Þjóðviljinn - 20.09.1991, Side 18
Krumminn á skjánum
Skemmtileg
helgi framundan
Ur laugardagsmynd Sjónvarpsins. Það er ekki heiglum hent að sinna ungvið-
inu.
Konan og krónprinsinn heitir
bandarísk sjónvarpsmynd sem
sýnd verður á fostudaginn í Sjón-
varpinu. Það eru kvikmyndastjöm-
umar Jane Seymour og Anthony
Andrews sem leika í verkinu, sem
byggt er á einni þekktustu ástar-
sögu ailra tíma.
Söguþráðurinn er um ástir
þeirra Játvarðs VIII og Wallis
Simpson, konu sem Englendingar
gátu ekki sætt sig við í hásæti Eng-
landsdrottningar. Eins og kunnugt
er afsalaði Játvarður sér krúnunni
til að kvænast amerísku stúlkunni
sem var tvífráskilin. Myndin fjallar
um þetta ástarsamband og að auki
þær leynilegu stjómmálaaðgerðir
sem tengdust þessum máli.
Já það er sannkölluð veisla fyr-
ir sjónvarpsáhorfendur á föstu-
dagskvöldið. Fyrsta bíómynd
Stöðvar 2 heitir Astarsorg og er
hún fyrsta mynd leikstjórans Sa-
vage Steve Holland. Hoíland þykir
takast vel upp í þessari mynd og
gefur kvikmyndahandbók Maltins
henni **l/2 stjömu. Myndin fjallar
um ungan pilt sem missir af stúlku
drauma sinna. Yfirleitt eru útfærsl-
ur leikstjóra á efni sem þessu hálf-
þunnar, en eins og áður sagði þykir
Holland takast vel upp.
Önnur myndin á Stöð 2 ber
nafnið Samningurinn. Mynd þessi
er hálfgerð lognmolla og hefur
kannski í augum dagskrárdeildar
Stöðvarinnar átt að vera undirbún-
ingur fyrir síðustu mynd kvöldsins
sem er Ipress-skjölin. Þetta er
mynd sem fær 3'/2 stjömu hjá
Maltin og er þar sögð vera njósna-
mynd af bestu gerð. Það er enginn
annar en Michael Caine sem leikur
aðalhlutverkið, breskan leyniþjón-
ustumann sem fenginn er til þess
að komast að því hver leki upplýs-
ingum til andstæðinganna. Hand-
ritið er unnið upp úr metsölubók
Len Deighton og óhætt er að hvetja
fólk til að halda augunum opnum
og fylgjast með.
A laugardaginn byijar Sjón-
varpið á að sýna mynd er ber ís-
lenska titilinn Bóndinn búverkar.
Ekki er Ijóst hvaðan þýðingin á
titlinum hefur komið, en margir
ættu að kannast við bandaríska tit-
ilinn Mr. Mom. Þetta er heföbund-
in gamanmynd sem kitlar hlátur-
taugamar. Hún segir frá raunum
heimavinnandi húsbónda sem tekið
hefur að sér að sjá um búverkin á
heimilinu. Astæðan fyrir því er að
vísu ekki brosleg því manngarmur-
inn lenti í því að missa starf sitt.
Konan hans fer þá út á vinnumark-
aðinn til að bjarga fjármálunum, en
karlinn er heima. Það er Michael
Keaton sem fer með aðalhlutverk-
ið. Þeir sem ekki kannast við nafn-
ið skulu upplýstir um, að hann lék
í myndinni Batman ekki alls fyrir
löngu. Að vísu hefúr hann svuntu í
stað nærbróka utan yfir buxumar i
þetta skiptið.
Það er gamall kunningi sem
verður á skjánum í seinni mynd
Sjónvarpsins. Morse lögreglufull-
trúa kannast víst flestir við, en
hann er einn af fáum lögreglu-
mönnum í sjónvarpsmyndum sem
er bókelskur. En Morse er hrifinn
af fleiru en góðum bókum, kven-
fólk á ofl hug hans allan og er sá
þáttur ríkur í efnisþræði myndar-
innar. Lögregluforinginn verður
yfir sig hriflnn af kvenpresti
(skemmtileg samsetning). Leiðir
þeirra liggja fyrst saman er Morse
rannsakar morð á ungri starfsystur
hennar. Auðvitað er morðið dular-
fullt og erfitt úrlausnar, en þegar
heill megrunarklúbbur í bænum fer
að tengjast málunum tekur fyrst
steininn úr.
