Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 28
 36 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 Guðjón Þórðarson vandar ekki KSÍ kveðjurnar. Á enga samleið með þessum mönnum „Ég á enga samleið með þess- um mönnum en ég hef kannski verið svona vitlaus þegar ég hélt að mér myndi bjóðast starf landsliðsþjálfara nú á dögun- um." Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi Peningar út um eyrun „Ríkisstjórn sem hefur ráð á að haga sér svona getur ekki ver- ið í vandræðum með peninga. Þeir standa heinlínis úr eyrun- um á henni." Þórarinn V. Þórarinsson í Alþýðublaö- inu. Ummæli Engar rannsóknir farið fram „Það er engin spuming að nið,urstaða vísindanefhdar NAFO um að það vanti kvendýr er röng Það hafa engar raun- verulegar rannsóknir farið fram." Snorri Snorrason útgerðarmaður, í DV. Þjóðsögur alþýðuflokksmanna Forsenda fyrir endurreisn Al- þýðufiokksins er sú að flokks- menn hætti að segja þjóðsögur um sjálfa sig." Birgir Hermannsson, f Alþýðublaðinu. íslenska krónan „Við höfum enga ástæðu til á vera stolt af íslensku krónunni. Hún hefur á sjötíu árum, 1922-1992, farið niður í einn þús- undasta af dönsku krónunni." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í DV. Gamlir bílar geta verið mjög verðmiklir ef beir eru í góðu standl. Dýrustu forn- bílarnir Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir notaða bifreið er 8,1 milljón dollara sem Thomas Monaghan í Michigan í Banda- ríkjunum borgaði fyrir Berline de Voyage Royale, árgerð 1931, sem er einn af sex Bugatti Royale bílum. Bifreið þessi, sem áður var í safni Williams F. Harrahs, var fyrst seld eigna- miðlaranum Jerry Moore fyrir Blessuð veröldin 6,5 milljónir dollara þegar safniö var minnkað úr 1700 í 1300 hund- ruð bíla í júní 1986 en nokkrum mánuðum síðar var hún seld Monaghan. Álíka hátt verð var greitt fyrir Bugatti Type 41 Royale Sports coupé, árgerð 1931, í nóvember 1931. Bifreiðin var seld á uppboði hjá Christie og kaupsýslumaður að nafni Nicholas Harley greiddi rúm 5 milljón pund fyrir gripinn. Áfram rigning fyrir norðan Norðvestan til á landinu verður allhvöss eða hvöss norðaustanátt fram undir hádegi en síðan stinn- ingskaldi eða allhvasst. Annars staðar verður norðaustlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi víðast hvar. Um landið norðvestanvert Veðrið í dag verður samfelld súld eða rigning en súld eða rigning með köflum annars staðar. Hiti verður á bilinu 2 til 9 stig, kaldast norðvestan til en hlýj- ast sunnan til á landinu. Á höfuð- borgarsvæðinu er austlæg átt, gola eöa kaldi. Skýjað og dálítil súld eða rigning með köflum. Hiti 3 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.41 Sólarupprás á morgun: 7.52 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.00 Árdegisflóð á morgun: 5.20 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Veðrið kl. 6 í morgun Akureyri rigning 6 Akurnes ngning 9 Bergsstaðir úrkoma 5 Bolungarvík rignmg 3 Egilsstaöir rignmg 7 Grímsey rigning 5 Keflavíkurflugvöllur rignmg 8 Kirkjubœjarklaustur skúr 9 Raufarhófn rignmg 6 Reykjavík alskýjaö 6 Stórhöföi rigmng 7 Helsinki skýjaö 13 Kaupmannahöfn leiftur 16 Ósló rigmng 13 Stokkhólmur þokumóóa 14 Þórshófn súld 6 Amsterdam léttskýjaö 13 Barcelona súld 20 Chicago ngning 13 Feneyjar þokumóða 20 Frankfurt alskýjað 16 Glasgow skúr 11 Hamborg rignmg 14 London skýjað 14 Los Angeles mistur 24 Lúxemborg skýjað 12 Madrid skýjað 20 Malaga léttskýjaö 26 Mallorca léttskýjað 22 Montreal léttskýjað 15 Nice rigmng 17 Nuuk léttskýjað 1 Orlando alskýjað 28 París léttskýjað 14 Róm hálfskýjað 20 Valencia þrumuv. 17 Vín heióskírt 18 Winnipeg alskýjaö 10 Pétur Eggerz, leikstjóri og höfundur nýs barnaleikrits: Úr f erðasýningum í eigið leikhús Á morgun verður nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrabókin, frumsýnt á vegum Möguleikhúss- ins og er þetta viðamesta sýning leikhússins til þessa, en allt frá því leikhúsið var stofnað hefur það eingöngu sýnt leikrit sem höfða til barna og fjölskyldunnar. Pétur Eggerz er höfundur Ævintýrabók- arínnar og leikstjóri verksins og var hann spurður um leikritið: „Það fjallar um Dóru sem er hrifin af að lesa ævintýrabókina sína, en eitt kvöldið fer allt úrskeiðis þegar úlfurinn í Rauðhettu nennir þessu ekki lengur og fer yfir í