Þjóðviljinn - 04.10.1991, Side 15
F r é t t i r_
St. Jósefs-
spítali skal
ekki lagóur
nióur-og þó
Hafnfirðingar vita tæplega leng-
ur hvað snýr upp og hvað niður
( málflutningi heilbrigðisráðherra
um málefni St. Jósefsspítala.
Bandalagi kvenna barst svar í
gær frá Sighvati Björgvinssyni
við samþykkt sem honum var
send og segir í bréfi hans að
„engin áform hafa verið uppi um
að loka sjúkrahúsinu eins og
látið er að liggja í samþykkt-
inni.“ Sama dag var forráða-
mönnum sjúkrahússins gert
Ijóst af fulltrúum ráðuneytisins
að ekki yrði horfið frá fyrri áætl-
unum um að sjúkrahúsrekstur
skuli lagður niður og tekinn upp
rekstur hjúkrunarheimilis um
áramót.
Formaður Bandalags kvenna
og fulltrúi í stjóm spítalans, Ema
Fríða Berg, segist ekki skilja svar
ráðherrans og það komi ekki heim
og saman við það sem ráð er fyrir
gert i' fjárlagaírumvarpi.
1 bréfi ráðherra segir, auk þess
sem er ofan greinir, að ráðuneytið
eigi nú í viðræðum við stjómendur
St. Jósefsspítala um aðhaldsað-
gerðir, lækkun kostnaðar og „hugs-
anlegar skipulagsbreytingar í
rekstri" og um þá tillögugerð verði
höfð samvinna við stjómendur
sjúkrahússins.
Sama dag og bréfið barst, mið-
vikudag, áttu stjómendur St. Jós-
efsspítala fúnd með Páli Sigurðs-
syni ráðuneytisstjóra og Svanhvíti
Jakobsdóttur deildarstjóra. „Þrátt
fyrir ýmsar yfirlýsingar ráðherrans
um hið gagnstæða á undanfomum
dögum þá var boðskapurinn ná-
kvæmlega sá sami og hefúr verið,“
segir Ami Sverrisson forstjóri St.
Jósefsspítala. „Þetta fólk virtist
ekki hafa umboð til að semja um
eitt eða neitt við okkur og hefur
ekkert í höndunum annað en það
að fjárlögin segja að það eigi að
skera hér niður um 120 milljónir."
Ami sagðist ekki sjá hvað það
væri sem þeim væri boðið að
semja um, augsýnilega væri þeim
aðeins boðið að samþykkja það
sem búið væri að tala um í ráðu-
neytinu. Líklega yrði málið í bið-
stöðu í ráðuneytinu í eina til tvær
vikur á meðan starfsmenn þess
ráða ráðum sínum um framhaldið.
Hafnfirðingar hyggjast þó ekki
bíða aðgerðalausir og undirbúa nú
víðtæka undirskriftasöfnun. Söfh-
unin verður skipulögð af nefnd
sem skipuð var á samráðsfundi nær
allra félagasamtaka í Hafnarfirði i
vikunni. Fundurinn, sem haldinn
var að frumkvæði Bandalags
kvenna, samþykkti að skora á heil-
brigðisráðherra, þingmenn kjör-
dæmisins og bæjaryfirvöld að
stuðla að því að St. Jósefsspítali
verði áfram rekinn sem deildaskipt
sjúkrahús í þágu Hafnfirðinga. Þá
er í bigerð að leita liðsinnis hinna
ýmsu félaga í Garðabæ og Bessa-
staðahreppi við undirskriftasöfh-
unina, sem einnig eru á heilsu-
gæslusvæði spítalans. -vd.
Ofsaveður gekk yfir norðan- og
vestanvert landið í gærmorgun
og fram eftir degi. Tjón af völd-
um veðursins var tilfinnanlegt á
Siglufirði og sagði Guðni
Sveinsson, lögregluvarðstjóri
þar, að mönnum hefði brugðið
þegar Beinið, gömul síldar-
bræðsla á þremur hæðum, fauk
um koll.
Björgunarsveitarmenn, iðnað-
armenn og starfsmenn bæjarins
höfðu nóg að gera á Siglufirði.
„Bárujámsplötur og öskutunnur
voru eins og skæðadrífa hér um
bæinn, og í raun og veru var varla
stætt þegar veðrið var sem verst.
Við þurftum meira að segja að
sétja farg í lögreglubílinn svo hann
fyki ekki út í veður og vind,“ sagði
Guðni.
Um kl. 18.00 í gær höfðu borist
25 foktilkynningar á Siglufirði og
vitað var um tvo bíla sem höfðu
skemmst. „Það á sjálfsagt eftir að
koma í ljós meira tjón á húsum og
bílum þegar veðrið fer að ganga
niður. Núna er ansi mikill vindur
en hann kemur ekki eins mikið í
hviðum og í morgun,“ sagði
Guðni. Bragi Jónsson, veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofú íslands, upp-
lýsti Þjóðviljann um að veðrið
myndi haldast svona eitthvað fram
eflir degi í dag. Lægðin sem hefði
farið sunnan við landið drægi á eft-
ir sér skil sem væm ansi slæm.
