Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 9
w FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 9 DV Útlönd I > i i i Leyniskjöl FBI afhjúpuð: Vildu vísa Lennon úr landi Bandarísk stjórnvöld reyndu mjög að fá John Lennon, Bítlinum sáluga, vísaö úr landi í Bandaríkj- unum snemma á áttunda áratugn- um. Þetta kemur fram í leyniskjöl- um alrikislögreglunnar, FBI, sem Jonathan Wiener, söguprófessor við Kaliforníuháskóla, fékk afhent með úrskurði dómara. Meðal skjalanna er minnisblað úr Hvita húsinu í forsetatíð Richards Nixons þar sem farið er nákvæm- lega í atriði sem gætu nýst til að vísa Lennon úr landi, þar á meðal fíkniefnaneyslu hans og andóf gegn Víetnamstríðinu. Reyndi alríkislög- reglan síðan að koma í veg fyrir við- leitni Lennons í þá veru að hindra endurkjör Nixons forseta. Það tók Wiener 12 ár að fá leyni- skjölin afhent en honum tókst að komast yfir 250 af þeim 300 síðum sem fjölluðu sérstaklega um Lennon á árunum 1970-71. Dómari úrskurð- aði einnig að alrikislögreglan þyrfti að svara því hvort lög hefðu verið brotin til að komast yfir upplýsing- ar um Lennon. Wiener segir alrikis- lögregluna aldrei hafa þurft að svara hver raunveruleg ástæða eft- irlitsins með Lennon var og hvern- ig henni var háttað. Nú sé komið að skuldadögunum. Hann telur fullvíst að lög hafi verið brotin með athæfi alríkislögreglunnar. Innan um alvarlegri mál er í skjölunum að finna léttvægari texta eins og athugasemdir um frammi- stöðu Lennons á nokkrum tónleik- um og miklar efasemdir um söng- getu Yoko Ono. Reuter Rene Preval, forsetaframbjóðandi á Haítí, er hér borinn í land af stuðnings- mönnum sínum. Samkvæmt könnunum hefur Preval mest fylgi þeirra sem vilja verða eftirmenn Jean-Bertrands Aristides í embætti forseta. Kosning- arnar fara fram á sunnudag. Símamynd Reuter Lazy-boy hægindastólarnir eru allir með heilsteyptum svampi og harðviðargrind. HUSGAGNAHOLLIN einn Lazy-boy íjólagjöf -því þeir gerast ekki betri Frá kr. 31.900,- stgr. í tauáklæöi. O Veldu þann besta - Veldu Lazy-boy ItíldshúmLlO - 112 R\ík - S:587 1109 Bill Gates og frú eiga von á barni Bill Gates, margmilljarðamær- ingur og forstjóri Microsoft hug- búnaðarfyrirtækisins, og eigin- kona hans, Melinda French, eiga von á fyrsta barni sínu seint í maí á næsta ári. Gates og frú gengu í hjónaband 1. janúar 1994. Ekki er vitað hvors kyns barnið er en hjónin hafa þegar útilokað að skýra það Bill eða William. Þar með yrði bundinn endi á hefð inn- an Gates-fj ölskyldunnar sem hefur varað í fjórar kynslóðir. Gates, sem er fertugur og ríkasti maður heimsins, metinn á 700 milljarða króna, hefur lengi sagt að sig langaði til að eignast börn. Reuter United ferðatæki með geislaspilara útvarpi og segulbandi. Venturer ferðatæki með geislaspilara útvarpi og segulbandi PRCD-700 Nesco ferðatæki með geislaspilara tvöföldu segulbandi, og fjarstýringu Akai ferðatæki með geislaspilara útvarpi og tvöföldu segulbandi. United hljómtækjasamstæða með geisiaspiiara útvarpi m/minnum, segulbandi og fjarstýringu SIÐUMULA 2 • SIMI568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA 1 r i i L=£=

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.