Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 6
F e r ð a I ö g Kaupmannahöfn Rólegri, minni og mæddari Þekktasta knæpan i Kaupmannahöfn i hugum landans er Hviids Vinstue á Kóngsins nýja torgi. Mynd. GPM Leið íslendinga á erlenda grund lá yfirleitt fýrst til Kaupmannahafn- ar, síðan annað. Nú er landinn orðinn svo heimsvanur að borgin er farin að líkjast þorpi G. Pétur Matthíasson skrifar Eitthvað var öðruvísi. Þetta var ekki sú Kaupmannahöfn sem ég hafði kynnst fyrst fyrir rúmum ára- tug. Það var einsog borgin væri minni, rólegri og jafnvel sorg- mæddari en áður. Eða hvað? Var það ef til vill ég sem hafði breyst - elst? Má vera, að minnsta kosti jánkar vigtin því þegar ég stíg á hana. Það var þó deginum ljósara, i heimsókn tií Kaupmannahafnar nú í sumar, að Dantr hafa í engu gleymt hvemig á að hafa það huggulegt. Þeir kunna enn að vakna snemma á morgnana og færa afmælisbaminu Gammel dansk, rúnnstykki með osti og kaffi með gjöfúnum. Þeir kunna enn að gefa sér góðan tíma til að borða frúkost í hádeginu, rúgbrauð með síld eða steiktri rauðsprettu, lifrarkæfú og allt annað sem tilheyr- ir dönsku hádegisverðarborði - snafs og Hof eða Grön með. Jafhvel buff tartar kemur til greina á bestu stöðunum. Og Danimir kunna enn að setjast niður í Tívolí og fá sér að borða vel og lengi áður en horft er á flugeldasýninguna og hlustað á djassinn. Þetta hafði ekki breyst en Strikið snemma á föstudagsmorgni var fúllt af vörubílum og hálftómt af ferða- mönnum. Það breyttist náttúrlega þegar leið á daginn en samt - sjarmi Striksins er horflnn. Ekki vegna þess að klámbúllumar em horfnar, því þær höfðu aldrei neitt við sig. En einhvem veginn er Strikið orðið bara enn ein verslunargatan í enn einni borginni. Ef til yill er mér farið líkt og mörgum Islendingnum; ég hef farið víða og þegar komið er til Kaup- mannahafnar er það helst einsog að koma heim til eigin lands. Þannig að hinni endalausu nýjungagimi er ekki svalað, en í staðinn slappar maður af. Einhvem veginn minnist ég þess að það hafi verið líf og fjör í Kaup- mannahöfn allt kvöldið og alla lið- langa nóttina, hvort sem um var að ræða virkan dag eða helgan. Þetta hefur breyst. Kráarölt á fimmtu- dagskvöldi var einfaldlega yfirmáta rólegt. Sumir staðimir vom hrein- lega mannlausir þótt klukkan væri ekki enn orðin tólf á miðnætti. En mér sögðu fróðir menn að meira væri um að vera um helgar. Það er þó vel þess virði að þræða einsog eina af þeim kráaröltsleiðum sem lýst er hér á síðunni. Því hvað sem öðru líður þá skipar Kaup- mannahöfn ákveðinn sess í hugum íslendinga. Hefúr alltaf gert það og mun alltaf gera það. Borgin er bara ekki lengur stórborg í hugum ferða- vanra íslendinga. En hún er að vissu marki okkar borg líka og það er nauðsynlegt fyrir mörlandann sem hefúr gaman af að ferðast að heimsækja Kaupmannahöfn. Svo er hvergi jafn huggulegt og í Kaup- mannahöfh að slarka á milli öldur- húsa og enda klukkan fimm um morgun á stað sem er að opna með ilmandi, nýbökuð rúnnstykki, ijúk- andi sterkt kaffi og Gammel dansk með til að taka úr manni hrollinn. kráa- rölts leiöir f Kaupmannahöfn er hægt að drekka allan sólar- hringinn, eöa réttara sagt - f dönskum skilningi - þá er hægt að hafa það huggulegt 124 tíma á sólarhring í höf- uðborginni. Oft er talað um Kaupmannhöfn sem minnstu stórborg hnattarins. Hún er þó svo sannarlega ekki minnst af því, að í hennl sé minnst af krám, öldurhús- um eöa næturklúbbum. Þvert á móti. En fyrir hinn hyggna feröa- mann, eða þann feröamann sem þarf að skipuleggja allt út í ystu æsar, er skynsamlegt að velja sér eina ákveðna kráa- röltsleið á kvöldi. Það er heilla- vænlegast þegar tíminn er naumur og krárnar margar. Danir sjálfir kalla þessar leiðir .Dödsruter" eða dauöaleiðir. En allir vita að Islendingar þurfa ekki að drekka þangað til að þeir drepast áfengisdauða. Að minnsta kosti er nauðsyn- legt að hjara til klukkan fimm um morgun, þvi þá opna stað- irnir sem bjóða upp á Gammel dansk, rúnnstykki með osti og Iskaldan danskan bjór - I þessari röð. Fyrsta drykkjuleið Þetta er upprunalega drykkjuleiöin, samansett af Jan Steige, blaöamanni á Politiken. Leiðin liggur um bakgötur Striksins og i kringum Kóngs- ins nýja torg. Þessi leið hentar best þeim sem eru a besta aldri. 