Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995
17
DV
Páll Sigurösson ráðuneytisstjóri, til vinstri, ræðir við Jónas Kristjánsson
ritstjóra, sonarson Jónasar læknis, og Þorvarð Örnólfsson, framkvæmda-
stjóra Krabbameinsfélagsins, í afmælinu. DV-myndir Sigrún Lovisa
NLFÍ í Hveragerði 40 ára:
Rannsóknarstofn-
un komið á f ót
Sigrún Lovísa, DV, Hveragerði:
í tilefni af 40 ára afmæli Heilsu-
stofnunar NLFÍ hefur veriö ákveðið
að koma á fót rannsóknarstofnun til
minningar um Jónas Kristjánsson
lækni, forustumann hreyfingar nátt-
úrulækningamanna, sem beri nafn
hans; Rannsóknarstofnun Jónasar
Kristjánsson læknis, og verður hún
til húsa í heilsustofnun félagsins í
Hveragerði.
Þetta kom fram þegar merkra
tímamóta í sögu Heilsustofnunar
Náttúrulækningafélags íslands var
minnst 20. september, á afmælisdegi
Jónasar læknis. Hann fæddist þann
dag fyrir 125 árum - 1870 - og var
frumkvöðull að stofnun félagsins
sem starfað hafði í 40 ár 24. júlí í
sumar. Fjöldi fólks mætti á afmælis-
hátíðina í Hveragerði.
Á þessum 40 árum hefur rúmaijöldi
á stofnuninni fjórfaldast og þúsundir
manna hafa sótt þangað lækningu
og heilsubót, fræðslu og þekkingu
um nýja lífshætti. Þar hefur verið
byggt á kenningum Jónasar læknis
og stofnunin starfað við góðan orðst-
ír. Forstjóri nú er Árni Gunnarsson,
fyrrum alþingismaður.
Stytta af Jónasi Kristjánssyni lækni
i Hveragerði.
Seyðisflörður:
Bryggja SR-mjöls
lengd um
Jóhann Jóhannsson, DV, Seyöisfirði:
Það eru miklar framkvæmdir hjá
SR-mjöli viö stækkun bryggjunnar
en það hafði lengi verið tímabært.
Verktaki er Guðlaugur Einarsson frá
Fáskrúðsfirði og til framkvæmdanna
eru lagðar 25 milljónir króna frá
Hafnamálastofnun og Hafnasjóði í
hlutföllunum 60%-40%.
Bryggjuplássið lengist um 70 metra
og breytir það allri aðstöðu til hins
betra - sérstaklega við flokkun á
70 metra
loðnu og síld sem fer til frystingar.
Á vegum SR-mjöls er unnið á fullu
við undirbúning á sérstæðu frysti-
húsi fyrir síld og loðnu og miðar
framkvæmdum vel. Sú vinnsluað-
staöa sem þarna skapast verður leigð
því SR-mjöl mun ekki reka slíka
vinnslu sjálft. Þessum endurbótum
og framkvæmdum mun ljúka innan
skamms enda fer nú að styttast í síld-
veiðina hvernig svo sem loðnan kem-
ur til með að haga sér.
Lagnakerfi til fyrirmyndar
„Lagnakerfi flugstjórnarmiðstöðv-
ar eru öll til fyrirmyndar og hvergi
teljandi hnökrar á að mati nefndar-
manna. Aðgengi að öllum tækjum
og lögnum er óvenju gott, kerfisupp-
bygging einföld og skilvirk og hand-
verk allt til sérstakrar fyrirmyndar.
Handbækur lagnakerfa og handbæk-
ur hússtjórnarkerfis eru fullunnar
og aðgengilegar,“ segir í áliti viður-
kenningarnefndar Lagnafélags ís-
lands en félagið hefur veitt Flug-
málastjóm viðurkenningu fyrir lofs-
vert lagnaverk í nýbyggingu flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar í Reykja-
vík. -sv
Fréttir
Grundf irðingar vilja
samstarf við Krossvík
Daníel Ólalsson, DV, Akranesi:
Útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækið Guðmundur Runólfsson hf.
í Grundarfirði hefur í hyggju að
ganga til samstarfs við útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtækið Krossvík
hf. á Akranesi í eigu Akranesbæjar.
Grundfirðingar hyggjast leggja
fram 70 millj. kr. hlutafé í fyrirtæk-
ið og hefur Guðbjartur Hannesson,
formaður bæjarráðs Akranes, stað-
fest það. Hugmyndir Grundfirð-
inga eru til athugunar hjá bæjaryf-
irvöldum.
Þá hafa einnig verið þreifingar á
milli bæjaryfirvalda og Haraldar
Böðvarssonar hf. um hugsanlegt
samstarf Krossvíkur og HB.
Samkvæmt heimildum DV eru
aflaheimildir Guðmundar Runólfs-
sonar og Krossvíkur svipaðar og
þá hefur rekstur Höföavíkur, skips
Krossvíkur, gengið mjög vel. Skipið
hefur aflað mun meira en í fyrra.
Hljóðkort
Sound Expert 32
. Trust
COMPUTER PRODUCTS
Vandað 32 radda
hljóðkort
Cubase LT tónlistar-
forritið fylgir með
Rétt verð: 19.900
1 6 . 9 □ □
Opið
laugarcfaga
10-14
Ný sending
Vorum að fá nýja sendfngu af
meirfháttar margmiðlunartölvum frá Trust
Trust DX4/100
850 MB diskur - 8 MB minni
Ceisladrif - Hljóðkort
Hátalarar - Hugbúnaður
Aðelns krónur:
1 44.9DD
Trust Pentium 75
850 MB diskur - 8 MB minni
Geisladrif - Hljóðkort
Hátalarar - Hugbúnaður
Aðelns krónur:
1 15 B . S □ □
Margmiðlunarbúnaður
á frábæru verði
- nú er tækífærið!
star sj-144
„Full color" lltaprentarl
Prentar á glærur
Prentar á boli
30 blaða arkamatari
Verð kr. 34.900
Tilboðsverð m/VSK:
2 4.9 □ □
i
Ókeypis Internetáskrift
í eínn mánuð!
Ódýrt mótald
14.400 Baud
Aðeins krónur:
9.2 □ □
VÖRULISHNN Á INTERNEHNU:
http://www.nyherjl.ls/vorur/
NYHERJA
bufiW'
SKAFTAHLIÐ 24
SÍMI 569 7800