Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 Fréttir Lenging lánstíma húsbréfalánanna í 40 ár: Verið að lengja í hengingarólinni segir Stefán Ingólfsson verkfræðingur „Mín skoðun á þessari lengingu lánstíma húsbréfanna er sú að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans. Ég tel að það sé aðeins verið að lengja í hengingarólinni hjá fólki. Að mín- um dómi er það eðli lánanna sem er að fara með fólk en ekki fjárhæðin sjálf. Lánin sitja á lántakanum jafn- vel áratugum saman án þess að lækka nokkuð að ráði. Það þýðir aö ef menn lenda einu sinni í greiðslu- erfiðleikum þá losna þeir aldrei við þá. Að vera meö verðtryggð jafn- greiðslulán, sem þyngjast þegar hður á lánstímann því vaxtabæturnar minnka, er innbyggð hætta í kerfinu. Eg held því fram að þetta sé ein aðal- orsök greiðsluerfiðleikanna," segir Stefán Ingólfsson verkfræðingur um lengingu lánstíma húsbréfalánanna í 40 ár en það mun fólki senn standa til boða. Hann bendir á fleira sem hann tel- ur gagnrýni vert í þessu sambandi. „Þegar búið er að lengja lánin svona mikið, eins og nú er verið að tala um, í 40 ár, þá er endurgreiðsla lánanna mjög hæg. Fólk sem keyptí íbúð fyrir fimm árum er sáralítið búin að greiða niður af lánunum, ef til vill ekki nema 3 til 4 prósent. Leng- ing lánanna í 40 ár þýðir að lántak- andinn greiðir ekki til baka af höfuð- stólnum nema um 3 prósent á fyrstu 10 árunum. Þetta er vegna þess að jafngreiðslulán eru þannig að summa af vöxtum og afborgunum er sú sama. Þess vegna greiða menn í upphafi aðallega vexti en nánast eng- ar afborganir af höfuðstólnum. Smám saman vaxa svo afborganirn- ar og má nefna sem dæmi 25 ára lán; það er ekki fyrr en eftír 15 ár sem fólk er búið að greiða helminginn af höfuðstólnum þótt lánið sé til 25 ára. Eignamyndunin verður því afskap- lega lítil. Fólk sem kaupir sína fyrstu' íbúð um þrítugt fær 70 prósent lánuð til 40 ára samkvæmt þessu kerfi. Um fertugt er það búið að greiða niður 3 prósent af láninu, um fimmtugt er það búið að greiða um eða innan við 10 prósent og það er ekki fyrr en um sextugt -sem það er búið að greiöa niður helminginn af láninu," segir Stefán. Hann segir að það hljótí að vera tímabært hér á landi að fara að huga að því að veita óverðtryggð lán með nafnvöxtum enda sé verðbólgan hér komin niður í þaö sem hún er í öör- um löndum. Vestfirðir: Hálkaogófærð áheiðum Breiöadalsheiöi lokaöist fólks- bílum á laugardagskvöld og var hún enn illfær í gærkvöld. Á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags þurfti lögreglan á ísafirði aö aðstoöa 3 bíla sem lentu í ógöngum á heiðínni. Víðar á Vestfjörðum settí hálka og ófærð strik í reikninginn hjá ferðafólki. Þrír bílar þurftu frá að hverfa á Klettshálsi vegna hálku og í gærmorgun aðstoðaði lögreglan á Patreksfirði nokkra bíla á sama stað sem áttu í vand- ræöumvegnaófærðar. -pp Þingeyri: Lífshættulega slasaðureftir bílveltu Ungur maður liggur lífshættu- lega slasaður og meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir að hann lenti í umferðar- slysi á Þingeyri aðfaranótt laug- ardags. Þrír farþegar í bílnum slösuöust minna og voru fluttír í sjúkrahús á ísafirði en fengu aö fara heim í gær og fyrradag. Ungi maðurinn misstí stjórn á bil sínum með þeim afleiðingum að hann ók á kyirstæðan bíl. Bíll- inn sem hann ók valt síðan og ranntöluverðanspöláhvolfi. -pp Norsku stríðsgarparnir eru komnir til íslands. Þetta eru félagar úr skíðaherdeildinni norsku sem dvöldust á íslandi á striðsárunum. Norðmennirnir, sem halda með sér félagsskap, hafa hist árlega. Þeir hyggjast eyða næstu dögum hérlendis þar sem þeir munu m.a. fara til Þingvalla. Margir hafa sett sig í samband við þá eftir að DV sagði frá því að þeir væru væntanlegir. Hér eru nokkrar kempur að rifja upp gamla tima á Hótel Loftleiðum. DV-mynd GVA Niðurstöður sýna mun lægri loftþrýsting á Islandi frá 1989: Islandslægðin hef ur dýpkað og umfang hennar aukist - segir Einar Sveinbjömsson veðurfræðingur „Það er staðreynd að það hefur bæði hlýnað í Evrópu yfir vetrartim- ann og úrkoma hefur aukist, saman- ber þessi flóð sem þar hafa orðið. Þá er einnig sú staðreynd ljós að djúpum lægðum á