Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Qupperneq 12
i2 Iprlend bóksjá
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995
Metsölukiljur
• ••••••«•••••••
Bretland
Skáldsögur:
; 1. Davld Guterson:
í Snow Falllng on Cedars.
f 2. John Irvlng:
’ A Son of the Clrcus.
’ 3. Tom Clancy:
Debt of Honour.
J 4. Maeve Blnchy:
: The Glass Lake.
5. Patricla D. Cornwell:
The Body Farm.
6. John Grlsham:
EThe Chamber.
7 Barbara Taylor Bradford:
Everythlng to Gain.
8. Danlelle Steel:
Accldent.
9. Robert James Waller:
The Bridges of Madison County.
10. Jeffrey Archer:
Twelve Red Herrlngs.
Rlt almenns eðlis:
1. lan Botham:
Botham: My Autobiography.
2. Blll Bryson:
Made In America.
3. Claire Tomalln:
Mrs. Jordan’s Profession.
4. A. Llttle & L. Silber:
The Death of Yugoslavla.
5. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
6. Rlchard Preston:
The Hot Zone.
7. Bill Bryson:
The Lost Contlnent.
í 8. Jung Chang:
Wlld Swans.
9. John Mortimer:
Murderers and Other Frlends.
I 10. Peter de la Billiére:
Looklng for Trouble.
(Byggt é The Sunday Tlmes)
y
Danmörk
: 1. Jung Chang:
Vllde svaner.
j 2. Barbara Vine:
Astas bog.
; 3. Robert J. Waller:
Broerne I Madison County.
I 4. Alice Hoffmann:
í Lysenes nat.
1 5. Francesco Alberonl:
Erotlk.
6. Peter Heeg:
De máske egnede.
: 7. Use Nergaard:
; Kun en pige.
(Byggt á Polltiken Sendag)
#fs/n<//________________
W'W >•
Asminn
í genunum
Vísindamenn í Ástralíu og
Bretlandi haí'a í fyrsta sinn upp-
götvað samband milli erfða-
þátta, asma og ákveðinna teg-
unda ofnæmis.
Viö rannsðkn á eitt þúsund
íbúum lítils bæjar í Astralíu
komust vísindamennirnir að því
að þeir sem erfðu umrætt gallaö
gen frá móður sinni voru gjam-
ir á að fá asma og ofnæmi en
þeir sem erfðu genið frá föðurn-
um fengu þessa kvilla ekki.
í grein í bresku læknablaði
segjast vísindamennirnir vonast
til að niðurstöður þeirra auð-
veldi að greina þá sem eiga
hættu á að fá asma og alvarlegt
ofnæmi.
Líkja eftir
jarðkjarna
Vestur í Bandaríkjunum hafa
vísindamenn gert tölvulíkan af
jarðkjarnanum, þar á meðal
þeirri undarlegu tilhneigingu
; hans að skipta um pólun á nokk-
ur hundruð þúsund ára fresti.
Vísindamennirnir telja aö
: kjarninn verki eins og risastór
rafall og myndi rafsegulsvið þeg-
ar hann snýst. Stæröfræðilikön
hafa til þessa ekki getað endur-
skapað þessa starfsemi nema að
hluta og ekki getað skýrt hvers
vegna umpólunin verður.
Umpólun varð síðast á segul-
sviði jarðar fyrir 700 þúsund
árum en henni er spáð næst eft-
ir 1200 ár.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Sanngjöm árás
eða nomaveiðar?
Þýskir menntamenn hafa að und-
anförnu ráðist harkalega að 73 ára
fræðikonu þar í landi, Annemarie
Schimmel að nafni. Tilefnið er sú
ákvörðun að veita henni svonefnd
friðarverðlaun á bókasýningunni
miklu í Frankfurt í næsta mánuði,
en þessi verðlaun eru veitt á hverju
ári. í fyrra hlaut þau spænski rithöf-
undurinn Jorge Semprun sem hefur
lýst með eftirminnilegum hætti dvöl
sinni í dauðabúðum nasista í Buc-
henwald.
Að þessu sinni á forseti Þýska-
lands, Roman Herzog, að afhenda
verðlaunin. En strax og tilkynnt var
um verðlaunaveitinguna risu ýmsir
kunnustu rithöfundar og mennta-
menn Þýskalands upp til handa og
fóta. Alls hafa á þriðja hundrað
þeirra sent áskorun til þýska forset-
ans um að hætta við að afhenda
Annemarie Schimmel verðlaunin. I
þeirra hópi eru rithöfundurinn
G”nther Grass, heimspekingurinn
kunni, J”rgen Habermas, og
Taslima Nasrin, landilótta rithöf-
undurinn frá Bangladesh, sem ný-
verið var í heimsókn hér á landi en
hún býr um þessar mundir í Berlín.
