Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 íþróttir_______________ Fer Bebeto tilJapans? Brasilíski knattspymumaöur- inn Bebeto, sem leikur meö spænska 1. deildar liðinu Depor- tivo La Coruna, er í viðræðum viö félag í japönsku atvinnu- mannadeildinni um að leika með þvi á nsesta keppnistímabili. Þessi 31 árs gamli framherji skor- aði 3 mörk fyrir heimsmeistara Brasiliumanna á HM í Bandarikj- unum og er markahæstur í spænsku 1. deildinni með 9 mörk. Leikmenn þéna góðan pening Nokkrir félagar Bebetos úr heimsmeistaraliði Brassa leika í Japan og þéna þar góðan pening. Þar má nefna leikmenn á borð viö Jorginho, Leonardo, Zihno og fyrirliðann Dunga. 50 erlendir leikmenn leika í hinni 14 liða at- vinnumannadeild í Japan Aðalsteinn með Víkingana Aöalsteinn Aðalsteinsson hefur verið ráöinn þjálfari 2. deildar liðs Víkings í knattspyrnu. Hann tekur við af Pétri Péturssyni sem vildl ekki gefa kost á sér áfram í starfið. Aðalsteinn, sera er 34 ára gamall, hefur lengst af sínum ferli leikið með Vikingum en hann þjálfaði og lék í nokkur ár með Völsungi á Húsavik. Aðal- steinn ætlar ekki að spila með liöinu heldur einbeita sér að þjálfuninni. Áttaleikiímeist- aradeild Evrópu Átta leikir fara fram í meistara- deild Evrópu í knattspyrnu i kvöld. í A-riðli leika: Nantes- Álaborg, Porto-Panathinaikos. I B-riðli leika: Legia Varsjá- Blackburn, Rosenborg - Spartak Moskva. I C-riðli leika: Dort- mund - Steaua Búkarest og í D- riðh leika Juventus - Rangers og Ajax - Grasshoppers. Vandræði hjá liði Rangers Rangers er með marga leik- menn á sjúkralistanum. Brian Laudrup, Paul Gascoigne, Charlie Mille, Trevor Steven og Ian Ferguson eru allir meiddir og skoski landsliðsmaðurinn Al- an McLaren tekur út leikbann. Góðu fréttirnar úr herbúðum Rangers eru þær að Rússinn Oleg Salertko er orðinn góður af nára- meiðslum og leikur í fremstu víglinu ásamt Ahy McCoist. Ju- ventus leikur án fyrirliða síns, Gianluca Villa, sem meíddist í stórleíknum gegn AC Milan um síðustu helgi. Íslendíngar í44.sæli Á nýjum styrkleikalista sem Alþjóða knattspymusambandiö gaf út í gær era Islendingar í 44. sæti sem er sama sæti og þegar síöasti listi var geíinn út í sept- ember. Heimsmeistarar Brasilíu- manna eru sem fyrr í efsta sæti. Spánverjar koma næstir og Þjóö- verjar eru í þriðja sæti. Ripleyekki meðBlackburn Ensku meistararnir í Black- bura, sem hafa tapað báðum leikjum sínum í riðlinum, fóru til Póllands án útherjans Stuart Rip- leys. Ástæöan er sú aö kona hans var tlutt á sjúkrahús í gær en hún á von á barni. Afturelding mætir liði frá Póllandi: Báðir leikimir í Mosfellsbænum? Afturelding úr Mosfellsbæ mætir Zaglebie Lubin frá Póllandi í Borgakeppni Evrópu. Pólska liðið sló CC Nicosiu frá Kýpur út í fyrstu umferð, vann fyrri leikinn 36-23 og þann síðari 36-29. „Ég hef geysilega miklar áhyggj- ur af kostnaðarhliðinni í þessu dæmi en handboltalega séð hst mér ekki illa á þennan drátt. Það getur veriö ágætur möguleiki á að kom- ast áfram í keppninni,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureld- ingar, við DV í gær. Reyni að fá upplýsingar hjá Bogdan „Ég kem örugglega til með að reyna að fá upplýsingar um þetta pólska hð hjá Bogdan Kowalczyk en sjálf- ur veit ég ekkert um þetta hö.“ „Staðreyndin er sú að við sitjum uppi með 700.000 kr. tap á leikjun- um gegn Makedóníumönnunum svo að auðvitað er þetta áhyggju- efni. Við komum örugglega til með að kaupa báða leikina hingað heim og þar sem ég reikna með að hð frá austurblokkinni standa ekki alltof vel fjárhagslega gætu þeir alveg þegið það boð. Auðvitaö er metnað- ur hjá okkur að fara sem lengst í keppninni. íþróttin verður að ganga fyrir og við erum með í þessu til að fara sem lengst,“ sagði Einar. KA fer til Slóvákíu: Reikna með að við eigum möguleika - segir Alfreð Gíslason Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mér líst þokkalega á þetta. Við hefðum vissulega getað verið heppn- ari með mótherja en viö hefðum líka getað verið óheppnir og þurft að fara í mun lengra ferðalag," sagði Alfreö Gíslason, þjálfari handknattleiksliðs KA, eftir að ljóst var aö hð hans mætir TJ Kosice frá Slóvakíu í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. TJ Kosice lék gegn Sittardia frá Hollandi í 1. umferðinni og vann samanlagt með 6 marka mun, heima- leikinn 23-18 og útileikinn 21-20. „Mér sýnist á þessum úrslitum að við eigum að hafa möguleika á að slá þetta hð út en auðvitað er slæmt að fyrri leikurinn á að vera á heima- vehi okkar. Ég á