Þjóðviljinn - 04.10.1991, Page 14

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Page 14
Erlendar fréttir Fögnuðurinn sem ríkti í Þýskalandi á sameiningar- deginum 2. október 1990 virtist víðs fjarri við hátíðahöldin ári síðar Þvert á móti setti vaxandi út- lendingahatur, einkum i austur- hluta ríkisins, ófagran svip á hátíð- isdaginn. Þannig lagði hópur ný- nasista í bænum Luckenwalde heimili 32 innflytjenda frá Ghana í rúst eftir að þeir höfðu verið fluttir á burt af öryggisástæðum. Nýnas- istamir voru vopnaðir jámstöngum og homaboltakylfum. Tvö börn frá Líbanon, 5 og 9 ára gömul, brenndust illilega þegar bensínsprengju var varpað inn á heimili þeirra skammt frá Dussel- milli íbúa austur- og vesturhluta landsins. Kohl sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að sýna bæri útlend- ingum í landinu umburðarlyndi og virðingu. Margir þeirra hefðu starf- að lengi í Þýskalandi og lagt sitt af mörkum til efnahagslegrar upp- byggingar. Hins vegar sagði hann að koma þyrfli í veg fyrir misnotk- un á tiltölulega frjálslyndum lög- um um innflyljendur, en búist er við að um 200.000 muni sækja um landvistarleyfi á þessu ári. Útlendingahatur í Berlin: tyrkneskur innflytjandi gengurfram hjá vegg með áletrun: „Burtu með Tyrkina!" Fyrir hálfri öld voru gyðingar í sömu sporum í Berlín. Útlendingahatur setti svip á sameiningardag Þýskalands dorf. Og í Elmshom í Schleswig- Holstein réðust svokallaðir skalla- ruddar eða skinheads á blökkmann sem var farþegi í almcnningsvagni og misþyrmdu lionum. Stjómmálamenn héldu ræður í tilefni dagsins, og sagöi Kohl kanslari að þrátt fyrir það að efna- hagsumbætur væru nú vel á veg komnar í austurhluta ríkisins, þá væri enn djúp sálfræðileg gjá á Enda þótt aðeins sé reiknað með að um 5% þeirra fái landvist- arlcyfi, þá hefur reynslan orðið sú að tugþúsundir dvelja langdvölum og jafnvel ámm saman i landinu á meðan mál þeirra em í athugun eða fyrir dómstólum. Kohl sagðist vita að þetta ylli mörgum áhyggjum, og sagðist myndi gera það sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir misnotkun innílytjendalaganna. Henning Voscherau, borgar- stjóri Hamborgar og forseti efri deildar þingsins í Bonn, sagði í til- efni dagsins að Þjóðverjar yrðu að sýna þeim 5 miljónum útlendinga sem lifðu á meðal þeirra virðingu og umburðarlyndi, ekki síst vegna eigin fortíðar. Stjómmálaskýrendur telja að nýlegan ósigur Jafnaðarmanna (SPD) í kosningum til fylkisþings- ins í Bremen megi að nokkm rekja til almenns ótta við útlendinga, en Jafnaðarmenn hlutu um 38% at- kvæða á móti nær 50% 1987. Hinn kristilegi flokkur Kohls fékk nú 30,5% á móti 23,4% fyrir 4 ámm. Telja fréttaskýrendur að Jafn- aðarmenn hafi hugsanlega fengið að gjalda fyrir of frjálslynda af- stöðu sína til innflytjenda, og að loforð Kohls um hertar aðgerðir Ganga Sovétríkin i NATO? James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra Þýskalands, gáfu út sam- eiginlega yfirlýsingu í gær þar sem hvatt er til nánara sam- starfs NATO og Sovétríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála. Tillaga þeirra fól að vísu ekki í sér að Sovétríkin og nokkur önnur ríki A-Evrópu gengju i bandalagið, en samkvæmt yfir- lýsingunni er hvatt til þess að NATO og A-Evrópuríkin stofni með sér sérstakt samstarfsráð á sviði öryggis og varnarmála. I yfirlýsingu ráðherranna segj- ast þeir ætla að vinna að því með bandalagsþjóðunum í NATO að koma á fastari samskiptum við lýðræðisríki í Mið- og Austur- Evrópu, og að það verði hlutverk leiðtogafundar NATO-ríkjanna í Róm í nóvember næstkomandi að koma á formlegum samskiptum bandalagsins við þessi ríki í fram- tíðinni. I yfirlýsingu ráðherranna er talað um að sameiginlegt öryggis- ráð