Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 2
xO (0 ö) o ö) o ö) 0 H - Hver ertu? - Sigurður heiti ég Hró- arsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavikur. - Hvað ertu að gera? - Ég er að hleypa nýju leikári af stokkunum. Það hefst með Dúfnaveislu sem verður frumsýnd fostudag- inn 20. september. í byijun október fer af stað nýtt Ieikrit eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson á litla sviðinu. Það heitir Þétting. Um næstu mánaðamót verður rússneska leikritið: A ég hvergi heima tekið til sýn- aftur. Það var fhún- miðjan maí í lok október kem- ur svo leikrit eftir Bjöm Th. Bjömsson. Það heitir Ljón í síð- buxum. - Hvernig mann- eskja ertu Sigurður? - Ég er afskaplega ffek- ur en læt lítið á því bera. - Hvað er það besta sem fyrir þig gœti komið? - Ætli það sé ekki að konan mín haldi áffam að vilja sjá mig. - Hver er besti leik- ritahöjundur í heimi? - Eg er svo klassískur og gamaldags að ég held að hann heiti William Shakespeare. - Hvað heitir leiðin- legasta leikrit sem þú hefur séð? - Ef ég sé mjög leið- inleg leiknt reyni ég að gleyma því jafnóðum hvað þau heita og það tekst. - Eiga Íslendingar að leggja íslenskuna niður og gera ensku að þjóðtungu? - Ég myndi fyrr leggja til að við gengjum öll í sjó- inn. - Hvað er yndislegt í fari kvenna og hvað við- bjóðslegt? - Það er flest yndislegt í fari kvenna. - Hvað er kynœsandi? - Það er kynæsandi að vera ástfanginn. - Hvemig er fullkominn karlmaður? - Hann er í besta falli til á prenti. - Ertu mjúkur maður? - Þegar ég vil að sú hlið snúi _að fólki þá er ég mjúk- ur. Ég tel mig kunna það hlutverk. - Trúirðu á annað líf? - Ég trúi á önnur líf en mest á þetta. - Hvaða önnur líf? - Ég trúi kannski engu en ég afheita heldur engu. Mín vegna getur verið ann- að og fjölbreytilegt líf, bæði á þessari jörð og öðr- um. - Eru stjörnumerkin mikilvæg? - Ég held ekki að þau séu alvitlaus. - Trúirðu svolítið á þau? - Nei, ég trúi ekki á þau en ég sver ekki fyrir að eitt- hvað sé til í þeim vísind- um. - í hvaða stjömumerki ertu? - Ég er naut. - Ertu með einhverja kompleksa? - Það hlýto að vera. Ég veit bara eldd hvaða dæmi ég ætti að taka. - Hvað er að vera synd- ugur? - Ég held að menn hafi glettilega mikið ffelsi til að ákveða sínar syndir þannig að hver og einn verður að ákveða hvað honum finnst syndsamlegt. - Hvað er það Ijótasta sem þú hefur gert? - Ég hef ekki alltaf sagt satt. Það er ljótt. - Hefurðu virkilega aldrei gert neitt Ijótara en að skrökva? - EVfci sem ég vil segja ffá. - Hvað þykir þér vœnst um? - Þá sem næst mér standa. Það eru unnusta mín, dóttir mín og móðir, konumar í lífi mínu. - Dáirðu einhverja sögupersónu? - Já, fjölmargar. Ég treysti mér ekki til að velja neina sérstaka en Njáll og Ólafúr Kárason eru mér kærir. - Áttu þér mottó? - Nei. Ég er of opinn til þess. - Hvernig halda vinir þinir að þú sért? - Þeir halda að ég sé þtjóskur, eigingjarn og vilji helst vera- út af fyrir mig. - Er það rétt hjá þeim? - Já, þeir fara ansi nærri um það. -kj Gyðingurinn gangandi í FÍM-salnum er Myriam Bat- Yosef eða María Jósefsdóttir að sýna myndverk og myndbönd. Sýn- ing hennar er opin daglega kl. 14.00- 18.00 þangað til 23. septem- ber. Hún var beðin að útskýra það til að byrja með hvers vegna hún héti tveimur nöfrium. - Ég er ffá Israel, sagði María. - Þegar ég gerðist íslenskur rikisborg- ari þurfti ég að skipta um nafn og María Jósefsdóttir er bein þýöing. Myriam er sama nafnið og María og bat þýðir dóttir. - Fannst þer slæmt að þurfa að skipta um nafn? - Alls ekki. Mér fannst þetta ágæt aðferð við að taka útlcndinga inn í samfélagið. Ef nafnið er ís- lenskt verður síður vart við að um útlending sé að ræða. Þetta er eins og í hemum þar sem allir ganga í einkennisbúningi og maður veit ekki hver er ríkur og hver fátækur. Ég miða