Þjóðviljinn - 04.10.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Side 7
Stœrðfrœði, 1979- því öllu. Til að myndskreyta sögu mína nefndi ég: Daniel Buren, Carl André, Agnes Mart- in, Stanley Brown, Richard Long, Jan Shoonhoven, Richard Serra, Donald Judd, Amulf Rain- er o.fl. Lóðréttir listamenn eiga sér ekki siður grundvallarhugmynd- ir, heillegar undirstöður, en rauði þráðurinn í verkum þeirra er ekki beinn, heldur hlykkjóttur og ósamfelldur. Myndverk þeirra geta verið ósamstæð að byggingu og sum miklu betri en önnur. Hægt er að láta sér líka við ein- stök verk þeirra án þess að leggja blessun sína yfir allt sem þeir gera. Algengt er að verkin beri ekki með sér formleg auðkenni sem eru listneytendum svo kær, sökum þess hve formgerð og lit- róf breytist ört. Lóðréttir lista- menn eru yfirleitt fígúratífir, sjá Markus Raetz, Giuseppe Penone, Jiri Dokoupil, Barry Flanagan, Gerhard Richter, Daan van Gold- en, Bamett Newman o.fi. Ég sagðist eins og þú, efast um eigin myndlist. En efasemdir mínar em breytingum undirorpn- ar. Löstur á verki í dag getur orð- ið mér til ánægju á morgun. Eins og stendur eru hröð og mikil af- köst mín mér til angurs. Tíminn sem ég nota fyrir hvert verk styttist stöðugt. Ég lýk verkinu áður en það nær að þroskast, eins og ég sé í tímahraki. Þetta minnir mig á heimabjórbrugg bróður míns. Honum er fyrirmunað að bíða eftir að gerjun Ijúki, drekkur venjulega bjórinn áður en hann nær fullum styrkleika, og þarf þess vegna að neyta mikils magns til að ná tilætluðum áhrif- um. En list hans er alltaf með fullan styrkleika þegar við fáum að sjá hana. Feginn vildi ég geta sagt hið sama um mína myndlist. Oftast nær er ég að sýna verk sem ekki koma til skila helm- ingnum af því sem ég ætlaðist til. Það fer allt of oft fyrir mér eins og bróður mínum og bjóm- um hans, að magn kemur í stað gæða. Var það kannski þetta sem þú áttir við þegar þú nefndir tunglið sem aldrei var fullt, litt áfengan bjór, eins konar pilsner? Éins og allir listamenn er ég vanalega fullur efasemda gagn- vart hverju nýju verki sem ég vinn að. Efasemdimar em enn fyrir hendi þegar ég læt verkið frá mér. Brottfararleyfi verkanna ræðst af því hvort ég hef verið í innilegu sambandi við þau, þó ekki væri nema eitt augnablik. Þessi augnablik em misjafnlega sterk. Samt hefur mér tekist — sem þér finnst kannski ógeming- ur, að taka ástfóstri við hvert verk sem ég hef gert, þó að sú væntumþykja hafi stundum ekki varað lengur en andartakið. Ut af fyrir sig er það mikið listrænt af- rek! Húmor í myndlist finnst mér yfirleitt þægilegur (og er sjálf- sagt ekki einn um það), en brandaramyndlist gerir mig þunglyndan. Eiginlega hef ég andúð á allri umræðu um þörf listaverksins fyrir aðskiljanlega eiginleika eins og húmor, íróníu eða melankólíu, eins og um væri að ræða ómissandi krydd á eld- húsborði sérhvers listamanns. Sem listneytandi er ég að mestu leyti búinn að missa matarlyst- ina, sem skrifast á minn eigin reikning, ekki nútímalistar, en ég fullvissa þig um að myndlist án ofangreindra bragðbæta er enn að fmna á mínum matseðli. Eg er því viss um að myndlist kemst af án húmors. List án fegurðar finnst mér hins vegar erfiðari tilhugsunar, eða öllu heldur ekki möguleg. Fegurð er eitt þeirra fyrir- bæra sem maður segir minna um, því betur sem maður þekkir það. Ég hef átt mér margar hugmynd- ir og skoðanir um fegurðina. Fyrir áratug stóð ég á ræðupöll- um til að segja fólki hvemig feg- urðin væri í pott búin. Nú þori ég varla að nefna hana á nafn. Orðin og hugtökin sem ég þarf mest á að halda til þess að geta sagt eitt- hvað um hana eru orðin menguð. Hugmyndir okkar um fegurð- ina em gjörólíkar. Hugmyndir þínar eru of figúratífar í sniðum fyrir mig. Ég lít á fegurðina sem eins konar form á sannleik (svo notað sé mengað orð), ilman af sannleik eða uppgufun hans. Ef sannleikurinn er vatn er fegurðin uppgufun þess, og ef sannleikur- inn er soðin kartafla er fegurðin ósýnilegir hlutar hennar, lyktin. Hið sanna er ekki alltaf fag- urt, en fegurðin er alltaf sönn. Sá sannleikur