Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gsett. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,6háð dagblað FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Akranes: Ung hjón duttu í lukkupottinn - fengu 5 milljónir í HHÍ DV, Akranesi: „Við skuldum eins og flestir aðr- ir okkar húsnæði en við erum ákveðin í að vera með báða fætur í jörðinni þrátt fyrir þennan vinn- ing,“ sögðu ung hjón á Skaganum við fréttamann DV i gær. Þegar dregið var í Happdrætti Háskóla ís- lands 12. desember hlutu þau fimm milljóna króna vinning. Þau vildu ekki láta nafns síns get- ið en sögðu að vinningurinn kæmi sér heldur betur vel fyrir þau. Ný- lega keyptu þau hér einbýlishús og vinningurinn mun létta undir með þeim. „Þetta er alveg meiri háttar,“ sagði frúin. D.Ó. Eldur í geymslu Eldur kom upp í geymslu við ibúðarhús i Skipholtinu í nótt. Þeg- ar slökkviliðið kom á staðinn var búið að slökkva eldinn en reykræsta varð á staðnum. Skemmdir urðu óverulegar. -GK Columbia Aluminum: Tökum ákvörðun um áramótin „Við höfum verið að safna gögn- um og greina þau. Ég vona að við verðum í þeirri stöðu að geta sagt ákvörðun okkar í lok þessa árs eða byrjun næsta," segir Kenneth Peter- son, forstjóri Columbia Aluminum í Bandaríkjunum. Á Internetinu í gær var frétt um að forráðamenn Columbia Alumin- um hefðu tekið ákvörðun um að byggja nýtt álver á íslandi. Peterson segir að það sé ekki rétt. Forsvars- menn fyrirtækisins hafi ekki gefið út neina slíka yfirlýsingu. -GHS Guðmundar Arasonar skákmótið: Til heiðurs ólympíu- meisturum í gær hófst Guðmundar Arasonar skákmótið sem sett var á laggimar til heiðurs íslensku ólympíumeist- urunum í tlokki 15 ára og yngri sem sigruðu á Kanaríeyjum í vor. Teflt er í íþróttahúsinu við Strandgötu og lék Davíð Oddsson forsætisráðherra fyrsta leikinn í mótinu. Þátttakend- ur eru 26 frá 7 þjóðum. Auk íslands eru keppendur frá Bandaríkjunum, "^Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi og Noregi. -ÍS Óbærilegt ástand vegna mannfæðar í löggæslumálum á Egilsstöðum: Kvartað yfir að ekki náist í lögregluna - sýslumaður vill sólarhringsvakt og að lögreglumönnum verði fjölgað úr tveimur í sex „Það er engin hemja að tveir lögreglumenn séu með 3 þúsund íbúa á bak við sig. Þeirra svæði er Egilsstaðir, Fellabær, Borgarfjörð- ur eystri, hrepparnir á héraði og sumarbústaðabyggðir. Við höfum fengið mikið af kvörtunum um að ekki náist til lögreglu og hún er líka vanmáttug að rannsaka mál vegna mannfæðar. Þama þarf að koma til sólarhringsvakt. Við höf- um ekki þann fjölda lögreglu- manna sem til þarf til að halda uppi eðlilegri löggæslu,“ sagði Lárus Bjarnason sýslumaður sem hefur umsjón með löggæslu á Eg- ilsstöðum, Vopnafirði og Seyðis- firði. Á þessu svæði búa 5 þúsund manns en aðeins 5 lögregluþjónar starfa þar - 2 á Egilsstöðum, 2 á Seyðisfírði og 1 á Vopnafirði. Lár- us hefur farið fram á það við dómsmálaráðuneytið að fjórum verði bætt við á Egilsstöðum og einum á Vopnafirði. „Það eiga að vera 500 þegnar á bak við hvern lögreglumann. Stað- an er hins vegar sú að í 5 þúsund manna sýslu eru fimm lögreglu- þjónar. Síðan er engin hemja að tveir lögreglumenn séu með 3 þús- und manns á bak við sig eins og á Egilsstöðum. Þetta er slæmur samanburður miðað við önnur umdæmi. Á Egilsstöðum er alþjóð- legur flugvöllur með tollafgreiðslu og þarna þarf að sinna vegaeftir- liti og fleiru. Síðan bætist það við á sumrin að 13.000 erlendir ferju- ferðamenn fara í gegjium héraðið auk tuga þúsunda íslendinga og lögreglumennimir þurfa einnig að sinna ferjuafgreiðslu. Þetta er óbærilegt ástand," sagði Lárus Bjarnason. Hann byggir beiðni sína um fjölgun löggæslumanna á lögum um lögreglumenn. Dómsmálaráð- herra skipar lögreglumenn i emb- ætti samkvæmt tillögum sýslu- manna eða viðkomandi lögreglu- stjóra. -Ótt Regnboginn bauð barnshafandi konum og mökum þeirra á forsýningu á stórmyndinni Nine Months þriðjudaginn 12. des. Fullmannaður sjúkrabíll var á staðnum ef eitthvert krílið vildi kíkja á hjartaknúsarann Hugh Grant. I anddyr- inu var barnakerrusýning og verslunin Fífa gaf einum heppnum gesti Maxi Cosi ungbarnabílstól með öllum fylgi- hlutum. Hér sjást væntanlegir foreldrar á leið á sýninguna. DV-mynd GS Vörubíll ók á bakarí DV, Vestmannaeyjum: Starfsfólkinu í Magnúsarbakaríi í Eyjum brá heldur betur á miðviku- dagsmorgun þegar vörubíll af stærstu gerð bankaði upp á hjá því og braut rúðu. Ekki urðu slys á fólki og skemmdir urðu ekki aðrar en að rúðan brotnaði. Að sögn lög- reglu var vörubíllinn framan við bakaríið og fór hann skyndilega úr handbremsu. Eigandinn stóð við bílinn en náði ekki að stöðva hann í tíma. -ÓG Eftirlitsstofnun EFTA: ísland á leið fyrir dómstól Eftirlitsstofnun EFTA ákvað í gærmorgun að draga ísland fyrir EFTA- dómstólinn vegna brots á EES-samningnum. Málið snýst um álagningu og innheimtu vörugjalds en gjaldið felur í sér mismunun milli innlendra og erlendra fram- leiðenda. ísland er fyrsta aðildarrík- ið sem Eftirlitsstofnunin hefur vís- að til dómstólsins frá því EES-samn- ingurinn tók gildi fyrir tveimur árum. í fjármálaráðuneytinu er unnið að lagafrumvarpi vegna þessa máls. Þar á bæ eru taldar líkur á að kær- an verði dregin til baka þegar frum- varpið verður lagt fram á Alþingi í byrjun næsta árs. -kaa Veðrið á morgun: Gola eða kaldi Á morgun verður suðvest- angola eða kaldi á sunnan- verðu landinu en austan- og norðaustangoja á norðan- verðu landinu. Það verður slydda eða rigning og hiti 1 til 4 stig suðvestan- og vest- anlands en vægt frost og að mestu þurrt annars staðar. L O K I Veðrið í dag er á bls. 36 TVÖFALDUR1. VINNINGUR AIVISU N >sií Sfmi: 5 886 886 Fox: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886 I i i i i i i i i i i i i i i t i t t i i i i i i í í í í i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.