Þjóðviljinn - 20.09.1991, Side 10

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Side 10
Börn sem missa ástvin œttu að fá að vera við jarðarfarir ogfá að fara út i kirkjugarð, segja sálfrœðingar sem hafa fjallað um börn og sorgarviðbrögð. Sviðsett mynd: Jim Smart. Guðftnna Eydal sálfrœðingur: „ Börn upplifa sorg mjög sterkt, og hinir fullorðnu þurfa að hjálpa þeim að vinna úr tilfinn- ingum sínum. “ Mynd: Jim Smart. Hvernig bregðast börn viö sorg? Hvernig verður barni við þegar það verður fyrir því áfalli að ástvinur deyr eða að foreldrar þess slíta samvistum? Guðfinna Eydal sálfræðingur hélt fyrir skömmu fyrirlestur á vegum Foreldrasamtakanna þar sem hún fjallaði um þetta efni og umræðan er greinilega þörf því húsfyllir var á fyrirlestrinum. Hvað vitum við yfirleitt um börn og sorgarviðbrögð þeirra? Alls ekki nóg, segir Guðfinna. „Fullorðnir gera sér ofl ekki grein fyrir því, að böm upplifa sorg mjög sterkt og afleiðingamar geta verið mun alvarlegri en þá grunar,“ segir hún. Guðfinna segir miklu skipta að fólk átti sig á því að munur er á því hvemig böm bregðast við áfalli eftir því hvort það dynur yfir snögglega eða hvort þau hafa fengið einhvem tíma til að aðlaga sig og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. „>að er enn meiri ástæða til að leita hjálpar ef áfallið er skyndilegt, t.d. dauðaslys, sjálfsmorð eða mjög skyndilegur hjónaskilnaður," segir hún. „Ef bam fær tíma til að aðlaga sig að því að einhver ástvinur þess á við erfiðan sjúkdóm að stríða sem mun leiða hann til dauða þá verður auðveldara fyrir það að taka áfallinu og vinna úr tilfínningunum sem fylgja í kjölfarið. Áfallið verður í flestum lilvikum mildara og við- brögðin ekki eins sterk.“ Afneitun og kvíði Fyrstu sorgarviðbrögðin eru yfir- leitt þau að baminu er mjög bmgðið, segir Guðfinna. Og það jafnvel af- neitar því að atburðurinn hafi átt sér stað. „Þau geta sýnt mikil hræðslu- viðbrögð, mótmælt og neitað að horf- ast í augu við það sem hefur gerst,“ segir hún. „í þriðja lagi geta þau orð- ið sljó og fjarræn. Það sem foreldmm bregður oft við að sjá er að yngri böm, t.d. á aldrinum 2-6 ára, ýta áfallinu eins og burt og sýna lítil við- brögð. Þau verða ekki upptekin af at- burðinum strax og leiða hann hjá sér. í slíkum tilfellum er ekki um það að ræða að baminu sé sama, heldur er þetta eins konar vamarkerfi sem fer í gang þannig að bamið geti þolað mikið álag.“ Eitt algengasta hegðunareinkenn- ið sem búast má við hjá bami sem hefur orðið fyrir áfalli á borð við ást- vinamissi eða skilnaði er mikill kvíði, segir Guðfinna. „Orygginu hefur ver- ið ógnað og bamið fyllist hræðslu. Ef annað foreldrið er dáið eða farið, þá óttast það um að hitt fari sömu leið. Stundum óttast bamið um að deyja sjálft, hafi það upplifað dauða ástvin- ar. í þessum tilvikum verða lítil böm, 2-6 ára, ofi mjög krefjandi, vilja ekki skiljast við foreldrið og þurfa mikla athygli. Stærri böm sem komin em á skólaaldur og fram á unglingsár hafa oft raunsærri áhyggjur. Þau hafa áhyggjur af því hvort fjölskyldan missi íbúðina og hafa fjárhagsáhyggj- ur. Þau sýna einnig kvíða þannig, að þau vilja ekki vera ein né skiljast við foreldrið, sofa við ljós og svo fram- vegis.