Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 17
Helgarrúnturinn M a t s e I j a n Þrjú galopin leikhús Mynd: Jim Smart. Hollensk nýlist í tilefni af 50 ára af- mæli Félags íslenskra leik- ara verður opið hús á morg- un í Þjóðleikhúsinu, Borg- arleikhúsinu og hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Aðgangur er ókeypis og gestir vel- komnir .Boðið verður upp á skemmtun af ýmsu tagi. Borgarleiichúsið verður Félagsstarf aldrabra í Gerðubergi Félagsstarf aldr- aðra í Gerðubergi í dag verður sem hér segir: Fyrir hádegi hár- greiðsla og fótsnyrting. Kl. 12 hádegishressing. Eftir hádegi spilað og spjallað. Kl. 15 kaffi. Söngur og vatnslitir í litlum sýningarsal í Amamesi, nánar til- tekið í Gunnarssal að Þemunesi 4, opnar Torfi Jónsson sýnmgu á 24 vatnslitamyndum sem gerðar eru á Italíu og Vestfjörðum. Sýn- ingin verður opnuð á morgun kl. 15.00 og Ester H. Guðmunds- dóttir söngkona syngur við opnunina. Sýning Torfa stendur þessa og næstu helgi en þegar henni lýkur mun Ingibergur Magnússon taka við og sýna pastelmyndir o.fl. í Gunnarssal. opiðffákl. 10.30-16.00. Kl. 11.00 hefst opin æfing á Dúfhaveislunni eftir Hall- dór Laxness á stóra sviðinu. Leikarar taka á móti gestum og aðstoða þá. Kl. 13.30 verður boðið upp á skoðun- arferðir um húsið, litið inn á æfingu á Þéttingu á litla sviðinu en uppi í æfingasal á 4. hæð verður sýning fyrir bömin. Tónlist verður leik- in i forsal en kaffiveitingar verða í matsal á 3. haeð. Húsinu verður lokað kl. 16.00. I Þjóðleikhúsinu hefst opin æfing á bamaleikritinu Búkollu ld. 13.00, laugar- dag á stóra sviðinu. Miðar verða afhentir í miðasölu frá kl. 13.00 í dag, 13. sept- ember, og milli ld. 12.00 og 13.00 á laugardag. Frá ld 15.00 er gestum boðið í skoðunarferð um húsið og þá gefst jafhffamt tækifæri til að iæða við leikhúsfólk- ið. Ymsar uppákomur verða á víð og dreif um húsið og kaffiveitingar í Þjóðleikhúskjallaranum. Húsinu verður lokað kl. 18.00. Hjá Leikfélagi Akur- eyrar verður opið hús ffá kl. 13.00-17.00. Opin æfing verður á Stálblómum kl. 13.00-15.00. Því næst sest Valgeir Skagfjörð við flyg- ilinn í anddyri þar sem leik- arar og gestir fá smjörþef- inn af þeim fjölda sönglaga sem prýða munu jólasöng- leikinn: Tjútt og trega. A sama tíma verður hægt að rölta rnn leikhúsið baksviðs en kaffiveitingar verða á Borgarasal Sarnkomuhúss- ins. Fons Brasser er sjálf- menntaður listamaður. Hann hefur haldið 14 sér- sýningar víða um Evrópu og tekið þátt í rúmlega 40 samsýningum vestan hafs og austan. Hann mun mála myndverk á einn vegginn í Nýlistasafninu við Vatnsstíg og opna sýningu sína þar á morgun kl. 14.00. Þá gefst mönn- um kostur á að sjá hvort hann hefur máiað skratt- ann á vegginn. Þetta er annars hin merkasta farandsýning og hún er skipulögð af Ný- listasafninu undir stjóm Kees Vissers, varafor- manns safnsins. Héðan fer sýningin til Noregs 29. september, þaðan til Dan- merkur en endar í De Beyerd listasafninu í Breda í Hollandi. Blús Lifandi ó barnum tónlíst á leikur KGB . Það eru Blúsbarnum Laugavegi Kristján Guðmundsson, 73, öll k' iröld nema Steingrímur Guðmunds- mánudagaog i þriðiudaga. son og Stef 'án Ingólfs- Súfóban i á föstu- son. son. Kjartan Valdimnrs- leikur Tríó E jörns Tltor- son, Hafþór Guðmunds- oddsen frá kl . 