Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Síða 18
18
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995
Félagsfundur
w verður haldinn þriðjudaginn 26. september
1995, kl. 15.00,
í Baðstofunni, Ingólfsstræti 5.
Dagskrá: Sameining lífeyrissjóðanna.
Stjórnin
Frá og með 26. sept. munu bifreiðar sem voru á
söluskrá Bílaþings Heklu fyrir 1. júní 1995 verða
felldar út.
Viðkomandi eru því beðnir um að hafa
samband við sölumenn okkar óski
þeir áframhaldandi .U1.« nPmM
skráningar BILAÞING HEKLU
á söluskrá n o t a ð i r ”b I l a r
LAUGAVEGI 174, S(MI 569 5 500
Styrkir til háskólanáms
í Þýskalandi
Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum
stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa
íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á
námsárinu 1996-97:
a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa
lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið
1996. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis
í háskólanámi og leggja stund á nám í öðrum greinum
en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðu-
kunnáttu í þýskri tungu.
c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rann-
sóknarstarfa um allt að sex mánaða skeið.
Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og með-
mælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Sérstök um-
sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
22. september 1995
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Húsnæðis-
nefndar Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í allt að 60
nýjar og/eða notaðar íbúðir í Reykjavík.
Æskilegustu íbúðarstærðir eru 3-4 herbergi en einn-
ig koma tveggja og fimm herbergja íbúðir til greina.
Hámarksstærð íbúða er 130 m2.
Útboðsskilmálar verða afhentir á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
T-ilboðum skal skila á skrifstofu Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3 miðvikudaginn
18. október 1995, fyrir kl. 11.00, þar sem þau verða
opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.
hnr 86/5
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir vegna sameining-
ar lóða við leikskólana Vesturborg og Skála.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn 5.000 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28.
september 1995, kl. 14.00.
bgd 87/5
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir vegna sameining-
ar lóðar við leikskólana Bakkaborg og Bakka.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn 5.000 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28.
september 1995, kl. 14.30.
bgd 88/5
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 sími 552 58 00
Meiming
DV
Af hvundagsfólki
Sviösverkið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson
var frumsýnt i Þjóðleikhúsinu sl. fóstudagskvöld.
Verkið getur kannski tæplega talist söngleikur í hefö-
bundinni merkingu þess orðs og er því fremur leikrit
með söngvum en vegna umfangs músíkurinnar í sýn-
ingunni verður sérstaklega um hana fjallað hér.
Olafur bregður hér upp mynd af hvundagshetjum á
7. áratugnum og leiðir okkur inn í heim þeirra, þrár
og vonir, vonbrigði og smásigra. Vandamál hversdags-
ins eru yrkisefnið og eru persónur leiksins trúverðug-
ar, enda einvalahð sem fer með þær.
Egill Ólafsson, sem er bæði hárskurðarmeistari og
hljómsveitarstjóri, er Áki Hansen og stýrir hann
hljómsveit sinni af myndugleik sem dæmigerðu Þórs-
kaffis- eða Röðulsbandi. Þeir ágætu músíkantar Jón
Grubbi Jónsson, Thor Lilliendahl, Bassi brúðgumi,
Rúnki Settu, Lúlli langbestur og Gunnar Möller eru
meðlimir þessarar ágætu sveitar, betur þekktir í nú-
tímanum sem Jónas Þórir Jónsson píanisti, Stefán S.
Stefánsspn saxófónleikari, Björn Thoroddsen gítaristi,
Ásgeir Óskarsson trommari, Eiríkur Örn Pálsson
trompetleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari.
Lögin eru öU gamalkunnug og gera sannarlega sitt
til að endurvekja andrúmsloft sjöunda áratugarins.
Hér eru lög eins og Jailhouse Rock, í landhelginni,
Johnny Be Good, Það er svo margt og Kátir dagar
koma og fara en einnig Heimþrá, Hver á sér fegra fóð-
urland, Sólsetursljóð og Draumalandið.
Þótt verkjð beri létt og gamansamt yfirbragð býr það
yfir alvarlegum undirtóni en músíkin er oft látin brjóta
upp alvarlegri atriðin og þannig látið vera að kafa allt
of djúpt í sálartetur persónanna sem flestar eru nán-
ast jafn þýðingarmiklar í leiknum. Fallegar episóður
eru leiknar á saxófón þegar persónan Davíð Einars-
son, menntaskólanemi og saxisti, þarf á hugarró að
halda og áttu, auk Stefáns S. Stefánssonar, þeir Jónas
Þórir og Bjöm Thoroddsen falleg sóló í leiknum. Söng-
raddir eru undantekningarlaust góðar, hvort sem um
er að ræða frá hendi leikara eða atvinnutónlistar-
manna, og hæfir hver rödd verkinu vel. Þau Edda
Heiðrún Backman og Egill Ólafsson bera þó hitann
og þungann af söngnum og bregðast hér ekki fremur
en endranær. Margar fallegustu senur verksins tengj-
ast tónUstarflutningnum og á músíkin þannig sinn
þátt í dýpt verksins.
Ekki er hægt að skilja svo við að nefna ekki meðlimi
Tónlist
Áskell Másson
söngkvartettsins en hann fer með stórt hlutverk í sýn-
ingunni. Þeir eru EgiU Ólafsson, Jóhann Sigurðarson,
Sveinn Þ. Geirsson og Örn Árnason. Enn fremur syng-
ur sú frábæra söngkona Signý Sæmundsdóttir lagið
Siboney og fer sérlega vel með.