reyndar alveg eins von á því að við munum reyna að fá báöa leikina til Akureyrar," segir Alfreð. Valur mætir Braga frá Portúgal: • Salih Heimir Porca ieikur ekki meira með KR. Atriði fyrir Val að spila á heimavelli íslandsmeistarar Vals drógust gegn portúgölsku meisturunum í ABC Braga í Evrópukeppni meistar- aliöa í handknattleik en dregið var til 2. umferðar í höfðuðstöðvum evr- ópska handknattleikssamhandsins í Vínarborg í gær. Lið Braga sló Hauka út úr Evrópu- keppninni í fyrra og þar lögðu Port- úgalarnir grunninn að sigri sínum með því að vinna Haukana á heima- velli sínum með miklum mun. Port- úgalskur handknattleikur hefur ver- ið á stöðugri uppleið og hð Braga hefur átt góðu gengi að fagna í Evr- ópukeppninni undanfarin ár. Heima- völlur hðsins er mjög sterkur og á öllum heimaleikjum félagsins eru áhorfendapallarnir troðfulhr. í liði í kvöld Nissan-deildin í handbolta: Stjaman - Afturelding 20.00 KR - Selfoss 20.00 FH-ÍR 20.00 KA - Haukar 20.00 ÍBV-Valur 20.00 DHL-deildin í körfubolta: KR-ÍR.....................20.00 1. deild karla í blaki: HK-ÞrótturR..........19.30 Braga eru tveir Rússar auk nokkurra- portúgalskra landsliðsmanna og unglingalandshösmanna. Einar Þor- varðarson, þjálfari Aftureldingar, stjómaði Haukaliðinu í fyrra í leikj- unum gegn Braga og þekkir því að- eins til liðsins. „Svo framarlega sem Valsmenn spila heimaleik sinn hér heima á ís- landi þá eiga þeir alveg möguleika. Braga liðið er geysisterkt ef það er eins skipað og í fyrra og heimavöllur þess er algjör ljónagryfa. Því er það lykilatriði fyrir Val að spila heima. Valsliðiö er öflugt og mjög reynslu- mikið og ég lít svo á að möguleiki þeirra á að komast áfram sé stór,“ sagði Einar Þorvarðarson. Katrín í Breiðablik ingibjörg Hmriksdóttir skriíar: Katrín Jónsdóttir, knatt- spyrnukona úr Stjömunni, hefur ákveðið að skipta yfir í Breiða- bhk. Katrín, sem fór íþá Breiða- bhki á síðasta ári til Stjörnunnar, sagði í viðtali viö DV að engin sérstök ástæða væri fyrir félags- skiptunum nú, henni hefði líkað vel hjá Stjörnunni en hún hefði saknað félaganna í Breiðabliki þar sem hún ólst upp. Guðríður Guðjónsdóttir: Eigum enga möguleika gegn Byásen Það er ljóst að róður bikar- meistara Fram í kvennaflokki veröur þungur en liðið mætir norska liðinu Byásen í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa. Norska liðið er geysisterkt og í 1. umferðinni sló það út liö Bran- ik Maribor frá Slóveníu. Byásen vann fyrri' leikitm, 32-19, og þann síðari, 25-22. Fram stelpurnar eru ekki alveg ókunn- ugar hði Byásen en fyrir Qórum árum áttust liðin viö i Evrópu- keppninni og sigraði norska liöið báða leikina með miklum yftr- burðum. „Þetta var ekki óskamótherjinn hjá mér, langt í frá. Bæði er dýrt aö koma sér til Þrándheims og Byásen liðið er geysisterkt. Við eigum enga möguleika gegn þessu liði en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki tii aö gera okkar besta og reyna að standa okkur," sagðí Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari og leikmaöur Fi’am, við DV. Guðríður Guðjónsdóttir. • Daði Oervic heldur norður á bóginn tlmabili. Daði verður mikill styrkur fyrir -Pólitík, segirPc Knattspyrnudeild KR rifti í gærkvöldi f samningi sínum viö Sahh Heimi Porca j sem þar með leikur ekki með félaginu i næsta sumar. Porca gerði þriggja ára I saráning við KR-inga fyrir ári. 1 „Ég er mjög sár yfir þessu því ég var I orðinn mikill KR-ingur og hafði hugsað e mér að ljúka mínum ferli hjá félaginu. i Svo kemur í ljós að samningurinn er s ekki meira virði en klósettpappír. Ég er e miður mín og ætla að leita réttar míns í þessu máh. Það voru mörg félög búin að tala við mig í haust, úr 1., 2. og 3. deild, en ég var búinn að neita öhu þar sem ég ætlaði að spila með KR. Nú veit 1 ég ekki hvað ég geri annað en það að ég e leik ekki með KR,“ sagði Porca í samtali e við DV í gærkvöleh. 1 1 Serbi að losa sig t við tvo músiíma e Porca segist öruggur um hver ástæðan e Knattspyma: Tanasic reynir fyrii sér í Austurríki Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Marko Tanasic, júgóslavneski knattspyri maðurinn sem hefur spilað með Keflavík ui anfarin sex ár, er á förum til Austurríkis líkur eru á að hann spih með þarlendu hc vetur. Hann mun þó leika áfram með Keflv ingum næsta sumar nema hann komist á v anlegan samráng ytra. Tanasic gekkst undir aðgerð á hné fy nokkrum dögum vegna trosnaðra hðþófa búist er við að hann verði fljótur að jafna eftir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.