Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Page 36
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
iO 5000
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995.
Kumliö í Skriðdal:
Beinin af há-
vöxnum manni
„Þetta er allt komiö í hús. Ég mun
fara meö beinin í Þjóðminjasafnið í
vikunni," segir Steinunn Kristjáns-
dóttir, fomleifafræðingur og for-
stööumaður Minjasafns Austur-
lands, um kumlið sem fannst í
Skriðdal.
Steinunn segir líklegt að kumlið sé
frá fyrri hluta 10. aldar.
„Sverðið sem fannst þarna er í
fljótu bragði mjög líkt sverði sem
fannst í Hrafnkelsdal um síðustu
aldamót. Það sverð var aldursgreint
og reyndist vera frá 10. öld,“ segir
Steinunn.
Hún segir að maöurinn hafi verið
mjög hávaxinn miðað við samtíma-
menn.
„Hann virðist hafa verið á bihnu
180 til 190 sentímetrar á hæð,“ segir
Steinunn. -rt
ísafjörður:
Meðfíkniefniá
flugvellinum
Lögreglan á ísafirði handtók tvo
menn á flugvellinum á ísafirði á
laugardag vegna fikniefnamisferlis.
Við leit á mönnunum fundust níu
grömm af amfetamíni. Málið telst
upplýst og var mönnunum, en annar
þeirra hefur áður komið við sögu
lögreglu, sleppt að loknum yfir-
heyrslum. -pp
sprengju:
Huttu sprengjuna
í rútu til lögreglu
hópurinn var í stórhættu, segir sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar
Sævar Benónýsson, niu ára
drengur úr Myllubakkaskóla I
Keflavik, sem fann sprengjuna.
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjabaœ
„Hópurinn var í stórhættu.
Sprengjan var virk, pinninn stóð
ber út úr henni og ekkert sem varði
kveikibúnaðinn. Þaðeru allar líkur
á því að ef högg hefði komið á pinn-
ann hefði hún sprungið,“ sagði
Gylfi Geirsson, sprengjusérfræð-
ingur Landhelgisgæslunnar, en á
fóstudag fann niu ára drengur úr
Myllubakkaskóla í Keflavík stór-
hættulega og virka sprengju við
Snorrastaðatjarnir, skammt frá
Grindavikurafleggjaranum, en þar
var hann i skoðunarferð ásamt 50
skólasystkínum sínum.
Sprengjan, sem er lítt öflugri en
handsprengja, er - 25 sentímetra
löng og 60 millímetrar í þvermál.
Um 1960 voru sams konar sprengj-
ur notaðar í sprengjuvörpur og
verða þær virkar um leið og þeim
Brot úr sprengjunni eftir að hún
hafði verið sprengd.
DV-myndir Ægir Már
er skotið úr slíkum tólum. Er get-
um aö því leitt aö hún hafi lent í
mjúkum jarðvegi, snjó eöa á hlið-
inni og ekki sprtmgið.
„Ég hélt að þetta væri gamalt
drasl sem einhver hafði týnt. Ég
var að tina ber þegar ég fann þenn-
an hlut, tók harrn upp og fór með
hann til kennarans,“ sagöi Sævar
Benónýsson sem fann sprengjuna.
„Vissulega brá mér í brún, eftir
að hafa handfjatlað þetta, þegar
mér var sagt að þetta væri
sprengja. Ég reiknaöi með að þetta
væri æfingaskot og alveg mein-
laust. Auðvitað bregður manni eft-
ir aö hafa verið með 50 nemendur
og sprengjuna meó í rútunni til að
afhenda lögreglunni hana,“ sagði
Ingólfur Matthíasson, kennari
hópsins.
Snorrastaöatjarnir eru vinsælt
útivistarsvæði á Suðurnesjum. Það
var áður æfmgasvæöi hersins og
átti að vera búið aö hreinsa það af
öllum ummerkjumheræfinga. Seg-
ir Ingólfur það eiga að vera ský-
lausa kröfu stjórnvalda að svæöið
verði fínkembt á ný til að svona
lagað endurtaki sig ekki.
Rotaði mink með
spýtu í Skútuvoginum
Bræðurnir Magnús og Guðmundur Sigtryggssynir virða fyrir sér minkinn sem
Guðmundar. Þeir velta því fyrir sér að stoppa minkinn upp.
endaði lífdaga sína fyrir höggi
DV-mynd GVA
Við vorum að tæma gám þegar
einn okkar tók eftir einhverju sem
var á vappi á bílastæðinu. Við héld-
um að þetta væri köttur en þegar viö
skoöuðum þetta betur sáum við að
þetta var minkur. Við reyndum að
króa hann af og ætluðum að ná hon-
um lifandi en það tókst ekki nógu
vel. Hann hljóp í gegnum klofið á
mér en réðst aldrei á okkur. Það
endaði með því að bróðir minn tók
spýtu og hann náði að rota minkinn
þegar hann hljóp úr einu skotinu í
annað," segir Magnús Sigtryggsson,
sem ásamt þremur ungum mönnum,
þar á meðal bróður sínum, Guð-
mundi, var við vinnu sína í Skútu-
vogi í gærdag.
Eins og Magnús segir var upphaf-
lega stefnt að því að ná dýrinu lif-
andi en þeir félagar voru að flytja
vörur úr gáminum inn á lager fyrir-
tækis í Skútuvoginum en matvæh
eru geymd í húsnæðinu. í því ljósi
hafi ekki verið hægt að láta dýrið
spranga um óáreitt því það hefði get-
að komist inn í lagerhúsnæðið og lif-
að góðu lífi í vellystingum þar inni.
Magnús segir föður þeirra bræðra
hafa rætt um að stoppa dýrið upp en
óljóst er hvort það verður gert. Ef sú
verður ekki raunin verður líklega
farið með skottið til yfirvalda og
„premía" innheimt fyrir það.
„Mig grunar helst að minkurinn
hafi komið úr Elhðavoginum. Þótt
þetta sé dáhtið langt þaðan þá er vel
hugsanlegt að hann hafi haldiö þar
til í sumar og gætt sér á laxi í ánum.
Við vorum nú að ræða um það að
þar sem fyrirtækið sem viö vinnum
hjá flytur út æðardún þá hefði ekki
verið hægt að sleppa dýrinu lifandi
en eins og allir vita þá er minkur
einn helsti skaðvaldur í æðarvarpi.
Maður verður að vera samkvæmur
sjálfur sér,“ segir Magnús.
LOKI
Á að ná sér í pels
með þessum hætti?
Veðriðámorgun:
frostmarki
Á morgun verður fremur hæg
norðlæg átt. É1 verða norðan-
lands, einkum á Norðaustur-
landi, en nokkuð bjart veöur
sunnanlands og á Vesturlandi.
Hiti verður nálægt frostmarki,
kaldast á Vestljörðum, en á Suð-
urlandi ætti að verða frostlaust,
en víða verður talsvert nætur-
frost í innsveitum.
Veðrið í dag er á bls. 44
/ \ \
■J V \
AO ” j
c:‘ ■. f) ||
-l^ 0
'i0 '
2Ó,
-pp
MEISTARAFELAG
RAFEINDAVIRKJA
S. 561 6744
Viðurkenndur
RAFEINDAVERKTAKI