þetta við herinn vegna þess að þegar ég var ung var ég í ísraelska hemum. Þar hafði þctta góð áhrif á mig vegna þess að í skólanum fór það ekki framhjá manni hveijir áttu peninga til þess að kaupa fin föt. í hemum skipti auðurinn engu máli. Þar var spurt um annað. - Hvar í ísrael áttirðu heima? - Ég ólst upp í Tel Aviv og fór til Parísar í listnám árið 1962. Þar settist ég að þangað til eftir sex daga striðið 1967. Þá hélt ég að yrði ffið- ur og Jerúsalem yrði alþjóðleg borg með trúfrelsi. Þess vegna sagði ég ffá mér öllum réttindum í París og fór til baka. Fljótlega komst ég hins vegar að því að þetta er rasistaríki og engin von til þess að í Jerúsalem ríki alþjóðleg viðhorf. Á þessum litla stað beijast allir útaf þjóðemi sínu. Þess vegna sneri ég aftur til Parísar og gaf ísraelskan ríkisborg- ararétt minn upp á bátinn. Ég er ósátt við það sem er að gerast í Isra- el. Arabar drápu föður minn þegar ég var fimm ára en ég er ekki zíon- isti. Zíonisminn er ekki rétta svarið við vandamálum gyðinga. Það gildir einu þó að við lifum tíma þar sem allir virðast vera að berjast fyrir sér- kennum sínum. Þá á ég til dæmis við allar sovésku þjóðimar, foreldrar mínir vom einmitt ffá Litháen. Gyðingar verða auðvitað ein- h vers staðar að búa og ísrael verður að standa, en mér líkar ekki hvemig þar er tekið á málum. - Hvað viltu segja mér um list- ina? - Mamma vildi að ég færi í list- nám. Hún haföi ætlað að gera það sjálf en gat ekki. Ég byijaði í lista- skóla þegar ég var tíu ára. Ég fór til Parísar 1962 eins og ég var búin að segja þér og effir nokkurra ára nám þar fór ég til Flórens og hugðist nema þar í eitt ár og ferðast síðan um Ítalíu. Þar kynntist ég Erró og það gjörbreytti lífi mínu. - Bjóstu lengi á íslandi? - Ég kom til íslands 1965 og bjó hér með Erró í eitt ár og vann í súkkulaðigerðinni Freyju. Á þeim tíma vom engar vélar til að pakka súkkulaðinu. Það var allt gert i höndunum. Konumar sátu beggja megin við löng borð og pökkuðu og töluðu stanslaust allan daginn og þannig lærði ég islensku. - Hvaða áhrif hefur það haft á þig að vera svona víðföml? - Ég er gyðingurinn gangandi. Hvað hugsun varðar er ég heims- borgari og hef vegabréf sem slíkur. Hann er því miður ekki viðurkennd- María Jósefsdóttir á sýningu sinni i FÍM-salnum við Garðastrœti. Mynd. Jim Smart. ur alls staðar svo að ég þarf iðulega vegabréfsáritun. - Hefúr það mikil áhrif á list þína að þú ert kona? - Já, mjög mikil. Listin, eða rétt- ara sagt listaverkið, er kynlaust. Hins vegar nálgast karlar og konur í d a g S k ú m u r 13. september er föstudagur. 256. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.43 - sólarlag kl. 20.03. Viðburðir Albanía gengur úr Var- sjárbandalaginu 1968. Þarna fer fulltrúinn á um- hverfisvarnarmálaskrifstof- unni hans Eiðs. Hann sér \J| um að flokka allar óþægileg- ar skýrslur l^varðandi meng- un hersins... /> 1-7 •og flytja þær beint upp i Sorpu. listina á mjög ólíkan hátt. Það er rétt eins og ástin sem karlar og konur skynja á mjög ólíkan hátt. I mínum listaverkum er ég að fást við það sem býr innra með mér. Þessi myndverk afhjúpa mig ef aug- að sem á þau horfir er skarpt. í þeim geturðu séð þær tilfinmngar sem bærast innra með mér. - Það er mikið af skærum, glað- legum litum i verkunum þínum. Hvemig stendur á því? - Litagleðin held ég að komi að austan. Það eru áhrif bemskunnar. Móðir mín var rússnesk og í rúss- neskri alþýðulist em skærir litir al- gengir. Mig hefúr alltaf dreymt um að listaverkin mín næðu til alþýðunnar. Ekki bara til lærðra háskólamanna. - Er listin að verða of heimspeki- leg? , - Á Vesturlöndum er það þann- ig. Þar er þörfin á útskýringum orðin of mikil. I austri er listin miklu ffek- ar fólgin í viðhorfi til lífsins. -kj NÝTT HELGARBLAÐ 2 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.