Hvernig verður að sjá þetta verk eftir 20-30 ár skal
undirritaður ekki um dæma en sýning þessi er heil-
steypt og skemmtileg og sannferðug mynd af persón-
um sem heföu getað verið til á 7. áratugnum og höfðar
hún kannski ekki minnst til þeirra sem muna þann
tíma.
Hljóta þeir leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson og tón-
listarstjórinn EgUl Ólafsson að eiga stóran þátt í því
hversu vel hefur til tekist.
Jan Garbarek og The Hilliard Ensemble: „Frábær söngur og stórkostlegur saxófónleikur."
Tónlist án landamæra
- Jan Garbarek og The Hilliard Ensemble
Árið 1969 hóf Jan Garbarek ferU sinn hjá ECM-
hljómplötuútgáfunni sem Manfred Eicher hafði stofn-
sett ári áður. Því er það ef tU vUl ekki svo undarlegt
að Eicher dytti Garbarek í hug er hann fékk þá hug-
mynd að fá saxófónleikara til að leika eða spinna út
frá miðaldatónUst ásamt sönghópi. Hugmyndina fékk
hann reyndar á íslandi og sagt er að íslenskt landslag
hafi verið hvatinn að henni. í umsögn um nýjustu
geislaplötu Gárbareks er notuð líking við heimskauta-
ferðir til að lýsa leik hans. Velkominn á Norður-
pólinn! Yfirvegaður, tUgerðarlaus og jafnvel ískaldur
stíU Garbareks minnir reyndar oft á norðlægt og svalt
landslag líkt og það sem oft prýðir plötuumslögin frá
ECM. Landar Garbareks og spilafélagar, gítarleikar-
inn Teije Rypdal og bassaleikarinn Arild Andersen,
Djass
Ingvi Þór Kormákssón
hafa Uka verið duglegir að koma norrænum eða þjóð-
legum norskum stemningum til skUa í sinni tónlist.
Það er því ekki alveg fráleitt að fólki detti norska djass-
hefðin í hug þegar það heyrir tónlist sem minnir á
landslag.
í gegnum tíðina hafa oft verið geröar tUraunir með
að blanda saman klassískri tónUst og djassi og margar
hvetjar tekist vel. Má t.d. nefna það sem Swingle Sin-
gers, Jacques Loussier, flautuleikarinn Raymond Gui-
ot og M.J.Q. hafa gert. Samstarf sönghópsins The HUl-
iard Ensemble og Jan Garbareks er þó trúlega með
því merkilegasta á þessu sviði. Sumir kynnu að ætla
að ginnungagap væri á milU hinnar fornu tónUstar sem
sönghópurinn flytur og nútímadjassins sem Garbarek
er kenndur við. Svo þarf ekki að vera. Þótt Garbarek
sé að mestu „sjálflærður" vann hann með George
RusseU um tíma og kynnti sér auðvitað hið merka rit
hans „The Lydian Chromatic Concept of Tonal Organ-
isation" sem gagnast hefur mörgum djassaranum vel.
Það er svo ekki verra að hafa í huga að Miles Davis
og sporgöngumenn hans hagnýttu sér rækUega jónísk-
ar og aelóískar kirkjutóntegundir þegar þessi músík
sem við köUum nútímadjass í dag var í mótun, eins
og hún er enn.
HúsfyUir var í Hallgrímskirkju á laugardagskvöld á
afmælistónleikum RúReks og Jazzvakningar en trú-
lega hefðu ekki eins margir mætt hefðu þetta aðeins
verið tónleikar með Hilliard Ensemble eða ef Garbarek
hefði verið án þeirra, en kannski með Eberhard We-
ber og Rainer Bruninghaus. En eins og Guðmundur
EmUsson sagði í forspjalU er hér um að ræða heims-
tónlist, sem svo er stundum nefnd, og hún er án landa-
mæra. Nær þá líka tU fleira fólks. - Stundum virkuðu
raddsetningar sönghópsins dálítið ruglingslegar, eins
og sum djasstónUst getur hljómaö í eyrum óinnvígðra.
En oftast fannst manni eins og maður væri kominn
til himna og hlýddi á söng engla og homablástur. Hin
rosalega akkústík í Hallgrímskirkju hæfði vel tilefninu
og færðu listamennirnir sér hana vel í nyt. Þeir áttu
það til aö spásséra um kirkjuskipið þannig að söngur-
inn hljómaði úr ýmsum áttum. í eitt skiptið sneri einn
söngvaranna sér að vegg meðan hann söng langa tóna
og framkallaði þannig hljóð sem minntu á ástralska
frumbyggjalúðurinn didjeridu. - Þessi gamla músík,
sem oftar en ekki byggist á trúarlegum grunni, spegl-
ar þrána eftir guðdóminum eða jafnvel fullvissuna um
sameiningu við guðdóminn. Manni fannst frábær
söngur HUUard-hópsins og stórkostlegur saxófónleik-
ur Garbareks alla vega minna frekar á himnaríki en
norðurpóhnn. Þegar sagt er að þetta sé tónlist án
landamæra er ljóst að ekki er aðeins átt við þau landa-
mæri sem mennirnir hafa skapað í rúmi, tíma og tón-
Ust, heldur og þau landamæri sem hugarflugið setur
okkur.