NATO og A-Evrópuríkja ætti að hafa regiulcga fundi sendifull- trúa annars vegar og ráðherrafundi hins vegar, að koma ætti á auknum samskiptum til þess að efla skiln- ing á tengslum stjómvalda og hers í lýðræðisrikjum Vesturlanda, að opna ætti upplýsingaskrifstofur NATO í höfuðborgum A-Evrópu- ríkja, að koma ætti upp sameigin- Iegum áætlunum um neyðarhjálp og flóttamannahjálp í ríkjunum. Þá sögðu Baker og Genscher að það ætti að vera forgangsverkefni NATO að styðja alla viðleitni þessara ríkja til þess að breyta vopnaiðnaði sínum í framleiðslu- iðnað á neysluvamingi. Ráðherrarnir hvöttu sovésk stjórnvöld til þess að svara bylt- ingarkenndum afvopnunartillögum Bush Bandaríkjaforseta með sam- svarandi áræði og hugmyndaflugi og sögðu það meginverkefni NATO nú að styðja og styrkja Iýð- ræðislegar stofnanir og frjálsa efnahagsþróun í austurhluta álf- unnar. „NATO getur beinlínis stuðlað að myndun nýrrar sterkrar og lýðræðislegrar Evrópu og mun aðlaga uppbyggingu sína að því markmiði að leiða Evrópu að sam- eiginlegri öryggishugsjón og stuðla að aukinni ábyrgð Evrópu- ríkja á vömum álfunnar,“ segir í þessari sameiginlegu yfirlýsingu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Þýskalands. -ólg/reuter | B S FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR W Síðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500 Félagsráðgjafi Laus er 75% staða félagsráðgjafa á félagsráð- gjafasviði öldrunarþjónustudeildar í Síðumúla 39. Til greina kemur ráðning í 50% starf. Starfið er fólgið í ráðgjöf og aðstoð við aldraða, mati á húsnæðis- og þjónustuþörf og meðferð umsókna um húsnæði og fjárhagsaðstoð. Nánari upplýsingar veita yfirmaður öldrunar- þjónustudeildar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og forstöðumaður félagsráðgjafasviðs Ásta Þórðar- dóttir. Umsóknarfrestur er til 18. október n.k. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500 Meðferðarfulltrúi Meðferðarfulltrúi óskast í 50% starf á Áfanga- staðinn Amtmannsstíg 5 A. Menntun á sviði uppeldis, félags- eða sálfræði æskileg. Reynsla í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendur er einnig æskileg. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Áfanga- staðarins í símum 26945 og 686956. Umsóknarfrestur er til 15. október n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. gegn innfiytjendastraumnum megi skoða í þessu ljósi. -ólg. Erótík ■ bógu eyoni- S|úkra? 1 gær var opnuð í Kaup- mannahöfn yfirgripsmikil sýning á klámi og ýmsum „hjálpartækjum ástarlífs- ins“ undir yfirskriftinni „Erotica 2000“. Sýningin, sem stendur i 4 daga, tekur yfir gríðarmikið sýningarsvæði þar sem saman hefur verið safnað öllum hugsanlegum afurðum kyn- lífsiðnaðarins, svo sem plast- ígildum getnaðarlima og skapa kvenna, kynæsandi nær- klæðum og tólum til að svala kvalalosta og öðrum bældum kenndum, myndböndum til sjálfsfróunar og örvunar, myndskreytingum og bókum er tengjast furðum og leyndar- dómum kynlífsins ffá ólíkum timum og menningarskeiðum. Aðstandendur sýningar- innar segja svæðinu skipt í tvennt, og er annar helmingur- inn ætlaður allri fjölskyldunni, þar sem megináhersla er lögð á kynfræðslu. Hinn hlutinn er einungis ætlaður fullorðnum, þar sem svæsnari vamingur er til sýnis. Aðstandendur sýningar- innar búast við um 50.000 gestum á 4 dögum, en að- gangseyrir er 750 ísl. kr. Hafa forsvarsmenn þegar heitið því að leggja eina miljón ísl. kr. í styrktarsjóð eyðnisjúkra auk þess sem sjóðurinn muni fá 100 kr. af hveijum seldum að- göngumiða. Mikill fjöldi útlendinga er sagður væntanlegur á sýning- una, allt frá Amsterdam til Ist- ambul. -ólg/reuter NÝTT HELGARBLAÐ 14 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.