Þjóðviljinn - 17.09.1991, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 17.09.1991, Qupperneq 5
Fkéthr Úr Lampanum eftir Regis Obadia og Joelle Bouvier. Mynd: Jean Marc Naudin. Myndbönd í Norræna húsinu Dans í víðtækustu merkingu þess orðs er viðfangsefni myndbanda sem verða sýnd i Norræna húsinu dagana 17.-22. september. Þessi myndbandahátíð hefur fengið yfirskriftina: „Dancin’ visu- als 1991“. Sýnd verða 30 ný myndbönd og þó að dansinn tengi þau og sé leiðandi viðfangsefni þá segja aðstandendur hátíðarinnar að hann sé fléttaður saman við leik- ræna tjáningu, sviðsetningu og myndbandatækni. „Video Galleriet“ eða Mynd- bandasafnið í Kaupmannahöfn á frumkvæðið að þessari mynd- bandasýningu, en þetta er norræn farandsýning. Frá Islandi verður farið með hana til Svíþjóðar, Finn- lands og Noregs og svo að lokum til Danmerkur afhir. Fyrir utan þá evrópsku lista- menn sem eiga myndbönd á sýn- ingunni gefst áhorfendum tækifæri til að kynna sér verk Bandarikja- mannsins Charles Atlas. Hann hef- ur fengist við myndbandadans í meira en tvo áratugi og má teljast með brautryðjendum á því sviði, segir í fféttatilkynningu frá for- stöðumönnum. Fjórtán af verkum Charles At- las frá árunum 1975-1990 verða sýnd í Norræna húsinu. I þeim má sjá þróun listgreinarinnar og myndböndin i Norræna húsinu sýna auk þess hvemig fjölmargir dansarar og danshöfundar vinna með mynd og hreyfmgu. -kj Lausaganga búfjár verði bönnuð í landnámi Ingólfs Aðalfundur Skógræktarfé- iags Islands, sem haldinn var á Höfn í síðustu viku, ítrekaði fyrri samþykktir um nauðsyn þess að afnema lausa- göngu búfjár innan þess svæðis sem kallað hefur verið „land- nám Ingólfs“. I ályktun fundarins segir að sérstaklega sé mikilvægt að girða af og friða fyrir lausagöngu búfjár svæðið á Reykjanesskaga sem liggur utan línu frá Krísuvíkur- bjargi um Kleifarvatn í girðingu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Undirhlíðum. Einkum er því beint til þeirra sveitarfélaga sem enn hafa ekki bannað lausagöngu bú- fjár,,að það verði gert hið fyrsta. í greinargerð með ályktuninni er bent á að gróðureyðing eigi sér stað á vissum, svæðum í Gull- bringusýslu og Amessýslu og mik- ilvægt sé að stöðva hana. Land- græðslan og landbúnaðarráðuneyt- íð hafi gert lilraunir til að friða svæðið og haldið fúndi með sveit- arstjómum og bændum. Það starf hafi þó ekki skilað þeim árangri sem að var stefht. Andstaða hafi verið á meðal bænda á svæðinu og sveitarstjómir Grindavíkur og Vatnsleysustrandar hafi ekki treyst sér til að setja reglur um vörslu- skyidu búfjár og beinir fúndurinn |>vi til þeirra að þær taki á sig rögg 1 þessu máli. Aðalfundurinn fjallaði einnig ítarlega um árangur Landgræðslu- skógaátaksins 1990 og kom ffam að um 90% af Jieim 1,2 miljónum plantna sem þá voru gróðursettar lifðu og er Jiað frábær árangur í al- mennri skogrækt. Skógrækt rikis- ins gefúr kost á einni miljón trjá- plantna til gróðursetnirjgar í Land- græðsluskóga 1992. 1 samþykkt sem gerð var á fundinum var þeim eindregnu tilmælum beint til stjómvalda að stuðla að því að áhugafólki um landgræðslu og skógrækt verði veittur greiður að- gangur að löndum í rikiseign til ræktunar og umhverfisfegrunar. Þá er hvatt til þess að Landgræðslu- skógaátakinu verði veittur ríflegur styrkur úr ríkissjóði en slikt fram- lag hefúr ekki fengist ennþá. -vd. Fleiri leita til Kvennaathvarfsins en nokkum tíma áður Það hafa fleiri konur en nokkurn tímann áður leitað tíl Kvennaathvarfsins og stefnir í að þær verði um 200 talsins á þessu ári. Aðstandendur Kvennaathvarfsins eru nú bjartsýnni en áður á að þeim takist að ná, endum saman í rekstri, en við blasir að þörf er á stærra húsnæði. Ákveðnar bæjarstjórnir ætluðu að skerða framlög sín í ár, en þær ákvarðanir eru nú í endurskoðun, að sögn Þorbjargar Valdimarsdóttur starfskonu Kvennaathvarfsins. Síðastliðið vor kom upp sú hugmynd að minnast 10 ára af- mælis athvarfsins með gerð mynd- bands um ofbeldi á eiginkonum og