Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Afmæli Hafsteinn Jóhannsson Hafsteinn Jóhannsson, siglinga- kappi, kafari og vélstjóri frá Akranesi, til heimilis að Sunde í Sunnhörðalandi í Noregi er sex- tugur í dag Starfsferill Hafsteinn fæddist í Sýruparti á Akranesi sem lengi var elsta íbúðarhúsið sem búið var í á Akranesi en stendur nú endur- byggt í Byggðasafninu í Görðum. Hafsteinn fór ungur til sjós, gerði út trillu frá sextán ára aldri og fram að tvítugu, vann jafn- framt í frystihúsi og sótti sjó á vélbátum og togurum frá Akra- nesi. Um tvítugt fór Hafsteinn til Noregs og var þar farmaður á norskum flutningaskipum. Hann fékk síðan vinnu í landi og var á köfunarnámskeiðum. Eftir að Haf- steinn kom heim 1957 gat hann sér gott orð sem froskkafari á síldarárunum á sjötta og sjöunda áratugnum, hjargaði oft miklum verðmætum og nokkrum sinnum mannslífum. Hann settist að í Sunde á Sunnhörðalandi í Noregi 1973 þar sem hann hefur búið síð- an og starfað við álver. Fyrir fimm árum fór Hafsteinn einsamall í siglingu umhverfis jörðina án viðkomu. Hann fór þessa ferð á skútunni Eldingu sem hann hafði lagt kjöl að fimm árum áður og smíðað sjálfur að öllu leyti á þremur árum. Siglmg- in tók átta mánuði en um hana var rituð bókin Hafsteinn á Eld- ingunni, útg. 1993. Hafsteinn kom siðast til íslands á Eldingunni sl. sumar. Fjölskylda Systkini Hafsteins eru Magnús Ingiberg, f. 2.10. 1934, leigubíl- stjóri í Keflavík; Bára, f. 5.1. 1937, húsmóðir í Neskaupstað; Hanna Rún, f. 15.9. 1941, hótelstýra og veitingamaöur á Akranesi; Sigrún Sveina, f. 22.5. 1947, verslunar- maður á Akranesi; Þorgeir, f. 28.7. 1952, sjómaður og verktaki á Akranesi. Foreldrar Hafsteins voru Jó- hann Pétur Jóhannsson, f. 9.3. 1912, d. 2.8. 1978, vélstjóri á Akra- nesi, og k.h., Guðrún Magnúsdótt- ir, f. 28.5. 1911, d. 29.11. 1972, hús- móðir. Ætt Jóhann var sonur Gests, b. á Þaravöllum, Péturssonar, b. á Viggbelgsstöðum og í Belgsholti, Ólafssonar. Móðir Gests var Ing- veldur Ólafsdóttir. Móðir Jóhanns Gestssonar var Ólöf Sigurðardótt- ir, b. á Káranesi í Kjós, Bjarna- sonar Sigmundssonar. Móðir Ólafar var Margrét Sigurðardótt- ir, b. á Korpúlfsstöðum, Gunnars- sonar. Móðir Jóhanns Péturs var Sig- ríður Jónsdóttir, b. á Gunnars- eyri, Jónssonar, b. á Stálpastöð- um í Skorradal, Erlendssonar og Guðlaugar Jónsdóttur. Móðir Sig- ríðar var Kristín Þórðardóttir, b. á Innrihólma á Akranesi, Stein- dórssonar og Halldóru Böðvars- dóttur. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á Höfða í Þverárhlíð, Rögnvalds- sonar, b. á Varmá, Rögnvaldsson- ar. Móðir Magnúsar var Þorgerð- ur Magnúsdóttir. Móðir Guðrúnar var Sigríður Halldórsdóttir, b. á Síðumúla- veggjum í Hvítársíðu, Ólafssonar, b. á Örnólfsstöðum og Síðumúla- veggjum, Finnssonar. Móðir Hall- dórs var Ingibjörg Halldórsdóttir. Móðir Sigríðar var Guðrún Daní- Hafsteinn Jóhannsson. elsdóttir, b. á Fróðárstöðum, Jóns- sonar og Sigríðar Halldórsdóttur. Álfheiður Pálína Hjaltadóttir Alfheiður Pálína Hjaltadóttir, Heiða, skrifstofumaður og hús- móðir, Ásgerði 6, Reyðarfirði, er fimmtug i dag. Starfsferill Heiða fæddist á Reyðarfirði og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1962. Heiða stundaði verslunarstörf og fiskvinnslu til 1964 en helgaði sig síðan eingöngu heimili sínu og börnum um nokkurra ára skeið. Hún hefur sl. tuttugu