Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 10
HVAÐ SEGJA VERKALÝÐSLEIÐTOGARNIR? Samningalotan að hefjast Um þessar mundir eru næstum allir kjarasamningar í landinu lausir. Undir- búningur samningaviðræðna hefur staðið mislengi eftir samtökum og þau munu standa á mismunandi hátt að samningsgerð. Þannig hefur BSRB ákveðið að hvert félag sjái sjálft um sína samninga, en á vegum Alþýðusam- bandsins hafa samningar verið undirbúnir á vegum landssambandanna. Þjóðviljinn ræddi við fjölmarga menn innan samtaka launafólks til að fá heildarmynd af því sem að er stefnt í samningunum og mat þeirra á árangri þjóðarsáttarsamn- inganna. Um hið síðarnefnda þarf ekki að fara mörgum orðum, menn eru á einu máli um að þjóðarsáttar- samningamir hafi verið ómaksins verðir. Um það sem við tekur er enn sem komið er allt óljósara, enda samningaviðræður skammt á veg komnar og fjárlagafrumvarp, sem allir gera ráð fyrir að hafi mik- il áhrif á væntanlega samninga ekki komið fram. Ekki hægt að sópa sér- kröfum út af borðinu Undirbúningur samninga fyrir félög innar. Alþýðusambandsins hófst í raun fyrr á þessu ári með því að ákveðið var að landssam- böndin hefðu fmmkvæðið á sínum vegum a.m.k kosti til að byrja með. í samræmi við þetta hafa sam- böndin hvert um sig hafið undir- búning að samningsgerð sem er nokkuð mislangt komin, en yflrleitt er búið að halda a.m.k einn samn- ingafund með atvinnurekendum. A sameiginlegum fundi undirbún- ingshóps, sem í eiga sæti fulltrúar lands- og svæðasambanda, sem haldinn var í húsakynnum Alþýðu- sambandsins í gær var farið yfir stöðu mála og segir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam- bandsins að ASI muni árétta við at- vinnurekendur alvöruna í þessum viðræðum. Viðræðumar um sérmál hvers sambands eru mikilvægar nú vegna þess að í undanförnum samningum hefur öllum slikum málum verið ýtt út af borðinu, „og það liggur alveg ljóst íyrir að það er ekki hægt að gera endalaust. Línumar em ekkert famar að skýr- ast enn og það má líka bæta því við að það er ekki fyrr en um mánaða- mótin sem menn vita það hvort hér á að leggja á skólagjöld eða önnur þjónustugjöld og það getur auðvit- að truflað framhaldið. En á næst- unni verður ekki um neinar aðrar viðræður að ræða en þær sem fara fram á miili atvinnurekenda og landssambandanna. Menn hafa verið með þau sjónarmið uppi að það sé óhjákvæmilegt að taka á ákveðnum þáttum sameiginlega, eins og kaupmáttartryggingum og samskiptum við stjómvöld, en það verður að meta þegar lengra líður á viðræðumar,“ sagði Ásmundur og bætti því við að þótt viðræður stæðu nú um sérmál sambandanna, þá væri almennur vilji fyrir þvi að tryggja áframhaldandi stöðugleika og síðast en ekki síst að tryggja fulla atvinnu. Vegna þess hvemig að málum er staðið nú getur samnings_gerðin orðið flóknari en oft áður. „Á þeim fundum sem haldnir hafa verið með atvinnurekendum hafa menn verið að viðra svona munnlega það sem þeim liggur mest á hjarta. Þetta em allskonar mál, ýmist ný kjaraatriði eða þá útfærslur á kjara- ákvæðum sem hafa kannski ekki reynst halda eins vel og menn hafa átt von á. Og síðan eru auðvitað líka önnur og stærri mál sem menn i sumum tilvikum munu flokka undir sérkröfur, eins og að nálgast eitthvað raungreitt kaup,“ sagði Grétar Þorsteinsson formaður Sam- bands byggingamanna. Flóknir og tímafrekir samningar Verslunarmannafélag Reykja- víkur leggur upp með hugmyndir að nýjum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga sem byggjast á því að gera einn heildarsamning fyrir alla féiagsmenn, en auk þess sér- staka samninga er taki til tólf starfsgreina. „I þeim samningum viljum við draga fram atriði sem skipta máli í kjörum fólks innan hverrar starfsgreinar," segir Pétur Maack hjá VR. Þá hefur komið fram hjá forystumönnum VR að fé- lagið vilji ekki að kjarasamningar allra séu bundnir við afkomu sjáv- arútvegsins. Ef þetta fyrirkomulag yrði tekið upp getur launamunur auðveldlega aukist, og strax hafa vaknað efasemdir hjá ýmsum um að rétt sé að tengja kjarasamninga svo afdráttarlaust við afkomu greinanna. Hvað á að gera, ef af- koman versnar í viðkomandi grein, á þá sjálfkrafa að lækka kaupið aft- ur? spyija efasemdarmenn. Samningar af því tagi sem hér er verið að fjalla um geta orðið mjög flóknir og tímafrekir. Þegar langir tímar liða á milli þess að ekki er tekið á málum sem varða tilteknar starfsgreinar sérstaklega, þá hleðst upp óánægja sem að lok- um springur út með einhverjum hætti. Snær Karlsson, formaður Fiskvinnsludeildar