Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 Fréttir Eimskip og Samskip berjast um smáfyrirtæki: Risar í stórátökum um landf lutningana - tekist á um Vöruflutningamiðstöðina hf. og Landflutninga nf. Stórátök eru milli risanna tveggja, Samskipa og Eimskips um flutninga- fyrirtæki sem eru í landflutningum. DV hefur heimildir fyrir því að bæöi skipafélögin hafi boöið grimmt í hlutafé einstakra félaga. Tvö fyrirtæki eru stærst sem mið- stöð. vöruflutninga. Þar er um að ræða Landflutninga og Vöruflutn- ingamiðstöðina í Reykjavík. Talið er að milli 80 og 90 prósent af landflutn- ingum sem fara um Reykjavík fari í gegnum þau fyrirtæki. Þessum tveimur fyrirtækjum er stjórnað af smærri fyrirtækjum sem hvert um sig eiga þar hlut. Eimskip hefur lagt áherslu á að ná fótfestu í Vöruflutn- ingamiðstöðinni með því að kaupa sig inn í fyrirtækin sem standa að henni. Að sama skapi hafa Samskip lagt áherslu á að ná ítökum í fyrir- tækjum sem eru innan Landflutn- inga. Keppa fyrir norðan og austan Samskipsmenn eiga þegar stóran hlut í Flutningamiðstöð Norður- lands, FMN sem stofnað var með samruna Stefnis hf. á Akureyri og Óskars Jónssonar og co. hf. á Dalvík. Að sama skapi á Eimskipafélagið meirihluta í flutningafyrirtækinu Dreka hf. á Akureyri. Eimskip á einnig meirihluta í flutn- ingafyrirtækinu Viggó hf. á Nes- kaupstað. Þá hefur verið gerður samningur við Vöruafgreiðslu Ingi- mars Þóröarsonar á Egilsstöðum og Ski'oafolöí^ t\ .b.iTiTi'i lciiiclj ¦ i Eimskip hf. og SamsMp hf. hafa á undanförnum árum haslað sér völl í landflutningum. Mikið kapphlaup hefur átt sér stað þar sem félögin hafá barist um smáfyrirtæki í flutmngum. Neskaup- staöur er það fyrirtæki nú í meirihlutaeign Viggós hf. og Dreka hf. Þetta er metið sem svar Eimskips- manna við Flutningamiðstöð Aust- urlands sem Samskip eiga og reka á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Þar keyptu Samskipamenn flutninga- deild Kaupfélags Héraðsbúa og sam- einuöu sínum rekstri. Báðir reyna fyrir sér i Bolungarvík Á Suðurlandi hafa Samskip komið upp Flutningamiðstöð Suðurlands sem stofnuð var eftir að fyrirtækið keypti flutningadeild Kaupfélags Ár- nesinga. Það fyrirtæki er rekið á Sel- fossi. í Vestmannaeyjum á Samskip Flutningamiðstöð Vestmannaeyja með Vinnslustöðinni hf. Þá er vitað að bæði Eimskip og Samskip hafa átt í viðræðum við fyrirtæki á Akra- nesi, ísaflrði, Vestmannaeyjum og víðar, ýmist um kaup, samruna eða samstarf. Báðir hafa átt í viðræðum við Ár- mann Leifsson í Bolungarvík sem er annar tveggja stærstu fiutningaaðila á Vestfjörðum. Þar hafa ekki náðst samningar enda þykir Ármann harð- ur í horn að taka og stífur á sínum kröfum. Bæði fyrirtækin eru með fjölda samstarfssamninga í gildi við sjálfstæða aðila þó ekki sé þar um eignaraðild að ræða. Átök risanna tveggja mælast mis- vel fyrir. Margir telja þetta vera eðh- lega þróun en aðrir segja þetta snú- ast alfarið um að hákarlarnir séu komnir á kreik og gleypi allt kvikt sem fyrir þeim verður. „Það er mjög bagalegt ef þessi stóru skipafélög eru að yfirtaka landflutn- ingana. Þetta er mjög slæmt fyrir þá sem eru eingöngu í landflutningun- um," segir Jóhann Guðjónsson hjá Allrahanda hf. í Reykjavík um sókn Eimskipafélags íslands og Samskipa inn í fyrirtæki sem eru í landflutn- ingum. Allrahanda rekur tvo flutn- ingabíla sem aka til Vestfjarða og er með dæmigerðan rekstur. Einn viðmælenda DV vildi ekki láta nafns sín getið þar sem yíirlýs- ingar í máhnu gætu skaðað við- skiptahagsmuni hans. Hann sagði að smærri aðilar í landflutningum fylgdust með þessum ósköpum úr fjarlægð. „Það er misjafnt hvernig það leggst í menn þegar stóri risinn ætlar