Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 14
S k á k Hannes Hlífar í 14. sæti á HM unglinga - Guðfríáur Lilja í 17. sæti í kvennaflokki Þrátt fyrir margvísleg ótíðindi ífá Rúmeníu ákvað alþjóðaskáksam- bandið FIDE að halda heimsmeist- aramót unglinga þar í landi þetta ár- ið. Hannes Hlífar Stefánsson tók mótið í Rúmeníu fram yfir Skákþing íslands í Garðabæ og hélt þangað ásamt aðstoðarmanni sínum Lárusi Jóhannessyni um svipað leyti og Is- landsþingið hófst. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir slóst svo í hópinn og tefldi í kvennaflokki. Þau vissu að hveiju þau gengu. Hörmungasaga Rúmena virðist engan enda ætla að taka. Sveit Tafl- félags Reykjavíkur tefldi í skugga- bælinu Búkarest vorið 1987. Þá var Ceausescu við völd. Nú roðar fjöllin röðulgeisli fagur/ og rottur kvaka um ást á hverri grein, orti Þórbergur. Þegar rafmagnsveitustjórinn hafði slökkt götuljósin á slaginu kl. 22 gufaði hinn þungbúni almenningur upp, en liðsmenn TR spígsporuðu innan um iðandi íbúa holræsanna. Smábærinn Mamaea, þar sem mótið var haldið, stendur við Svarta- haf og er ekki langt frá borginni Konstansa, kunnuglegri úr fréttum fyrir sína harðvítugu námuverka- menn. Handan landamæranna liggur Hannes Hlífar Stefánsson náði sér ekki fyllilega á strik og hlaut 7 1/2 v. Moldavía og bíður þess að samein- ast Rúmeníu. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tókst Lárusi Jóhannessyni aldrei að ná símasambandi heim og fréttist því ekkert af mótinu á meðan á því stóð. Að sögn Lárusar voru að- stæður bágbomar hvað varðaði mat og gistingu; Namaea var þekktur sumardvalarstaður fyrirmenna í þjóðfélaginu þar til Elena Ceausescu eyðilagði skemmtunina með því að láta reisa olíuhreinsunarstöð í grenndinni sem spúir menguðum lofttegundum yfir stór svæði. Móts- blað gáfu skipuleggjendur mótsins út af myndarskap og margt var vel gert, enda er rík skákhefð í Rúmen- íu. Forseti FIDE, Florencio Camp- omanes, setti mótið og dvaldi Iengur í Namaea en búist var við. Hannes Hlífar hlaut 7 1/2 vinning af þrettán mögulegum í flokki pilta og náði aldrei sama fluginu og á Evrópu- meistaramótinu unglinga í Amheim um síðustu áramót. Hannes var eitt af stóru nöfnunum og mótspyman því hörð. Vissulega hefði mátt búast við betri frammistöðu, en hann kenndi þreytu eftir stanslausa tafl- mennsku í allt sumar, Iéttleikinn sem hefur verið eitt aðalsmerki hans var víðsfjarri. Armeninn Akopjan varð heimsmeistari unglinga, hlaut 10 1/2 vinning, jafnmarga og Ulibin, sem er Rússi eftir því sem næst verður komist, en hærri á stigum. I kvennaflokki, þar sem júgóslav- neska stúlkan Bojkovic sigraði með 10 vinninga af 13, hlaut Guðfríður Lilja 6 1/2 vinning. Skákgetu kvenna hefur fleygt fram á síðustu árum og frammistaða Guðfríðar Lilju því viðunandi. Hún hefur lítið teflt undanfarið, lenti oft í tímahraki og spillti þá góðum stöðum. Líkt og bróðirinn Helgi Ass hefur hún ágæta einbeitni og mikinn baráttuvilja. Eft- ir