Þjóðviljinn - 20.09.1991, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Qupperneq 7
Halldór Baldursson: Úr „Númer 9" Helgarvagg SKRIIII I dag er Helgarvaggið til- einkað teiknimyndasögu- blaðinu GISP! „Ég hélt að þetta væri rokk- síða," hugsar þú eflaust hissa, og jújú; þetta er rokksíða, en teiknimynda- sögur eru líka rokk og ról. Góðar teiknimyndasögur geta þjónað sama tilgangi og góð rokk- tónlist: að hræra upp (, vekja til um- hugsunar og síðast en ekki síst að skemmta. GISP! er eina teiknimyndasögublað- ið á íslandi. Hliðstæður blaðsins I útlandinu eru t.d. blöðin Weirdo, Blab! og Raw í Bandaríkjunum, Flui- de Glacial og A Suivre í Frakklandi og El Vibora og Makoki á Spáni. Það eru sex listamenn sem mynda ritstjóra GISP! og eiga megnið af efni blaðsins. Þeir heita Ólafur Engil- bertsson, Þórarinn Leifs- son, Bjarni Hinriksson, Jó- hann Torfason, Þorri Hringsson og Halldór Bald- ursson. Fyrstu tvö tölublöð- in af GISP! komu út í fyrra og fyrir stuttu kom út þriðja tölublaðið. í tilefni af því svöruðu Þorri og Halldór brennandi spumingum Helgaravaggsins. - Hver er uppruni GISP!? „Fjórir af okkur voru í sama árganginum í MHÍ og þar lá það alltaf í loftinu hjá okkkur að gefa út teiknimyndasögublað. Olafur lærði i Barcelona og Bjami hafði verið i sérstökum teiknimynda- söguskóla í Frakklandi, þeim eina í heiminum. Einhvemveginn þró- uðust málin þannig að það var stofnað félag um GISP!, og þessi BANGBANG... hópur, GISP!- bræður, varð til.“ - Hver var ástœðan fyrir GISP!? „Okkur dauðlangaði að gera teiknimyndasögur. Þar sem eng- inn bauð okkur fúlgur fyrir að gera stórar og feitar teiknimynda- sögur var eina ráðið að gera þetta sjálfir.11 - Hvert er hlutverk GISP!? „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að halda út og sjá hvort einhverjir aðrir höfundar bætist ekki við. A meðan fólk kaupir blaðið ótilneytt getum við, og viljum við, bæta okkur. Með GISP! opnast okkur möguleiki á að þróa stílinn og gefa öðrum kost á að spreyta sig á þessu list- formi. Við hvetjum alla til að senda okkur efni. í nýjasta blað- inu emm við t.d. með verðlauna- samkeppni, þar sem fólk getur teiknað sögu eftir handriti Þor- valdar Þorsteinssonar. Verðlaunin em stórglæsileg. Við höfum Hka uppi ákveðnar hugmyndir um að koma up „hetjuþjónustu GISP!“. Þar gefst þekktum jafnt sem óþekktum einstaklingum tækifæri á að kaupa hlutverk í teikni- myndasögu. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir fólk á uppleið til að vekja athygli á sér,“ segja Þorri og Halldór hlæjandi og bíta í saltstengur. Stefnt að skrípó - Nú eruð þið myndlistarmenn fremur en rithöfundar, og i teikni- myndum þarf höfundurinn helst að vera bceði og. Er nóg kjöt á GlSP.'