ár stundað skrifstofustörf hjá Véla- verkstæði Björns og Kristjáns sf. og einnig verið bréfberi hjá Pósti og síma. Heiða hefur starfað mikið að fé- lagsmálum á Reyðarfirði. Hún hefur starfað með Kvenfélagi Reyðarfjarðar í tæp þrjátíu ár og er formaður þess frá 1992, hefur starfað með Leikfélagi Reyðar- fjarðar, var helsti hvatamaður að stofnun JC Reyðarfjörður 1986 og fyrsti forseti þess og átti sæti í hreppsnefnd Reyðarfjarðar 1990-94 auk þess sem hún situr í bygginga- og skipulagsnefnd Reyð- arfjarðar frá 1990 og hefur setið í ýmsum öðrum nefndum á vegum sveitarfélagsins. Fjölskylda Heiða giftist 21.2. 1964 Kristjáni Kristjánssyni, f. 9.11. 1941, fram- kvæmdastjóra. Hann er sonur Kristjáns Kristjánssonar, söngv- ara og skrifstofumanns í Reykja- vik, og k.h., Rósu Þorsteinsdóttur skrifstofumanns en þau eru bæði látin. Dætur Heiðu og Kristjáns eru Aðalheiður Kristjánsdóttir, f. 23.1. 1964, landslagsarkitekt í Reykja- vík, gift Björgvini Ingvasyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvö böm, Álfheiði og Ingva Rafn; Margrét Rósa Kristjánsdóttir, f. 23.1. 1964, lyfjafræðingur í Kaup- mannahöfn, gift Gísla Jónssyni tæknifræðingi og eiga þau eina dóttur, Karenu Rut; Anna Bára Kristjánsdóttir, f. 18.12. 1965, d. 7.3. 1992, var búsett í París, í sam- búð með Pascal Ssossé rafvirkja og er sonur þeirra Kristján Óli; Kolbrún Kristjánsdóttir, f. 5.10. 1968, ljósmyndanemi í Reykjavík, í sambúð með Þórði Geir Jónassyni viðskiptafræðingi og er dóttir þeirra Anna Lind; Lára Valdís Kristjánsdóttir, f. 3.3. 1979, nemi. Systkini Heiðu eru Erla Hjalta- dóttir, f. 10.6.1941, verslunarmað- ur, gift Arnþóri Magnússyni; Gunnar Hjaltason, f. 21.7.1942, sjómaður, kvæntur Höllu Einars- dóttur; VObergur Hjaltason, f. '27.8. 1951, verkstjóri, kvæntur Jennýju Ingvarsdóttur; Sigurbjörg Hjaltadóttir, f. 13.6. 1959, skrif- stofustjóri, gift Ásmundi Ás- mundssyni. Systkini Heiðu eru öll búsett á Reyðarfirði. Foreldrar Heiðu voru Hjalti Gunnarsson, f. 5.11. 1914, d. 4.2. 1986, skipstjóri og útgerðarmaður á Reyðarfirði, og k.h., Aðalheiður Vilbergsdóttir, f. 3.6. 1915, d. 2.5. 1982, húsmóðir. Ætt Hjalti var soriúr Gunnars Bóas- Álfheiður Pálína Hjaltadóttir. sonar, b. á Stuðlum i Reyðarfirði, og f.k.h., Unu Sigriðar Jónsdóttur húsmóður. Aðalheiður var dóttir Vilbergs Magnússonar á Stöðvarfirði, og k.h., Ragnheiðar Þorgrímsdóttur húsmóður. Kristján Stefánsson Kristján Stefánsson tæknifræð- ingur, Suðurvangi 7, Hafnarfirði, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði og hefur átt þar heima alla tíð. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 1968 og varð tæknifræðingur frá Tækni- skólanum í Þrándheimi 1970. Kristján vann á verkfræðistofu í Þrándheimi 1970-71, á Verk- fræðistofu Guðmundar Magnús- sonar 1971-73, starfaði síðan sjálf- stætt jafnhliða kennslu við Iðn- skólann í Hafnarfirði 1978-80, var tæknilegur framkvæmdastjóri Byggðaverks 1980-87 og hefur ver- ið með eigin rekstur, þ.e. Verk- þjónustu Kristjáns hf. frá 1987. Kristján var einn af stofnend- um Byggðaverks hf. og einn af að- aleigendum þess til 1987. Hann hefur verið félagi í Rotaryklúbbi Hafnarfiarðar frá 1982. Fjölskylda Kristján kvæntist 6.4.1966 Soff- íu Arinbjamar, f. 1.8. 1944, hús- móður. Hún er dóttir Sigurðar Ar- inbjarnar, skrifstofumanns í Reykjavík, og Bettýjar Arnin- bjarnar húsmóður. Dætur Kristján og Soffiu eru Hildur Betty, f. 16.11. 