22.00. son og Þc irður Guð- Með Bir ni eru þeir mundsson leika frá Bjarni Sve inbjörnsson kl.23,.00. A laugardagskvöldi og Guðmuti grímsson. tdur Stein- Frum- sýning í kjallara Hlað- varpans Alþýðuleikhúsið frumsýnir á laugardag kl. 20.30 leikritið: Undir- leikur við morð. Sýningin er i kjallara Hlaðvarpans á Vestur- götu 3. Með hlutverk fara Viðar Eggertsson, Hjálm- ar Hjálmarsson, Jórunn Sigurðardóttir, Bryndís Petra Bragadóttir og Þor- steinn Backmann. Miðað við það hvemig gekk á æfingu á miðvikudags- kvöldið lofar þessi sýn- ing góðu. Mynd: Jim Smart. Stiklað á stóru Gönguferðir Vikuleg laugardagsganga Hana nú verður á morgun. Það verður lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10.00 og með fréttatilkynningu Hana nú fylgja þessi spaklegu vísdómsorð: „Nú hallar sumri og hauststemmningin breytir náttúrunni og veðrið getur tekið allar stefnur. Ekkert er betra í slíkum þáttaskilum í náttúrunni en að koma upp úr hálftíu að Fannborg 4 og drekka molakaffi og skiptast á almæltum tíðindum og rölta síðan saman í klukkutíma". Sjálfsagt gildir svipuð speki um gönguferð Úti- vistar kl. 10.30 á sunnudag en þar er boðið upp á dagsferðir um helgina. Þar verður aftur tekið til við Reykjavíkurgönguna sem er laus- tengd raðganga úr Básum til Reykjavíkur, í framhaldi af Þórsmerkurgöngunni. Rólegheitarölt um Höskuldarvelli hefst kl. 13.00. Það er heppileg ganga fyrir fólk með börn og byrjendur í gönguferðum. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Islands verður í Laugalandi í Holtum í dag, í Þorlákshöfn á morgun og í Vestmannaeyjum á sunnudag. Myndlist Gífurleg aðsókn er að sýning- unni:“Úr myndheimi Muggs“ sem nú stendur yfir í Listasafni (s- lands. I tilefni af sýningunni hefur verið gefið út veglegt rit þar sem rakinn er ferill listamannsins og fjallað um þá einstöku mynda- flokka sem eru á sýningunni. Einnig hefur verið gefið út plakat og kort. Sýningin stendur til 3. nóvember næstkom- andi. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12.00-18.00. Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis og kaffistofa safnsins er op- in á sama tíma. Auðveld og góð ostakaka Einn allrabesti eftirréttur sem um getur er ostakaka. Þær eru til i ýmsum útgáfum, bakaðar og óbakaðar, þykkar og þunnar og botnarnir geta verið margskonar. Það er alveg óþarfi að hugsa um allar hitaeiningarnar sem í kð- kunni eru þvi það er briðhoUt að kitla bragðiaukana með smá sæ- tindum stundum. Ostakakan sem hér fer á eftir hefur aldrei misheppnast svo ég viti og hafa þó nokkrir fengið hjá mér uppskriftina sem er stolin og stæld úr amerískri bók sem heitir því fal- lega nafhi „The joy of Cheesecake“. Uppskriffin hljóðar svona: Byijið á að hita ofninn í 175 C. Botn: 1/3 bolli sykur 1 og 1/2 bolli mulið hafrakex (ekki samt alveg i duft) 6 msk. brœtt smjör (ekki smjörliki) Þessu er blandað vel saman og sett í smurt springform og geymt í frysti á meðan kökudeigið sjálft er búið til en í því eru: 3 stór egg 3/4 bolli sykur 500 gr rjómaostur riftnn börkur af litilli sítrónu 1 tappi vanilludropar Þessu er hrært saman, helst með handþeytara eða í hrærivél. Ef þið hafið ekki slík tæki má vel nota pí- skara en þá er mjög áríðandi að ost- urinn hafi verið látinn standa við stofúhita í a.m.k. klukkustund. Þetta á að vera vel blandað. Þessu er hellt yfir botninn og bakað við 175 C undirhita i ca. 50- 55 mín. Tekið út, ofninn stilltur á 225 C og effirfarandi blöndu hellt yfir: Ofaná: 1 dós