“ Depurð er einnig eðlilegur þáttur í sorgarviðbrögðum bams: „Barnið fyllist miklum leiða og söknuði og stundum koma þessar tilfinningar beint út með gráti. Önnur sýna sorg með því að einangra sig og lokast. Það gera böm ofi til að taka tillit til og hlífa foreldrinu sem eftir er, þ.e. hvort sem hitt er flutt burt eða dáið. Einhverjum kennt um Reiði kemur oft upp og hana get- ur bamið sýnt beint og óheft með því að sparka, slá eða öskra. Reiðin getur beinst gegn einhverjum tilteknum sem að bamsins áliti hefur svikið það, annað hvort með því að fara eða gegn þeim sem hefði átt að hindra það sem gerðist. Sektarkennd og sjálfsásakanir em mjög algengar, sérstaklega ef bam missir systkini sitt. Samkeppni er algeng í systkinahópi og afbrýði- semi á milli systkina þar með. Þegar systkini deyr þá er algengt að það bam sem eftir er fái mikla sektar- kennd. Slíkt getur haft alvarlegar af- leiðingar ef bam sem er haldið slíkri sektarkennd fær ekki hjálp.“ Líkamleg einkenni sjást einnig, segir Guðfinna, sérstaklega hjá eldri bömum sem loka vanlíðan inni. Þau fá t.d. höfuðverk, magaverk, ógleði og fieira. Sorgarviðbrögðin fara tíðum efiir aldri og má skipta þeim gróflega þannig að böm undir þriggja ára aldri upplifa ótta og kvíða og verða lítil í sér. Þau taka gjaman upp hegðun sem þau hafa látið af. Böm á aldrinum 3-5 ára verða mjög óörugg, hræðast það óþekkta og ímyndaðar ógnir. 6-8 ára böm fyllast gjaman miklum kvíða og söknuði og sýna bæði sálræn og Iíkamleg ein- kenni. Stálpaðri böm, 9-12 ára gömul bregðast fremur við með mikilli virlaii, reiði og sýna samkennd og stuðning við foreldrið sem eftir er. Unglingar yfir 13 ára aldri fyllast „Sú hjálp sem börn fá til ab vinna úr sorg er eölilega oft háð dví í hvernig ástandi hinir fuíloránu umhverfis þaö eru og hvort til aösto( >eir megna að koma ar vegna eigin vanlíðunar." - Guðfinna Eydal sálfræðingur áhyggjum og reiði og ótimabæru sjálfstæði, þ.e. „fullorðnast“. Og fleira er mögulegt: „Eitt það alvarlegasta sem getur gerst er að það verða miklar persónuleikabreytingar á baminu," segir Guðfinna. „Bam sem áður hefur verið opið og eðlilegt getur lokast og einangrað sig til lengri tíma. Gerist það verður að leita aðstoðar, því það er merki þess að bamið getur ekki unnið sig út úr sorg- inni. Sú hjálp sem böm fá til að vinna úr sorg er eðlilega oft háð því í hvemig ástandi hinir fúllorðnu um- hverfis það em og hvort þeir megna að koma til aðstoðar vegna eigin van- líðunar.“ Guðfinna segir enga reglu til um hversu lengi böm em að vinna úr til- fmningum sem upp koma við áfall. „Það er háð öllum aðstæðum, hvemig sá fullorðni bregst við og hversu miklar breytingamar eru,“ segir hún. „Það sem hefúr langmestar afleið- ingar fyrir böm til lengri tíma er dauði foreldris, það hafa rannsóknir sýnt fram á. Böm sem missa annað eða báða foreldra em í ákveðnum áhættuhóp síðar á lífsleiðinni. Rann- sóknir sýna að þau era líklegri en aðr- ir til að verða þunglynd og/eða em í ákveðinni sjálfsmorðshættu á fullorð- insárum. Systkinamissir er einnig mjög al- varlegur. Oft bregðast foreldrar þann- ig við að þeir ofvemda þau böm sem eftir em eða reyna að eiga annað bam sem á að koma stað þess sem dó. Reynt er að líkja nýju bami við það barn sem dó. Slíkt getur haft neikvæð áhnf á persónuleikaþroska bamsins.“ Erfiðara fyrir drengi Guðfinna segir greinilegt að drengir og stúlkur eigi miserfitt með að takast á við sorgina. „Strax eflir sjö ára aldur eiga drengir erfiðara en stúlkur með að tala um og sýna sorg- artilfmningar sínar,“ segir hún._ Þetta á einkum við um unglinga. „1 þessu samhengi er rétt að nefna að fullorðn- ir karlmenn eiga almennt erfiðara með tilfmningalega tjáningu en konur og standast gjaman andleg áfoll verr.