Verkamanna- sambandsins nefnir dæmi um þetta: „Menn eru á launum á sum- um starfsmenntanámskeiðunum en öðrum ekki. Sumir fá launahækkun að afloknum námskeiðum, aðrir fá ekkert. Starfsmenntanámskeiðin og greiðslur fyrir þau eru því stór lið- ur í þeim viðræðum sem ffam fara. Það var gerður sérstakur samn- ingur um saltfiskinn fyrr á þessu ári. Hann gildir á Húsavík, Homa- firði, Neskaupstað og Grindavik, en síðan hefur hann auðvitað haft áhrif vítt og breitt um Iandið. Við viljum gera sambærilegan samning fyrir alla þessa vinnslu. Allir flæðilínusamningar renna út núna 15. september. Þessir samningar eru á höndum hvers fé- lags við sína vinnslustöð. Við telj- um nauðsynlegt að gera ramma- samning fyrir öll félögin, en gamli bónussamningurinn sem gilti um allt land er að mestu úr sögunni nú- orðið.“ Likt og VR er Verkamannafé- lagið Dagsbrún samsett af mönn- um úr mörgum starfsgreinum, sem hefur haft það í för með sér að gerðir hafa verið fjölmargir sér- samningar, einn fyrir bensínaf- greiðslumenn, annar fyrir hafnar- verkamenn og svo ffamvegis. Und- anfarið hefúr verið unnið að undir- búningi þess að ná fram breyting- um á þessum samningum. Hafa verið haldnir fúndir með trúnaðar- mönnum á hinum ýmsu vinnustöð- um. Sem dæmi um mál sem Dags- brún hefur áhuga á að taka upp má nefna hafnarvinnu, en þar hefur orðið mikil fækkun á mönnum, en um leið sker i augun að afkoma Eimskips fyrstu mánuði ársins er mjög góð, þannig að mörgum sýn- ist að skilyrði ættu að vera til að veita hafnarverkamönnum hlut- deild í þeim hagnaði og spamaði sem náðst hefur. Þá eru margvísleg aðbúnaðar- mál mjög til umræðu og á það reyndar einnig við um samtök iðn- aðarmanna og fl. Kauptrygging á borði heildarsamtakanna Þrátt fyrir það að samningalot- an byiji nú með sérstökum viðræð- um um sérmál einstakra greina, em Lágmarkslaun ekki undir 70.000 krónum Starfsmannafélag ríkisstofn- ana hefur þegar kynnt meginat- riðin í sinni kröfugerð: Byrjunar- laun verði ekki undir 70.000 krónum, kaupmáttur launa al- mennt á samningstímanum verði ekki lægri en 1987, skatt- leysismörk verði ekki undir lægstu launum og kaupmáttar- trygging verði með sama hætti og nú er. Sigríður Kristinsdóttir segist telja að markmið þjóðarsáttar hafl náðst að mestu leyti. Hún sam- þykkti ekki þjóðarsáttarsamninginn á sínum tíma og var mest efins um að það tækist að halda verðbólg- unni niðri. „Það tókst með miklu aðhaldi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir hún. „Annað mál er að þcgar samningamir voru gerðir þá voru lægstu launin alltof lág og þau eru það ennþá. Jöfnuður hefur ekkert aukist." Og hún vill sjá nýtt skattþrep á hátekjufólk. „Launamunur á þess- um tíma hefur aukist, það sést á skattframtölum. Og þessi þjóð hef- ur líka vitað það til margra ára að það er ýmislegt sem ekki kemur fram til skatts,“ segir hún. En sér Sigríður fyrir sér aðra þjóðarsáttarsamninga? „Ég gat ekki séð á því sem Ág- úst Einarsson hefur látið hafa eftir sér um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna að hann væri að tala um þjóðarsátt. Það hefur margoft verið reynt að krukka í þessi rétt- indi. I hvert skipti sem gcngið hef- ur verið til samninga hefur verið talað um að þessi réttindi væru það góð að það væri eðlilegt aðvið sé- um 7-9% launalægri en ASÍ-félag- ar. En þetta eru áskilin réltindi sem ekki er hægt að taka af okkur með einu pennastriki. Það er að Ijúka hér svokallaðri þjóðarsátt, samningaviðræður eru að hefjast og á sama tíma fær mað- ur fréttir af þessu gjaldinu og hinu gjaldinu. Forráðamenn þjóðarinnar hafa ekki þvegið þessa umræðu af sér ennþá og á meðan svo er þá hefur maður miklar áhyggjur.“ Og Sigríður vill uppskera það sem sáð var til mcð þjóðarsáttinni: „Það var rætt um það að það yrði aukinn kaupmáttur gegn því sem við létum af hendi í þessum núll- samningum. Nú er talað um svartar skýrslur, samdrált og svo framveg- is. En svo sér maður að ýmis fyrir- tæki sem eru að höndla virðast ekki skorta neitt og gróðinn er nægur.“ Hún telur nauðsynlcgt að fé- lögin fái úrlausnir á hinum ýmsu sérmálum. „Leiðréttingar hafa ekki verið gerðar síðan seinasti sér- kjarasamningur var gerður 1987. Fólk verður að ræða sín sérmál og það er að bíða eftir því hvað ríkið mun bjóða.“ En bjóði ríkið óbreyttan kaup- mált á 3 árum með 1 % kaupmáttar- skerðingu á miðju tímabilinu, hvert er svar SFR við því? „Miðað við kröfugerð SFR þá get ég ekki séð að það sé hægt,“ svarar Sigriður. -vd. NÝTT HF.LGARBLAÐ 10 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.