Það er eins og á föstudags-
kvöldin, heilmargt i boði fyrir skjá-
áhugamenn. Fyrsta mynd Stöðvar
2 er mynd frá árinu 1989. Það get-
ur verið að fólk muni eftir mynd-
inni sem sýnd var í Bíóborginni
(gamla Austurbæjarbíó). Janúar-
maðurinn er nafnið. Myndin fjall-
ar um löggu sem er aðeins sjálf-
stæðari en löggur almennt, og
merkilegt nokk, hann hugsar.
Löggan er á slóð fjöldamorðingja
nokkurs sem er sérvitur í meira
lagi. Það er Kevin Kline sem fer
með aðalhlutverkið, og er myndin
þokkalegasta afþreying.
Haldið ykkur fast, önnur
myndin á dagsk/ánni er Dýragraf-
reiturinn (Pet Semetary). Myndin
er byggð á samnefndri skáldsögu
eflir kóng hryllingsbókmenntanna,
Stephen King. Til að skemma ekki
fyrir áhorfendum verður efni
myndarinnar ekki dregið ffam í
dagsljósið. Sitjið ffekar i myrkrinu
heima og nagið neglumar.
Á milli frábærra kvikmynda er
ein létt á dagskrá Stöðvar 2. Það er
ævintýramyndin Töframennirnir
sem fjallar um prinsinn Simon sem
er naumlega bjargað undan galdra-
manninum Mulfrick. Galdrakarlinn
vill komast yfir hring sem hefur yf-
imáttúrlegt afl, en Simon leynist í
skógi einum og heldur hringnum.
En kynjavemr Mulfrick era
skammt undan og....
Síðásta bíómynd laugardags-
kvöldsins er ekki fyrr en um hálf
þrjú. Þar er um að ræða bresk-ástr-
alska spennumynd. Eltur á rönd-
um, sem fjaHar um forseta ffá S-
Ameríku sem lotið hefur í lægra
haldi fyrir her landsins. Effir að
hafa verið steypt af stóli kemst
hann undan til Bretlands. En hinn
fyrrverandi forseti er ekki slopp-
inn, því herinn hefur ákveðið að
ráða hann af dögum. Eltingaleikur
hefst upp ^ líf og dauða
og....GÓÐA NOTT.
S j ó n v a r p
Föstudagur
17.50 Litli vikingurinn (48)
Teiknimyndaflokkur um æv-
intýri vikka vikings. Leik-
raddir Aöalsteinn Bergdal.
18.20 Beykigróf (1) Nýr, bresk-
ur myndaflokkur þar sem
segir frá uppátækjum ung-
linga f félagsmiðstöö í Newc-
astle á Englandi.
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Hundalíf (1) Kanadískur
myndaflokkur í léttum dúr.
19.20 Shelley (1) Hér hefst ný
sex þátta syrpa um land-
fræöinginn og letiblóöiö
Shelley.
19.50 Hókki hundur Bandarrísk
teiknimynd.
20.00 Fréttir, veöur og Kastljós
20.50 Samherjar (12) Banda-
rískur sakamálaþáttur.
21.35 Konan og krónprinsinn
Bandarísk sjónvarpsmynd
frá 1988. Myndin fjallar um
tilhugalíf og njónaband Wall-
is Warfield Simpson og
prinsins af Wales. Leikstjóri
Charies Jarrot.
23.10 Billy Joel Bandaríski tón-
listarmaöurinn Billy Joel á
tónleikum í New York í júní
1990.
00.00 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
Laugardagur
15.00 Iþróttaþátturinn 15.00
Enska knattspyrnan Mörk
síöustu umferöar. 16.00
Fimleikahátíö f Amsterdam
Níunda heimsfimleikasýning-
in.
17.50 Úrslit dagsins
18.00 Andrés önd (49) Hol-
lenskur teiknimyndaflokkur.
18.25 Kasper og vinir hans
(22) Bandarískur mynda-
flokkur um vofukríliö Kasper.
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Úr ríki náttúrunnar.
Drottning rándýranna Bresk
fræðslumynd um lífsbaráttu
blettatígursins í Afríku. Þýð-
andi og þulur Óskar Ingi-
marsson.
19.25 Magni mús Bandarisk
teiknimynd.