Forsetinn hefur þó ekki orðið við
þessum óskum og stofnunin, sem
veitir verðlaunin, stendur fast við
ákvörðun sína.
Sárfróð um íslam
Hvers vegna hefur þessi roskna
fræðikona farið svona fyrir brjóstið
á menningarforkólfum Þýskalands?
Jú, það tengist umræðunni miklu
um fatwa eða dauðadóm íslamskra
bóksstafstrúarmanna yfir rithöfund-
Annemarie Schimmel.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
inum Salman Rushdie.
Annemarie Schimmel er nefni-
lega einn helsti sérfræðingur Vest-
urlanda í málefnum íslams og hefur
á langri ævi sent frá sér á annað
hundrað rit um þau efni. Hún hefur
einnig kennt íslömsk fræði við há-
skóla í Bandaríkjunum, Þýskalandi
og Tyrklandi.
Gagnrýnendur hennar fullyrða að
hún hafi stutt málstað bókstafstrú-
armanna og þar með bannfæringu
Rushdies. I opnu bréfi, sem fjöl-
mennur hópur þeirra sendi forseta
Þýskalands, var fullyrt að hún heföi
lýst skilningi sínum á dauðadómn-
um yfir breska rithöfundinum. Á
ferðum sínum um lönd múslíma
hafi hún „aldrei mótmælt þeim
hræðilegu glæpum sem framdir
hafa verið gegn íslömskum körlum
og konum, enda hafi hún fengið
konunglegar móttökur hjá alræðis-
stjórnum bókstafstrúarmanna í
löndum eins og Pakistan og íran.“
Opnu bréfi sínu ljúka mennta-
mennirnir með því að hvetja Herzog
til að sýna stuðning sinn við lýð-
ræði og mannréttindi með því að
hætta við að afhenda verðlaunin.
Fyrir rangri sök?
Stuðningsmenn Annemarie
Schimmel segja hana hafða fyrir
rangri sök í þessu máli. Hún hafi
lagt sig fram um að byggja brýr
milli ólíkra menningarheima og út-
skýra trúarheim íslams fyrir Vest-
urlandabúum.
Sjálf kveðst hún langt í frá vera
stuðningsmaður bókstafstrúar-
manna. Þar sé hún höfö fyrir rangri
sök. Eitt sé að skilja sögulegar for-
sendur fatwa, annað að styðja slík-
an gjörning.
„Eg fordæmi dauðadóminn yfir
Salman Rushdie og fyrirlít lífláts-
hótanirnar gegn honum og öllum
öðrum rithöfundum. Ég er reiðubú-
in að taka málstað þeirra gegn við-
komandi ríkisstjórnum og hef þegar
gert það,“ segir hún í yfirlýsingu í
tilefni af þessari hörðu árás.
Metsölukiljur
I •••••»••••••••••••••
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Sidney Sheldon:
Nothing Lasts Forever.
2. Stephen King:
Insomnia.
3 Patricla Cornwell:
The Body Farm.
14. Celeb Carr: The Alienlst.
5. Carol Shlelds:
The Stone Dlarles.
6. Phillip Margolln:
The Last Innocent Man.
7. Sandra Brown:
Prime Time.
8. K. E. Woodiwiss og flelrl:
Three Weddlngs and a Klss.
9. Tom Clancy:
Debt of Honor.
10. Elizabeth George:
Playing for the Ashes.
11. Ann Quindlen:
IOne True Thing.
12. Anne Rlce: Lasher.
13 John Grisham:
IThe Chamber.
14. Jayne Ann Krentz:
Trust Me.
15. John T. Lescroart:
The 13th Juror.
Rit almenns eölis:
1. Tim Allen:
Don’t Stand to Close
To a Naked Man.
2. Richard Preston:
The Hot Zone.
3. LouAnne Johnson:
Dangerous Minds.
4. J. Lovell & J. Kluger:
Apollo 13.
5. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Llght.
6. Mary Plpher:
Reviving Ophelia.
7. Thomas Moore:
Care of the Soul.
8. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
9. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird Slngs.
10. Lao Tzu:
j Tao Te Ching.
11. Jill Ker Conway:
True North.
12. Delany, Delany & Hearth:
BSay.
delman:
Daughters.
Whlte:
:es up Her Mlnd.
3 Moore: Soul Mates.
v York Times Book Revlew)
Afengisdrykkja með
mat stuðlar að offitu
Þegar fólk snæðir feitan mat og
drekkur áfenga drykki með fremur
en óáfenga hefur það tilhneigingu
til að neyta miklu fleiri hitaein-
inga en það hefði ella gert.
