Þjóðviljinn - 31.01.1992, Page 19
Sigurður A. Magri-
ússon rithöfundur
• ♦
Omurleg
kaflaskipti
jóðviljinn er að kveðja og
stórt skarð fyrir skildi. Það
tnega verða miklar og rót-
tækar breytingar á þeim blaða-
kosti sem eftir stendur, ef maður á
að gera sér vonir um að mega
opna íslenskt dagblað nema sér til
sárra leiðinda. Jaðrar raunar við
undur, að í öllu því lesmáli sem
landsmönnum er dagsdaglega
boðið uppá skuli fábreytnin, flat-
neskjan og andlega örbirgðin vera
svo yfirþyrmandi.
Þjóðviljinn var sá fjölmiðill sem
af mestri reisn og metnaði leitaðist
við að sigla beitivind gegn lágkú-
runni og doðanum í þjóðlífmu, og
má segja að mælskastur vottur um
ríkjandi ástand sé einmitt sú stað-
reynd að hann er nú að syngja sitt
síðasta. Við brotthvarf hans blasir
við endalaust eyðiland í íslenskri
fjölmiðlun.
Um það þarf naumast að fjöl-
yrða að Þjóðviljinn var langsamlega
læsilegasta dagblað sem hér kom út
á síðustu áratugum, og er raunar
undrunarefni sé miðað við fjárhag-
inn og mannaflann sem blaðið löng-
um bjó við. Þar var valinn maður í
hveiju rúmi og peningar aldrei látnir
skipta meginmáli, þótt fjárhagsvandi
yrði um síðir það sker sem blaðið
steytti á, og er þá vert að hafa hug-
fast að þeir sem nú fara með völd í
þjóðfélaginu létu ekki sitt eftir liggja
að koma blaðinu á kné. Þeim kafla
má ekki gleyma þegar saga íslenskr-
ar blaðamennsku á öldinni verður
skráð.
Islenskum jafnaðarmönnum
svíður það sárast, að þögnuð er sú
röddin sem skeleggast tók svari lítil-
magnans í samfélaginu og andæfði
af mestum myndugleik hverskyns
sukki og spillingu sem búið hafa um
sig í þjóðarlíkamanum eins og illk-
unjuð æxli. Hvar er nú sá fjölmiðill
sem talar máli einstæðra mæðra,
bama, gamalmenna, sjúklinga, fanga
og fatlaðra? Hver verður nú til að
„Af öllum fslenskum fjölmiðlum hefur
Þjóðviljinn staðið dyggastan vörð um
þau verðmæti og lífsgildi sem for-
takslaust ráöa úrslitum um málfars-
lega og menningarlega tilveru þjóðar-
innar.“ Sigurður A. Magnússon.
benda á fjármálahneyksli á borð við
Perluna, ráðhúsið, Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar, Sameinaðra verktaka og
önnur þau æxli sem óðum eru að
sýkja útfrá sér og lama þjóðfélagið.
Af öllum íslenskum fjölmiðlum
hefúr Þjóðviljinn staðið dyggastan
vörð um þau verðmæti og lífsgildi
sem fortakslaust ráða úrslitum um
málfarslega og menningarlega til-
veru þjóðarinnar á komandi áratug-
um. Menningarumræða í landinu
verður naumast svipur hjá sjón að
Þjóðviljanum kvöddum, og sömu
sögu er reyndar að segja um nálega
öll önnur svið þjóðlífsins. Ekkert ís-
lenskt blað hefur til dæmis fjallað af
meiri skilningi og alvöru um trúleg
efni og kristin lífsviðhorf, að ekki sé
minnst á hérlend mannréttindamál
sem eru í megnasta ólestri, eins og
meðal annars kemur fram í nýbirtri
skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem
veitti íslenskum stjómvöldum þung-
ar ákúrur.