sem fegurðin byggist á er ekki sannleikur eftirlikingar, ekki lýsing á atburðum veruleik- ans. Fegurðin og þar með listin eru byggð á sannleik sem er and- stæða syndarinn,.r. Marlene, hér verð ég að viðurkenna að full prestlega rennur úr penna mín- um. En hvað mig varðar er þessi sannleikur, sem ekki verður skil- inn nema með því að upplifa feg- urðina, kjami allrar listar og er hvorttveggja í senn, form og inn- tak. Ur sendibréfi Sigurðar Guðmunds- sonar til listakonunnar Marlene Dumas frá 1990 mikla ljóð“, sem hann gerði á ár- unum 1980-81 og markar viss þáttaskil á ferli hans sem mynd- listarmanns. Verk þetta, sem sýn- ir þrjá píramíða með svanshöfuð, er í eigu Stedeljik Museum í Amslerdam, og verða það að telj- ast tíðindi í sjálfu sér að verkið skuli hafa verið léð til sýningar hér á landi. í Gallerí Nýhöfn opnar Sig- urður svo sýningu á skúlptúrum og málverkum, sem öll eru frá síðustu árum og gefa yfirlit yfir það nýjasta sem frá Sigurði hefur komið. Skúlptúrinn sem afhjúpaður verður við Gerðuberg um helgina Mynd, 1991. Bronsmynd þessi verð- ur afhjúpuð við Gerðuberg i Breið- holti nú um helgina. er í heild á 5. metra á hæð og sýn- ir gríðarmikið bronshöfuð á stein- steyptum stalli. Gleðilegustu tíðindin eru þó kannski að sjá hina stórglæsilegu bók þar sem öllum ferli Sigurðar eru gerð skil með greinargóðum skrifum eftir hollenska og þýska listfræðinga, auk þess sem þar er að fmna samtal Sigurðar við Að- alstein Ingólfsson. Auk þessa eru í bókinni fjölbreytileg skrif eftir Sigurð sjálfan og stórfróðlegar og nærgöngular bréfaskriftir hans og listakonunnar Marlene Dumas. Mestur fengurinn er þó í mynd- efninu, en bókin er prýdd yfir 200 ljósmyndum af verkum Sigurðar sem gefa mjög gott heildaryfirlit yftr feril hans fram til dagsins í dag. Auk þess er í bókinni skrá yfír öll verk Sigurðar til þessa dags. Alls er bókin 300 bls. að stærð. Ritstjóm bókarinnar var í höndum hollendingsins Zsa-Zsa Eyck. Bókin kemur nú út í tak- mörkuðu upplagi á íslensku og ensku, en mun síðar koma út á hollensku, sænsku og þýsku. Verð íslensku útgáfunnar er ótrú- lega lágt miðað við gæði verks- ins, eða innan við 5000 kr. og eru áhugamenn hvattir til að verða sér úti um eintak áður en upplagið þrýtur. Sýningamar í Listasafninu og Gallerí Nýhöfn em upphafið á röð yfirlitssýninga á verkum Sig- urðar, sem munu fara um 6 stór listasöfn á Norðurlöndunum og í Þýskalandi á næsta ári. Nýtt helgarblað birtir í dag sýnishom úr texta Sigurðar sem tekinn er úr bókinni með leyfi út- gefanda og höfundar. -ólg. Kæra Marlene... Þú hefur efasemdir um myndlist mína, brýrnar sem ég byggi. Ég hef þær líka. En þó við efumst bæði notum við ólík rök máli okkar til stuðnings. Þannig hef ég til dæmis alls enga andúð á hinu lóðrétta i myndlist minni. Að vera stakur og lóðréttur er fyrir mér eðli- legt ástand. Lóðréttan í verk- um mínum hefur aldrei minnt mig á einræðisherra. En mannfólkið er oft glám- skyggnt á sjálft sig og slík glám- skyggni er eðlislægur ágalli ein- ræðisherra. Ég viðurkenni á augabragði að láréttan er mann- eskjulegri og vænni í sér en lóð- réttan (að undanskilinni lækkun lofthæðar í félagslegum íbúð- um), en með því að visa lóðrétt- unni á bug beitir þú stærsta minnihluta þessa heims missrétti. A kennsluárunum sagði ég nem- endum stundum söguna af lárétta og lóðrétta listamanninum. Hún var eitthvað á þessa leið: Lista- mönnum má skipta í tvo hópa (hver þekkir ekki þann leik hug- ans að skipta öllu í tvennt?), lá- rétta listamenn og lóðrétta. Þeir fyrmefndu hafa þróað með sér ákveðin myndræn viðhorf, altæk- an hugmyndagrunn, sem er rauði þráðurinn í lífi þeirra. Sérhvert verk þeirra er stað- festing og dýpkun þessa hug- myndagrunns. Verk þeirra hafa áþekkt svipmót, eru einnar teg- undar og langoftast óhlutbundin. Ógjömingur er að taka eitt verk þessara listamanna fram yfir annað, eiga sér uppáhaldsverk. Með ákveðnum fyrirvara má segja að annað hvort líki þér allt sem þeir gera eða þá að þú hafnir NÝTT HELGARBLAÐ 7 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.