20.00 Fréttir og veöur
20.35 Lottó
20.40 Okuþór (4)
21.05 Fólkiö í landinu. I fótspor
feðranna Siguröur Einarsson
ræöir viö Harald Matthías-
son kennara og ferðagarp á
Laugarvatni. Dagskrárgerð
Plús film.
21.30 Bóndinn búverkar
Bandarisk biómynd fra
1983. I myndinni segir frá
manni sem missir vinnuna
og tekur að sér heimilishald-
iö, en frúin gerist fyrirvinna í
staöinn. Leikstjori Stan
Dragoti. Aöalhlutverk: Mik-
haefKeaton og Teri Garr.
23.00 Glæpur í guðshúsi Bresk
sakamáiamynd frá 1990.
Morse rannsakar morð á
ungum djákna úr hópi
kvenna sem rær að því öil-
um árum aö koma fulltrúa
sínum ( prestsembætti I
trássi viö viija Ihaldsmanna I
klerkastétt. Leikstjóri Roy
Battersby.
00.45 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
Sunnudagur
17.50 Sunnudagshugvekja
Óskar Einarsson tónlistar-
kennari flytur.
18.00 Sólargeislar (22) Bland-
aöur þáttur fyrir börn og ung-
linaa. Umsjón Bryndls Hólm.
18.30 Steinaldarmennirnir
Bandarískur teiknimynda-
flokkur.
19.00 Vistaskipti (3) Ný syrpa
um nemendur Hillman-skóla.
19.30 Fákar (6) Þýskur mynda-
flokkur um flólskyldu sem
rekur búgarö með islenskum
hrossum I Þýskalandi.
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Jón I Brauöhúsum Sjón-
varpsleikrit byggt á smásögu
eftir Halldór Laxness. Leik-
stjóri Baldvin Halldórsson.
Leikendur Valur Gislason og
Þorsteinn Ö. Stephensen.
Sveinn Einarsson dagskrár-
stjóri flytur inngangsorö.
Fyrst á dagskrá 23. nóv.
1969.
20.55 Kvöldstund meö lista-
manni. Herdls. Herdls Þor-
valdsdóttir leikkona hefur
veriö fastráöin hjá Þjóöleik-
húsinu frá opnun pess. Auk
þess hefur hún latiö til sín
taka I landverndar- og rækt-
unarmálum.
21.50 Ástir og alþióöamál (3)
Franskur myndaflokkur.
22.45 Málarinn Mondrian
Heimildamynd um hollenska
málarann Piet Mondrian og
list hans.
23.35 Útvarpsfréttir I dagskrár-
lok.
Mánudagur
17.50 Töfraglugginn (20)
Blandað erlent barnaefni.
Umsjón Sigrún Halldórsdótt-
ir.
18.20 Drengurinn frá Andró-
medu (3) Þriöji þáttur af sex
um þrja unglinga sem ganga
I liö með geimveru I örvænt-
ingarfullri tilraun hennar til
aö bjarga heiminum.
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Á mörkunum (32)
Frönsk/kanadlsk þáttaröö
sem gerist i smábæ á landa-
mærum Bandaríkjanna og
Kanada um 1880.
19.20 Roseanne (6) Banda-
rískur gamanmyndaflokkur.
19.50 Hókki hundur Bandarfsk
teiknimynd.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Fólkið I Forsælu (3)
Bandarískur framhalds-
myndaflokkur.
21.00 Iþróttahomið Fjallaö um
íþróttaviöburði helgarinnar
og sýndar svipmyndir frá
knattspyrnuleikjum í Evrópu.
21.25 Höfðinginn I Reykholti Á
þessu ári eru liöin 750 ár frá
vígi Snorra Sturiusonar. I
þessari mynd verður fjallaö
um æviferil Snorra og farið á
söguslóðir i Reykholti og I
Odda. Umsjón Sigrún Stef-
ánsdóttir.
21.55 Nöfnin okkar Aö þessu
sinni veröur fjallað um nafnið
Kristján. Umsjón Gísli Jóns-
son. Dagskrárgerö Samver.
22.00 Viö kjótkatlana (3)
Breskur gamanmyndaflokk-
ur.
23.00 Ellefufréttir og dagskrár-
lok.
Föstudagur
16.45 Nágrannar
17.30 Gosi Teiknimynd.
17.55 Umhverfis iöröina
Spennandi teiknimyno.
18.20 Herra Maggú Teikni-
mynd.