Þarflaust ætti að vera að hafa
mörg orð um þá vá sem er fýrir dyr-
um við brotthvarf Þjóðviljans. Um
orðinn hlut tjáir ekki að sakast, en
hitt hlýtur að vera sammæli sann-
sýnna manna, að hér hafi orðið
hörmulegt menningarslys og líða
muni ár eða jafnvel áratugir þartil
bætt verður fyrir þau glöp að láta
best skrifaða dagblað Islendinga
ganga fyrir ættemisstapa.
mönnum, krefjast þess af þeim að
þeir gangi upp á svið og vitni eins
og forlyftar herkerlingar um villur
síns vegar og ljósið sem nú á að hafa
kviknað á skilningsperu þeirra. I
hvert sinn sem ég verð vör við þessa
áráttu langar mig til að biðja sigur-
vegarana að fara sér hægt, doka við
eitt andartak og fylgjast með ffam-
gangi mála næstu misserin, bæði hér
heima og erlendis. Hver verður þró-
unin í ríku löndunum þar sem auður-
inn safnast á sífellt færri hendur og
æ fleiri verða útundan? Og hvað ger-
ist í þriðja heiminum þegar ríku
þjóðimar verða endanlega búnar að
koma sér upp því nýja jámtjaldi sem
skilur að suður og norður? Ætli
þjóðfrelsisbarátta og sósíalismi hafi
verið kveðin endanlega í kútinn?
Þessum spumingum, og mörgum
fleiri, verður væntanlega svarað í
nýju málgagni sósíalisma, þjóðfrels-
is og verkalýðshreyfingar sem óhjá-
kvæmilega mun Ííta dagsins ljós,
þótt síðar verði.
Til lesenda
Þjóðviljans
Vikublaðið Austurland er heimildarit og pólitískt
málgagn vinstri hreyfingarinnar. Austurland er
elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins. Gerist
áskrifendur að Austurlandi.
Ársfjórðungsáskrift kostar kr. 1.050,-. Áskriftarsím-
inn er 97- 71571 - Fax 97-71756. Útgefandi
blaðsins er kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á
Austurlandi.
Austurland
„Eftir á að hyggja finnst mér að Þjóð-
viljinn hafi á þessum löngu liðnu ár-
um kennt mér að tvinna saman þjóð-
ernisstefnu og sóslalisma á þann
hátt sem ég sætti mig ennþá við."
Ingiþjörg Haraldsdóttir rithöfundur.
Það er mikil árátta meðal sigur-
glaðra íhaldsmanna nú um stundir
að heimta „uppgjör“ af vinstri
ÞJÓÐ¥HJ3NN
Ingibjörg Haraldsdóttir,
formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga
Baráttan gegn hemum
Við lifum á fjölmiðlaöld, þar
sem áhrifamiklir fjölmiðlar
geta þagað atburði í hel,
eða blásið upp ómerkileg atvik
þannig að þau virðast marka
tímamót. Sjónvarpsstöðvar sýna
eigin útgáfu af hrikalegum stríðs-
átökum í „beinni útsendingu“ og
láta þau líta út eins og spennandi
tölvuleik. Við urðum vitni að slíku
í Persaflóastríðinu. Þeir sem ekki
hafa fjármagn eða fjalla um mál
sem eru valdhöfum á móti skapi,
eiga hins vegar oft erfitt með að fá
hlutlæga umfjöllun í fjölmiðlun-
um. Þetta hafa herstöðvaandstæð-
ingar, eins og mörg önnur grasrót-
arsamtök, þurft að búa við lengi.
Það er auðvitað ekkert skritið að
fjölmiðlarisamir á hægri vængnum,
Morgunblaðið og DV, vilji draga
sem mest úr umræðum um herinn ef
litið er til þess ógnargróða sem her-
setan hefúr fært í vasa fáeinna
valdamikilla einstaklinga innan
þeirra raða. Sérstaklega á þetta við
nú á síðustu árum þegar Rússagrýl-
una hefur dagað uppi og málstaður
hersinna verður æ aumlegri. Hins
vegar er það meira umhugsunarefni
að hlutleysisstefna ríkisfjölmiðlanna
hefur ekki náð til hermálsins. Þeir
hafa til dæmis margsinnis hunsað
aðgerðir herstöðvaandstæðinga eins
og gleggst kom fram þegar húsfyllir
var í Háskólabíói til að mótmæla 40
ára Natóaðild vorið 1989 en frétta-
stofa Sjónvarps minntist ekki einu
orði á fundinn. Ef litið er til þessara
fjölmiðla er ljóst að umfjöllun Þjóð-
viljans um herstöðvamálið hefur
verið mun vandaðri og umfangs-
meiri. Jafnffamt hefur hlutverk hans
sem mótvægi gegn þessum voldugu
íjölmiðlum verið mikilvægt.
