Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Qupperneq 10
10
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995
Menning
Leirlist frá Perú
hinu foma
Það er vissulega umhugsunarefni að leirlistin lifir lengst menningar-
verðmæta sumra þjóða. Orðsins list er okkur íslendingum svo nákomin
að við teljum sjálfgefið að hún lifi allar þrengingar í tima og rúmi. Há-
menning á borð við þá sem var við lýði í Perú hinu forna segir okkur
hins vegar aðra sögu. Spánverjar lögðu í rúst merkilegt guðveldi Inkanna
á fyrri hluta sextándu aldar og þeir stunduðu það að brenna handrit og
bræða gripi úr eðalmálmum. Leirgripirnir þóttu hins vegar ekki hættuleg-
ir og auk þess mátti hafa af þeim nytjar. Því hafa þeir margir hverjir
haldist nánast óskemmdir í allt að 34 aldir. Nú hefur safn fornra leir-
muna frá Perú hinu forna ratað inn á Kjarvalsstaði fyrir milligöngu sendi-
ráðs Perú á Norðurlöndum.
Leirkerin einkenni hvers tíma
Hér er um að ræða 85 gripi frá Þjóðminjasafninu í Lima, en þar eru
viðhafðar rannsóknir á sex þúsund ára sögu menningar og lista í Perú.
Gripunum hefur veriö skipt upp eftir tímabilum og eru þau helstu kölluð
aðfararskeið, milliskeið og háskeið.
í sýningarskrá rita þau Inge
Schjellerup og Ramira Matos
Mendieta sögu hinnar fornu per-
úsku menningar í stuttu máh. Þar
kemur fram aö elstu þekktu leir- __________________________
munirnir á Mið-Andessvæðinu eru
frá Huanuco-héraði og eru taldir vera frá því um 1800 f. Kr., aðfara-
skeiði. Leirkerasmíð breiddist ört út og varð upp frá því eitt helsta ein-
kenni menningar hvers tíma.
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
Marglit geómetrisk skreyting
Chavinstíllinn varð áberandi á snemmháskeiði og voru leirmunir þá
nátengdir átrúnaði. Síðan tók við fyrra milliskeið þar sem Moche-ríkið
var hvað merkast, en það hefur verið talið aúðugasta ríki heims á þeim
tíma og fylgdi gnótt gulls, silfurs og haglegra leirmuna þjóðhöíðingium
þess í gröfina. Nazcaþjóðin málaði marglit leirker á svipuðum tíma. Þá
má nefna að leirmunir frá Cajamarca á hálendinu eru merkilegir vegna
postulínsleirsins og leirmunir úr kaólíni frá Cajamarca hafa þótt einstak-
ir og munu aðrar þjóðir ekki hafa nýtt þetta efni til leirmunagerðar. Á
miðháskeiði reis Wari-þjóðin hæst og innleiddi stórborgarmenningu og
fjöllita leirmuni þar sem geislandi sól var algeng skreyting. Stórveldi
hinna frægu Inka á síðháskeiði stóð hins vegar aðeins í tæpa öld, 1438-
1532. Ríki þeirra var mjög víðfeðmt og náði yfir meginhluta Suður-
Ameríku. Megineinkenni leirmuna Inkanna er marght geómetrísk skreyt-
ing og niðurmjó ílát.
Fróðleg innsýn
Þó svo að hér sé um nytjalist að ræða endurspeglast trúarlíf og gildis-
mat hinna fornu samfélaga í formum og skreytingum leirgripanna. Flest-
ir eru þeir hugsaðir sem ílát og gefa skreytingarnar oft vísbendingar um
hlutverk þeirra. T.a.m. er talið að reðurmyndaður vasi frá svonefndu
fyrra milliskeiði hafl verið notaður við frjósemisathafnir. Hér er vissu-
lega um að ræða fróðlega innsýn í framandi menningarsamfélag, en skipu-
leggjendur hefðu mátt fylgja framandleikanum betur eftir með því að
mála salinn dekkri, t.d. í þeim anda sem birtist í sýningarskránni. Þann-
ig hefði mátt beina Ijósinu og athyglinni að leyndardómi verkanna sjálfra
í staö þess að flennilýsa hvítan geiminn umhverfis þau. Gripirnir eru
flestir af smærri gerðinni og hverfa nánast í ofbirtu salarins. Annars er
einkennilegt að sjá hvernig margir þeirra hafa verið merktir á áberandi
hátt. Slíkt þætti vart hæfa á söfnum hér.
