Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 42
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995
50
0iák
New York vaknar úr dái
- spenna færist í einvígi Kasparovs og Anands eftir daufa byrjun
Svo virtist sem einvígi Kasparovs
og Anands í New York væri að
verða jafnteflisdauðanum að bráð
en í vikunni hresstust kapparnir
loks og hættu að slíðra sverðin í
miðjum klíðum. Skákunnendur,
sem voru farnir að venjast því að
tíðindalaust væri af vesturvígstöðv-
unum, hrukku skyndilega upp við
það að þrátt fyrir allt væru þetta
býsna skemmtilegir skákmenn og
einvígið gæti kannski orðið spenn-
andi.
Anand vann óvæntan sigur í 9.
skákinni á mánudag með hugvit-
samlegri skiptamunsfórn sem sló
Kasparov algjörlega út af laginu.
Hins vegar var Kasparov fljótur að
jafna sig og náði strax að svara fyr-
ir sig með því að rifja upp afrakstur
heimavinnunnar í 10. skákinni. An-
and tókst ekki að leysa flókin
vandamálin yfir borðinu en
Kasparov þurfti ekki að nota mik-
inn tíma.
. Átta jafntefli í byrjun einvígisins
og mörg á ótefldar skákir hafa farið
fyrir brjóstið á mörgum skákunn-
andanum. t.a.m. er erfitt að hugsa
sér að nokkur fáist i framtíðinni til
Hurley í eld-
heitum nektar-
v
l
atriðum
Sviðsljós
Elizabeth Hurley, unnusta breska
hjartaknúsarans og hrakfallabálksins
Hughs Grants fækkaði fótum fyrir
framan kvikmyndavélina fyrir nokkr-
um árum þegar hún steig fyrstu skref-
in á frama- og frægðarbrautinni.
Viðburðaríkt
blað fyrir þig
Tónlist
Kvikmyndir
Myndbönd
Dagskrá
Sviðsljós
- og margt fleira
DV er skemmtilegt blað með
allar nýjustu fréttimar.
Frjálst, óháð dagblað fyrir þig
Munið nýtt símanúmer 550-5000
þess að kosta skákviðburði þar sem
slík lognmolla ræður ríkjum. Ef-
laust hefur Anand litið þannig á
málin að réttast væri að fara sér að
engu óðslega í fyrri hluta einvígis-
ins og reyna fremur að afla sér
reynslu og sjálfstrausts. Kasparov
virtist á hinn bóginn óöruggur, yfir-
leitt var það hann sem átti hug-
myndina að því að hætta skákunum
og í þriðju skákinni hefði Anand
getað komið honum á kné.
Tefldar verða tuttugu skákir í
New York. Einvígið er hálfnað og
staðan er 5—5. Hætt er við að nú
færist harka í leikinn og að meistar-
arnir láti öðrum eftir friðarsamn-
inga.
9. einvígisskákin:
Hvítt: Viswanathan Anánd
Svart: Garrí Kasparov
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. 0-0
Be7 8. a4 Rc6 9. Be3 0-0 10. f4 Dc7
11. Khl He8 12. Bf3
í stað 12. Bd3 sem Anand hefur
haldið tryggð við í fyrri skákum ein-
vígisins. Leikurinn sem hann velur
nú þótti sjálfgefinn hér í eina tíð og
Kasparov hefur margsinnis mætt
honum, oftast þó með 12. - Hb8.
Umsjón
Jén L. Árnason
12. - Bd7 13. Rb3 Ra5 14. Rxa5
Dxa5 15. Dd3 Had8 16. Hfdl
Van der Wiel reyndi 16. Dd2 gegn
Kasparov í Amsterdam 1988 en 16.
g4!? ári síðar gegn Polugajevsky í
Haninge sem tefldist áfram
skemmtilega 16. - Bc6 17. b4 Dc7 18.
g5 d5!? 19. gxf6 dxe4 20. Dc4 með
flækjum sem virðast hvítum í hag.
15. - Had8 16. Hfdl Bc6 17. b4!?
Dc7
Auðvitað ekki 17. - Dxb4? 18.
Hdbl og næst 19. Bb6 og fangar döm-
una.
18. b5 Bd7 19. Habl axb5 20.
Rxb5 Bxb5 21. Dxb5 Ha8 22. c4 e5
23. Bb6 Dc8 24. fxe5 dxe5 25. a5
BfB 26. h3 De6
sl lié
7 1 iái
6 ÉL W*
íSf A
4 A m&m
3 É, &
2
, s B : *
A B C D
F G H
í fljótu bragði skyldi ætla að
svartur mætti vel við una; hvítur á
sundurslitna peðastöðu og bisk-
upapar hans virðist lítils virði því
að hvítreita biskupinn er fangi peð-
anna.
