Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Qupperneq 13
4 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 13 Fákk þriðju verðlaun í alþjóðlegri Burda-keppni á Ítalíu: Virkar eins og vítamínsprauta - segir Bergþóra Guðnadóttir sem vakti mikla athygli í keppninni „Það voru sautján þátttakendur í mínum hópi en flokkarnir voru ílmm. Ég var með þeim sem eru lengra komnir í saumaskap. Alda Björg Guðjónsdóttir keppti hins veg- ar í flokki byrjenda," segir Bergþóra Guðnadóttir sem hafnaði í þriðja sæti í alþjóðlegri keppni sem Burda- blaðið stendur fyrir. Keppnin fór að þessu sinni fram á Ítalíu og voru ís- lendingar í fyrsta skipti þátttakend- ur í henni. Undankeppni fór fram hér á landi í sumar og urðu þær Bergþóra og Alda Björg sigurvegarar hennar. Keppnin er fyrir áhugafólk um saumaskap og höfðu þær stöllur ekki tekið þátt í slíku áður. í verð- laun fengu þær ferðina til ftalíu og segir Bergþóra að farið hafi verið með þær eins og prinsessur. „Ég vissi ekki að Burda væri svona ríkt fyrirtæki. Það var ekkert til sparað að gera þetta sem glæsilegast og keppnin vakti mikla athygli í blöð- um og sjónvarpi. ítalska sjónvarpið tók m.a. upp úrslitakvöldið,“ segir Bergþóra. Þess má geta að verð- úrslitin. Síðastliðið laugardagskvöld fór keppnin síðan fram og var hún sett upp eins og tískusýning. Við þurftum sjálfar að sýna flíkur okkar og það gekk ótrúlega vel,“ segir Bergþóra. Það var ítölsk kona sem vann keppnina en hún var með fal- legan, útsaumaðan kjól, að sögn Bergþóru. Hún fékk glæsileg verðlaun fyrir frammistöðu sína í keppninni. „Ég fékk námskeið hjá tiskufyrirtæki í Austurríki sem er mjög spennandi. Ég á eftir að skrifa þeim og fá nán- ari upplýsingar um hvernig það fer fram en ég held að ég ráði því hvenær ég fer utan,“ segir hún. Bergþóra stundar nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum en hefur áhuga á að fara í hönnunarnám í framtíðinni. „Velgengnin í keppninni hefur gert mig staðfastari í því en áður að fara í slíkt nám. Þetta var eins og vítamínsprauta. Ég hef mestan áhuga á hönnunarskólum í Dan- mörku og Hollandi en hef ekki ákveðið í hvorn ég fer. Vonandi hef- Bergþóra Guðnadóttir stundar nú nám í Myndlista- og handíðaskólanum en hyggst fara í hönnunarnám í framtíðinni. DV-mynd ÞÖK launaföt hennar og flíkur Öldu Bjargar voru tU sérstakrar umfjöll- unar í ítalska sjónvarpinu. „Við vorum yngstu keppendurnir og kannski vakið athygli þess vegna,“ segir Bergþóra. „Við vorum líka báðar með plastflíkur sem voru öðruvísi en aðrir voru með. Þetta var náttúrlega alveg frábært að fá þessa kynningu." Glæsileg verðlaun „Keppnin er haldin einu sinni á ári og fer yfirleitt fram í einhverri faUegri borg. í fyrra fór hún t.d. fram í Vín. Keppnin er þátttakend- um að kostnaðarlausu en við bjugg- um á glæsUegu hóteli. Áður en aðal- keppnin fer fram fóru þátttakendur í viðtöl hjá dómurum sem skoðuðu flíkina sérstaklega. Ég gæti trúað að það hefði mikið að segja varðandi ur þessi árangur nú eitthvað að segja þegar að því kemur að velja skóla." Keypti efnið í Ameríku Kápan sem Bergþóra hannaði og saumaði hafði verið lengi í huga hennar áður en hún lét til skarar skríða. „Ég bjó í Boston í heUt ár meðan kærasti minn var í námi og keypti efnið þar. Það voru eiginlega kærastinn og frænka mín sem hvöttu mig til að taka þátt í keppn- inni hér heima í sumar. Þar sem keppnin fór fram hér í fyrsta skipti vissi ég lítið út í hvað ég var að fara. En þetta var skemmtUegt." Bergþóra segist hafa saumað á sig föt frá sextán ára aldri og hefur gaman af alls kyns útfærslum. Hún segist hafa gaman af glysgjörnum og litríkum kvöldklæðnaði og hefur ný- lega saumað einn slíkan úr glansefnum. Árangur Bergþóru á ítal- íu mun koma fram í Burda- blaðinu. „Helmingurinn af keppendunum var tU um- fjöllunar í septemberblað- inu og ég held að í nóvem- berblaðinu verði hinn hluti þeirra og úrslitin." Bergþóra segist oft hafa skoðað Burda-blöðin í gegn- um tíðina en hún kýs þó fremur að sauma eftir eigin hugmyndum en þeim sem eru í blöðum. „Það getur hins vegar oft verið gott að styðja sig við Burda,“ segir hún. „Stundum finn ég ekki föt í verslunum sem mig langar í og þá er ekkert annað að gera en búa þau tU. Ætli ég sé ekki með minn eigin stU.“ Verðlaunakápan sem Bergþóra hannaði vakti mikla athygli í ítalska sjónvarpinu. Mikill saumaáhugi Burda-keppnin á íslandi var hald- in á vegum sníðablaðsins Burda og bókaverslunar Eymundsson en Sigríður Pétursdóttir handavinnu- kennari sá um hana. Sigríður sagði í samtali við DV eftir keppnina í sumar að áhugi á heimasaumi væri stöðugt að aukast. Yfir hundrað hugmyndir bárust í keppnina víðs vegar af landinu. Konurnar sem sendu inn voru á aldrinum 15-65 ára og komust nítj- án þeirra í úrslit. Bergþóra segir að það séu mynd- arlegar konur í sinni fjölskyldu, amma hennar kenndi henni til dæmis að sauma. - En er ekki skemmtilegt að geta saumað fötin sín sjálfur? „Jú, það er mjög gaman." 8 Husqvarnaw® yfó erum g &a btother STAR3 I tilefni af 5 ára afmæli okkar bjóðum við 15% afslátt af Husqvarna 500 og Brother Star 3 saumavélum og 20% afslátt af öllum föndurvörum. Tilbodið gildir Frá 30.09-02.10.1995 VOLUSTEINN Fmftn 14 > 108 » Sími 588-8505 TOMSTUNP ItjtfcjiWhrwci 68 « 220 Hifaiffifli« Sfai 565-0165 I tilefni afflutningi verslunar okkar aö Suðurlandsbraut 12 bjóðum við 15% afslátt af öllum SHARP faxtœkjum til 21. október. h Cpiíidao « frá kl. 10:00 til 16:00 ' Faxtœki • Ljósritunarvélar ' Sjóðvélar • Skjáplötur ■ Skjávarpar ' Reiknivélar ' Laserprentarar • Skipuleggjarar ' GSM símar SKRIFBÆR 1-* F. Suðurlandsbraut 12 Nýtt símanúmer 533 2100 Nýttfaxnúmer 533 2105 SKRIFSTOFUTÆK 4-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.