sigur í tveim fyrstu skákunum komu fjögur töp í röð og síðan 4 1/2 vinningur úr síðustu sjö skákunum. Hannes og Guðfríður Lilja eiga bæði eitt ár eftir í þessari keppni og eiga að geta bætt árangur sinn verulega. Margar skákir Hannesar voru æði grugguar og eftirfarandi viður- eign við andfætlinginn Hill alveg sérdeilis undarleg: skákir, fráskákir og óvæntur spássitúr hvíta kóngsins gera skákina stórkemmtilega: 9. umferð: Hannes Hlífar Stefánsson - Hill (Ástralíu) Reti-byrjun 2. c4 c6 4. Bg2 e6 I. Rf3 Rf6 3. g3 d5 5. b3 Be7 7. 0-0 0-0 9. d3 Bb7 II. Rbd2 Rh7 13. Hael dxc4 15. Hdl a5 17. e5 Hd8 6. Bb2 Rbd7 8. Dc2 b6 10. e4 h6 12. h3 Hc8 14. dxc4 Rc5 16. Rbl De8 18. Rd4 f5 (Það er erfitt að skýra byrjun svarts. Riddarinn stendur illa á h7 og e6-peðið er ekki burðugt eftir þenn- an leik.) 19. a3 f4? (Sjálfsagt var 19... Df7.) 20. b4 axb4 21. axb4 Ra6 22. Rxe6 f3 23. Rxf8 Dxf8 24. Bhl Rxb4 25. Dg6 c5 (Biskupinn á hl er lokaður inni og í því felast einu bæturnar sem svartur hefur fyrir skiptamunninn. Timinn var hinsvegar tekinn að styttast og í stað þess að halda niðri mótspili svarts með t.d. 26. h4 legg- ur Hannes út í miklar flækjur.) 26. Hxd8 Bxd8 27. Rd2 Rg5 28. h4 Rh3+ 29. Kh2 Rf4! 30. gxf4 (30. Dg4 var ágætur leikur, en Hannes er hvergi banginn.) 30... Dxf4+ 31. Dg3 Dxd2 32. Hgl g5 33. hxg5 h5! Guðfriður Lilja Grétarsdóltir hlaut 6 1/2 vinning af 13 í kvennaflokki. (33. .. Bxg5 er svarað með 34. Bcl o.s.frv. Svartur er hinsvegar snarlega mátaður hirði hann biskup- inn: 33. .. Dxb2 34. gxh6+ Kf7 35. Dg8+ Ke7 36. Hg7 mát.) 34. Bcl? (34. BxO BxO 35. DxO Dxb2 36. Df5 Dd4! er ekki einfalt. Vinn- ingsleikurinn er hinsvegar 34. e6! t.d. 34. .. Dxb2 35. Hdl! Rc6 (eða 35. .. Be7 36. Db8+ Kg7 37. Dxb7 Dxf2+ 38. Kh3 og vinnur) 36. Hxd8+! Rxd8 37. e7 og vinnur. Á góðum degi hefði Hannes fundið þessa leið.) 34. Bc3! e2 35. Be3 Bc7 36. Kh3 36... Bc8+ (Mun sterkara virðist 36. .. Rd3 sem Hannes hefur sennilega ætlað að svara með 37. Kh4!, t.d. 37. .. Bxe5 38. Dh3! með afar flókinni stöðu.) 37. Kh4 Bg4 38. Df4 Rd3 39. Df6 Rxe5 40. Hal! Dxc4 41. Ha8+ Bc8+ 42. Bf4 Dxf4+ 43. Dxf4 Rg6+ 44. Kxh5 Rxf4+ 45. Kh6 Bd6 46. Hxc8+ Bf8+ 47. Hxf8+ Kxf8 48. g6 Re6 49. Bxf3 (Loksins þegar biskupinn losnar úr prísundinni, eftir snörp vopnvið- skipti með undarlegum skákum hér og þar, koma skyndilega í ljós yfir- burðir hans yfir riddara í opnum töflum. Hann heldur svörtu peðun- um fyllilega í skefjum og hefur auk þess víðtæk áhrif á kóngsvængnum. Riddarinn káti sem margt hefúr lagt til málanna reynist þegar til kastanna kemur alltof skrefstuttur.) 49... c4 50. Bd5 c3 51. Bb3! (Hvítur getur ekki unnið eflir 51. Bxe6 c2 52. g7+ Ke7 53. g8(D) cl(D) með skák!) 51.. . Rg7 53. Kh7 b5 55. f4 Re8 57.15 Rf6 59. Kg6 Rg8 61. Bb3 61.. . Rg8 63. f6+ 52. f3 Rf5+ 54. Bc2 Rg7 56. Kh6 b4 58. g7+ Ke7 60. Bdl Rf6 (Leikþröng.) 