„Það fer einnig kólnandi og má bú-
ast við því að einhver slydda verði
um landið og þá sérstaklega á fjall-
vegum,“ sagði Bragi.
Aðspurður hvort von væri á
fleiri lægðum í kjölfar þessarar,
sagði Bragi að nú væri sá árstími
þegar allra veðra væri von. „Þessa
stundina em aðstæður í háloftunum
þannig að búast má við kröppum
lægðum. Við vitum um eina sem er
á leiðinni, en getum ekki sagt ná-
kvæmlega til um hve djúp hún
verður. Annars er að koma vetur
og það vita allir að svona lægðir
koma af og til. Það er því ástæða til
að hvetja fölk til að huga að húsum
sínum og umhverfi þeirra og reyna
að minnka hættuna á tjóni af völd-
um veðráttunnar,“ sagði Bragi.
-sþ
Stefnan tekin á
heimsmeistaratitilinn
Jón Baldursson, einn af bridge-
spilurunum fræknu sem eru að
gera garðinn frægan í Japan,
sagði að ef (slendingum tækist
að halda fyrsta sætinu í sínum
riðli væri óskandi að b-lið
Bandaríkjanna yrði frekar en
Hong Kong í fjórða sætinu í hin-
um riðlinum.
Eins og sagt var frá í Þjóðvilj-
anum í gær er fyrirkomulagið eftir
að riðlakeppninni lýkur þannig að
sú þjóð sem er í fyrsta sætinu í öðr-
um riðlmum spilar við þá fjórðu í
hinum. Islendingar eru þegar tvær
umferðir eru eftir í riðlakeppninni
með 19,25 stiga forystu og vonir
standa til að það nægi þeim í fyrsta
sætið. 1 hinum riðlinum er b-lið
Bandaríkjanna í fjórða sætinu, en
aðeins sex stigum á eftir þeim er
Hong Kong.
Gærdagurinn var íslendingum
þungur í skauti og eftir að hafa lot-
ið í lægra haldi fyrir Egyptum með
11 stig gegn 19 þeirra, gerðu okkar
menn jafntefli við Ástrala 15-15,
en unnu síðan Japan með 21 stigi
gegn 9.
Eftir gærdaginn voru Islending-
ar með góða forystu í sínum riðli
eða 218,25 stig á móti 199 stigum
Breta sem voru næstir í röðinni. í
þriðja sæti komu Argentínumenn
með 194,25 og í fjórða sæti riðils7
ins var Venesúela með 166 stig. í
hinum riðlinum eru það erkióvin-
imir í íþróttum Svíar með foryst-
una eða 222 stig. í öðm sæti em
Brasilíumenn með 208 stig og í því
þriðja em Pólveijar með 207,35
stig. Eins og áður sagði era það b-
lið Bandaríkjamanna og Hong
Kong sem beijast um fjórða sætið,
en b-lið Bandarikjanna er með 195
stig og Hong Kong með 189 stig.
I dag mun riðlakeppninni ljúka
og heyja Islendingar fyrst omstu
við Venesúela og ljúka riðlakeppn-
inni með því að spila við a-lið
Bandaríkjamanna.
-sþ
Kristinn H. Einarssson, formaður BISN, sagði að orð núyerandi Jjármálaráðherra á kosningafúndi í vor, um að iðn-
nemar myndu fá sömu meðferð og aðrir námsmenn hjá LIN hafi verið svikin. Mynd: Jim Smart.
Iðnnemarsaka
fjármálaráðherra
um ósannsögli
Sagði Friðrik Sophusson ósatt?
stóð í undirfyrirsögn fréttatil-
kynningar er Iðnnemasamband
(slands sendi frá sér til fjölmiðla.
Tilefnið var að sl. vor sagði
Friðrik, á kosningafundi í Iðn-
skólanum í Reykjavík, að breyt-
ingar á Lánasjóði íslenskra
námsmanna (LÍN) myndu ekki
koma niður á iðnnemum. Þetta
segja þeir að hafi nú gerst og
með nýju breytingunum hjá L(N
fái iðnnemar lakari tekjumeð-
ferð en aðrir námsmenn.
Iðnnemasamband íslands og
Skólafélag Iðnskólans í Reykjavík
héldu þvf upprifjunarfund fyrir
Friðrik Sophusson, núverandi fjár-
málaráðherra. Iðnnemar buðu Frið-
rik á fundinn og sögðust hafa
myndbandsupptöku af honum þeg-
ar hann sagði í vor að fráleitt væri
að nokkrar þær breytingar sem
gerðar yrðu hjá LIN yrðu látnar
bitna sérstaklega á iðnnemum.
Kristinn H. Einarsson, formað-
ur Bandalags íslenskra sérskóla-
nema, hélt ffamsögu fyrir hönd
iðnnema og rakti hann þar fjölda
dæma um að iðnnemar fengju í dag
mun lakari tekjumeðferð hjá LIN
en annað skólafólk er fengi lán hjá
sjóðnum. Kristinn varpaði ffam
þeirri spumingu á fúndinum hvort
það væri stefna stjómvalda að
fjölga lögffæðingum og viðskipta-
fræðingum í landinu og láta á með-
an iðnnámið sitja á hakanum. „Em
of margir iðnnemar í námi?“ spurði
hann og sagði að allir vissu að svo
væri eldci.