Hins vegar má alltaf deila um
„Sú mikla andstaöa sem er gegn
hernum þrátt fyrir áratuga hersetu
sýnir að fólk lætur ekki mata sig á
lygum". Ingibjörg Haraldsdóttir, for-
maður Samtaka herstöðvaandstæö-
inga. Mynd: Kristinn.
hve vel „málgagni þjóðfrelsis" hefur
tekist að rækja hlutverk sitt og
hvemig ber að meta þátt blaðsins í
þeirri baráttu gegn erlendu hervaldi
sem hér hefur staðið í áratugi. Tak-
markaður fjöldi lesenda hefur gert
það að verkum að um ójafna að-
stöðu hefur verið að ræða gagnvart
hægri pressunni. A meðan Morgun-
blaðið nær inn á flest heimili lands-
ins sér aðeins hluti herstöðvaand-
stæðinga Þjóðviljann að staðaldri.
Hann hefur því hvorki getað veitt
andstæðingum hersetunnar sameig-
inlegan vettvang til umræðu, né
nægt til að koma málstað þeirra á
framfæri við allan almenning. Ekki
hefúr heldur alltaf verið fyrir hendi
skilningur á mikilvægi þjóðfrelsis-
baráttunnar innan ritstjómar blaðs-
ins.
Þótt margir herstöðvaandstæð-
ingar hefðu vissulega viljað sjá
þróttmeiri úttekt á hinum ýmsu þátt-
um hersetunnar á síðum Þjóðviíjans
hefur blaðið óneitanlega alltaf sinnt
þessum málaflokki og gert sér far
um að standa undir heitinu „mál-
gagn þjóðfrelsis“. Fréttaflutningur
af aðgerðum og uppákomum gegn
hemum hefúr verið mun hlutlægari
en í öðrum fjölmiðlum. Á undan-
fomum árum hafa oft birst í blaðinu
greinar sem hafa verið þarft innlegg
í herstöðvabaráttuna. Er þar
skemmst að minnast greina um
mengun af völdum hersins, sem
birtust í blaðinu í sumar, auk mikill-
ar umfjöllunar í tilefni Keflavíkur-
göngu.
Sú mikla andstaða sem er gegn
hemum þrátt fyrir áratuga hersetu
sýnir að fólk lætur ekki mata sig á
lygum, það trúir ekki síendurteknum
frösum tjölmiðlarisanna, en vill
hlutlæga umfjöllun um hermálið. Á
síðasta áratug hafa orðið örari breyt-
ingar á stöðu herstöðvarinnar hér en
nokkm sinni síðan á sjötta áratugn-
um. Möguleikamir á að losna við
herinn hafa sennilega aldrei verið
meiri en nú. Það er því mikill missir
að Þjóðviljanum í þeirri baráttu sem
fram undan er og reyndar ljóst að á
næstunni verður erfiðara fyrir and-
stæðinga hersins að koma sjónar-
miðum sínum á ffamfæri en hingað
til. Enn er ekki vitað hvort eða hve-
nær nýtt blað verður stofhað sem
gæti orðið vettvangur skoðanaskipta
um hermálið. Það er þó vissulega
óskandi því núverandi ástand á fjöl-
miðlamarkaðnum gefur alls ekki
rétta mynd af skoðunum fólks hér á
landi.
Steingrímur J. Sigfússon,
varaformaður Alþýðubandalagsins
Barátta smáþjóðar
fyrir frelsi er þrotlaus
Nú þegar komið er að tímamótum í útgáfu Þjóðviljans, tímamótum
sem breyttar aöstæður hafa knúið fram, hvarflar hugurinn víða.
Það verður ekki viðfangsefni þessa stutta pistils að ræða þær
áleitnu spurningar sem vakna um fortíð, nútíð og framtíð útgáfu i þágu
róttækra sjónarmiða, þótt þær spurningar séu margar. Ekki heldur að
lesa í þau tíðindi sem erfíðleikar Þjóðviijans og fleiri miðla af slíkum
toga flytja okkur og hafa um alllangt skeið verið hugsandi mönnum
mikið áhyggjuefni, ekki síst vestanhafs. Sem sagt, að hvers kyns dýpri
umfjöllun og ítarlegri í ræðu og riti, þar sem farið er eitthvað að ráði
undir yfirborðið, láti stanslaust undan síga kröfum um afþreyingu og
hraða.
