Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Page 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Áuglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Utför þjóðarsáttar?
Skoðanakönnun DV, sem birt var fyrir helgina, er um
margt forvitnileg. Augljósasta niðurstaða könnunarinn-
ar er sú að fylgi við núverandi ríkisstjóm hefur farið
hraðminnkandi síðustu mánuðina. í upphafi var sam-
starfi Sjáifstæðisflokks og Framsóknarflokks vel tekið af
kjósendum þessara tveggja stærstu flokka þjóðarinnar.
En hveitibrauðsdagamir vom fljótir að líða. Nú lýsa að-
eins 43,2 af hundraði kjósenda yfir fylgi við ríkisstjórn-
ina, 39,3 af hundraði em henni andvígir en 17,5 af hund-
rað segjast óákveðnir eða neita að svara.
Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu taka í könnun-
inni þá hefur stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar
fækkað um 13,4 prósentustig frá því sams konar könnun
var gerð í júlí og um 24,7 prósentustig síðan í maímán-
uði. Þótt stuðningur við ríkisstjórnir minnki gjaman
þegar líða tekur á kjörtímabil þeirra er þetta mikið fall
á mjög stuttum tíma.
Þessi öra þróun er líka merkileg í ljósi þess að stjóm-
arflokkamir sjálfir koma mjög vel út úr skoðanakönnun
DV. Framsóknarflokkurinn sækir beinlínis í sig veðrið
og mælist í könnuninni með 26,6 af hundraði atkvæða.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar svo litlu frá síðustu könnun
að munurinn telst varla marktækur og er enn ofar kosn-
ingafylgi sínu með um 42,5 af hundraði atkvæða.
Þetta gefur til kynna að þótt umtalsverður hluti kjós-
enda þessara flokka sé np þegar orðinn þreyttur á stjóm-
arsamstarfinu þá standi þeir engu að síður enn fast að
baki flokkum sínum. Fylgistap ríkisstjómarinnar er þar
af leiðandi lítil huggun fyrir-stjómarandstöðuna sem hef-
ur ekki tekist að nýta sér óánægju almennings.
Skýringin á þessu er nærtæk, sum sé það dæmafáa
blygðunarleysi stjómmálamanna sem lýsir sér í ósvífnum
launahækkunum til þingmanna og annarra valdastéttar-
manna þjóðfélagsins á sama tíma og kjörum almennings
er haldið niðri með fjötrum þjóðarsáttar stjómvalda og
forystumanna samtaka vinnumarkaðarins.
Vafalítið var það sú ákvörðun Alþingis að semja sér-
stakar skattareglur fyrir alþingismenn og færa þeim
þannig skattfrjálsa fjömtíu þúsund króna greiðslu í
hverjum mánuði sem fyllti mælinn hjá langþreyttum al-
menningi. Afstaða þjóðarinnar til þess siðlausa gjöm-
ings kom reyndar glögglega fram í skoðanakönnun DV,
en þar lýstu nær allir aðspurða andstöðu sinni við þetta
skattfrelsi þingmanna.
Eftir margra daga stíf fundahöld, sem minna einna
helst á friðarumleitanir í erfiðustu milliríkjadeilum,
tókst stjómmálaforingjum landsins loksins að sannfæra
sjálfa sig um að rétt væri að hætta við skattfrelsi fjöru-
tíu þúsund króna greiðslunnar til þingmanna.
Það er hins vegar mikill misskilningur ef forystumenn
stjómmálaflokkanna halda að með því einu að hætta við
sérstakar skattareglur þingmönnum til handa séu þeir
aftur komnir í sátt við þjóðina.