-beinunum eða ætliði að fá rithöfunda til að semja sögurnar fyrir ykkur? „Já, við komum inn í þetta sem myndlistarmenn eins og sést mætavel á sögunum. Við höfum þó trú á því, að við forum batn- andi sem rithöfundar. Þetta verð- ur að koma innan frá. Ef rithöf- undar eða aðrir hafa áhuga á að sjá sögu eflir sig í GISP! en geta ekki teiknað, þá er þeim auðvitað velkomið að senda okkur efni. En ef við gemm ekki teiknimynda- sögur eins og við viljum hafa þær þá gerir það enginn. Blaðið hefur kannski verið óþarflega hátíðlegt hingað til, en það er stöðugt að færast niðrá „lægra“ plan. Fyrsta tölublaðið var t.d. eina tölublaðið sem fékk myndlistargagnrýni í að en hráefni fyrir Roy Lichten- stein til að vinna úr. Það að teiknimyndsagan sé eitthvað sem er skemmtilegt að lesa, er hugsun sem ekki er til í hugum fjölda fólks. Við sendum 100 áskriftar- tilboð til myndlistarmanna og viðbrögðin voru akkúrat engin. Af síðasta blaði seldust jafnmörg eintök í Listasafni íslands og í Staðarskóla, svo það er augljóst að GISP! er þverpólitískt blað!“ Jóhann Torfason: blöðunum. Vonandi náum við einhvemtímann þeirri fullkomnun að vera hreint og klárt skrípó. Gamla klisjan stendur þó vel fyrir sínu: markmiðin em jafn mörg og meðlimimir.“ — Er farið að snobba fyrir teiknimyndasögum á Islandi eins og sumstaðar erlendis? „Nei. Flestir geta ekki með- tekið teiknimyndasögur sem ann- — Hvað hefur teiknimynda- formið fram yfir aðra listmiðla? „Bjarni var einu sinni með voðalega gáfulegt svar við þessu: Þegar þú sérð mynd þá höfðarðu til annars heilahvolfsins, en þegar þú lest þá höfðarðu til hins. Myndasögur höfða því til beggja. Nú skal ekki segja hvort þetta sé vísindalega sannað, en það væri gott ef svo væri. Annars hafa allir Bjami Hinriks- son: „Evrópa eldist" GlSPi miðlar sína kosti og sín einkenni. Það er allavega ódýrara að gera teiknimyndasögu en kvikmynd, en áhrifin geta verið hin sömu,“ segja Halldór og Þorri og súpa kaffi. íslandi allt, eða... - Hver er saga islenskra teiknimyndasagna ? „Hún er mjög stutt á veg kom- in. Sigga Vigga og Sigmundur eru meira í skrítlu:stílnum, en „Bandormur“ eftir Ómar Stefán- son og Óskar Thorarensen er fyrsta islenska teiknimyndasögu- blaðið. GISP! er því fyrsta ís- lenska teiknimyndasögublaðið sem er ekki fyrsta íslenska teikni- myndasögublaðið! Við erum ekki fyrstir, en við emm vel aðrir! - Eru mikil islensk áhrif í GISP!? „Að því leyti er GISP! is- lenskt í sér, að flestar sögurnar gerast á Islandi og fjalla um jafn rammíslensk efni og handbolta og haglabyssur í sjónvarpsleikritum. Myndlistarmenn tala einatt um einföldu áhrifin í myndlist- inni; víðáttuna og gráu litina. Þetta skilar sér ekki í mynda- sögunum. Við lifum í sama heimi og þeir sem eru að teikna í út- löndum, og það sem við lesum hefur miklu meiri áhrif en fjöllin og fimindin. Þegar heimurinn er allur að skreppa saman má fara að velta fyrir sér þjóðlegum áhrifum. Er kvikmynd orðin islensk ef hún tekur mynd af Gullfossi og Geysi? Ef ég yrki ljóð og segi Esja og Ingólfur Arnarson, er ljóðið þá orðið íslenskt? Ef ég yrki ljóð í útlöndum á íslensku er það þá orðið útlenskt? Þessi séríslenska víðáttulist er voðaleg sunnudagslist. Hún blasir við útum rúðurnar á japönsku smábílunum. Það væri voðalega falskt fyrir okkur, svona alfslenska gaura, að vera að rembast, eitthvað við að vera íslenskir. Islensku áhrifin koma bara inn ef þau koma,“ segja Þorri og Halldór að lokum og sýna mér stoltir Tinna-safnið sitt. NÝTT HELGARBLAÐ 7 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.