eina núna.“
Atvinnurekendur
boða kaupmáttar-
rýrnun á næsta ári
Ágúst Einarsson,
hinn nýi formaður
samninganefndar ríkis-
ins segist líta svo á að
þjóðarsáttin hafi gengið
upp I meginatriðum og
jafnvel betur en menn
hafi þorað að vona.
Það sé engin spuming
að það beri að stefna
að sams konar samn-
ingum nú og miða eigi
við samningstímabil til
þriggja ára.
Línan sem hann boðar
er sú að kaupmáttur verði
óbreyttur í upphafi samn-
ingstímabils, fari niður á
við með samdrætti í efna-
hagslffinu á næsta ári, en
upp aftur og aukist í lok
þriggja ára samningstíma-
bils.
„Við lokum þessum
samningum með auknum
kaupmætti," segir hann.
Vaxtahækkanimar
rekur Ágúst til hallarekst-
urs ríkissjóðs og þess að
mikið fjármagn hafi verið
bundið í húsnæðiskerfinu.
Þetta hvorttveggja sé í
meira jafnvægi en áður
og vextir fari niður allra
næstu mánuði. „Það er
þrennt sem skiptir máli,“
segir hann. „í fyrsta lagi
að ríkisfjármálin verði í
lagi, í öðra lagi að kjara-
samningar verði á hóf-
sömum nótum og í þriðja
lagi að haldið verði í fast-
gengisstefnuna. Við verð-
um að tryggja lága verð-
bólgu til þess að tryggja
hagvöxt. Við munum
ekki sjá hann á næsta ári
vegna samdráttar í sjávar-
útvegi, en á þamæsta ári
mun hann sjást í kjölfar á
álveri. Forsenda þess er
stöðugt verðlag. Það gæti
orðið mjög erfitt að halda
óbreyttum kaupmætti út
allt samningstímabilið.
Við munum sjá niður-
sveiflu á næsta ári, en
uppsveiflan á þamæsta ári
mun gera meira en að
vega þar upp á móti. Við
eram því að tala um
samninga um kaupmáttar-
aukningu eftir mitt tíma-
bilið."
Fyrsta útspil Ágústs,
yfirlýsingin um að breyta
lífeyrisréttindum opin-
berra starfsmanna, hefúr
valdið mikilli reiði.
„Hugmyndin er sú að nýir
starfsmenn sem verði
ráðnir frá og með tiltekn-
um tíma, 1-2 ár, verði
ráðnir með sambærileg
lífeyrisréttindi og gerast á
almennum vinnumark-
aði,“ segir hann.
En tali menn um sam-
bærileg lífeyrisréttindi,
verða menn þá ekki einn-
ig að tala um sambærileg
laun?
„Þegar búið er að
samræma lífeyrisréttindi
allra landsmana er náttúr-
lega búið að opna um-
ræðu um samræmingu
launa og réttarstöðu allra
launþega,“ svarar Ágúst.
„Þessir híutir hljóta að
koma í kjölfarið. Það
verður einhvem veginn
að komast út úr þessari
fjárvöntun upp á 50 millj-
arða. Á að vera munur á
lífeyrisréttindum og rétt-
arstöðu launþega eftir því
hvort þeir era á opinber-
um eða almennum vinnu-
markaði?“
-vd.
NÝTT HELGARBLAÐ
1 1 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991