hafa Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir og Kjartan Ragnarsson nú lokið við gerð handrits að mynd- inni. Gerð hennar er í höndum kvikmyndafélagsins Nýja bíó og er það nu að leita eftir fjárstyrkjum, m.a. hjá norrænum sjóðum. Ef þeir fást yrði myndbandið textað og dreifl á Norðurlöndum. Þorbjörg segir ástæðuna fyrir ví að æ fleiri Teita til Kvennaat- varfsins ekki fúllljósa, en ólíklegt sé að það sé vegna aukins ofbeldis. „Það getur venð að það sé vegna þess að umræðan er opnari, við sendum meira frá okkur, og prestar og annað fagfólk úti um landið er farið að taka betur við sér,“ segir hún. Þess má geta að Kvennaat- hvarfið hefúr nú eignast sinn fyrsta fúlltrúa á landsbyggðinni, en það er fyrrum vaktkona athyarfsins sem mun setjast að á ísafirði. Stefnt er að því að Kvennaathvarf- ið eigi fúlltrúa um allt land sem verði tengiliðir og ráðgjafar fyrir konur úti á landi. -vd. Hlíf sakar Karl Steinar um meiðandi ummæli S stjórnarfundi í Verka- mannafélaginu Hlíf er haldinn var sl. fimmtu- dag var ummælum Karls Steinars Guðnasonar, varaformanns Verkapiannasam- bands íslands (VMSI) er hann viðhafði í Ríkisútvarpinu 9. sept- ember sl., mótmælt harðlega. í ályktun sem stjóm Hlífar sendi fra sér vegna þessa, segir að þegar Karl Steinar var inntur eftir tillöguflutningi Bjöms Grétars Sveinssonar á, fúndi ffamkvæmda- stjómar VMSI í Borgamesi daginn áður hafi Karl Steinar í sjálfshælnu svari sínu ráðist að ósekju á fyrr- verandi formenn Verkamannasam- bandsins. Þau orð sem stjóm Hlífar setur út á vom eftirfarandi: „Við Guð- mundur J. höfúm verið i forystu Verkamannasambandsins í áraraðir og haft samráð og samvinnu um öll svona mál, reynt að halda Verka- mannasambandinu ofar svona rottugangi og tekist að skapa Verkamannasambandinu virðingu með því. Þessar aðferðir eru að fara marga áratugi aftur í tímann.“ Stjóm Hlífar segir að þessi um- mæli Karls Steinars verði ekki túlkuð á annan veg en ásakanir um lágkúruleg vinnubrögð forustu- manna verkafólks hér a árum áður. Stjóm Hlífar ítrekar síðan mótmæli sín á fyrrgreindum ummælum Karls Steinars Guðnasonar og krefst þess að hann geri nánan grein fyrir þeim, þannig að mann- orð og minning ýmissa af mætustu forystumönnum Verkamannasam- bandsins verði ekki atað óhreinind- um. -sþ Atriði úr Sprengdri hljóöhimnu vinstra megin. Sprengd hljóöhimna vinstra megin Alþýðulcikhúsið og Þjóð- leikhúsið verða með sam- vinnusýningu á leikriti eftir Magnús Pálsson á Litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 20.30. Leikritið nefnist: „Sprengd hljóðhimna vinstra megin“. Það gerist aðallega á greifasetri þar sem fram fara átök vegna ástamála greifadótturinnar og einkabílstjóra fjölskyldunnar. Samtimis því sem frain fer á greifasetrinu eru atburð- ir á öðrum stöðum, tíma og tilver- ustigi. Höfúndur leikritsins, Magnús Pálsson, er einnig myndlistarmað- ur og skilgreinir verk sín gjaman sem „raddskúlptúra". Þetta verk Ijans er mjög óvenjulegt að formi. Áhorfandinn er staddur mitt á meðal leikenda, í raddskúlptúr sem er sambland af talaðri tónlist, ljóði og mynd. Honum er sífellt komið á óvart og það er nóg að gera við að fylgjast með öllu pví sem fram fer. Leikendur koma ýmist fram sem einstaklingar eða kór og skipta stöðugt um gervi. Þeir hlaupa, hoppa, dansa, ^kríða og veltast um leikrýmið. I fréttatil- kynningu Þjóðleikhússins segir að verkið sé nokkurs konar blanda af gleðileik oj> talaðri óperettu. Leikstjom er í höndum Magn- úsar Pálssonar og Þórunnar S. Þor- grímsdóttur, en María Kristjáns- dóttir er ráðgjafi þeirra. Þórunn S. Þorgrímsdóttir sér um leikmynd og búninga, en Sveinn Benediktsson um lýsingu. Leikendur em söngv- arinn John Speight, Amar Jónsson, Edda Amhótsdottir, Guðný Helga- dóttir, Guorún S. Gísladóttir, Knst- björg Kjeld og Stefán Jónsson. Vegna anna verða aðeins 7 sýningar á verkinu og mun þeim ljúka 29. september. - kj Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Þriðjuudagur 17. september 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.