önnur æv- intýri. Dóra sér að þetta gengur Maður dagsins ekki og má eiginlega segja að hún gangi inn í söguna til að bjarga málunum, fer með veiðimanninum og Rauðhettu að leita að úlfinum og koma við í leiðinni í ýmsum þekktum ævintýrum." Pétur sagði að leikritið væri byggt á nokkurra ára gamalli hug- mynd sem hefði kviknaö innan hópsins. „Þetta þróaðist síðan og ég skrifaði fyrst uppkast fyrir Pétur Eggerz. þremur til fjórum árum og hef unnið að þessu siðan. Við geymd- um okkur uppsetningu á verkinu þar sem þaö er mun viðameira en annað sem Möguleikhúsið hefur sett á svið. Þegar við svo fengum styrk frá leiklistarráði ákváðum við að nota hann í þessa sýningu." Pétur var spurður um tilurð Möguleikhússins: „Leikhúsið varð til fyrir rumum flmm árum og hef- ur verið að vaxa síðan, eiginlega eins og snjóbolti sem hleður utan á sig. í fyrstu vorum við aðeins með litlar ferðasýningar og var frumraun okkar 17. júní og höfum alltaf síðan^komið fram á þjóðhá- tíðardaginn. Eftir því sem umsvif- in urðu meiri jókst metnaðurinn og fyrir einu og hálfu ári leigðum -við húsnæði við Memm og hófum verið að koma okkur fyrir og bæta aðstöðuna með hverri sýningu. Undirtektir hafa verið það góðar að það hefur ýtt á okkur að halda áfram á sömu braut, en alveg frá byrjun höfum við lagt áherslu á að vera með gott barna- og unglinga- leikhús. Pétur vinnur nú eingöngu við Möguleikhúsið og lítur björtum augum á framtíðina: „Við erum mjög ánægð með sýninguna og vonumst eftir að fá breiðari ald- urshóp, höfum mest verið með verk fyrir yngstu áhorfendurna, en þetta verk ætti að höföa til þeirra eldri og er að mati okkar fjölskyldusýning." Leikir í Evropukeppni I dag leika tvö íslensk lið á er- lendri grund. í Evrópumeistara- móti unglinga 18 ára og yngri í fótboltanum leika íslendingar við Norður-íra og hefst sá leikur kl. 18.30. Hálftima fyrr eða kl. 18.00 leikur Valur i handbolt- anum við CSKA í Þýskalandi. Iþróttir Einn leikur fer fram í 1. deild handbolta kvenna. Það eru ÍBA og ÍBV sem eigast við á Akur- eyri. Tveir leikir fara fram í 2. deild karla í handbolta og einn leikur i 1. deild kvenna í körfu- bolta. Skák Fimmtánda skákin í einvígi Kasparovs og Anands í New York var aðeins 16 leikir og tíðindalaus. Anand reyndi ekki að vinna gegn drekaafbrigði Kasparovs af Sikileyj- arvörn. Rennum yfir taflið. Anand hafði hvítt: 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. g4 Be6 10. 0-0-0 Rxd4 11. Bxd4 Da5 12. Kbl Hfc8 13. a3 Hab8 14. Rd5 Dxd2 15. Hxd2 Rxd5 16. Bxg7 Re3: ABCDEFGH - og i þessari stöðu sættust þeir á jafntefli. Jón L. Árnason Bridge Nú er lokið þremur kvöldum a£ fjórum í hinni fjölmennu Monrad- barómeterkeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Spilarar fá að lokinni hverri umferð spilin í hendurnar og niðurstöður úr skorinu í öllum saln- um. Sú þjónusta gerir allan saman- burð skemmtilegri og skapast oft líf- legar umræður um spilin af þeim sökum. í þessu spili úr fyrstu um- ferð siðastliðinn miðvikudag var al- gengt að spilarar enduðu í fjórum spöðum á 4—3 samleguna. Það spil fékk að standa á mörgum borðum og talan 420 í NS gaf 51 stig af 66 mögu- legum. Sverrir Ármannsson sýndi góða vörn gegn fjórum spöðum og tryggði sér mjög góða skor. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og AV á hættu: * 10984 »432 * D8 * ÁKG8 * 76 » DG9 * ÁK6532 * 96 N V S * DG52 <* 1076 * G974 * 53 -EXÞok Hengibrú Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. * AK3 »ÁK85 * 10 * D10742 Suður Vestur Norður Austur Björn H. Sverrir Jón St. Sævar 1* 1-f 1* 2+ 34- pass 4* p/h Björn Halldórsson opnaði á eðlilegu laufi og sagði síðan þrjá tígla til að sýna spaðastuðning og góð spil. Sæv- ar Þorbjörnsson spilaði út tígli í upp- hafi, Sverrir drap á kónginn og lagðist slðan undir feld. Ef hann heldur áfram tigulsókninni trompar Jón Steinar Gunnlaugsson í blindum, tek- ur tvo hæstu í spaðanum og spilar laufum og stendur sitt spil því hjarta- tapslagur fer niður í fimmta laufið. En Sverrir virðist hafa séð hættuna á þessu því hann spilaði hjartadrottn- ingu í öðrum slag. Þar með var vörn- in skreflnu á undan að fría fjórða slag inn (á hjarta) og AV fengu 53 stig af 66 mögulegum fyrir að hnekkja spilinu. I Isak Orn Siourösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.