Eftir stendur það gífurlega misrétti sem miklar launa-
hækkanir til valdastéttar þjóðfélagsins og nokkurra ann-
ara útvaldra hópa launþega hafa staðfest. Á sama tíma
og almennt verkafólk fær 2.700 krónur í hækkun á mán-
uði em laun ýmissa tekjuhæstu embættis- og stjómmála-
manna landsins hækkuð margfalt meira. í sumum tilvik-
um nemur mánaðarleg hækkun til þessara útvöldu hópa
meira en heilum mánaðarlaunum verkafólks. Á þessu
misrétti verða stjómmálamenn að taka, og það sem fyrst.
Annars feflur á þeirra herðar öll ábyrgð á opinberri út-
för þjóðarsáttarinnar.
Elías Snæland Jónsson
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995
„Ekki eru þó öll vandamál leyst, og í dag er m.a. deilt um hvort ESB eigi að verða sambandsríki eða ríkjasam-
band" segir m.a. í grein dr. Bjarka.
íslensk sögutúlkun
og þróun Evrópu
Þegar ég las mannkynssögu I
skóla fannst mér hún mest vera
þurr upptalning á herkonungum
og erjum þeirra. Hefur mér oft
flogið í hug hvort sú mynd sem ís-
lendingum er gefin af heimssög-
unni sé ekki nokkuð einhliða. Er
það miður því hlutlæg sögutúlkun
er mikilvæg forsenda fyrir skiln-
ingi á samtíðinni. Þegar rætt er
um aðild Islands að ESB er t.d.
nauðsynlegt að hafa rétta mynd af
sögu Evrópu því af henni mótast
framtíð ESB.
Gamlar söguskýringar
Nýlega rakst ég á íslenskan
söguatlas sem ekki bendir til mik-
illa breytinga. Þar eru íslandssög-
unni gerð vönduð skil en umfjöll-
unin um þróun Evrópu á önd-
verðri 19. öld ber keim af gömlu
sögukennslunni. Napóleon
herkeisari hlýtur mikið lof en lítið
er fjallað um uppbyggingu Evrópu
eftir eyðileggingu styrjalda hans.
Andstæðingur hans, Clemens von
Mettemich, kanslari Austurríkis,
fær þann dóm að hann hafi verið
tákn afturhaldsafla í Evrópu og
beitt sér gegn þjóðfélagsumbótum.
Hér er byggt á gömlum sögu-
skýringum sem mótuðust af póli-
tískri andstöðu gegn Metternich.
Síðari tíma söguskýrendur hafa
hins vegar litið hlutina í samhengi
við jafnvægispólitík Mettemichs
og Castlereighs, utanríkisráðherra
Breta, sem tryggði frið í Evrópu í
tæp 40 ár eftir Napóleonsstríðin og
að mestu leyti í 60 ár í viðbót við
það. Það var ekki svo lítill árangur
í stríðshrjáðri Evrópu. í skjóli
þessa friðar varð 19. öldin tímabil
iðnvæðingar og tækniframfara í
álfunni og þá var lagður grundvöll-
ur að tækniþróun 20. aldarinnar.
M.a. varð mikU uppbygging á ís-
landi sem síðar lagði gmnninn að
sjálfstæði landsins. Óvíst er hvort
sú uppbygging hefði orðið í skugga
áframhaldandi styrjalda með hugs-
Kjallarinn
Bjarki Jóhannesson
doktor í skipulagsfræði .
anlegum hömlum á samgöngum
við útlönd.
Valdatafl í Evrópu
Friðurinn byggðist á hemaðar-
jafnvægi og samvinnu stórveld-
anna. Samvinnan byggðist á sam-
stöðu um grundvöU stjómkerfis og
var því talið nauðsynlegt að
tryggja stöðugt stjórnarfar og
innra jafhvægi hvers ríkis. Vegna
þessa beitti Mettemich sér gegn
ýmsum þjóðfélagsöflum og var því
af pólitískum andstæðingum tal-
inn afturhaldssamur. Það er þó
hæpinn dómur því hann beitti sér
fyrir framforum í vísindum og
tækni og ýmsum stjómkerfisum-
bótum. Hann gekk línudans miUi
pólitískra afla og veikleiki friðar-
kerfis hans var að það byggðist á
persónulegri samstöðu valdhafa
stórveldanna og diplómatiskum
hæfileikum hans sjálfs.