“ Guðfmna segir, að sé skilnaður í uppsiglingu sé ekki rétt að leyna ástandinu fyrir baminu, heldur sé betra að segja því eins og er, án þess þó að upplýsa bamið um vanda for- eldranna í smáatriðum. Báðir fcreldr- ar ættu að tala við bamið og þei. ættu að leggja skýrar línur um framtiðina, þannig að það sé ekki í vafa um hvað gerist næst. Gera á baminu Ijóst að það eigi enga sök á skilnaðinum. Og umgengnisreglur ættu að vera skýrar. Að hjálpa barni í sorg „Sá fúllorðni er oft óömggur um hvemig á að útskýra áfall eða sorg fyrir bami. Mikilvægt er að þekkja þau viðbrögð sem böm sýna, hvort sem um er að ræða ástvinamissi, skilnað eða önnur áfoll sem kalla fram sorgarviðbrögð,“ segir Guð- finna. „Tjáskiptin þurfa að vera opin og heiðarleg og án of flókinna útskýr- inga. Hafi bamið misst ástvin þá er bent sérstaklega á að það sé talað um dauðann, en ekki um að einhver hafi sofnað eða farið í langferð. Sýni bamið ótta við að missa þann sem eftir er sé rétt að það fái að vera hjá sínum nánustu. Hinir fullorðnu þurfa að stuðla að því að bam geti unnið úr sorg sinni. Samtal við einhvem sem hefur þekk- ingu á slíkum málum getur verið mikil hjálp. Þá er mikilvægt að baminu sé leyft að rifja upp minningar um hinn látna, það fái að horfa á myndir af honum og fái að fara út í kirkjugarð. Einnig að hinn fúllorðni leyfi sér sjálfúr að sýna sorgarviðbrögð ÍTammi fyrir baminu, leiða og sökn- uð, séu viðbrögðin ekki of ofsafeng- in. Böm læra tilfmningalega tjáningu með því að sjá að fúllorðnir sýni erf- iðar tilfinningar. Meðal annars þess vegna er talið rétt að böm fái að vera við jarðarfarir, jafnvel lítil böm ef þau hafa styrkan sér við hlið.“ Lengra verður ekki komist í stuttu viðtali, en í lokin bendir Guðfmna á nauðsyn þess að allir þeir sem um- gangast bam, sem orðið hefúr fyrir áfalli, fái að vita af því. Oft gleymist að segja kennuram eða fóstrum frá hveiju bamið er að ganga í gegnum, segir hún. -vd. „Önnur hver helgi er upptekin og mér finnst óþægilegt a6 hafa líf mitt svona planað. Þó er best aö hafa þetta allt í föstum skoröum. Hringl fer illa með börnin og ekki síður stjúpuna!" - Úr viðtali I Vem „Helgarpabbar þurfa ráögiöf eins og aði ir og að sjálfsögðu eru þeir ekki skyldugir til að efna til sérstakrar dagskrár í hvert sinn sem þeir fá börnin til sín. Þau eiga einnig að kynn- ast hans daglega lífi." - Helgi Viborg skólasálfræðingur Stjúpur og jóla- sveinapa bb ar Öll þekkjum viö goðsögnina um vondu stjúpuna. Stjúpuna sem rak föður Hans og Grétu til að skilja börnin eftir úti í skógi, stjúpuna hennar Öskubusku og stjúpuna hennar Mjallhvítar. ímyndin er sterk, það vita þeir sem taka að sér þetta erfiða hlutverk: að verða stjúpforeldri. í kjölfar þess að hjónaskilnuðum fjölgar verða til æ fleiri fjölskyldur úr brotunum sem eflir verða. Pabbi giftist annarri konu sem á böm frá fyrra hjónabandi. Mamma byijar með öðrum og þau eignast bam saman. Aukaömmur og aukaafar birtast í lífi bamsins, helgarferðir til pabba og nýju konunnar hans, stjúpsystkini, stjúpforeldrar. Allir em undir auknu álagi og hver atburður, eins og t.d. sumarfri, krefst skipulagningar þar sem taka þarf tillit bæði til eigin fjölskyldu og „teygjuíjölskyldunnar“, þ.e. fjölskyldunnar sem bömin búa hjá af og til um tíma. Nýbakaðar stjúpur snúast í hringi og ótt- ast mest að standi þær sig ekki i stykkinu fái þær stimpilinn á sig: „Henni þykir ekki vænt um stjúpbömin, hún á þau ekki sjálf...