Þjóðviljinn - 31.01.1992, Page 9
Blað sem engum
að er óneitanlega undarleg
tilfínning að setjast niður til
að skrifa sína síðustu grein í
Þjóðviljann. í sannleika sagt líð-
ur mér ekki ólíkt því að vera að
skrifa minningargrein um mann
sem óvænt hefur fallið frá á besta
aldri. Kröftugan og umdeildan
mann sem hafði alla tiða átt við
erfíðan sjúkdóm að stríða, á
stundum vart verið hugað líf en
alltaf haft það á seiglunni. Þá
þegar minnst varði, var hann all-
ur.
Eitthvað þessu lík hefur lífs- og
þrengingasaga Þjóðviljans verið
undanfarin ár og áratugi. Blaðið
sem alla tíð átti í vök að verjast
hvað fjárhaginn snerti, en sýndi
þrátt fýrir það oft og tíðum bæði
áræði, snerpu og þor þegar aðrir
þögðu. Blað sem hefur haft á að
skipa mörgum af bestu pennum
þjóðarinnar. Blað sem engum hefur
verið sama um, hvorki áskrifendum
né þeim sem aldrei datt í hug að iíta
í blaðið. Allir höfðu sína skoðun á
því sem þar birtist og kannski ekki
síður því sem aldrei birtist.
Ég starfaði á ritstjóm Þjóðvilj-
ans í réttan áratug. Það var sannar-
lega viðburðaríkur og skemmtileg-
ur tími en gat líka verið erfitt þegar
fáliðaður blaðamannahópurinn
vann myrkranna á milli við að
koma blaðinu út.
Það þekkja allir sem unnið hafa
við blaðamennsku að það þarf sam-
virkan og glaðlyndan hóp góðra
starfsmanna til að gefa út gott blað.
Þjóðviljinn getur státað af því að
þar hefur alla tíð verið úrvals
starfsfólk og samheldni yfirleitt
góð. Ég ætla ekki að rifja upp ein-
staka viðburði eða nefna til sögunn-
ar ákveðna samstarfsmenn, heldur
nota tækifærið og þakka öllu því
ágæta fólki sem ég átti samleið
með á Þjóðviljanum þau ár sem ég
starfaði þar.
Síðustu árin hef ég verið nokk-
uð tíður gestur á ritstjóm Þjóðvilj-
ans, bæði til að hitta gamla starfsfé-
laga að máli og einnig í margvís-
legum erindum fyrir Blaðamanna-
félagið. Það tekur sjálfsagt nokkum
Þjóp¥hjimm
var sama um
tíma að uppgötva það til hlítar að
Þjóðviijinn er hættur að koma út.
Hér er komið að merkum tímamót-
um í islenskri blaðasögu.
Það hefur legið í loftinu um
nokkurt skeið að til umtalsverðrar
uppstokkunar gæti komið í blaðaút-
gáfu hérlendis. Þar er ísland síður
en svo sér á parti. Sama þróun hef-
ur verið að eiga sér stað í öllum ná-
lægum löndum. Lítil og miðlungs-
stór dagblöð, sem gefin em út á
landsvísu og tengd á einn eða ann-
an hátt pólitískum hreyfmgum, eiga
erfitt uppdráttar og blaðadauði er
nær daglegt brauð.
Skýringin á þessari þróun ligg-
ur m.a. í stóraukinni útþenslu ljós-
vakamiðla, harðnandi samkeppni
um auglýsingar og almennum efna-
hagslegum samdrætti og um leið
vanmætti hinna minni blaða til að
veita þá almennu þjónustu sem
blaðalesendur leita eftir í síauknum
mæli.
Rekstur Þjóðviljans var kominn
í þrot. Við þær aðstæður var ekki
um margt að velja fyrir stjómendur
og eigendur blaðsins. Áætlanir og
vonir um stoíhun nýs blaðs, sem
gæti staðið sig í harðri samkeppni á
fjölmiðlamarkaðnum, hafa ekki
gengið eftir enn sem komið er.
Því miður blasir nú við nokkurt
atvinnuleysi í stétt blaðamanna.
Efitir mikla uppgangstíma síðustu
ára er nú víða verið að draga saman
seglin. Þetta er alvarleg staða sem
ástæða er til að hafa áhyggjur af.
Það ljós skín þó í myrkrinu að
nokkrir fyrrum starfsmanna Þjóð-
viljans og félagar í Blaðamannafé-
laginu ætla ekki að láta deigan síga
og hafa kynnt útgáfu nýs helgar-
blaðs sem hefur göngu sína strax I
næstu viku. Hér er um merkt og
virðingarvert framtak að ræða sem
vonandi fær góðar undirtektir al-
mennings svo útgáfa þess nýja
blaðs verði tryggð. Blaðaútgáfan
heldur því enn um sinn velli í
(Blað)- Síðumúlanum, þar sem öll
dagblöð landsins utan Morgunblað-
ið höfðu sínar bækistöðvar, fyrir
réttum áratug.
Síðan þá hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar. Höfuðstöðvar fluttar
vítt og breitt um borgarlandið, nýir
miðlar komnir til sögunnar og aðrir
hafa lagt upp laupana. Það er hins
vegar meira en lítill viðburður í ís-
lenskri blaða- og fjölmiðlasögu
þegar 56 ára sögu Þjóðviljans er
lokið. Hvaða taugar sem menn hafa
haft til blaðsins, þá er víst að það
hefur haft ótvírætt gildi sem frétta-
og umræðuvettvangur islenskra
þjóðmála. Hvort og hvemig sá vett-
vangur verður uppfylltur f næstu
framtíð mun tíminn einn leiða í
ljós, en hitt er víst að sú uppstokk-
un sem nú hefur átt sér stað er að-
eins upphafið að því sem á eftir
mun fylgja.
Lúðvík Gcirsson,
form. BÍ
EINSTAKT TILBOÐ!
ALLTAÐ
AFSLÁTTUR
Seljum næstu
daga skápa og
húsgögná
stórlækkuðu
verði.
Lítið
útlitsgallaðir
fataskápar
með miklum
afslætti.
Dæmi um einstök tilboð:
Átur Nustgr.
Fataskápur80x210 nrt _ - wt.wrUs 18.905.-
Fataskápur60x210 25.63C~ 13.965.-
Hjónarúm én dýnu 154x205 16.0C0. - 18.905.-
Einstaklingsnim án dýnu 80x200 42.625?' 10.355.-
Einstaklingsrúmándýnu79x190 -17.7C5:- 8.550.-
Vegghilla 37x200 6.555.-
Vinnuborl 80X160 8.455.-
Vinnubori80x120 a n /i/ia. 'IV.iIUV.'- 7.505.-
Bókasképar80x184 i— 16.625.-
Landsbyggðarþjónusta:
Tökum við símapöntunum og
sendum um land allt
VISA
Opið: 9-18 virka daga
10-16 laugardaga
Visa raðgreiðslur i allt
að 18 mán., engin útborgun.
AXIS
AXIS HUSGOGN HF.
SMIÐJUVEGI9. KÓPAVOGI
SÍMI: 43500 FAX 43509.
Ibmstundoskólinn:
Vorörin’92
Kennsla á vorönn hefst í næstu viku.
Opið íyrir innritun og afgreiðslu laugardag
og sunnudag kl. 10 - 18 báða dagana.
Hvergi fjölbreyttara úrval af námskeiðum.
TÓMSTUNDA
SKOUNN
Grensásvegi 16a
Sími677222