Það eru kanadískir vís-
indamenn við Laval há-
skólann í Sainte-Foy í
Québec sem halda
þessu fram í kjölfar
rannsókna sem þeir
gerðu. Vísindamenn-
imir segja rannsókn-
ir benda til þess að
neysla áfengis, sem
er mjög kaloríuauð-
ugt, hafi ekki þau
áhrif að draga úr
neyslu matar. Þvert á
móti geti áfengisneysla
haft það í för með sér að
viðkomandi fái miklu
fleiri kaloríur en líkaminn
þarfnast.
Allar þessar kaloríur í bæði
feitum mat og áfengi valda offitu
ef þeim er ekki brennt við líkams-
rækt eða eðlileg efnaskipti líkam-
ans.
Rannsóknir Kanadamannanna
benda ennfremur til þess að áfengi
geti í raun breytt dálæti manna á
matartegundum þar sem það tengist
prótínríkum mat en að sama skapi
minni kolvetnisneyslu. I einni rann-
sókninni varð reyndin meira að
segja sú að prótínneyslan jókst með
áfengisneyslu.
Visindamennirnir, undir forustu
Eins gott að passa sig við veislu-
borðið þegar vín er haft um hönd.
Angelos Tremblays, prófessors í
næringarfræði og lífeðlisfræði,
segja að þeir hafi komist að svipuð-
um niðurstöðum hvort sem um var
að ræða rannsóknir smáar í sniðum
á mönnum sem borðuðu undir eftir-
liti eða viðamikilla faraldsfræði-
rannsókn á 700 manns sem búa í
Québec-fylki.
„Við komumst að þvi að líkaminn
virðist ekki „taka eftir“ kalorí-
unum úr áfenginu og bæti það
upp með minni neyslu á
öðru,“ segir Trembla í við-
tali við IHT. „Niðurstað-
an er meiri kaloríuinn-
taka hvort sem matur-
inn sem maður neytir
er fituauðugur eða
fituskertur."
Það hafði lengi verið
skoðun margra nær-
ingarfræðinga að
flestir heföu einhvers
konar innbyggt kalor-
íueftirlit sem stýrði
kaloríuinntökunni eftir
því hve mikla orku við-
komandi notaði. Nýju
rannsóknirnar, segir Ang-
elo Tremblay, benda til þess
að þetta eftirlitskerfi svari ekki
þeim kaloríum sem líkaminn fær
annað hvort við neyslu áfengis eða
fitu. Matarlystin slævist því ekkert
eftir neyslu slíkrar fæðu.
Vísindamennirnir rannsökuðu
matarvenjur 351 karlmanns, þar
sem meðaltalsaldurinn var 44 ár, og
360 kvenna sem voru 42 ára að með-
altali.
Angelo Tremblay segir að áfengis-
drykkja með mat auki líkurnar á of-
fitu vegna aukakaloríanna í áfeng-
inu sem bætast við allar hinar
kaloriurnar í feitum mat.
Hnakkapúðar
hættulegir
Flestir hnakkapúðar, sem
, eru í bílum, gera meira ógagn
en gagn. Þetta eru niðurstöður
bandarísks hnykklæknis sem
rannsakaði meiðsli á hálsi og
hryggjarliðum eftir umferðar-
f siys.
IAf þeim ástæðum hefur
hnykklæknirinn hannað nýja
tegund hnakkapúða sem fylgja
útlínum líkamans. Hann heldur
því fram að nýju púðarnir veiti
betri vernd en hinir gömlu sem
oft eru langt frá höfði öku-
| mannsins.
Tveir stórir bílaframleiðend-
ur hafa þegar sýnt nýja
hnakkapúðanum áhuga.
Byssa hlýðir
bara eiganda
Dómsmála- og varnarmála-
ráðuneyti Bandarikjanna hafa
um nokkurt skeið unnið að þró-
; un nýrrar tegundar skamm-
byssu sem aðeins lögmætur eig-
andi getur skotið af. Slík byssa
ætti að geta komið í veg fyrir
mörg hörmuleg slys.
Hundruð barna láta lífiö í
' Bandaríkjunum á hverju ári
; eftir að þau hafa fundið byssur
foreldranna og farið að leika
sér að þeim. Þá kemur það oft
i fyrir að bófar ná byssum af lög-
regluþjónum og skjóta þá.
Reiknað er með að nýja byss-
; an verði útbúin einhvers konar
nema í handfanginu. Þannig
i getur byssan skráð hjá sér hver
i rétti notandinn sé og komið í
veg fyrir að aðrir geti hleypt af.
Lögreglan kannar einnig aðra
möguleika á útfærslu svona
j byssu.