þessar hugsanir og margar fleiri,
sem Iáta nú á sér kræla, bíða enn um
sinn. Því einu skal spáð að umræða
og skoðanaskipti um sósíalisma -
jafnaðarstefnu, verkalýðsbaráttu og
þjóðfrelsismál brjóti sér með einum
eða öðrum hætti farveg; annað er
óhugsandi.
Það er Þjóðviljinn og þjóðfrelsis-
málin sem ég ætla að ræða nokkrum
orðum. 1 raun og veru gæti ég haft
það stutt og nánast afgreitt þá hlið
mála á eftirfarandi hátt: „Svo lengi
sem ég man og þekki til að aðrir
muni, hefur Þjóðviljinn stutt með
ráðum og dáð baráttu andstæðinga
erlendrar hersetu í landinu til að
koma þessum sama her burt.“
Þjóðviljinn hefúr staðið með rót-
tækustu kröfúm hvers tima um brott-
för hersins, unr úrsögn úr NATO,
með kröfum um afvopnun, með bar-
áttu friðarhreyfinga og svo mætti
áfram telja. Eg leyft mér einnig að
halda því fram að um fá, ef nokkur,
meiriháttar málefni sem Þjóðviljinn
hefúr látið sig sérstaklega varða, hafi
gegnum tíðina ríkt meiri samstaða
hvað afstöðu og umfjöllun blaðsins
snerti.
Sömuleiðis leyfi ég mér hiklaust
að segja að í þessum efnum haft
Þjóðviljinn verið málgagn stærri
hluta þjóðarinnar en að ýmsu öðru
leyti. Það er mín bjargföst sannfær-
ing að með andstöðu Þjóðviljans við
inngöngu í hemaðarbandalag og
komu erlends hers, slógu hjörtu þess
meirirhluta þjóðarinnar sem her-
námsöflin leyfðu aldrei að segja sitt
álit.
En barátta smáþjóðar fyrir frelsi
sínu er þrotlaus, snýr innávið jafnt
sem útávið og felst ekki síst t þeirri
staðreynd að oft er ekki minna verk-
efni að gæta fengins hlutar en afla.
sú glíma hefúr staðið og mun
standa án afláts í hinu stjómmálalega
tilliti og rödd Þjóðviljans hefur þar
þjónað þeim tilgangi að halda öllum
vakandi á verðinum. Sterkust hefúr
málefnafylgja Þjóðviljans að þessu
leyti vafalaust verið á menningar-
sviðinu, enda blaðið átt þar góða að.
Styrkur þess og lán fólst löngum í
því að þeir sem í blaðið skrifúðu eða
lögðu því lið vom vopnaðir skarpri
hugsun og hvassri málsnilld, flestum
öðmm fimari. Þannig var úrslitaþýð-
ing hinnar menningarlegu undirstöðu
sjálfstæðisins brýnd fyrir mönnum
með þeim hætti á síðum Þjóðviljans
að jafnvel hinum slakari meðal
sláttumannanna hlaut að bíta.
Allt hefúr sinn tíma og nú er
hranin sú heimsmynd vígbúnaðar-
„Þjóðviljinn hefur staðið með róttæk-
ustu kröfum hvers tíma um brottför
hersins, um úrsögn úr NATO, með
kröfum um afvopnun, með baráttu
friðarhreyfinga og svo mætti áfram
telja." Steingrimur J. Sigfússon.
bijálæðis, kennd við kalt strið, sem
Þjóðviljinn eyddi drjúgum hluta ævi
sinnar í að tala gegn. En þá ber einn-
ig uppá tímamót í sögu blaðsins
sjálfs, sem við nauðug viljug verðum
að horfast í augu við. Þá er hið
minnsta að færðar séu þakkir Þjóð-
viljanum og öllum sem hafa í hann
skrifað og stutt að því að gæti komið
út, fyrir framlög til þjóðfrelsismála
íslendinga.
Hefðu, án Þjóðviljans, herstöðv-
amar orðið margar og til 99 ára?
Hefðu landhelgisstríðin aldrei unn-
ist? Væri Island orðið hreppur í rís-
andi Stór-Evrópu? Væri töluð enska
á tilteknum nesjum? Þessum spum-
ingum og fleiri líkum verður að
sjálfsögðu aldrei svarað nema með
tilgátum. Hitt er mikilvægara að það
sem ekki varð í þessum efrium þarf
einnig að muna og vöku Þjóðviljans
er þar ýmislegt að þakka, um það
verður aldrei deilt.
Síða 19
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992