Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 3
Kvikmyndir
Bíó afa fyrir bí
Þýska kvikmyndahátíðin í
Regnboganum hefst á morgun.
Þessi kvikmyndahátíð flytur okkur
það nýjasta sem gerst hefur í þýskri
kvikmyndagerð. Þar hefur ný kyn-
slóð kvikmyndagerðaramanna fest
sig í sessi og „Nýja þýska kvik-
myndin“, sem svo var kölluð, er
ekki lengur ný.
Fyrir tæpum tveim áratugum varð
vart við unga, reiða menn á stutt-
myndahátíð í Oberhausen í Þýska-
landi. Þeir höfðu hátt eins og Þjóð-
veija er siður, kváðu „bíó afa“ löngu
dautt úr öllum æðum og sögðu sinn
tíma kominn.
Með „bíói afa“ áttu þeir við
væmnar sveitalífsmyndir sem gerðar
voru í Þýskalandi á þeim tíma.
Þessir ungu menn snem sér síðan
að kvikmyndaffamleiðslu og nokkrir
þeirra urðu verulega ffægir. Nægir þar
að nefha Fassbinder, Herzog, Volker
Schlöndorff og Wim Wenders til
dæmis.
En árin líða og ekkert stendur
kyrrt. Fassbinder er dauður, Herzog í
andlegri kreppu, Volker Schlöndorff
kominn með lasburða fót milli stafs og
hurðar í Hollywood og Wim Wenders
stendur einn eftir. Þeir eru sjálfir orðn-
ir „afar“ í kvikmyndagerðinni.
„Nýjasta þýska kvikmyndin" er
ekki Iengur alþýsk. Hún verður sífellt
evrópskari. Hún stefnir að því að vera
ljóðræn og gróf, ljót og falleg, villt og
hljóðlát, fyndin og sorgmædd. A
morgun gefst okkur kostur á því að sjá
hvort þetta hefur tekist.
Meðal þeirra mynda sem sýndar
verða er sakamálagamanmyndin
Sázka, eða Veðmálið, sem er 80 mín-
útna verðlaunamynd eftir Martin
Walz. Hún verður sýnd annað kvöld í
Regnboganum kl. 23.00.
Glæpir í lestum eru að visu þekkt
fyrirbrigði en guðir á glaspabrautinni
með Bruno Ganz í broddi fylkingar
geta ekki kallast venjuleg uppákoma.
En eru guðimir sekir? Hvað með parið
sem er að koma úr misheppnuðu sum-
arffii? Eða lögregluforingjann, þá
leiðu homös? Það fá þeir einir að vita
sem fara á myndina.
Martin Walz, handritshöfundur og
leikstjóri, er fæddur í Sviss árið 1964.
Hann vann sem leikari áður en hann
sneri sér að kvikmyndaleikstjóm.
Úr kvikmyndinni
Sázka eða: "Veð-
málið " sem sýnd
verður á þýskri
kvikmyndahátið
um helgina.
Stuttmyndin Vals verður einnig
sýnd kl. 23.00 annað kvöld. Hún er
eftir sama höfund og hlaut veiðlaun
áhorfenda á evrópsku stuttmyndahá-
tíðinni í Berlín 1989 og aðalverðlaun á
stuttmyndahátið í Biberach.
Klukkan níu þetta sama kvöld
verður sýnd kvikmyndin um síðustu
göngufor Wallers. Það er margfold
verðlaunamynd eftir einn gesta hátíð-
arinnar, Christian Wagner, sem verður
viðstaddur sýninguna. A sama tíma
verður sýnd kvikmynd sem heit-
ir:Jafnvægið. Það er 8 mfnútna teikni-
mynd eftir Cristoph og Wolfgang
Lauenstein. Hún heftir fengið óskars-
verðlaun.
Á sunnudag kl. 19.00 verður sýnd
6 mínútna hreyfimynd sem heitir
„Yndislegt kvöld“ og jafnffamt heim-
ildamyndin:“Síðasta árið um borð f
Titanic". Sú kvikmynd er eftir Andre-
as Voigt sem er einn af gestum hátið-
arinnar og verður viðstaddur sýning-
una.
-kj
Allip bílar með 30.000,-kr afslætti, frá kr 459.500,- stgr.
Aðeins kr 150.000,- út eða bíll uppí -eftirstöðvar til allt að þriggja ára
>
o
(S
z avorit er góðurfjölskyldubíll. Fallega hannaður fimm dyra
I 3
h Ul ogfimm gíra, framhjóladrifinn, rúmgóður, léttur í stýri og
<
s eyðslugrannur. Favorit hefur hlotið lof bílagagnrýnenda víða
um heim og verið tilnefndur sem hagkvœmasti bíllinn, „bestu
kaupin' o. sv.fr.
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 • S: 42600
NÝTT HELGARBLAÐ
3 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991