18.25 Á dagskrá
18.40 Bylmingur Rokkaður tón-
listarþáttur.
19.19 19.19 Fréttir.
20.10 Kænar konur Nýr banda-
rískur gamanmyndaflokkur
um fjórar konur sem eiga aö
reka fyrirtæki sem sémæfir
sig I innanhússarkitektúr.
20.40 Ferðast um tímann
Spurningin er, hvar hann
Sam lendir I kvöld.
21.30 Ástarsorg Létt gaman-
mynd um ungan strak sem
missir af stúlku drauma
sinna. Þetta er fyrsta mynd
leikstjórans Savage Steve
Holland og þykir honum tak-
ast vel upp. (1985)
23.05 Samningurinn Hörku-
spennandi sakamálamynd
um lögreglumanninn Schim-
anski, en nann hefur einstakt
lag á aö koma sér I vand-
ræði hvort sem er með
glæpamönnum eða konum.
Leikstjóri Hajo Gies. Bönnuð
börnum.
00.30 Ipress-skjölin Þetta er
bresk njósnamynd eins og
þær gerast bestar. Michael
Caine er hér I hlutverki út-
sendara bresku leyniþjónust-
unnar sem fenginn er til
pess að komast aö þvl hver
leki upplýsingum til and-
stæöinganna. Stranglega
bönnuö börnum.
02.15 Dagskráríok.
Laugardagur
09.00 Börn eru besta fólk Fjöl-
breyttur þáttur fyrir börn og
unglinga. Umsjón Agnes Jo-
hansen.
10.30 I sumarbúöum Fjörug
teiknimynd.
10.55 Barnadraumar Fræöandi
myndaflokkur.
11.00 Fimm og furöudýrið.
11.25 Á ferð með New Kids on
the Block Teiknimynd.
12.00 Á framanai slóðum
Framandi staöir víöa um ver-
öldina heimsóttir.
12.50 Á grænni grund Endur-
tekinn þáttur fra sl. miöviku-
degi.
12.55 Blues-bræöur.
15.00 Sagan um Ryan White
Átakanleg mynd um ungan
strák sem smitast af eyöni
og er meinað aö sækja
skóla. Leikstjóri John Hezz-
eld.
16.30 Sjónaukinn Endurtekinn
þáttur.
17.00 Falcon Crest Bandarísk-
ur framhaldsþáttur.
18.00 Popp og kók.
18.30 Bilasport Endurt. Um-
sjón Birgir Þór Bragason.
19.19 19.19
20.00 Morðgáta spennandi
þáttur par sem ekkjan Jess-
ica Fletcher leysir sakarnál.
20.50 Á noröurslóðum Þriöji
þáttur gamanþátta um lækn-
inn Joel sem stundar lækn-
ingar I Alaska.
21.40 Janúarmaðurinn Þetta er
gaman-, spennu- og róman-
tísk mynd allt I senn og segir
frá sérviturri löggu sem er á
slóö fjöldamoröingja. Fjöldi
þekktra leikara koma fram I
myndinni. Leikstjóri Pat
O Connor. (1989) Strang-
lega bönnuð börnum.
23.20 Dýragrafreiturinn Magn-
þrungin hrollvekja gerð eftir
samnefndri bók Stephen
King. Leikstjóri Mary Lamb-
ert. (1989) Stanglega bönn-
uð bórnum.
00.55 Töframennirnir Ævintýra-
mynd þar sem segir frá
prinsinum Simon sem er
naumlega bjaraað undan
galdrakariinum Mulfrick. En
Mulfrick þessi er aö reyna aö
komast yfir hring sem hefur
yfirnáttúrleg öfl. Leikstjóri
Hector Olivera. (1986) Bönn-
uð börnum.
02.25 Eltur á röndum Þetta er
hörkugóð bresk-áströlsk
spennumynd um forseta frá
Rómönsku-Amerlku sem
hefúr verið steypt af stóli af
her landsins. Leikstjóri Maur-
ice Hatton. (1988) Bönnuö
börnum. Lokasýning.
04.05 Dagskráriok.
Sunnudagur
09.00 Morgunperiur Skemmti-
leg teiknimyndasyrpa.
09.45 Pétur Pan
10.10 Ævintýraheimur NIN-
TENDO Skemmtileg og
spennandi teiknimynd.
10.35 Ævintýrin í Eikarstræti
Skemmtilegur framhaldsþátt-
ur fyrir börn og unglinga.