62. Bxg8 c2 - og Hill gafst upp. Helgi Ólafsson skrifar B r i d g e Jöklamót og önnur opin mót Mikið framboð er nú á helg- armótum á næstunni, í kjölfar þess að flest félögin eru byrjuð haustspilamennsku. Um þessa helgi stóð til aðr spila Opið tví- menningsmót á ísafirði, en óvíst hvort af verður (er þetta er skrif- að). Dagana 20.-21. september verður Jöklamót Bridgefélags Hornafjarðar; opin tvímennings- keppni. Glæsileg verðlaun eru í boði, fyrir 4 efstu pörin. Samtals að verðmæti um 140 þúsund. Um sömu helgi eru undanúrslit og úrslit í Bikarkeppni BSÍ, en hclgina þar á eftir, 28.-29. septem- bcr, verður Opið Fluglciðamót á Akureyri. Laugardaginn 5. október verður svo 80 ára afmælismót Dagblaðsins Vísis og er fullbókað i það mót, 38 pör. Spilað er í Sig- túni. Sama dag verður svo hrað- sveitakeppni Bridgesambands Austurlands. Og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram undir ára- mót. í Kópavoginum verður opið mót 12. október. Á Selfossi verður árlegt minningarmót um Einar Þor- finnsson 19. október og sama dag Norðurlandsmót í tvimenningi á Siglufirði. Daginn þar á eftir, sunnudaginn 20. október er svo ársþing BSÍ. Og rúsínan í spilabakkanum er svo þátttaka okkar manna á HM. Er líða fer á haustið og Vetur konungur fer að kveða sér rúms, má minna á Opið mót í Sandgerði, Guðmundarmót á Hvammstanga, og Kauphallarmót Bridgesambands íslands, helgina 30. sept. til 1. dcs. Vitað er að mikill áhugi er á því móti hjá meginþorra keppnis- bridgespilara hér á landi. Nánar síðar. 4 4 4 6 kvölda baromon tvímenn- ingskeppni hefst hjá Bridgefélagi Reykjavíkur næsta_ miðvikudag. Skráð er m.a. hjá BSÍ í s: 689360. Og þriggja kvölda hausttví- menningskeppni hefst hjá Bridge- félagi Kópavogs næsta fimmtudag. Breiðhyltingar hefja starfsemi sína á þriðjudaginn. Og Skagfirðingar vcrða með eins kvölds tvímenn- ingskeppni næsta þriðjudag, en síðan hefst 3-4 kvöida haustbaro- melerkeppni. Þeir félagar sem enn ciga inni verðlaunagripi frá Skag- firöingum eru vinsamlega beðnir um að mæta og veita þeim viðtöku. 4 4 4 Og Sigurður B. Þorsteinsson varð stigakóngur í Sumarbridge 1991. Er hann þarmeð kominn í hóp spilara á borð við: Einar Þor- finnsson, Anton R. Gunnarsson, Lárus Hcrmannsson, Krislján Blöndal, Val Sigurðsson og fieiri, scm allir eiga það sameiginlegt að hafa orðið stigaefstir í sumar- bridge. 444 Þremur leikjum er ólokið (af íjórum) í 3. umferð Bikarkeppni BSÍ. Leikur Myndbandalagsins og Tryggingamiðstöðvarinnar verður spilaður á sunnudaginn, nyrðra (í félagshéimilinu að Ketu á Skaga). Leikur Svavars Bjömssonar (Lúsi- fcr) og Landsbréfa verður ekki fyrr en um aðra helgi. Og leikur Ás- gríms Sigurbjömssonar og Roche er trúlega lokið, er þessi skrif koma fyrir augu lesenda. Undanúrslit og úrslit vcrða svo spiluð helgina 21.