Aðdragandi fyrri heimsstyrjald-
arinncir hófst með útgöngu Mett-
emichs og inngöngu Napóleons III.
og Bismarcks í alþjóðastjómmál.
Þá hófst valdatafl í Evrópu, og
fyrst með stofnun ESB og faUi
austurblokkarinnar tæpum 150
árum síðar hafa aðstæður skapast
á ný fyrir friðsamlegri sambúð
ríkja Evrópu.
Ekki em þó öU vandamál leyst,
og í dag er m.a. deilt um hvort ESB
eigi að verða sambandsríki eða
ríkjasamband. DeUan stendur ekki
alfarið milli hægri og vinstri
flokka heldur á hún sér rætur í
sögú ríkjanna og menningu.
Frakkar og Þjóðverjar hafa stund-
að pólitíska og efhahagslega út-
þenslustefnu og þrýsta nú á stofh-
un sambandsríkis þar sem bæði
ríkin ætla sér forystuhlutverk.
Ríkjasamband byggist hins veg-
ar á samvinnu og jafnvægi sjálf-
stæðra ríkja að uppskrift Mettern-
ichs og Castlereighs, og sú upp-
skrift liggur enn í dag tU grund-
vaUar andstöðu Breta gegn stofnun
sambandsríkis Evrópu. Ýmislegt
Ueira blandast inn í þessa deilu og
mun ég víkja nánar að því síðar.
Bjarki Jóhannesson
„...þá var lagður grundvöllur að tækniþró-
un 20. aldarinnar. M.a. varð mikil upp-
bygging á íslandi sem síðar lagði grunn-
inn að sjálfstæði landsins.“
Skoðanir annarra
Kínakapphlaupið
„Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt því áhuga
að efna tU viðskiptasambanda við Kínverja ... Mörg
eiga nógu erfltt með að koma sér á framfæri á þeim
mörkuðum, sem standa okkur næstir, og telja því
engar forsendur tU að reyna að hasla sér vöU á fjar-
lægum markaði, sem útheimtir mikla vinnu og
kostnað, sem ekki er víst að skUi sér . . . Að auki
bætast við efasemdir um það hvort íslensk stjóm-
völd eigi beinlínis að hvetja tU viðskipta við alræð-
isríki eins og Kína þar sem mannréttindi era fótum
troðin.“
KM í Viðskipti/Atvimmlíf Mbl. 21. sept.
Menntun - ekki hálfkák
„Ef íslendingar ætla áð halda sæti sínu meðal best
stæðu þjóða heims og að lífskjörin verði með þeim
hætti sem æskUegt verður að teljast, er greinUegt að
hlúa ber að menntastofnunum og gera þær kröfur að
þær sinni kaUi tímans. Gamaldags embættismanna-
háskóli eða háskólamenntun, sem ekki veitir nema
takmarkaða undirbúningsþekkingu, er tæplega leið-
in tU farsældar ... íhaldssemi og hálfkák býður lak-
ari lífskjörum heim.“
Úr forystugrein Tímans 21. sept.
Söluskatturinn afturgenginn
„Einn stærsti gaUinn á okkar skattkerfi er að við
búum enn við tvöfalt kerfi neysluskatta með tveggja
þrepa virðisaukaskatti og sjö þrepa vörugjaldi sem i
reynd er ekkert annað en gamli söluskatturinn aft-
urgenginn með öUum hans göllum, mismunun og
neyslu-stýringu. Það er forgangsverkefni að afnema
vöragjaldið eða sameina það virðisaukaskattinum .
.. lækkun virðisaukaskatts í átt tU þess sem þekkist
í flestum Evrópulöndum myndi stuðla að betri skatt-
skUum.“
Sveinn Hannesson í Mbl. 22. sept.