Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 35
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 43 Estonia í höfninni í Tallinn í júní 1994 - þremur mánuðum fyrir hið hörmulega slys. Skýrslur með niðurstöðu rannsókna vegna slyssins verða tilbúnar í febrúar á næsta ári. / Ari eftir Estonia-slysið - um borð í nýju ferjunni Marc Balticum Uppi á dekki stendur ung kona í bláum vindjakka og grætur hljóð- lega. Hún heldur fast í handriðið með báðum höndum og horfir yfir hafið. Vinkona stendur við hlið hennar og reynir að hugga hana. Þetta er um miðnætti og eftir hálf- tíma siglir Mare Balticum, hin nýja Estonia, yfir skipsgröfina. Eitt ár er liðið síðan hið hörmulega sjóslys varð á Eystrasalti þar sem 850 manns létu lífið. Kannski átti unga konan kærasta sem var einn af þeim eða ættingja. Hana langar sjálfsagt ekkert að ræða það. Án nokkurs vafa þekkti hún ein- hvern sem var um borð í Estoníu að- faranótt 28. september 1994. Það gerðu flestir í Svíþjóð og Eistlandi. 850 manneskjur létu lífið þessa örlaga- ríku nótt, aðeins 136 komust lífs af. Eftir slysið hefur farþegum fækk- að gríðarlega á leiðinni mihi Stokk- hólms og Tallins á Eistlandi. Að sögn Bjarne Birn, eftirlitsmanns skipsins, er alltaf nokkuð um það að farþegar spyrji um hvar nákvæm- lega Estonia sökk til að geta staðið á dekkinu þegar siglt er þar yfir. Sum- ir eru forvitnir en aðrir vilja votta hinum látnu virðingu sína. Flestir farþeganna minnast sjálfsagt ferjuslyssins þegar þeir sigla með Mare Balticum. Enginn þorði að sigla í þessari ferð eru 450 farþegar með ferjunni. Það er aðeins einn þriðji hluti af því sem Mare Baltic- um gæti flutt. En farþegafjöldinn hefur verið mun minni. Fyrst eftir slysið þorði enginn að sigla þessa leið. Nú eru farþegarnir smám sam- an að koma aftur. „Maður getur auðvitað aldrei full- yrt neitt en það er engin ástæða til að hræðast siglinguna. Mare Baltic- um er með fullkomnustu ferjum sem smíðaðar hafa verið,“ segir fyrsti stýrimaður, Júri Lember. Helsta ástæða fyrir Estoniu-slys- inu var talin sú að innkeyrsludyr á bOaþiifari hafi ekki verið nægilega þéttar. I nýju ferjunni er gengið öðruvísi frá þeim hlutum. Björgun- arvesti og björgunarbátar eru af nýj- ustu gerð og á að skipta þeim út á þriggja ára fresti til að auka öryggi ferjunnar. Öryggiskröfur hafa verið hertar mjög eftir slysið á Eystra- salti. Eftir tíu mínútna siglingu frá Tallinn kemur róleg og þægileg rödd í hátalarakerfi skipsins og fer yfir öryggisbúnað skipsins á þrem- ur tungumálum, ensku, sænsku og eistnesku. Þeir sem hlustuðu varla áður leggja nú við hlustir, minnugir hins hörmulega slyss. „Áður en Estonia-slysið varð hefði maður varla hlustað. Nú minnist maður þess og hlustar,“ segir Kulla Ojala, 42 ára, ritari sem var á leið á námskeið í Svíþjóð. Einn af ferðafélögum hennar, Enno Barndyk, segir að allir hafi þekkt einhvern sem drukknaði. „Ég á marga ættingja sem ætla aldrei að sigla framar." Nokkrir farþeganna sitja og spjalla. Nokkrir karlmenn horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu en vafalaust hlusta þeir á öryggisatrið- in sem lesin eru upp. „Við getum ekki spennt fólk niður eins og gert er í flugvélum en fólk tekur mikla áhættu ef það hlustar ekki á örygg- istilkynninguna," segir Bjarne Birn. Trúbadorinn syngur 450 farþegar fylla ekki mikið pláss í því stóra rými sem ferjan Mare Balticum býður upp á. Fyrir utan matsölustaðinn er skilti sem segir hvenær matartími er fyrir fyrsta og annað farrými. Núna borða allir þegar þeir vilja. Á kránni er trúbadorinn Roger Genders frá Nottingham og syngur lög eftir Bítlana, John