“ Því all- ar konur eiga jú að elska böm, ekíd satt? Afbrýði ^isemi og togstreita „Afbrýðisemi er eitt algengasta vandamálið sem upp kemur þegar stjúpforeldri kemur inn á heimilið, sérstaklega ef það á böm frá fyrra hjónabandi sem koma í heimsóknir um helgar og í ftíum. Og enn flækjast málin þegar hið nýja par eignast svo böm saman,“ segir Helgi Viborg sálfræðingur hjá sálfræðideild skóla sem rekinn er af Fræðsluskrifstofú Reykjavík- ur. „Þau böm sem eiga í erfiðustu hegðunar- vandkvæðunum í skóla em mjög oft þau sem em á ská á einhvem hátt inni í fjölskyldunni. Þau em sett í mikla togstreitu. Þau hafa ef til vill upplifað miklar deilur milli foreldranna sem enda í skilnaði, síðan kemur hlé og þá nýr maður sem á að vera eins konar pabbi, en þó ekki alvömpabbi. Hinn er einhvers staðar á bak við, tengslin em óljós og síðan bætast við ný systkini. Ur verður mjög flókin tilvera þar sem engar línur em skýrar.“ Helgi segir að foreldrar geri yfirleitt ekki nóg af því að ræða við bömin fyrirfram um til hvers er ætlast af þeim. T.d. sé hægt að byija mjög snemma á að ræða afbrýðisemisvanda- mál. „Að sjálfsögðu ræðir maður ekki hugtakið afbrýðisemi þar sem böm skilja ekki afstæð hugtök. En það er hægt að ræða um eðlilega umgengni, framkomu, vinskap og svo ffamveg- is. I mörgum tilvikum er hægt að fyrirbyggja vandræði með því að setjast niður t.d. áður en að helgarheimsókn kemur og tala við bömin. Afbrýðisemi á milli stjúpsystkina er algeng, en stundum kemur það líka fyrir að bam hafnar stjúpforeldri, reiðist og vill ekki deila foreldri sínu með nýjum maka þess. Svona mál koma oftast upp þegar unglingsstelpur fá stjúpfoður. Sé um yngra bam að ræða er það oft til i dæm- inu að það hafi verið dekrað fullmikið í uppeld- inu, komist upp með að stjóma of miklu á heimilinu og segja til um hvað móðirin megi og megi ekki gera. Þar þarf að gera baminu ræki- lega grein fyrir hver ræður á heimilinu og móð- irin þarf að endurskoða eigin ffamkomu, þ.e. hvemig aga bamið hefur fengið. Það þarf líka að útskýra að bamið sé ekki að tapa neinu þó móðirin giftist aftur og eins að það hefúr ekki rétt til að ráðskast með líf annarra. Hluti af vandamálinu gæti verið að bamið veit ekki hvaða kröfur nýi pabbinn gerir til þess og hvemig hann ætli að sinna því. Bamið er jafnvel með slæmri hegðun að kanna hver við- brögðin verða, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Skemmtidagskrár ekki nauðsynlegar Helgarpabbar þurfa ráðgjöf eins og aðrir og að sjálfsögðu em þeir ekki skyldugir til að efna til sérstakrar dagskrár í hvert sinn sem þeir fá bömin til sín. Þau eiga einnig að kynnast hans daglega lífi. „Skemmtidagskrár" em ekki nauð- synlegar.“ Og Helgi bendir á að rót vandamála af þessu tagi sé sú að yfirleitt sé alltof illa gengið ffá skilnuðum á íslandi. „Það er ekkert kerfi sem kemur til aðstoðar," segir hann. „Giftir for- eldrar tala við prest, sem gerir sjaldnast annað en senda bréf um að hann hafi reynt sættir. Það er i raun alveg fáránlegt að prestar hafi þetta hlutverk ennþá, þvi árangur þeirra er sáralítill. Enginn leiðbeinir eða ráðleggur foreldrunum um hvemig högum bamanna sé best borgið. Hér sárvantar einhvers konar fjölskylduráðgjöf fyrir fólk sem stendur í þessum sporum.