1973, tækni- teiknari, búsett í Hafnarfirði en sambýlismaður hennar er Guð- mundur Óli Hilmisson og eiga þau saman eina dóttur, Sunnevu Ósk; Laufey Dögg, f. 11.1. 1975, nemi í foreldrahúsum. Systkini Kristjáns: Pálmi, f. 24.6. 1938, verkfræðingur í Noregi; Ingibjörg, f. 21.8. 1948, ritari á ítal- íu; Þorbjöm, f. 16.11. 1953, fram- kvæmdastjóri í Garðabæ. Foreldrar Kristjáns: Stefán Jó- hann Þorbjömsson, f. 30.8.1914, Kristján Stefánsson. skipstjóri í Hafnarfirði, nú búsett- ur í Garðabæ, og k.h., Laufey Sig- ríður Kristjánsdóttir, f. 31.12.1913, d. 5.10. 1994. Kristján og Soffia eru að heim- an. Til hamingju með afmælið 15. desember 85 ára Tómas B. Jónsson, Túngötu 40, Reykjavík. 75 ára Jóna G. Nikulásdóttir, Sæbliki, Raufarhafnarhreppi. 70 ára Lilja Þorgeirsdóttir, Sólheimum, Blönduósi. Ásta Stefánsdóttir, Klapparstíg 5, Keflavík. 60 ára Rebekka Þórhallsdóttir, Langhúsum, Fljótsdalshreppi. Gísli Þorsteinsson, Hvassafelli II, Borgarbyggð. Birgir Ingólfsson, Holtsgötu 22, Reykjavík. 40 ára Margrét Brynjólfsdóttir, Svarfaðarbraut 4, Dalvík. Þórhildur Álbertsdóttir, Selbraut 22, Seltjarnamesi. Ásrún Sæland Einarsdóttir, Suöurhólum 20, Reykjavík. Sigurrós Ema Eyjólfsdóttir, Krókabyggð 32, Mosfellsbæ. Jón Gunnar Sigurjónsson, Gauksmýri 3, Neskaupstað. Ingibjörg Sigurðardóttir, Barmahlíð 15, Reykjavík. Elma Eide Pétursdóttir, Þórufelli 16, Reykjavík. Anna Axelsdóttir, Boðagranda 7, Reykjavik. Menning Kvennakór Reykjavíkur. Heimsins hjálparráð Kvennakór Reykjavíkur hélt árlega aðventutónleika sína í Hallgríms- kirkju sl. miðvikudagskvöld. Tónleikarnir báru yfirskriftina „Nú kemur heimsins hjálparráð". Með kórnum söng Elsa Waage en auk hennar léku þau Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir á flautu og Svana Vík- ingsdóttir á orgel. Alls voru flutt 19 lög og var þeim skipt niður eftir innihaldi textanna í fyrri hluta (tónleikanna), sem bar yfirskriftina Boðun Maríu, og síðari hluta, Á jólum. Kórinn gekk in kirkjuskipið syngjandi Nú kemur heimsins hjálparráð í raddsetningu dr. Roberts A. Ottóssonar sem Úlrik Ólason umritaði fyrir kvennakór. Fallega gert og hljómaði vel. Hodie Christus natus est eftir Giovanni Palestrina var tæplega nægilega tært, einkum í neðri röddum kórsins, og það sama átti við í sóprönum síð- ar, eins og t.d. í Regina coeli úr Drei geistliche Chöre, op. 37 eftir Brahms. Margt gerði kórinn þó mjög vel og má þar t.d. nefna lagið Nóttin var sú ágæt ein eftir Kaldalóns og Panis Angelicus eftir Franck. Elsa Waage söng mörg lög, bæði með kórn- um og hljóðfærunum og var söngur hennar allur hinn fegursti, einkum þó í Paris Ang- elicus, Ó, helga nótt eftir A. C. Adam og Sei --------------- stille dem Herru und warte auf ihn úr óratoríunni Elíasi eftir Mendelssohn. Hljóðfæraleikararnir stóðu sig prýðilega utan að greinilegt var að Svana Víkingsdóttir er ekki reyndur orgelleikari. Umritanir og útsetningar fyrir kórinn hljómuðu mjög vel þegar Úlrik Óla- son og Martin H. Friðriksson áttu í hlut en ekki voru þær allar lýtalausar hjá Aðalheiði Þorsteinsdóttur. Tónleikunum lauk með því að hópurinn flutti lagið jólaklukkur sem svo margir þekkja og var það skemmtilegur endir fall- egra en ekki hnökralausra tónleika. Tónlist Áskell Másson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.