NYTT TOLUBLAÐ
Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ
Allt um
Kombukha sveppinn
Handan lífs og dauða - Slökunartækni
Síþreyta - íslensk seiðmenning
Rafsegulsviðsóþol
Er framhaldslífið staðreynd - Tarot
Stjörnuspeki - Draumráðningar o.fl.
- tímarit um það sem skiptir máli -
Áskriftarsími 581 3595
- ».. . ; I
'X-í h A
j r! p* p
. WZip I W
'ÚffqfoRtekrtir
fp 4 7év)«í?,; v.ð, yáqsfcké’b*.
Margröi Sf Jottlr mlÖiil
KOMIÐ ecco
Vatnsheldir
gönguskór
m/höggdeyfandi
sóla
Track
Teg. 1153
St. 36-41
Litur mineral/sand
bison/bison
Verð kr. 10.995
F ^Skóverslun
þGrbar
GÆÐI & ÞJÓNUSTA
Laugavegi 40A
(áður Lyfjabúðin Iðunn)
S. 551-4181
Gunnar Eyjólfsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir í hlutverkum sínum.
Söngelsk fjölskylda
í blíðu og stríðu
Aö öllum líkindum verða aldamótin skemmtilegt
tilefni til að skjóta upp margfoldum birgðum af flugeld-
um og til þess að halda enn þá mærðarfyllri hátíðar-
ræður en ella. En fátt bendir til þess á þessari stundu
að einhver sérstök vatnaskil verði í sögu þjóðarinnar
við þau tímamót öðrum fremur.
Hin eiginlegu aldamót voru hins vegar þegar íslend-
ingar upplifðu ekki ein, heldur í raun tvenn aldahvörf
á fimmta og sjötta áratugnum.
Fyrst kom hlessað stríðið og kippti þjóðinni út úr
ævafomri vinnuhefð inn í tæknivætt nútímaþjóðfélag.
En það var eins og höfuðið vildi ekki fylgja með.
Lífsgildi, siðvenjur og viðhorf breyttust hægar og
það er ekki fyrr en í lok sjötta áratugarins og í byijun
LeiJdist
Auður Eydal
þess sjöunda sem hugsunarhátturinn tekur sömu
stökkbreytingu og verkmenningin fyrr.
Það er þetta seinna breytingaskeið sem myndar bak-
svið frásagnarefnis Ólafs Hauks Símonarsonar í Þreki
og tárum þar sem hann kemur enn einu sinni á óvart
með óvæntri nálgun við söguefniö. Sýnir á sér nýja
hliö.
Svipmyndir úr sögu flölskyldu í Vesturbænum,
ýmist blíðar eða stríðar, era skeyttar saman með flölda
söngatriða þar sem gömul (og að því er manni fannst
löngu útjöskuð) lög frá þessum tíma öðlast nýtt líf.
Þau gegna miklu hlutverki og koma oft sem beint
innlegg í framvinduna í flutningi leikara, söngvara og
hinnar ágætu Tamlasveitar sem músíserar glaðlega
undir öruggri handleiðslu Egils Ólafssonar.
Formið kann að virðast nokkuð brotakennt í byijun,
á meðan kynning persóna fer fram, og ekki ýkja ný-
stárlegt viö allra fyrstu sýn.
En fljótlega kemur í ljós að yfirsýnin er glögg og
tökin þéttast.
Brugðið er upp svipmyndum úr hversdagstilveru og
samskiptum þessara einstaklinga, það er mikið sungiö
og oftar en ekki er stutt í kómíkina. Gleði og tregi tak-
ast á.
Lifandi lífsþráður
Brátt myndast í verkinu lifandi lífsþráöur þar sem
persónusköpun og persónusaga eru í fyrirrúmi. Text-
inn er ljóðrænn á köflum og oft fallega skrifaður. í
honum leynast áreiðanlega fleiri góð tilsvör en festast
í minni eftir eina heimsókn í leikhúsiö.
Mannúð og munúð svífa yfir vötnum, þó aö harka
heimsins sé líka til staðar, og spumingar um sekt og
fyrirgefningu eru áleitnar.
Verkið er þroska- og fiölskyldusaga unga piltsins,
Davíðs, sem er miöpunktur í þessari söngelsku flöl-
skyldu. Saga foreldra hans, afa, móðursystkina og vina
endurspeglar daglegt líf og amstur ósköp venjulegs
fólks á þessum tíma.
Þau eru ekki frændfólk persónanna i Djöflaeyjunni
en búa sennilega í næstu götu við svæðið þar sem
kampurinn stóð og þau sýna okkur aðra hliö á tilver-
unni á þessum tímum.