-22. september, á Loftleiðum. Nv. bikarmeistari er sveit Landsbréfa, en þeir sigruðu sveit S. Ármanns Magnússonar í úrslitaleik á síðasta ári. 444 Meðal áhugaverðra „nýpara“ á næsta keppnisvetri (eftir því sem heimildir segja til um) em: Hrólfur Hjaltason og Sigurður Vilhjálm- son, Ásmundur Pálsson og Hjördís Eyþórsdóttir, Sveinn R. Eiríksson og Svavar Bjömsson, Magnús 01- afsson og Bjöm Eysteinsson, Jón Hjaltason og Sigfús Öm Ámason. Hugleiðingar um sveitamynd- anir verða að bíða fram á haustið, cn ekki er með öilu ljóst hvemig stigaefstu pörin munu raða sér í sveitir þetta keppnistímabilið. 444 Og Bridgesambandið er að fitja upp á nýjung þessa dagana. Frá og mcð deginum í dag (fostudegi) vcrður boðið upp á eins kvölds tví- menningskeppni á föstudagskvöld- um í húsakynnum BSÍ. 444 Og enn má minna á stuðninginn við Japansfara. Tekið er á móti framlögum á reikning nr. 5252 við Islandsbanka í Garðabæ. 444 22 pör mættu til leiks á fyrsta spilakvöldi Skagfirðinga, sl. þriðjudag. Næsta þriðjudag verður boðið upp á 1 kvölds tvímennings- keppni, en þriðjudaginn 24. sept- ember hefst svo 4-5 kvölda baro- meter-tvímenningskeppni. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Lámsson ís. 16538. 444 Keppnisspilarar em minntir á að skrá sig hið fýrsta í þau Opnu mót sem auglýst hafa verið. Flest mótanna em bundin við hámrks- tölu keppenda, þannig að þeir sem em seint á ferðinni með skráningu geta ekki reiknað með að fá inni. Nánari upplýsingar á skrifstofu BSÍ, en þar er jafnframt skráð í fiest mótin. 444 Um síðustu helgi vom stífar landsliðsæfingar í Sigtúni. Lands- liðshópurinn spilaði hátt í 200 spil, til undirbúnings fyrir þátttökuna í heimsmeistaramótinu í Japan. Þetta spil kom m.a. fyrir: 4 DGx ▼ Áx (Norður) ♦ Áxxx •i* Kxxx (Austur) 4 xx V xxxx ♦ D1098 + D10x Sagnir höfðu gengið: Suður Vestur Norður Austur 2 tíglar 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass 2 tíglar vom í þessari stöðu veikir tveir í hjarta í Suður. Lands- liðsmaðurinn í Norður lyfti hjarta- ásnum í útspilinu og blindur (Aust- ur) lagði upp spil sín. Hvað næst? Okkar maður (í þessari sögu) spilaði meira hjarta. Sagnhafi trompaði, lagði niður ás og kóng í trompi (félagi átti 1 spaða) og enn spaði. Norður var inni á spaða- drottningu. Hvað nú? Okkar maður (í þessari sögu) lagði næst niður tígulás og meiri tí- gull. Gosi hjá félaga, tekið á kóng og sagnhafi lagði upp._ Átti í upp- hafi: AKxxxxx x Kxx Áx Heldur bágborinn árangur hjá okkar mönnum. Sami landsliðsspilari bætti hins vegar vemlega úr þessu spili í eft- irfarandi dæmi (einig frá landsliðs- æfingum). Hann hélt á: Gxxx Áxx D ÁKxxx Hann átti út í 3 gröndum, eftir hjartaopnun, laufaströggl hjá hon- um, tíglasögn hjá næsta manni og grandsögn hjá opnara. Okkar mað- ur lagði niður laufaás í útspilinu og sá blindan: DlOxx xx ÁKGxx xx Hann fékk gosann í hjá félaga og hvað nú? í raun lagði hann nið- ur ásinn í hjarta og fékk kall hjá fé- laga. Meira hjarta upp á kóng og lauf til baka ffá félaga, tryggði samninginn 3 niður. Heldur ná- kvæmara hefði verið að spila Iágu hjarta í þessari stöðu, eða hvað gemm við, ef félagi kemur ekki við kaíli í litnum? Ólafur Lárusson skrifar NÝTT HELGARBLAÐ 14 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.