Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Side 19
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995
31
Fréttir
Söfnuðu handa alþingismönnum:
Við megum
ekkert aumt sjá
- segirKarlHjelmsemstóðfyrirsöfnuninni
„Við megum ekkert aumt sjá hér
í Neskaupstað og þess vegna gekk ég
um og bað fólk gefa í söfnunina það
sem það væri með í vösunum og
væri aflögufært fyrir. Mér tókst að
safna þijú hundruö tuttugu og tveim-
ur krónum og niutíu aurum enda
þótt allir legðu ekki eitthvaö af mörk-
um. Og þetta fé lagði ég inn á reikn-
ing hjálparsjóös Rauða kross íslands
með óskum um að því yrði útdeilt
meðal fátækra og nauðstaddra al-
þingismanna. Eg veit að þetta er ekki
há upphæð til sextíu og þriggja fá-
tækra þingmanna. En ef fleiri færu
að okkar dæmi þá má ekki gleyma
því að þaö safnast þegar saman kem-
ur,“ sagði Karl Hjelm, starfsmaður í
saltfiskverkun Síldarvinnslunnar hf.
í Neskaupstað, við DV.
Hugmyndin að því að safna pening-
um handa alþingismönnum kviknaði
í kaffitíma fyrir helgina þegar menn
ræddu um þær skattfrjálsu 40 þús-
und krónur á mánuði sem þingmenn
telja nauðsynlegt aö þeir fái.
Nokkrir starfsmenn saltfiskverk-
unarinnar tóku hugmyndinni ekki
vel, neituðu að gefa í söfnunina og
sögðust ekki vilja hæðast að alþingis-
mönnum opinberlega.
Karl Hjelm sagðist vonast til að
svona safnanir færu fram sem víðast
á landinu til styrktar þingmönnum
landsins.
Starfsmenn við Höfðabakkabrúna:
Hundrað manns til Newcastle
„Það er verið að plana golfleiðang- kreditkortum þeirra. í lengstu lög aö endumýja visakortin
ur, ferð á fótboltaleik og síðast en „Ég held að flestir karlamir reyni sín,“segirSigurður. -rt
ekki síst árshátíð fyrirtækisins sem
við ætlum að halda ytra,“ segir Sig-
urður Sigurðarson, framkvæmda-
stjóri Hlaðbæjar Colas, sem var eitt
þriggja fyrirtækja sem sáu um fram-
kvæmdir við Höfðabakkabrúna.
Ákveðið hefur verið að 100 manna
hópur starfsmanna og maka þeirra
sem unnu við Höfðahakkabrúna
haldi til Newcastle þann 2. nóvember
nk. Um er að ræða starsfólk frá
Hlaðbæ Colas og JVJ hf., um 50
manns frá hvoru fyrirtæki. Þriðja
fyrirtækiö sem stóð að framkvæmd-
um, Álftárós hf„ sendir ekki sitt
starfsfólk vegna samnings um upp-
mæhngu sem sagt er að hafi þegar
gefið starfsmönnum ábatahlut.
Sigurður segir að ferðin sé farin
vegna góðrar frammistöðu starfs-
mannanna sem luku verkinu á mun
skemmri tíma en áætlað var.
„Það náðust þau markmið sem sett
voru. Það stóöst að ekki var lokað
nema í 25 daga og verkið kláraðist
þegar á heildina er litið um 20 dögum
á undan áætlun," segir Sigurður.
Hann segir að verklok á undan
áætlun hafi skilað fyrirtækjunum
þremur um 8 milljónum króna í
flýtifé að meðtöldum virðisauka-
skatti.
Hann segir menn vera spennta að
komast í ferðina en slær á léttar nót-
ur og segir þó gæta nokkurs kvíða
vegna fyrirsjáanlegrar notkunar á
Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Halldor Blöndal ráðherra opna brúna.
DV-mynd Hanna Ingólfsdóttir
Brúarvígsla í Breiðdal
Sigursteinn Melsted, DV, Breiðdalsvik:
Nýja brúin yfir Breiðdalsá var vígð
fyrir helgina og formlega tekin í
notkun. Ráðherrann khppti á borða
og hleypti á umferð.
Farið var að huga að byggingu
nýrrar brúar þarna 1980 og var henni
vahnn staður við Ósinn eftir miklar
vangaveltur. Skriður komst á máhð
haustið 1991 þegar gólfið í gömlu
brúnni brotnaði. Hún var byggð 1939.
Haustið 1993 var lokið við hina 90
metra löngu, nýju brú en í sumar var
vegurinn, sem er 7 km, að fullu frá-
genginn
Álftáróshf.:
„Það stóð aldrei til aö fyrirtæk-
ið greiddi fór starfsmanna til út-
landa. Þetta var aht unnið sam-
kvæmt uppmælingu og við höf-
um aldrei ætlað aö fara í ferðina.
Þaö eru fjórii- starfsmenn frá
okkur sem ætla að fara í ferðina
á eigin kostnað," segir Berg-
sveinn Ólafsson, fjármálastjóri
Álftáróss hf„ vegna þess að
starfsmenn fyrirtækisins fara
ekki til Newcastle með starfs-
mönnum JVJ og Hlaöbæjar
Colas.
Bergsveinn segir ekki vera
óánægju meðal starfsmanna
vegna þessa þar sem þessi fór
hafialdreikomiðtilumræðu. -rt
„Eg held
ég gangi heirn"
Ettir einn -ei aki neinn
UUMFEROAR
rAo