Denver, Cre- edence Glearwater Revival og hvað- eina sem fólk vill heyra. Kráin er nánast tóm og þeir einu sem eru í stuði eru tveir vörubílstjórar frá Gautaborg sem fá sér í glas með. konu einni sem vill heyra Streets of London aftur og aftur. Það er nánast enginn sjógangur. í danssalnum spilar eistnesk hljómsveit sem nefn- ist 2+2. Þarna eru fleiri en á pöbbn- um en þó er nóg pláss á dansgólfinu. Meðalaldurinn er hár og menn njóta þess að drekka áfengi tollfrítt. „Ég er bæði hrædd við að sigla og fljúga og hefði ekki trúað að ég gæti lokað augunum í þessari ferð. Hins vegar er ég alveg að sofna," segir listmál- arinn Stina Josefsson, 31 árs, frá Stokkhólmi. Sárin gróa aldrei Hvorki í Svíþjóð né á Eistlandi hafa sárin gróið eftir Estoniu-slysið. Á Eistlandi býr aðeins ein og hálf milljón manna og það er nær ómögulegt í svo litlu landi að hafa ekki þekkt einhvern sem fórst með ferjunni. Fyrir Svía, sem stóðu fyrir utan báðar heimsstyrjaldirnar, var ferjuslysið versta slys sögunnar á öldinni. „Það hefur verið erfitt fyrir okk- ur, sem lentum í slysinu, að skilja allt það uppnám sem orðið hefur í Svíþjóð. Eftir á að hyggja er maður þó undrandi á að nokkur hafi kom- ist lífs af. Kannski erum við, sem lifðum af einhvers konar tákn um vonina, lif- andi kraftaverk," segir Kent Harstedt, sem varð frægur fyrir stefnumót sitt við Söru Hedenius, eftir slysið. Þau tvö hjálpuðu hvort öðru í sjónum og hétu því að ef þau kæmust iífs af myndu þau borða saman á veitingahúsi í Stokkhólmi. Bækur um slysið Kent Harstedt hefur skrifað bók sem heitir: „Það sem ekki gat gerst“ um upplifun sina um borð í Estoniu og ekki síst tímann eftir slysið. Um björgunina með þyrlunni, ferðina til Álandseyja og siðan til Svíþjóðar, minningarguðsþjónustur, heimkom- una, þegar hann. hitti ættingja og vini með heila hjörð af íjölmiðla- fólki með sér, m.a. breska sjónvarps- þáttinn Big Awards Show. Bók Kents er ein af nokkrum sem hafa verið að koma út í Svíþjóð um slysið. Þrír blaðamenn á Aftonblað- inu hafa ritað um „síðustu ferjuferð- ina“. Þá hefur rithöfundurinn Ernst Brunner skrifað ljóð um harmleik- inn. Samhliða því sem menn skrifa um atburðinn sjálfan er einnig reynt að várpa ljósi á hvað gerðist í raun. Sumir tala ura samsæriskenn- ingar rússnesku mafíunnar í þessu sambandi. Það hefur hins vegar fengist staðfest að læsingar á bíldyr- um voru ekki nógu sterkar. Endan- legar niðurstöður rannsóknanefnd- arinnar, sem rannsakað hefur slys- ið, verða ekki tilbúnar fyrr en í febr- úar 96. Skaðabóta krafist Þeir sem eftir lifa og ættingjar þeirra sem fórust hafa fengið rúma fjóra milljarða í skaðabætur. Nú munu einhverjir ættingjar ætla að lögsækja þýska fyrirtækið sem byggði Estoniu og eftirlitsfyrirtækið Bureau Veritas, sem hafði eftirlit með byggingu ferjunnar. Margir evrópskir lögfræðingar ásamt bandaríska lögfræðingnum Richard Singleton, sem er sérfræð- ingur í hafrétti, vinna að málinu en hver ákærandi hefur þurft að greiða í upphafi um 10 þúsund krónur. Skaðabótakröfur munu að öllum lik- indum fara í milljarða króna en gagnrýnendur segja að áhætta ákæ- renda sé mikil ef þeir tapi málinu. „Eftir slysið hugsuðum við ekki um peninga. Við vorum altekin af sorg,“ segir David Nilsson sem missti son sinn í slysinu. „Nú finnst okkur að einhver verði að taka ábyrgð. Það er helst þannig sem við getum barist fyrir betra öryggi á hafi úti.“ (Endursagt úr Jyllands-Posten) Björgunarsveitarmenn frá Finnlandi bjarga fyrstu farþegunum, sem komust lífs af, úr hinu hörmulega slysi á Eyst- rasalti fyrir einu ári. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.