27. Hd5!
Djúphugsuð stöðuleg skiptamuns-
fórn sem á fullan rétt á sér því að
ljóst er að staða hvíts batnar mikið
ef svartur þiggur fórnina.
27. - Rxd5(?)
Athyglisvert hefði verið að sjá
hvernig Anand hefði brugðist við
svarinu 27. - g5!? sem gefur svörtum
möguleika á að þiggja fómina við
hagstæðari skilyrði eða halda áfram
með h7- h5 og g5-g4 o.s.frv.
28. exd5 Dg6 29. c5
Nú eru endatöfl hagstæð hvítum
því að á einfaldan hátt (a6 og knýr
fram bxa6) getur hann myndað tvo
samstæða frelsingja. Svo virðist sem
Kasparov geri sér þetta ljóst og því
leggur hann út í vafasamar sóknar-
aðgerðir í stað þess að búast til
varnar.
29. - e4 30. Be2 He5?! 31. Dd7!
Hg5
Betra er 31. - He7 en svarið yrði
32. Dg4 sbr. athugasemd við 39. leik
hvíts.
32. Hgl e3? 33. d6 Hg3 34. Dxb7
De6 35. Kh2
- Og Kasparov gafst upp, því að
35. - De5 er einfaldlega svarað með
36. Dxa8 og ekki þarf að óttast frá-
skákina.
10. einvígisskákin:
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Viswanathan Anand
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7.
Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Rbd2 Rc5
10. c3 d4 11. Rg5!?
Leikur Mikhails Tal, fyrrverandi
heimsmeistara, sem var einn að-
stoðarmanna Karpovs í einvíginu
viö Kortsnoj í Baguio 1978. Á sínum
tíma olli leikurinn miklum úlfaþyt í
skákheiminum og sitt sýndist hverj-
um. Þannig var Vassily Smyslov
hvergi banginn gegn Timman ári
síðar og lék 11. - Dxg5 12. Df3 0-0-0
13. Dxc6 Dxe5 14. b4 Dd5! 15. Dxd5
exd5 16. bxc5 dxc3 17. Rb3 d4 og tafl-
inu lauk með jafntefli um síðir.
11. - dxc3 12. Rxe6 fxe6 13.
bxc3 Dd3
Fetar í fótspor Kortsnojs en til
greina kemur 13. - Rxb3.
14. Bc2!
Nýjung, í stað 14. Rf3 eins og Kar-
pov lék gegn Kortsnoj og Kasparov í
6. skákinni við Anand.
14. - Dxc3 15. Rb3! Rxb3 16.
Bxb3 Rd4
Til greina kemur að þiggja hrók-
inn og skila honum aftur eftir 16. -
Dxal 17. Dh5+ g6 18. Df3 Rd8! og nú
19. Dxa8 Dxe5, eða 19. Df6 Hg8 20.
Bxe6 Hg7.
17. Dg4! Dxal 18. Bxe6 Hd8
Ef 18. - Dc3 19. Bd7+ Kf7 20. Be3
Bc5 21. Hdl og svartur á í mesta
vanda. T.d. 21. - Re2+ 22. Dxe2 Dxe5
23. Df3+ Ke7 24. Bxc5+ Dxc5 25. Bh3!
og svartur er varnarlaus.
w é w £=& CS «■■**■ i.
A A A
A k
A & % #
& &&&
W M.
B
E F
H
19. Bh6!!
Kasparov hafði aðeins eytt örfá-
um mínútum af umhugsunartíma
sínum er hér var komið sögu. Þessi
laglegi leikur er áreiðanlega afrakst-
ur heimavinnunnar.
19. - Dc3 20. Bxg7 Dd3! 21.
Bxh8 Dg6?
Eftir 21. - Re2+ 22. Khl Rg3+ 23.
hxg3 Dxfl+ 24. Kh2 Dd3 á svartur
undir högg að sækja en mikið er þó
eftir af taflinu. Nú neyðist hann til
að tefla vont endatafl með peði
minna.
22. Bf6! Be7 23. Bxe7 Dxg4 24.
Bxg4 Kxe7 25. Hcl c6 26. f4
Úrslitin eru því sem næst ráðin.
Auk umframpeðs á hvítur heil-
steypta stöðu og sterkan biskup
gegn riddara.
26. - a5 27. Kf2 a4 28. Ke3 b4 29.
Bdl a3 30. g4 Hd5 31. Hc4 c5 32.
Be4 Hd8 33. Hxc5 Re6 34. Hd5 Hc8
35. f5 Hc4+ 36. Ke3 Rc5 37. g5 Hcl
38. Hd6 b3 39. f6+ Kf8 40. Bh5!
Rb7 41. Ha6
- Og Anand gafst upp.
-JLÁ