Þjóðviljinn - 04.10.1991, Síða 13

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Síða 13
Vændiskonur Vændiskonur frá Austur-Evr- ópu og þriðja heiminum leggja nú í auknum mæli leið sína til oorga I Vestur- Evrópu. Vaxandi fátækt heima fyrir rekur íjölda þeirra af stað í leit að betra lífsviðurværi. Nýverið var haldin ráðstefna á vegum Evrópuráðsins í Strass- borg, þar sem lögð var fram skýrsla um innrás vændiskvenna til Vestur- Evrópu. Þar kemur m.a. fram, að um 40 til 60 prósent af vændiskonum í Hollandi koma firá flýja vestur þróunarlöndunum. Tvö undanfarin ar hefur einnig orðið vart við auk- inn straum vændiskvenna frá Austur-Evrópu, sérstaklega frá Júgóslavíu, Póllandi, Sovétríkjun- um pg Austur- Þýskalandi. I skýrslunni segir einnig að svo virðist sem starfsemi vændis- kvenna sé að færast í æ rikari mæli af götunni og inn í svokall- aðar nuddstofur, gufuböð og í sér- stakí> og klúbba. A sama tíma og skýrslan var lögð fram í Strassborg, gerði lög- reglan í París rassíu 1 Boulogne- skóginum, en þar hefur verið stundað vændi um árabil. Þar handtók lögreglan stóran hóp kvenna frá Ekvador, en þasr tif- heyrðu velskipulögðum hóp sem hóf starfsemi sína i höfðuborg Ek- vador fyrir rúrnu ári. Flestar þeirrc höfðu komið til Frakklands í góóri trú um að þær væru að fara að vinna á einka- heimilum sem þjónustustúikur. Þegar til Frakklands var komið voru störfin horfm, og ekkert ann- að beið þeirca en vændi I þessum alræmda skógi. -sg B r i d g e Stórkostleg frammistaóa í Japan Er þessar línur eru skrifaðar, er lokið 9 umferðum á HM í Yoko- hama, í undanrásum, af 14 umferð- um. ísland leiðir sinn riðil, eftir af- ar glæsilega spjlamennsku. Nokk- uð ljóst er að Island hefúr áunnið sér áffamhaldandi rétt til_ spila- mennsku, í hópi 8 þjóða. í þeirri lotu meta þeir einhverri af þeim 4 þjóðum, sem ávinna sér rétt til framhaldsspilamennsku úr þeim riðli. Reglan er sú, að lið nr. 1 mætir liði nr. 4, lið nr. 2 mætir liði nr. 3, lið nr. 3 mætir liði nr. 2 og lið nr. 4 mætir liði nr. 1 (úr and- stæðum riðlum). Urslit leikja hafa orðið, eftir fyrstu 9 umferðimar: Ísland-USA A-lið: 24-6 Ísland-Bretland: 10-20 Ísland-Argentína: 24,25-2,75 Ísland-Ástralía: 24-6 Ísland-Japan: 17-13 Ísland-Venesuela: 25-3 Island-Egyptaland: 16-14 HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaujp-Skeifimni -Kringiunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg L6uMter 2-6 stai 71539 Hraunberg 4 sími 77272 ísland Bretland: 15-15 Ísland-Argentína: 13-1,7 Og eftir 9 umferðir hefúr Island forystu með 168,25 stig, en næstir koma svo Bretar með 162 stig. I 5. sæti eru Venseúelabúar með 123 stig, þannig að við eigum 45 stig á þá. Áðeins kraftaverk getur fleytt þeim siðasmefhdu í milliriðil á kosmað okkar manna. Stóra málið á fösmdaginn (í dag) er svo, hverja við fáum í mill- iriðil. Eins og staðan er í dag, myndum við mæta USA B-liði, en trúlega eiga þeir eftir að hækka sig eitthvað. Valið stendur þá á milli Pólveija og Svía. Eg hef trú á að þeir fyrcnefndu verði mótherjar okkar i milliriðli. 96 spil verða spiluð í milliriðli 8 sveita, og kom- ast sigurvegarar í undanúrslit 4 sveita. Eins og okkar menn hafa spilað til þessa, er ekki fjarlægt að gefa þeim þann möguleika, að þeir komist í undanrásir. Tækist það, yrði það stórsigur fyrir íslenskan bridge. Og sérstaklega fyrir þessa 6 stórspilara, sem eru fulltrúar okkar í Japan. Og þeim sjöunda, undra- fyrirliðanum Bimi Eysteinssyni, má ekki gleyma. Hans þáttur í þessum árangri er ómetanlegur. Nánar síðar. Opna Flugleiðamótið á Akur- eyri um síðusm helgi tókst mjög vel. 42 pör mættu til leiks. Spilaður var barometer með 2 spilum milli para. Sigurvegarar urðu Hrólfúr Hjaltason og Sigurður Vilhjálms- son. Röð næstu para varð: Eiríkur Hjáltason - Oddur Hjaltason (bróðir Hrólfs), Ljósbrá Baldurs- dóttir - Hermann Lárusson (fyrsm silfurstigin sem Ljósbrá vinnur sér inn...), Jón Hjaltason - Sigfús Öm Ámason, og heimamennimir Tryggvi Gunnarsson og Reynir Helgason urðu svo í 5. sæti. Stjóm- un og útreikning önnuðust þeir Jakob Kristinsson og Páll Jónsson. Og röð efsm para í Jökiamótinu á Homafirði um daginn varð: Baldur Kristjánsson - Jón Skeggi Ragnarson, Jón Viðar Jón- mundsson - Eyjólfur Magnússon, n Hundahreinsun og greiðsla árgjalds í Reykjavík Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957 um varnir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6 mánaða hreinsaðir af bandormum í október eða nóvember ár hvert. Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til starf- andi dýralækna í Reykjavík með hreinsun. Einungis þeim hundaeigendum sem sent hafa heil- brigðiseftirlitinu gild hundahreinsunarvottorð fyrir 15. desember n.k. verður gefinn kostur á að greiða ár- gjaldið með gíróseðli. Þeir sem ekki senda hreinsun- arvottorð verða að greiða gjaldið á skrifstofu heilbrigð- iseftirlitsins og framvísa um leið gildu hreinsunarvott- orði fyrir hund sinn. Gjalddagi árgjalds er 1. janúar og eindagi 1. mars. Jón Bjarki Stefánsson - Siguijón Stefánsson, Jón Hjaltason - Sigfús Öm Ámason og Ólafur Sigmars- son - Kristján Magnússon. Og Opna spilamótið er á morg- un, í Sigtúni. 38 pör em skráð til leiks. Spilaður verður barometer með 2 spilum milli para. Opna mótið hjá Bridgefélagi Kópavogs er svo næsta laugardag (12. október). Upplýsingar gefur Þorsteinn Berg. Og Opna minningarmótið um Einar Þorfinnsson er svo laugar- daginn 19. október. Skráning er m.a. hjá skrifstofu BSÍ. Daginn þar á eftir, 20. október, er svo árlegt ársþing Bridgesam- bands íslands. Upplýsingar um dagskrá og rétt þingfulltrúa, sem sæti eiga á þinginu, hafa yerið sendar út af skrifstofu BSI og liggja væntanlega hjá skráðum for- mönnum félaganna, skv. lista frá síðasta ári. Þó saknaði umsjónar- maður í þeim plöggum staðlaðs lista ífá BSÍ, yfir þingfúlltrúa hvers félags. Slík undirbúningsvinna létt- ir á dagskrá sjálfs þinghalds, því ávallt vill fara mikill tími í úrskurð kjörbréfanefndar. ,Og fróðlegt væri að skrifstofa BSÍ (meistarastiganefnd) skilaði fyrir ársþing nýju Evrópustigunum. Það er varla óyfirstíganleg vinna að finna út áunnin stig spilara frá 1988, eða hvað? Falleg vinningsleið (og oft sú eina rétta) er oft á tíðum litið vandamál. Vefst þó fyrir mörgum að greiða úr „vandamálinu". Lítum á dæmi um vandamál, sem í raun er þó ekkert vandamál: 4:8642 7: KD73 0:Á7 •!•: D95 4: G7 7: ÁG1062 O: K95 *:Á73 Eftir spaðaopnun Austurs verð- ur Suður sagnhafi í 4 hjörtum. Vestur spilar út spaðatíu, tekið á drottningu, spaðakóngur og spaða- ás. Þú trompar með hjartatíu og Vestur hendir smáum tígli. Og hvað nú? Þú sérð 6 slagi á tromp (með tígultrompun í borði) 2 á tíg- ul og 1 á lauf. En þetta eru aðeins 9 slagir. Hvemig færðu þann 10.? Lausnin er sáraeinföld: Þú gef- ur þér að Austur eigi kónginn í laufi, fyrir opnun sinni á 1 spaða. Þú tekur trompás, og meira tromp og legan er 2-2 hjá andstöðunni. Tígli spilað á ás, meiri tígull á kóng og þriðji tígullinn trompaður i borði. Þá kemur lausnarspilið, smár spaði úr borði. Austur lætur níuna og þú hendir einfaldlega laufi. Leyfir Austri að eiga slaginn. Hann á um það að velja að spila meiri spaða (í tvöfalda eyðu) eða laufi ífá kóngnum. Slétt staðið. Eflirmáli: Svona spil eiga að sjálfsögðu heima í kennslubókum. í þeim til- vikum sem „meistarinn“ spilar ein- mitt á þessa leið (og vinnur sitt spil að sjálfsögðu), þá „sér“ byijandinn alls ekki þessa leið, heldur einfald- lega spilar laufi að drottningu. Og undarlega oft vinnur byrjandinn einnig sitt spil. Sérstaklega þegar menn opna „létt“. Eða gat ekki Austur haldið á hendi eins og: ÁKD93 84 G63 G84 En óneitanlega er fyrri leiðin, þessi með „innkastið“ í spaða fal- legri. Ekki satt? Ólafur Lárusson skrifar . / / ■ /r ■ / 'V 7: t ' X í/" < /f ■■* ILW UV ! < / .o -"y/ v f ~\ / VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. 1/ / \ — l'v/ NJ V —-J) } y /;.r— j i 1 / \ / M""‘ i\ V N NÝTT HELGARBLAÐ 13 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.