að gleypa litla manninn. Bæði skipafé- lögin eru að seilast inn á þennan markað og hafa verið miklar þreif- ingar í gangi," segir hann. -rt Ragnar Guðmundsson hjá Samskipum: Stefnanað út á land „Við erum að vinna eftir okkar hugmyndafræði sem gengur út á það að vera með í sjáifstæðum fé- iögum sem rekin eru af heima- mönnum og starfsmenn séu heima- menn. Stefnan er sú aö færa störf út á land frekar en tö Reykjavík- ur," segir Ragnar Guðmundsson, deildarstjóri innanlandsdeildar Samskipa, um sókn félagsins á sviði landflutninga, „Við höfum verið að kaupa rekstrareiningar og sameina þar sem heimamenn eru eigendur að stórum hluta. Við erum í dag stærstkíþmumflutningum,''seg- ir Ragnar. Hann segir að ekki sé um kapp- hlaup risanna tveggja að ræða. Eimékips ogSamskipa. Samskip sé ein&ldlega áð byggja upp flutn- ingakerfi á eigin forsendum. „Þetta er liður í okkar uppbygg- ingu á flutningakerfi innanlands. Undanfarin ár hefur sú þróun orðið að áhersla á strandsigÚngar hefur minnkað samfara bættu vegakerfi. Við erum ekki í kapphlaupi við Eimskip. Við erum bara að byggja upp okkar viðskipti á okkar for* sendum og bæta sem kostur er þjónustu við viðskiptavini," segir hann. „Grundvöliurinn fyrir því að þessi stóru fyrirtæki eru að fara inn í þennan rekstur er það rekstr- arhagræöi sem stórar einingar geta boðið upp á en liflir aðilar geta ekki. Síðan eru breytingar á la- gaumhverfi varðandi vökulög og fleira sem gerir einyrkjum erfitt fyrir á lengri leiðum, Þetta gengur allt út á tnikla nýtingu á tækjun- um,"segirRagnar. -rt SAlWSKíP Frá athaínasvæói Samskipa á Sel- fossi þar sem fyrirtækiö rekur FMS. DV-mynd Kristján Flutningabíll Eimskips á faraldsfæti. Félagið hefur aö undanförnu bætt mjög viö bflaflota sinn. DV-mynd JAK Þórður Sverrisson hjá Eimskip: ¦¦¦- ¦ ¦ ¦ . w Einyrkjabu- skapurinn f er minnkandi ;,Eimskip hefur verið í innan- laridsflutningum í áratugi. Þeir hafa verið fyrst og frémst á sjó en einnig mjög mikið á landi. Eimskip er með yfir 30 bíla rekstri. Þróunin hefur verið sú að viðskiptavinir okkar hafa vttjað koma vöru hratt til staða úti á landi eftir aö vegir urðu betri," segir Þórður Sverris- son, framkvæmdasrjóri flutninga- sviðs Eimskips, um vaxandi þátt- tðku félagsins í landflutningum. „Viö höfum ferið í samstarf meö aöilura úti á landi og eigum i fyrir- tækjum með einstaklingum sem áttu þau einir áður. Þeir reka þessi fyrirtæki og við sitjum með þeim í stjórn og erum þannig þátttakend- ur í beirra rekstri," segir Þoröur. „Þetta er einfaldlega spurning um að við viljumstarfemeð aoilum sem eru í þessu og þekkja þessi viðskipti. Þeir hafá tnikið fram að færa og við höfutn eitthvað tíl mál- anna að leggja og erum með fluth- ing inni i þeirra rekstri. Viö höfum átt farsælt samstarf fyrir báða að- ila. Þetta era hlutaféiög sem eru á landsbyggðinni en ekki í Reykaj- vik. Þessi einyrkjabúskapur sem víða er hér er minnkandi erlendis og þetta hefur breyst mikið á und- anförnum áratug," segir Þörður. Hann segir h'óst að barátta sé um hlutdeild í innanlandsflutningum. „Það er alveg rétt að Eimskip og Samskiperu að keppa um innan-" landsflutningamarkaöinnn bæði á sjó og landi, alveg eins og í miili- lándaflutningum. Keppni á þessum markaði milii þessara fýrirtækja hefur átt sér stað lengi. Það er einn- ig verið að keppa við aðra sem eru á þeim markaði," segir Þórður. Hann segir að lifli maðurinn þurfi ekki aö verða undir í pessari baráttu risanna. ,^>ettaer einfaldlega hluti af þró- un sem á sér álls staðar stað. Timinn stendur ekki kyrr og menn eru að hagræða með því að bua til stærrieiningar,"segirÞóröur. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.