10.50 Blaðasnaparnir Annar
þáttur.
11.20 Trausti hrausti Spenn-
andi teiknimynd.
11.45 Upprifjun á vítaspyrnu-
keppni I sumar fór fram á
vegum stöðvar 2 vltaspyrnu-
keppni þar sem sá mark-
maður vann sem varöi flest
vlti. Nú er keppninn lokiö og
I þessum þætti rifjum viö upp
pessa spennandi keppni og
fáum aö sjá hver stóð uppi
sem sigurvegari.
12.00 Popp og kók Endurtek-
inn þáttur frá þvl I gær.
12.30 Feðgarnir Sannsöguleg
mynd um Zumwalt-feðgana
sem báðir gegndu herpjón-
ustu þegar Vietnam stríöið
geisaöi. Þegar sonurinn
greinist meö krabbamein
sem rekja má til notkunar
efnavopna I Víetnam er
kaldhæöni öriaganna sú að
faöir hans fyrirskipaöi notkun
þessara vopna.
13.55 Italski boltinn.
15.40 Björtu hliöarnar I þess-
um þætti ræðir Haukur Hólm
viö þá Magnús Kjartansson
og Sigurö Rúnar Jónsson.
Þátturinn var áöur á dagskrá
þann 24. mars sl.
16.20 Gillette sportpakkinn.
17.00 Bláa byltingin Lokaþátt-
ur.
18.00 60 mínútur Vandaöur
fréttaskýringaþáttur.
18.40 Maja býfluga.
19.19 19.19
20.00 Elvis rokkari Leikinn
myndaflokkur um ævi kon-
ungsins.
20.25 Hercule Poirot Nú hefur
aftur göngu slna þessi vand-
aöi breski þáttur um hugar-
fóstur Agötnu Christie, Herc-
ule Poirot, þar sem hann
ásamt vlni slnum og aðstoö-
armanni, Hastings, leysir
sérstæð sakamál.
21.20 Pabbastrákar Fram-
haldsmynd I tveimur hlutum
sem byggö er á sönnum at-
buröum. Leikstjóri Marvin
Chomsky. Seinni hluti er á
dagskrá annaö kvöld.
23.05 Flóttinn úr fangabúöun-
um Nýr vandaöur framhalds-
þáttur sem gerist áriö 1944,
en 5. ágúst það ár gerðu
1100 japanskir strlösfangar
örvæntingarfulla tilraun til aö
sleppa úr áströlskum fanga-
búðum.
00.00 Klnverska stúlkan Ungur
strákur af Itölskum uppruna
fellir hug til klnverskrar
stúlku. Þrátt fyrir þaö að
hvorki vinir þeirra né fjöl-
skyldur sætti sig viö sam-
bandiö eru þau staöráöin I
aö láta þetta ganga. Leik-
stjóri Abel Ferrara. (1987)
Stranglega bönnuð börnum.
01.30 Dagskráríok
Mánudagur
16.45 Nágrannar
17.30 Geimálfarnir Teikni-
mynd.
18.00 Hetjur himingeimsins
18.30 Kjaflarinn tónlistarþáttur.
19.19 19.19
20.10 Dallas
21.00 Heimsblkarmót Flug-
leiöa ‘u1 Sextán öflugustu
stórmeistarar heims taka
þátt I þessu skákmóti sem er
eitt af fjórum sterkustu skák-
mótum I heiminum I ár.
21.10 Ættarsetrið Breskur
framhaldsþáttur um kaup-
sýslumann sem erfir óvænt
ættarsetur. Fjóröi þáttur af
átta.
22.00 Heimsbikarmót Flugleiða
‘91
22.15 Pabbastrákar Seinni
hluti vandaörar framhalds-
myndar sem byggö er á
sönnum atburöum. Þaö er
Judd Nelsson sem fer með
aðalhlutverkiö.
00.00 Italski boltinn. Mörk vik-
unnar Umfjöllun um leiki og
mörk síðustu umferðar.
00.20 Fialakötturinn Einstök
mynd par sem fjallaö er um
ævi og störf danska leikstjór-
ans Carts Dreyer, en hann
var án efa besti leikstjóri á
Noröuriöndum á slnum tlma
og vann brautryöjendastarf. I
myndinni era synd brot úr
myndum hans, en einnig er
fjallaö um einkalíf hans.
02.05 Dagskráríok
NYTT HELGARBLAÐ
1 8 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991