En vel að merkja. Megininntak verksins er óháð
ákveðnum tíma eða staðsetningu. Hér er fyrst og
fremst veriö að fialla um lifandi manneskjur og sam-
skipti þeirra. Tíöarandi er kailaður fram með ýmsu
móti, ekki hvað síst með söngvum tímabilsins, og staöa
konunnar er skoðuð í gegnum gleraugu tímans.
Fjörug og tregablandin í senn
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri tekst á við það spenn-
andi verkefni að færa textann til sviðs og beita galdri
leikhússins til þess að gæða efnið lífi. Honum og hans
liði tekst það skínandi vel enda er Þórhallur þaulvan-
ur að vinna með Ólafi Hauki. Val hans á leikurum er
byggt á traustum grunni og það er áberandi hversu
vel hver einstök persóna skilar sér í þeirri marglitu
mannlífsflóru sem viö kynnumst á sviðinu.
Axel H. Jóhannesson, höfundur leikmyndar, leyflr
rýminu að njóta sín í uppsetningunni. Sviðið virtist
fremur eyðilegVnæstum snautlegt í byijun - utan trés-
ins eina sem stendur óhagganlegt í bakgrunninum.
En nýtingin á rýminu var góð og það er spilað með
lýsinguna í fiölbreytilegum tilbrigðum. Hún er verk
Páls Ragnarssonar. Búningar Maríu Ólafsdóttur eru
líka vel heppnaðir í fínum litasamsetningum. Þeir eru
trúir stíl tímabilsins og án alls fígúragangs sem stund-
um bregður fyrir þegar hönnuðir þekkja ekki sín tak-
mörk.
Hilmir Snær og Edda Heiðrún heilla
Leikendur eru hver öörum betri og þyrfti næstum
því að telja þá alla upp ef sanngimi væri gætt og rými
gæfist í blaðinu. Þeir eru flestir jafnvígir á söng og
leik og hópatriði takast mörg hver mjög vel.
En það er túlkun einstakra persóna sem stendur
eftir og nægir þar að nefna heillandi persónusköpun
Hilmis Snæs Guðnasonar í hlutverki Davíðs og
stjörnuleik (og -söng) Eddu Heiörúnar Backman sem
leikur móður hans. Hilmir Snær hefur einstaka út-
geislun á sviði og miðlar túlkuninni fyrirhafnarlaust
til áhorfenda. Jóhann Sigurðarson vinnur mjög góða
heildarmynd í hlutverki fóðurins og Edda Arnljóts-
dóttir kemur eins og framandi gustur að westan inn
í tilbreytingarlítið hvundagslíf fiölskyldunnar í hlut-
verki móðursystur Davíðs. Svolítið ýkt persóna sem
hrærir duglega upp í tilveru fólksins.
Gunnar Eyjólfsson er frábær sem erki-afinn. Hann
hefur allt fram til þessa haldið utan um mál flölskyld-
unnar án þess að láta sér detta í hug að hans skoðun
væri kannski ekki hin eina rétta.
Áður var minnst á skemmtilega tónlistarstjórn Egils
Ólafssonar en hann leikur líka mikilvægt hlutverk
rakarans sem mælir fram marga visku. Afinn og rak-
arinn eru fulltrúar hverfandi tíma, saman um þaö að
vera svolítiö utan og ofan við heiminn, og þó ólíkir
séu um margt sameinast þeir í söngkvartett á síðkvöld-
um.
Vigdís Gunnarsdóttir miðlar nærfæmislega unninni
lýsinu á Siggu, sem Davíð verður ástfanginn af. Og svo
er þaö hann Öm Árnason sem glansar jafnt í leik sem
söng í hlutverki Áma. Aðrir skila sinu vel, þó of langt
sé upp að telja.
í Þreki og tárum er sögð ljúfsár þroskasaga sem
endurspeglar andrúm liðins tíma. Þeir sem unna léttri
tónlist ættu alls .ekki að missa af stórskemmtilegum
söngatriðum í þessu nýja leikriti Ólafs Hauks Símon-
arsonar.
Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviöinu:
Þrek og tár
eftir Ólaf Hauk Simonarson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Dansstjórn: Ástrós Gunnarsdóttir
Búningar: Maria Ólafsdóttir
Leikmynd: Axel H. Jóhannesson
Tónlistarstjórn: Egill Ólafsson
Undirleikur: Tamlasveitin
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson
Sögusviö: Vesturbærinn um 1960