Friðrik Sophusson lagði ekki á
sig að mæta ffammi fyrir þessum
kjósendahóp og bar við önnum á
þingi. í hans stað mætti Steingrím-
ur Ari Arason, aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra og varaformaður
stjómar LÍN. Hann sagði að um-
fjöllunin væri allt einn stór mis-
skilningur. Þegar reglum lána-
sjóðsins hafi verið breytt hafi
t.a.m. verið tekið mið af iðnnemum
í sambandi við tekjumörk þeirra
sem væm á starfssamningum. „Að
breyta úthlutunarreglum LÍN til að
takmarka námsmöguleika iðnnema
meira en annarra námsmanna er
tómur misskilningur,“ sagði Stein-
grímur. Aðstoðarmaður ráðherra
vildi aftur á móti ekki gefa orð sín
fyrir því að iðnnemar fengju sömu
tekjumeðferð og aðrir námsmenn,
þegar hann var hvattur til þess. En
hann sagði að ef það kæmi fyrir
yrði málið að sjálfsögðu skoðað í
stjóm LÍN. -sþ
Aðlögun áb
ECU I aföngum Tjón í ofsaveóri ó Siglufirói
Til að undirstrika að verið sé að
leggja grunninn að því að
tengja íslensku krónuna við
ECU, evrópska myntkerfið, hef-
ur verið ákveðiö að um næst-
komandi áramót verði gengis-
voginni breytt þannig að í henni
verði aðeins ECU, Bandaríkja-
dollar og japanskt yen. Um mitt
næsta ár verður síðan stefnt að
ákveðnum lagabreytingum sem
taldar eru nauðsynlegar til að
tengja krónuna við ECU og á
árinu 1993 er síðan ætlunin að
stíga skrefið til fulls.
Frá þessu var skýrt á blaða-
mannaíúndi sem Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra efndi til í gær.
Ásamt honum vom á fundinum
seðlabankastjóri og forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar. En eins og kunnugt
er hefúr ríkisstjómin að undan-
fomu fjallað um greinargerðir frá
þessum tveimur stofnunum um
tengingu krónunnar við ECU-
myntkerfið. Ennfremur var ítrekað
af hálfú ráðherra að einn af hom-
steinum efnahagsstefnu ríkisstjóm-
arinnar væri stöðugt gengi og því
engin áform um að fella gengi
krónunnar. Ráðherra sagði að
áffamhaldandi stöðugt gengi og
fyrirhuguð tenging krónunnar við
ECU þýddi gmndvallarbreytingu í
stjóm efnahagsmála.
Til að skapa nauðsynlegar for-
sendur fyrir tengingu íslensku
krónunnar við ECU er nú unnið að
ýmsum veigamiklum skipulags-
breytingum. Þar má nefna að regl-
ur um skilaskyldu á erlendum
gjaldeyri verða rýmkaðar til að
unnt sé að þróa gjaldeyrismarkað,
styrkja þarf stjómkerfi Seðlabank-
ans í peningamálum og afla laga-
heimilda til að gengi krónunnar
geti ráðist af ffamboði og eftir-
spum á markaði. Jafnffamt þessu
verður aflétt enn frekar hömlum á
gj aldeyrisviðskiptum.
Að mati viðskiptaráðherra
mæla ýmis rök fyrir því að gengj
krónunnar verði tengt ECU. í
fyrsta lagi er með slíkri tengingu
gefin sterkari yfirlýsing um stöðugt
gengi en hingað til og í henni felst
jafnframt aðhald að öllum ákvörð-
unum í efnahagsmálum. I öðm lagi
dregur tenging við ECU úr gengis-
áhættu í viðskiptum á ECU-svæð-
inu, það er í Evrópu. Ennfremur
felst í _ECU-tengingu yfirlýsing um
vilja Islendinga til nánara sam-
starfs við Evrópuþjóðir í viðskipta-
og efhahagsmálum og í fjórða lagi
mun tenging krónunnar við ECU
gera hana gjaldgengari í erlendum
viðskiptum en nú er.
Til að komast hjá þeim sveifl-
um sem jafnan em í íslenskum
þjóðarbúskap, sem eiga í veruleg-
um mæli rætur sínar að rekja til
sjávarútvegsins, er lagt til að byggt
verði upp öflugt sveiflujöfnunar-
kerfi í sjávarútvegi, virk sveiflu-
jöfnun í skattlagningu fyrirtækja,
virkari stjóm ríkisljármála og pen-
ingamála en síðast en ekki síst þró-
un nýrra útflutningsgreina. Þá úti-
lokaði ráðherra ekki að tekið yrði
upp veiðileyfisgjald í sjávarútvegi
og vísaði til yfirlýsingar Alþýðu-
flokksins þar um.
-grh
NÝTT HELGARBLAÐ
t 5 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991