sýrður ijómi sem í er hrært 2 msk. sykri og 1 tappa af vanilludropum. Þessu er hellt yfir og kakan aftur sett í ofninn í 5 mínútur. Eftir að kakan er bökuð er hún kæld og svo sett f isskáp yfir nótt. Svo er hún skreytt með hveiju sem ykkur finnst hæfa. Ég legg til kivi- sneiðar og/eða jarðarber. Einnig má nota bláber. Að lokum kemur hér smá „leyni- vopn“ sem gott er að beita við bakst- ur og skurð ostakökunnar. Til að fyr- irbyggja að kakan verði þurr er gott að hafa ofnskúffu með smá vatni undir ristinni sem formið stendur á meðan verið er að baka þvi þá eykst rakastigið f ofhinum. Ef kakan er hins vegar dálítið þurr er stundum erfitt að skera hana og þá má nota tannþráð til þess (ekki samt með pip- armyntubragði) þannig fást fallegar sneiðar. M e ð f 1 u g í h ö 1 f ð i n i Ég hét því síðast að koma með alíslenska sjóbirtingsflugu. Sjó- birtingur, þ.e. urriði sem gengur til sjávar, er víða á landinu. Þetta er harðgerður fiskur sem kemst af með furðurýra aðstöðu í fersku vatni. Hann þarf að geta haft að éta þar til hann gengur í fyrsta skipti til sjávar eins og allir vita og eftir það dugar honum að nærast í sjónum. Þetta höfum við áður skoðað. Við vitum líka hvernig möguleikar hans hafa verið skertir með framræslu og ýmsu „sem til framfara horfði“, á sínum tima. Nú eru viðhorfin að breytast hvað þetta varðar. Meira um það síðar. Sjóbirtingsveiði á flugu í skol- uðu vatni er afskaplega spennandi. Ég glfmdi við það í nokkur ár að búa til flugur sem hentuðu til þessa brúks. Auðvitað urðu til margar „tímamótafiugur“ sem mörkuðu „þáttaskil“, og svo aðrar sem jafhvel höfundurinn sjálfur sá að myndu varla nothæfar. Þetta gekk svona upp og ofan. Það var svo f júní '86 að ég sat og hnýtti og ákvað að hnýta straumflugu sem væri öðruvísi en ég hafði áður séð eða hnýtt. Mér þótti árangurinn ekkert merkilegur en stakk þó flugunni í boxið. Um haust- ið varð mér ljóst að flugan þessi var alveg furðulegt veiðitæki fýrir birt- inginn í skoluðu vatni. Ég lýsi því eldcert hér enda eru veiðisögur held- ur Ieiðinlegar. Þess er þó að geta að stundum hefur aflinn verið mikill, jafnvel úr öllu hófi, en það er nú ekki með öllu slæmt. Við .skulum nú lfta á uppskrift- ina: Flæðarmús heitir hún og sam- kvæmt þjóðtrúnni er það kynjamús sem dregur eiganda sínum auðæfi úr sjó. 1. Öngull: Nota skal CS 17 nr. 2- 4- 6. 2. Skott: Einlit blá hár úr ikorna- skotti. 3. Loðrönd: Svört jon af strútsjjöður (herl). 4. Búkur: Aftari hluti er vafinn með silfurlitu tinsel-chenille, fremri hluti með dumbrauðri ull. A þann hluta eru sett gullvöf (Ával x tin- sel). 5. Langskegg: Hvít hár af isbirni eða úr hjartarhala. Saman við þau er blandað svolitlu af silfur Flas- habou. Þetta þarf að ná rétt aftur jyrir beyjuna á önglinum. 6. Vœngur: Fyrst koma dumbrauð hjartarhalahár. Þau eiga að ná jafnlangt skottinu. Síðan koma dumbrauðar fjaðrir sín hvoru megin, og yst koma tvœr grábekkj- óttar (Grizzly) líka sín hvoru meg- in. Fjaðrirnar þurfa að ná aðeins lengra en skottið. 7. Haus er svartur, með rauðu auga, með gulum punkti i. Ekki verður sagt að þessi fiuga sé auðveld. Mér hefur löngum þótt erfitt að láta vænginn fara vel. Ef fjaðrimar vilja snúast, reynið þá að láta tvinnann grípa örlítið inn á fan- imar. Það heldur betur. C 80 i— n O CO tO CD -O GD Q_ NÝTT HELGARBLAÐ 1 7 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.