norðanverðu Atlantshafi hefur fjölgað mjög,“ segir Einar Sveinbjömsson veöurfræðingur sem gert hefur samanburð á loftþrýstingi við ísland. Samanburður Einars leið- ir í Ijós aö á árunum 1989 til 1995 hefur loftþrýstingur hér við land fall- ið, einkum yfir vetrarmánuöina. „Ég tók sérstaklega Raufarhöfn sem dæmi en þar hefur loftþrýsting- ur fallið um 9,2 millibör á þessu ára- bili ef miðað er við meðaltalið 1961 til 1990. Þetta em miklar breyting- ar,“ segir Einar. Hann segir ljóst að samspil sé milli hafstrauma og loftþrýstings. „Þessi svokallaða íslandslægð hef- ur bæði dýpkað og umfang hennar hefur aukist. Þetta er marktæk nið- urstaða enda gerð á löngum tíma. Hann segir ástæðumar fyrir þess- um breytingum ekki vera kunnar en það sé rökrétt aö skoða máhð frekar. „Það væri mjög gaman að kynna sér hvað gerðist 1989 sem varð tíl þess að íslandslægðin fór vaxandi. Mér finnst ekki ósennilegt að menn athugi það, bæði hér við stofnunina og annars staðar á þessu svæði hér við Norður-Atlantshafið," segir Ein; ar. Hann segir tengshn mihi haf- strauma og vindakerfa vera mjög sterk en því sé ósvarað hvort komi á undan. „Var það vaxandi íslandslægð sem olh þessu aukna innstreymi af hlýj- um sjó inn í Noregshaf og síðar Bar- entshaf eða var það aukinn Golf- straumur sem hafði áhrif á íslands- lægðina,“ segir Einar. -rt Sandkom Ungurpiltur fráólafshrði varðþeirrar ánægju aönjót- andiísumar, ásamtfleiti jafnöldrum sin- um.aðfáað fara mcð varð- skipinu Tý í tinahefö- bundnaeflir- litsferö. í blaöinu Múla lýsti pilturinn lifinu um borð og m.a. stéttaskipting- unni sem hann sagði rosalega. „Öllu er skipt í yfirmenn og undirmenn og það var vissara að vera ekki fyrir yfirmönnunum. Við máttum ekki borða fyrr en yfirmennimir voru búrtir að borða ogþeir sj álfir máttu ekki borða fyrr en skípherrann, eins og hann er kallaður, var búinn. Ein- um stráknum varöjtaðá að fara í sæti skipstjórans og aumingja strák- urinn fékk svakalegan lestur. Fyrst hélt ég að þetta væri bara grín en svo '’ar ekki. Þetta er svona i fúiustu al- vöru, alveg eins og er i hemum. Við sem vomra þarna úr 10. bekk tii- heyrðum hásetunum en við vorum kallaðir„negrar“. Gáfulegirá svipinn IVíkurblað- inuáHúsavik sagðífrámikl- umlestri Kristjáns As- geirssonarbæj- arfulitrúa á bæjarstiúrnar- fundiliarfcm hannræddium kvótamáio>g t m.a. umskila- kvóta, geymslukvóta, tonn á móti tonni og ýmíslegt fleira í þeim dúr. Aörirbæjarfulltrúarsátu undirlestr- inum, misgáfulegir á svip, og að lok- um spurði framsóknarmaðurinn Stefán Haraldsson hvort menn væm einhveiju nær. Katrin Eymundsdótt- ir sagði þá að menn hefðu a.m.k. reynt að vera gáfulegir á svip undir lestrinum. Ekki fylgdi sögttnni hvort framsóknarmaðurinn hefði skifið meira ef málefni landbúnaðarins hefðu veriö á dagskrá með öllum þeim hugtökum sem þarf aö kunna skil á svo að hægt sé að ræða þau málafeinhverjuviti. I réttunum Málmálanna iijolmiðlumað undanfömu iiaiaaðsiáif- sögðuverið iaunamalal- þingismanna okkarseraeiga núaðfagreidd- armánaðar- * : Íega40þú.sund krónur„undir borðið" vegna ýmiss kostnaðar. Sennilega er ferðakostnaöur alþing- ismanna í septembermánuði ansi mikill en jþó ættu 40 þúsund krónurn- ar að nægja þjá þeim fleshtm a.m.k. Ferðakostnaður þingmannanna í september mun aðallega til kominn vegnaþess aðþeir þurfaaðfylgjast vel með sauðfiárbændum draga fé sitt í dilka og birtist varla sú my nd frá „réttarhöldum“ á landsbyggðinni að ekki megi sj á þar bregða fyrir ein- ■ um eöa fleiri þingmönnum. Bóndi nokkur fyrir norðan sagöi hins vegar að þeir gerðu lítið annað í réttunum, blessaðir þingmeimirntr, en að þvæl- ast fyrir og væru því ekki réttir menn á rétturo stað í réttunum. konukvöldi SjallinnáAk- ureyrigekkst fyrir „konu- kvöldi" s!. fóstudag. Var þareittogann- aögert tilað hressauppá konumarog ■. m.a. mætti kyntrölIiðAiex ástaðinnog dansaði erótískan dans. Annað kyn- tröll var á staönum, Heiðar snyrtir, en í stað þess að dansa ræddi hann um sljörnumerkin við konumar. Um miðnættiö var svo „hleypt til“ en þá fengu venjulegír karlmenn að ryðjast í safinn og taka til starfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.