Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 15
ÞjéewjMN Þjóðviljaöld Það var um nótt. Við stóðum nokkrir skólastrákar á Hverfis- götubrúninni við Arnarhól, horfðum yfir að húsinu númer fjögur og hlustuðum eftir malinu í prentvélunum. Kannski kæmi hann ekki fyrr en klukkan fjögur, kannski ekki fyrir en fimm, nýr og stór Þjóðvilji, en samt vorum við ákveðnir að bíða, líta hann augum, fara um hann höndum. Nú, eftir fimmtíu og þrjú ár, er erfitt að segja hvers við væntum. Var það einhver hreinleiki, afdrátt- arleysi, jafnvel hetjuskapur og ný reisn í hálfvelgju mannlífsins? Spánarfararnir voru snúnir heim með brotinn skjöld, og alltaf bætt- ust þeir við, gyðinglegir Iistamenn, jafnaðarmenn og kommúnistar, sem höfðu svo naumlega borgið lífi undan hakakrossinum. Og hér heima bjó atvinnuleysið í hverjum kjallara. Tími teygju- byssunnar virðist í nánd Ungur upplifði ég Þjóðvilj- ann eins og aftökusveit - eða þangað til mér varð ljóst þetta voru bara púðurskot. Þá upp- lifði ég hann eins og bófahasar. En ég er löngu hættur að taka þátt í pólitískum slagsmálum. Og það held ég við Árni Berg- mann eigum sameiginlegt. Aðrir munu áreiðanlega halda áfram að slást. En nú eru það hags- munir, áður hugsjónir. Ætla mátti að þær væru Þjóðviljan- um verðugt viðfangsefni, hvað sem öðru leið. Nú hefur reynsl- an sett strik í reikninginn og sjó- kaldur veruleikinn blasir við. Hugsjónir mannsins eru eins og hann sjálfur; hálfgert hrófatild- ur. Hugsýn marxista er heldur ömurleg augsýn, einsog hún blasir nú við. Það hefur alltaf háð Þjóðvilj- anum að hann hefur trúað meir á gervimann en guð. Og hann hefur ætlað, eins og önnur málgögn marxismans, að breyta dauðum uði Hegels í samfélagsgoð, oldgert í Marx og Lenín. En maðurinn býr ekki til guðdómlegt samfél^g sem er andstætt eðli hans. Ur því verður óskapnaður eins og við höfum nú séð. Við get- um ekki hannað samfélag handa guðlegum verum því við erum bundin veraldlegum og jarðlægum takmörkunum. Paradísin var blekking og við getum ekki lifað á blekkingu. Maðurinn er ekki guð; í mestalagi pappírsguð. Ungur þurfti ég að venjast því að verk min væru metin pólitískt. Þjóðviljinn sló tóninn. En hann var með einhverjum hætti verðug- ur andstæðingur og margir merkir hugsuðir lögðu honum lið. Nú kem ég ekki auga á arftaka þeirra. Aftökusveitin hverfúr hægt inní heilsuhæli markaðshyggjunnar; púðurskotin úr tízku. Tímabil teygjubyssunnar virðist í nánd. Matthías Johannessen JBOJLr Skútuvogi 10a - Sími 686700 Okkur óraði þá ekki fyrir því grimmilega lögmáli, sem var ekki heldur von í miðri kreppunni, að verkalýðsflokkur, róttækur um- bótaflokkur, eyðir sífelldlega sjálf- um sér. Hann reisir stöðugt upp fólk til betri lífskjara og þarmeð til annarrar stéttar, og innan stundar er svo komið, að því finnst það ekki lengur þurfa á flokki sínum og málgagni að halda. Það segir sósíalismi og verkalýðsbarátta í kæringi og smellir i góm, en gleymir því að það situr sjálft á þeim arfi. Það gleymir því, að það voru hinir skeleggu pennar, foryst- an í kröfugöngum, fundum og verkfollum sem elduðu af sér þá lífsbót sem orðin er. Og blað þeirra, sem stóð í þessu stríði, æ, það er bara Þjóðviljagreyið; nú lif- um við í smáauglýsingum Dag- blaðsins og borgum áskriftina að Stöð 2. Hefúr Þjóðviljinn þá runnið sitt sögulega skeið? Því miður verður því sjálfsvarað þegar búið verður að þræla okkur undir evrópska stórauðvaldið, með leppa sína við hveija höfn og hveija lind, þegar hormónakjöt Og salmapútur gera gimbur á fjalli að þjóðsögu í munni landlauss bónda. Og því er nú þegar sjálfsvarað, þegar íslenzk jörð bifast af reiði launþega, þegar skorið er utan af hveiju einu sem verkalýðshreyfing og blað hennar heyjaði mönnum í hálfa öld. Mun þá enginn sakna sér vopns í hend- ur? Þótt Þjóðviljinn hafi borið þess merki um hríð, að hann er að beija nestið, er saga hans umlukin mikl- um ljóma. Óvíða hafa menn á okk- ar öld stýrt snarpari penna í rimmu dægranna, og óvíða hefúr staðið slíkt drengjaval að nokkru mál- gagni. Heilt tímabil 19. aldar helg- ast af Fjölni. Mun fjarri sanni að sagan minnist á líkan hátt ára Þjóðviljans i sögu 20. aldar? Varla þarf að nefna til menn, svo lífs sem þeir eru enn með okk- ur: Halldór, Kristinn, Magnús, Sverrir, Ámi... Ótti minn er sá, að við séum með Þjóðviljanum að kveðja ris- mikið skeið og þokast til auð- blindu og þess rótleysis sem heldur að islenzk þjóðmenning sé eitt- hvað uppi í Árbæjarsafni, þjóð- frelsi eitthvað úr kopar niðri á Austurvelli. Færi svo, er ekki að- eins blaðs misst, heldur brysti þar meginás íslenzkrar sögu. Björn Th. Björnsson Mín reynsla 20. ágúst 1977 lenti Þorleifur Kristmundsson sjómaður í alvarlegu bílslysi og hefur síðan þá verið bundinn við hjólastól. Þorleifur, sem nú er 39 ára gamall og vinnur hlutastarf á skrifstofu, segir m.a.: „Örorkulífeyrisgreiðslur þær sem ég fæ úr lífeyrissjóðnum mínum hafa algjörlega bjargað mér fjárhags- lega og hjálpað mér gífurlega mikið." Það vill oft gleymast í amstri hversdagsleikans að aimennu lífeyr- issjóðirnir bjóða samtryggingu sjóð- félaga. Samtryggingin er m.a. fólgin í því að þeir sem njóta örorku-, maka- og barnalífeyris fá almennt mun hærri lífeyri en sem nemur greiddum iðgjöldum þeirra til viðkomandi sjóðs. Lífeyrissjóðir innan Sambands al- mennra lífeyrissjóða eru sameignar- sjóðir sem bjóða sjóðfélögum mikla tryggingavernd. Lífeyrissjóðirnir eru ekki eins konar bankabækur sjóð- félaga. Þeir gegna mikilvægara hlut- verki en það. Þeir eru samtrygging sjóðfélaga! Munum það! SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓDA - Samræmd lífeyrisheild - Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.