“ Hann segir mjög brýnt að umgengnin sé reglubundin og bamið viti alltaf hvað stendur til og hvenær. Þannig náist nauðsynleg festa og öryggi. „Oft verður umgengnin þannig að pabbamir hringja þegar þeim hentar að fá bamið til sín og úr verður einhvers konar jólasveina- leikur. Það er farið í sjoppur, skroppið í bíó eða niður að Tjöm og síðan er bömunum ekið heim aftur. í verstu tilvikunum er riffildi um hvemig umgengn- in eigi að vera. Oft er pabb- inn ósáttur við hversu lítil samskipti hann hefur við bamið og upp kemur rígur á milli foreldranna. Þetta tætir bömin mjög illa. Stundum geta illindin orðið það mikil að móðirin neitar foðumum um umgengni og þá hefúr hann þau einu úrræði að leita réttar síns hjá dómsmálaráðu- neytinu, sem er mjög þungt í vöfúm og alitof oft ómann- eskjulegt. Þá geta einnig komið upp vandamál vegna þess að mæðumar kvarta yfir því að pabbamir sinni böm- unum ekki nóg, en það er þó sjaldgæfara en hitt. Það er oftar kvartað yfir því að pabbinn taki ekki neinn þátt í fjárútlátum vegna bamsins og láti duga að borga meðlagið. Sektarkennd á stóran þátt í þessu agaleysi og hún er sérstaklega rík hjá einstæðum mæðr- um. Þær óttast að þær sinni bömunum ekki nægilega vel og bömin em mjög lunkin í að finna inn á þessa brotalöm og spila inn á hana. Böm reyna að komast eins langt og þau geta, það er eðli þeirra. Auk þess þurfa sumar ein- stæðar mæður að eiga við hótanir um að bamið flytji bara til pabba, eða klagi í hann ef það fær ekki sínu framgengt. Fólk stendur eitt Það sem er mest sláandi við að kynnast þessum málum er hvað fólk stendur eitt og vamarlaust við að reyna að fást við þau. Það er enginn sem býður ffam aðstoð. Fólk verður því að leita eftir henni hjá fagfólki, sál- fræðingum og félagsráðgjöfum. Það sem hægt væri að gera væri að t.d. Reykjavikurborg myndi stofnsetja fjölskylduráðgjöf til að leysa úr vanda þessara bama. Slíkt myndi hreinlega Skyr /nsemi, væntumþykja, agi Helgi leggur áherslu á að samræður og útskýringar skipti miklu, en ekki megi flækja málin að óþörfu með of djúpum tilfmningalegum rökræðum. „Fólk þarf bara að treysta á heilbrigða dómgreind. Allt sem þarf er væntumþykja, skynsemi, umhyggja og agi,“ segir hann. „Umræður um aga hér hafa verið loftbólu- kenndar og það vantar mjög mikið á að þau mál séu rædd yfirleitt. Eg lít á þetta sem stórvanda- mál i þjóðfélaginu. Við erum t.d. með böm úti langt fram á nætur alveg niður í sjö til átta ára gömul. Ef foreldrafélög í skólum kæmu sér saman um tiltekinn útivistartíma væri það mjög til bóta, því það er mjög erfitt fyrir eitt foreldri að taka sig út úr og setja reglur. Helgi Viborg skólasálfrœðingur: Það Mynd: Kristinn. vantar fjölskylduráðgjöf. skila arði, vilji maður tala um hagkvæmni í tengslum við svona mál. Þessi böm lenda oft á tíðum í vímuefna- neyslu, þunglyndi, eiga erfitt með að fóta sig í skóla og i atvinnulífinu. En hugarfarið á íslandi er þannig að það er hreint ekki sjálfsagt að leita aðstoðar. Fólk lætur hlutina dankast og hugsar sem svo að þetta reddist einhvem veginn. En það er mikið í húfi og n.iklu hætt sé ekkert að gert.“ -vd. NÝTT HELGARBLAÐ “| Q FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 NÝTT HELGARBLAÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.