1 Bo Bi Bar, Klareboderne 14. Lokar kl. 01. Þetta er fasta- staður bókmenntaspekúlant- anna. 2 Hos Fru Lind (Café Rex), Pilestræde 5. Lokar kl. 01. Hér hittast einkum og sér- ilagi blaöa- og listamenn. 3 Café Victor, Nycfsterga- de 8. Opið til kl. 02. Her hittast þeir sem að jafnaði stunda drykkjuleiö eitt og hinir ungu og hipp. 4 Andys Bar, Gothersgade 33 B. Lokar kl. 05. Hér er mest um fastagesti - þá sem mæta snemma og nenna ekki aö feta neina drykkjuleið. 5 Restaurant Vita, St. Kongensgade 25. Opiö til kl. 05. Hér er hægt að fá gott að borða gerist maður svangur um miðja nótt. 6 Restaurant Brönnum, á horninu á Kóngsins nýja torgi og Tordenskjoldsgade. Hérer líka opið til kl. 05 og eldhúsiö til hálffjögur. Hér koma saman allar tegundir nátthrafna. 7 CafeOresund, Nyhavn 3. Hér opnar staöurinn kl. 05. Þeir sem enn eru I fullu fjöri fá sér morgunmat og jafnvel líka hádegismat og að sjálfsögðu Gammel dansk með. Önnur drykkjuleið Leið tvö er á sömu slóð- um og eitt og þar mé tilbiðja fleiri staði á hornunum við Strikið og Kóngsins nýja torg. 8 Skindbuksen, Lille Kong- ensgade 4. Veitingar og vín til kl. 01. Hér er mikið af fastgest- um og öðru góðu fólki. 9 Hviids Vinstue, Kóngs- ins nýja torgi 19. Lokar kl. 01. Hingaö sækja (slendingar mik- ið og hafa gert alla tlð síöan Jónas Hallgrímsson sat þar og drakk þangað til hann datt I stiganum heima hjá sér. Hér eru fastagestir og leikhúsgestir eftir sýningar. 10 La Brasserie, Kóngs- ins nýja torgi 34. Lokar kl. 02. Hér er mikið um bæði pent og smart fólk. 11 Victor’s Garage Brass- erie, Hovedvagtsgade 8. Hér lokar kl. 02. Liöið sem sækir þennan stað er nokkru yngra en á númer 10. 12 Café Dan Turell, Store Regnegade 3-5. Opið til kl. 02. Þetta er lítill staður með mikið af frönsku andrúmslofti, staður fyrir alla á aldrinum 20-40 ára. 13 Wessels Kro, Svær- tegade 7. Hér er opið til kl. 05 og hingað sækir mikið til sama fólkið - danskir fastagestir. 14 Pilegárden, Pilestræde 44. Opið til 05. Hingaö koma llka mikið fastagestir. 15 Café Heering, Pi- lestræde 19-25. Opið til kl 02, nema hvað um helgar er opið til kl. 05. Hingað sækir ungt fólk I leit að næturmáltíð. Þriðja drykkjuleið Þessi leið liggur í öfuga étt við hinar, fyrir norðan Strikið I étt til Réðhússtorgsins. 16 Scott, Grábræðratorgi 15. Hér lokar kl. 01. Fólk sem hangir fram eftir yfir kvöld- matnum, fastagestir og þeir sem eiga leiö um, sækja þenn- an stað. 17 Det Lille Apotek, Store Kannikestræde 15. Lokar kl. 02. Mikið af námsmönnum og öðru ungu fólki sækir Litiu lyfjabúðina. 18 Universitetscafeen, Fi- olstræde 2. Opið til kl. 05. Þétt- fullur staður af ungu fólki skál- andi f Gammel dansk. 19 Café Monten, Nönega- de 41. Opið til kl. 04. Hérfinn- ast þeir se.o sækja mikið jass- staðinn Montmartre. 20 Cicero Bar, Skinderga- de 43. Opiö til u.þ.b. 09. Diskó- tek fyrir þá sem endast. Fjórða drykkjuleið Þessi leið liggur fyrir sunnan Strikið og flest öldurhúsanna eru mest sótt af fastagestum, sem gerirþau ekkert verri. 21 Laurits Betjent/Café Royal, Ved Stranden 16. Opið til kl. 05. Ungir og enn yngri fastagestir. Þetta er staður sem á rlka sögulega hefð að baki. 22 Christian Firtal, Höjbro Plads 3. Lokar kl. 01. Fasta- gestir og þeir sem eiga leið um, klkja inn og fá sé Guld Tu- borg og Gammel dansk. 23 Café Sorgenfri, Bro- læggerstræde 8. Hér lokar kl. 02. Búlla fastasgestanna og þeima áhyggjulausu. 24 Galathea Kroen, Rádhusstræde 9. Lokar kl. 02. Hér svlfa hefðirnar yfir vötnun- um. 25 Puk, Vandkunsten 8. Opið til kl. 05, en eldhúsið lok- ar kl. 04. Þetta er þægilegur staður með rauðköflóttum dúk- um og þjónustu á borðin. 26 Neezers Dancing Place, Löngangsstræde 39. Opiö til kl. 05 með tilheyrandi jassmúsfk og sveiflu. NÝTT HELGARBLAÐ 6 FÖSTUDAGUR 13 SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.