Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Síða 8
8
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995
Útlönd
Stuttar fréttir x>v
Hörmulegur atburður í franska smábænum Cuers um helgina:
Unglingur drap ellef u
manns og særði sjö
Byssumaður á unglingsaldri barði
til dauða þrjá meðlimi fjölskyldu
sinnar og drap síðan átta aðra með
skotvopni sínu. Að ódæðinu loknu
svipti morðinginn sig lífi. Atburður-
inn gerðist í franska smábænum
Cuers um helgina en þar búa um
7000 manns.
Byssumaðurinn, sem hefur ekki
verið nafngreindur, er að sögn lög-
reglunnar 17 ára gamall. Hann hóf
skothríðina snemma í gærmorgun
en auk þeirra sem féllu eru sjö alvar-
lega slasaðir. Unglingurinn notaði 22
kalibera riffil við verknaðinn.
Daginn fyrir skothríðina hafði
maðurinn barið stjúpíöður sinn,
móður og 11 ára gamlan bróður með
hamri og hafnaboltakylfu. Fjölskyld-
an bjó í þorpinu Solhes-Pont,
skammt frá Cuers, en að sögn lög-
reglu uppgötvaðist dauði þeirra ekki
fyrr en eftir skotárásina í Cuers.
Lögregluyfirvöld söguðst jafnframt
ekki hafa neina kenningu um hvað
olli þessari hegðun unga mannsins.
Einn íbúa í Cuers sagðist hafa hald-
ið að ungi maðurinn ætlaði að skjóta
á loft flugeldum en síðan að skjóta á
leirdúfur. „Síðan sáum við mann,
sem var særður á fæti. Morðinginn
var friðsamur að sjá og var yfirveg-
aður þegar hann hlóð riffilinn. Hann
stefndi að ráðhúsinu og hélt áfram
að skjóta en sneri síðan við til að
ganga frá manninum sem var særöur
á fæti,“ sagði einn sjónarvottanna
sem horfði á atburðina úr dyragætt
ölstofu einnar. „Hann skaut á allt
sem hreyfðist," sagði annar sjónar-
vottur.
Þrír hinna slösuðu voru fluttir með
þyrlu á sjúkrahús í Toulon og Mar-
seille. Aðrir fóru til Hyeres eða á
neyðarsjúkrastöðina sem sett var
upp á knattspyrnuvellinum í Cuers.
Kapellu var einnig komið upp í bæn-
um þar sem íbúar og ættingjar hinna
láfnu gátu beðist fyrir.
Lögregluyfirvöld sögðust ekki bú-
ast við að fmna fleiri fórnarlömb en
héldu þó leitinni áfram í bænum til
vonar og vara.
Reuter
17 ára unglingspiltur i Frakklandi myrti ellefu manns um heigina. Þrír hinna látnu voru úr fjölskyldu unga mannsins en ekki er vitað hvað honum gekk til
með verknaðinum. Á myndinni breiða lögreglumenn yfir eitt fórnarlambanna. Simamynd Reuter
Palestinumenn fá aukin völd á
Vesturbakkanum og Gasa
Yasser Arafat og Shimon Peres voru þreyttir en ánægðir þegar fundur
þeirra í Taba í Egyptalandi var á enda. Simamynd Reuter
Samkomulag hefur tekist á milli
ísraelsmanna og PLO um að þeir
fyrrnefndu dragi herlið sitt til baka
frá svæðum Palestínumanna á Vest-
urbakkanum. Þetta verður formlega
undirritað í Hvíta húsinu í Washing-
ton í Bandaríkjunum á fimmtudag-
inn kemur og tíu dögum síðar byrja
hersveitir ísraela að draga sig form-
lega til baka.
Á sex mánaða tímabili eiga allar
hersveitir að vera á bak og burt en
að því loknu munu Palestínumenn
ganga til kosninga og skal það gert
innan 22 daga frá því síðustu her-
sveitimar hafa hörfað. Það vora þeir
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, og Slúm-
on Peres, utanríkisráðherra ísraels,
ásamt yfirmönnum samninganefnd-
anna, þeim Ahmed Korei og Uri Sav-
ir, sem komust að þessari niðurstöðu
sem nú er geymd í 400 blaðsíðna sam-
komulagi sem verður undirritað síö-
ar í vikunni, eins og fyrr sagði.
Borgimar sjö á Vesturbakkanum,
sem ísraelar munu hörfa frá, eru
Jenin, Nablus, Tulkarm, Qalgilya,
Ramallah, Betlehem og Hebron en til
viðbótar draga þeir herlið sitt frá 450
þorpum. Að auki ætla ísraelar að
láta lausar þúsundir Palestínu-
manna sem sitja í fangelsum í landi
þeirra. Sérstakt samkomulag gildir
um staöi sem hafa trúarlegt giidi og
veröur aðgangur aö þeim tryggður.
Um 30 þúsund lögreglumenn frá
Palestínu munu sjá um að halda uppi
lögum og reglu á Vesturbakkanum
og Gasa en í framtíðinni er 82 manna
stjórn ætlað að bera ábyrð á flestum
málum á þessu svæði. Meðlimir
ráðsins mega þó hvorki vera haldnir
kynþáttafordómum né starfa óheið-
arlega eða ólýðræðislega.
Þótt niðurstöður hggi nú fyrir
gengu viðræður PLO og ísraels-
manna ekki átakalaust fyrir sig og
Yasser Arafat æddi a.m.k. út af ein-
um fundanna í Taba í Egyptalandi.
Þá hafa harðlínumenn í ísrael sagt
að þeir muni hundsa samkomulagið.
Leiðtogar víða um heim tóku hins
vegar fréttunum fagnandi og utan-
ríkisráðherra Frakka, Herve de Cha-
rette, sagði m.a. þetta: „Frakkar eru
mjög ánæðir meö þessar fréttir. Þetta
er mikilvægt skerf í átt til friðar."
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna,
tók í sama streng. „Þetta er stórt
skerf til aö koma á varanlegum friöi
íMiðausturlöndum. Reuter
SprengjuráKorsíku
Fjórar sprengjur sprungu á
Korsíku í gærmorgun. Tvö veit-
ingahús skemmdust mikið en
enginn slasaðist.
Öflug sprengja
Einn lést og sex særðust þegar
sprengja sprakk í bílakjallara í
Bogota í Kólumbíu um helgina.
Óeirðirífangelsi
Fjórir fangar létust og 24 slös-
uöust í óeirðum í yflrfullu fang-
elsi í Venesúela.
Kaupsýslumaðurinn
Jackson
Poppstjaraan
Michael Jack-
son á nú í við-
ræðum við
Sony Music
Pubiishing um
kaup á helm-
ingshlut í fyrir-
tækinu. Fyrir á
popparinn m.a. fyrirtækið ATV
Music, sem á réttinn á lögum Bitl-
anna, Elvis Presley og Little Ric-
hard svo dæmi séu nefnd.
Flugslys í Alaska
Tuttugu og fjórir létust þegar
bandarísk herflugvél hrapaði i
Alaska á fóstudaginn.
Bosníumenn ósáftir
Bosníumenn sögöu í gær að
þeir myndu hundsa friðarvið-
ræðurnar í New York vegna
ágreinings þeirra við Serba.
Kúrdar drápu fimm
Kúrdískir uppreisnarmenn
drápu fimm manns í miðhluta
Tyrklands um helgina.
Fjölmenn friðarganga
Áttatíu þús-
und manns
tóku þátt í ár-
legri friðar-
göngu í mið-
lúuta italíu í
gær. Móðir
Theresá sendí
göngumönnum
kveðju sína en á meðal þeirra var
Betty Wiiliams sem fékk friðar-
verölaun Nóbels árið 1976.
EkkitílBretiands
Breski innanrikisráðherrann,
Michael Howard, segir þaö ekki
inni í myndinni að veita 3 milljón-
um Hong Kong-búa landvistar-
leyfi þegar Kínverjar taka við
nýlendunni 1997.
Estefaníáreksferi
Vélbátur,
með söngkon-
una Gloriu
Estefan og eig-
inmann henn-
ar, Emiho
Estefan, innan-
borðs, keyrði á
sæþotu í gær
með þeim afleiðingum aö einn á
síöaraefnda farartækinu fórst,
Hertarreglur
Svíþjóð og fleiri Evrópulönd
hyggjast herða mjög öryggisregl-
ur um búnað skipa j kjölfar þess
að Estonina sökk. Á fimmtudag-
inn er höið ár frá því ferjan sökk
og með henni 852 menn.
Chiracóvinsæll
Vinsældir Chiracs Frakklands-
forseta halda áfram að hrapa.
Aðeins 33% kjósenda eru ánægð-
ir með störf hans samkvæmt
nýrrí skoðanakönnun.
Frekari viðræður
Major forsætisráöherra og írsk-
ur starfsbróðir hans, John Bru-
ton, samþykktu á laugardaginn
að auka viðleitni sína til að koma
á friði á Noröur-írlandi. Reuter